Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is Fór í gæsaveiði um daginn. Þið hefðuð átt að sjá nestið. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 6 0 8 Samtaka atvinnulífsins, sagði að á fundinum hefði verið farið yfir afleiðingar af ákvörðun forsetans og hvernig menn sæju framhaldið. Hann sagði fólk vera áhyggjufullt. Stórar framkvæmdir, t.d. orkufyrirtækja, væru háð- ar lánsfé. Nú væri lánshæfismatið farið að lækka og þá væri spurning hvort t.d. lán frá Evrópska fjárfestingabankanum og Norræna fjárfestingabankanum yrðu afturkölluð með einhverjum hætti eða kjörum breytt. „Ég óttast að allt tefjist út af þessu og þá er ég fyrst og fremst að vísa til endurskipu- lagningar fjármálakerfisins, opnunar landsins gagnvart erlendum fjármálamörkuðum, gjaldeyrishaftanna og alls sem því fylgir. Landið á mikið undir því að íslenska ríkið fái eðlilegan aðgang að erlendum lánsfjármörk- uðum. Það sama á við um bankana sem er verið að koma á laggirnar og fyrirtæki beint. Hættan er sú þegar þetta mál er áfram í óvissu að það frestist allt saman,“ sagði Vil- hjálmur í samtali við Morgunblaðið eftir að forseti hafði greint frá ákvörðun sinni um há- degi í gær. Aukin óvissa um uppbyggingu Gylfi Arnbjörnsson segir að ákvörðun for- seta muni leiða til mikillar óvissu á næstu vikum og mánuðum bæði á pólitíska sviðinu og um endurreisnaráætlunina sem fylgt hefur verið. Hann segir að nú þegar þessi niðurstaða liggi fyrir eftir ákvörðun forseta verði að vinna úr henni. „Við erum í samstarfi við stjórnvöld og atvinnurekendur um stöðug- leikasáttmála. Það er ljóst að sá aðili sem ber ábyrgð á að hrinda hlutunum í framkvæmd er dálítið laskaður en það breytir því ekki að við munum áfram leggja áherslu á að verja hagsmuni félagsmanna okkar í hvívetna og freista þess að áfram verði hægt að taka ákvarðanir um uppbyggingu, þrátt fyrir þessa ákvörðun. En óvissan hefur aukist,“ segir Gylfi sem telur ljóst að öll fjármögnun þeirra atvinnuskapandi stórframkvæmda sem hafa verið í bígerð verði stórum erfiðari eftir nýjustu vendingu í Icesave-málinu. Elín Björg Jónasdóttir, formaður BSRB, sagði að loknum fundi í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi að tilgangur fundarins hefði fyrst og fremst verið að fara yfir þá stöðu sem upp væri komin. Hún kvaðst ekki telja að stöð- ugleikasáttmálinn væri í uppnámi, að minnsta kosti ekki á þessum tímapunkti. Eftir Guðna Einarsson, Ómar Friðriksson og Sigurð Boga Sævarsson „NÚ reynir á að samstarf aðila vinnumark- aðarins og stjórnvalda sé það haldreipi sem þjóðin hefur. Og ég held að einlægur vilji okkar allra sé sá að þétta raðirnar. Við verð- um að finna jákvæðu punktana í stöðunni og vinna okkur þannig í gegnum málið,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið að loknum fundi aðila vinnu- markaðarins og ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lauk á níunda tímanum í gærkvöldi. Fram undan er að undirbúa þjóðar- atkvæðagreiðslu og ætti sá undirbúningur að taka sex til átta vikur. „Á meðan erum við í óvissu og biðstöðu,“ sagði Gylfi. Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands voru á einu máli um að ákvörðun for- setans skapaði mikla óvissu um endurreisnina í efnahagslífinu. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samstarfið haldreipi þjóðarinnar  „Verðum að finna jákvæðu punktana í stöðunni og vinna okkur þannig í gegnum málið,“ segir forseti Alþýðusambandsins  Óttast að allt tefjist út af synjuninni, segir framkvæmdastjóri SA Gylfi Arnbjörnsson Vilhjálmur Egilsson Elín Björg Jónsdóttir Eftir Guðna Einarsson og Sigurð Boga Sævarsson „VERKEFNI morgundagsins er að draga úr þeim skaða sem orðspor Ís- lands hefur beðið og byggja trúverð- ugleikann upp að nýju, en þar hafði okkur miðað nokkuð áleiðis,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra í gærkvöldi þegar funda- höldum í Ráðherrabústaðnum lauk á ellefta tímanum. Steingrímur kvaðst telja að nokkurn tíma gæti tekið að vinna lánshæfismat Íslands upp að nýju. „Það er ákaflega sorglegt að það skyldi hrapa því það var lagt af stað í hina áttina. Matið var hins vegar ekki nema daginn að falla niður í ruslflokk. Núna skiptir hins vegar öllu að róa ástandið niður og á fund- um okkar með aðilum vinnumarkað- arins voru allir sammála um að lág- marka ókyrrðina.“ Fundahöld hófust í Ráðherrabú- staðnum í gærkvöldi að loknum þingflokksfundum Samfylkingarinn- ar og Vinstri grænna síðdegis. Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Gylfi Magnús- son, efnahags- og viðskiptaráðherra, hittu fyrst Má Guðmundsson seðla- bankastjóra. Síðan hófst fundur ráð- herranna með aðilum vinnumarkað- arins kl. 19. Um tuttugu manns voru á fundinum sem stóð í rúma klukku- stund. Gylfi Magnússon ráðherra fór úr Ráðherrabústaðnum að loknum þeim fundi. Spurður um hvort fund- armenn hefðu óttast um stöðugleika- sáttmálann taldi Gylfi að sáttmálinn sem slíkur væri ekki í uppnámi vegna synjunar forsetans. „Það er ljóst að þetta hefur áhrif á margt sem menn voru að reyna að ná fram með stöðugleikasáttmálanum – og því miður ekki til hins betra,“ sagði Gylfi. Hann taldi ljóst að ákvörðun forsetans myndi hafa slæm áhrif á atvinnulífið og gæti haft slæm áhrif á atvinnuástand og væntanlega einnig kaupmátt. Áhrifin réðust af því hve fljótt tækist að leysa þann vanda sem nú hefði verið búinn til. Tækist það fljótt þyrftu áhrifin hvorki að verða djúpstæð né varanleg, að mati Gylfa. Þjóðaratkvæði undirbúið Fulltrúar stjórnarandstöðunnar komu svo í Ráðherrabústaðinn einn af öðrum á fund forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Ráðherrarnir kynntu þeim drög að nýju frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslu og fóru fram á stuðning við að greiða frum- varpinu leið í gegnum þingið. Var á fulltrúum stjórnarandstöðunnar að heyra að þeir myndu skoða það opn- um huga. Rætt var um að kalla Al- þingi saman í lok þessarar viku, lík- lega á föstudag, til að afgreiða þetta frumvarp. Talið er líklegt að þjóð- aratkvæðagreiðsla geti farið fram seint í febrúar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði að loknum þing- flokksfundi Samfylkingarinnar í gær að þau hefðu miklar áhyggjur af að efnahagsáætlunin væri í miklu upp- námi. Morgunblaðið/Kristinn Súpufundur Ráðherrar ræddu afleiðingar synjunar forsetans við aðila vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum. Þjóðaratkvæða- greiðsla undirbúin Stjórnarandstaðan beðin um að greiða frumvarpi leið „VIÐ gerum allt sem við getum til þess að lágmarka skaðlegar afleið- ingar af þessari ákvörðun,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra. Hann átti mörg sam- töl í gær við fulltrúa er- lendra ríkja vegna þeirrar stöðu sem upp er komin eftir ákvörðun for- setans. Utanríkis- ráðuneytið átti fund með öllum sendiherrum sem staddir eru á Ís- landi til að skýra fyrir þeim stöð- una. Haldinn var sérstakur fundur með norrænu sendiherrunum og sömuleiðis hefur verið rætt við full- trúa Norðurlandanna sérstaklega vegna lánasamninganna. Þá átti Össur samtal við fulltrúa Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í gær. „Utanríkisráðuneytið notar öll sín tengsl sem eru orðin vel smurð í þessu máli til þess að koma okkar sjónarmiðum sterklega á framfæri og sömuleiðis til þess að reyna að tryggja að þeir samningar sem búið var að gera á milli þjóða til að greiða fyrir efnahaglegri uppbygg- ingu Íslands gangi eftir. Ég er von- góður en þetta verður bara að koma í ljós,“ sagði Össur. Hann seg- ist einnig hafa rætt við kollega sína í Evrópu í gær. „Ég tel ekki að þetta muni hafa áhrif á aðildarumsókn- ina. Ekki síst vegna þess að þegar kemur að marktækum dagsetn- ingum í því ferli er alveg ljóst að þessu máli verður að vera löngu lokið,“ segir hann. Skýrar yfirlýs- ingar forystumanna ESB liggi líka fyrir um að málið hafi ekki áhrif á aðildarumsóknina. „Ég hef ekki ástæðu úr neinum samtölum núna eða áður til að ætla að svo verði en auðvitað er það svo að miðað við þann hita sem ég finn t.d. í röðum Hollendinga, þá gæti þetta haft áhrif ef málið verður óleyst þegar kemur að einhverjum ákvörðunum en það er langt í þær.“ omfr@mbl.is Rætt við alla sendi- herra og AGS Össur Skarphéðinsson Hefur ekki áhrif á aðildarumsóknina Forseti Íslands synjar Icesave-lögum staðfestingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.