Morgunblaðið - 06.01.2010, Síða 12

Morgunblaðið - 06.01.2010, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Forseti Íslands synjar Icesave-lögum staðfestingar FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÓÁNÆGJAN vegna ákvörðunar Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Íslands, kom skýrt fram á fundum þingflokka ríkisstjórnarflokk- anna sem hófust kl. 15 í gær. Viðbrögðin voru jafnvel tilfinningaþrungin að sögn heimildar- manna vegna náinna pólitískra tengsla margra þingmanna í báðum flokkum frá fyrri tíð við Ólaf Ragnar. Mörgum í ríkisstjórn og þingflokkunum var líka misboðið að forsetinn greindi ekki for- ystumönnum ríkisstjórnarinnar frá ákvörðun sinni fyrr en blaðamannafundurinn var hafinn á Bessastöðum kl. 11. „Það eru gríðarlega skiptar skoðanir,“ sagði stjórnarþingmaður í gærkvöldi um þá stöðu sem upp er komin. „Forsetinn tók bara stjórn- ina í sínar hendur og í mínum huga er það vantraust á ríkisstjórnina,“ segir annar úr stjórnarliðinu. Viðmælendur segja að mjög hreinskiptnar umræður hafi farið fram á fund- um beggja flokkanna. Formenn stjórnarflokk- anna lögðu ekki tillögur fyrir þingflokkana og engar ákvarðanir voru teknar. „Við erum í rík- isstjórnarsamstarfi, höfum unnið með ákveðin markmið í huga og ætlum að reyna að halda því áfram,“ sagði samfylkingarmaður eftir fund þeirra. Annar sagði að í raun gæti allt gerst á allra næstu dögum. Formenn stjórn- arflokkanna fái þó tóm næstu daga til að meta stöðuna og ræða saman. Engir kostir hafa verið útilokaðir og málin voru rædd frá öllum hliðum en ekki virðist þó vera áhugi á að fara þá leið að fella lögin úr gildi svo ekki komi til þjóðaratkvæðagreiðslu og reynt verði að ná betri samningum við Breta og Hollendinga. Rætt var talsvert um hvernig standa mætti að þjóðaratkvæða- greiðslunni og er reiknað með að þingflokkar beggja stjórnarflokkanna kæmu aftur saman til fundar í dag. Skv. heimildum innan Vg er það almennur vilji meðal þingmanna að stjórnin sitji áfram. „En menn vilja taka sér tíma til að skoða þessi mál,“ segir þingmaður. Flestir þingmenn Vg vilji að nú verði hafinn undirbúningur fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hörð viðbrögð þingmanna og fleiri í Hol- landi og Bretlandi og mikil og neikvæð um- fjöllun erlendra fjölmiðla í gær virðist hafa komið mörgum á óvart. Stjórnarliðar leggja áherslu á að ráðuneytin leggi kapp á að kynna stöðu málsins erlendis, reyna að lágmarka skaðann, kveða niður misskilning og koma því á framfæri að Íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar skv. heimildum. Átta sig á stöðunni næstu daga Ekki var annað að heyra á formönnum þingflokkanna eftir fundina í gær en að stjórn- arflokkarnir ætli sér að halda ótrauðir áfram samstarfi sínu. „Stjórnin starfar áfram og hefst handa við að undirbúa þjóðaratkvæða- greiðsluna,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, við mbl.is í gær. „Þetta var góður og yfirvegaður fundur þar sem málin voru rædd,“ sagði Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vg. Fundað yrði um framhaldið næstu daga. „Það liggur engin endanleg niðurstaða eða ákvörðun fyrir á þessari stundu. Það er ein- dreginn vilji til að halda stjórnarsamstarfinu áfram og taka á þeirri stöðu sem upp er kom- in,“ segir hún. Að mati hennar er líklegasta niðurstaðan að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram en á þessum tímapunkti sé þó ekki rétt að útiloka neitt. Guðfríður Lilja segist telja að menn noti næstu daga til að átta sig betur á stöðunni. „Það þarf ekki að vera flókið mál að ganga frá lögum um kosninguna. Það liggur fyrir vinna í því sambandi, frumvarp [um þjóðaratkvæða- greiðslur] liggur fyrir en það er engin endan- leg niðurstaða um þessi mál eftir fundinn í dag. Menn voru bara að ræða málin en allar líkur eru á því að stjórnin haldi áfram,“ segir hún. Óvíst um framkvæmd kosninganna „Nú er forsetinn búinn að tala og óskar eftir að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Við hljótum að lúta því og gera bara það besta úr þessu eins og við höfum gert í þessu máli frá upphafi,“ segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Samfylkingarinnar. Ekki liggi þó ljóst fyrir hvernig staðið verði að atkvæða- greiðslunni og hvað taki við ef frumvarpið verði fellt. „Sumir virðast líta svo á að þá taki lögin nr. 96 frá 2009 gildi, sem samþykkt voru 28. ágúst. Ef það er rétt þá gilda lög um að við eigum að greiða þetta allt saman á 5,55% vöxt- um en þá vaknar spurningin hvort Bretar og Hollendingar samþykki það í annarri lotu,“ segir hann. Guðbjartur segist hafa verulegar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin. Mörg önnur verkefni bíði. „Það er verið að tefja endurreisn íslensks samfélags,“ segir hann. Spurður hvernig staðið verði að kynningu málsins fyrir kjósendum segir Guðbjartur að það hafi nokkuð verið rætt. „Það er enginn flokkur með það á stefnuskrá að borga eða borga ekki Icesave,“ svarar hann og bætir við að hann geri t.d. ekki ráð fyrir að fara fram sem eitthvert andlit þeirra sem vilji borga Ice- save-reikninginn. „Fólk þekkir þetta úr um- ræðunni og verður bara að taka afstöðu. Ég geri ekki ráð fyrir að nokkur maður lesi öll þessi gögn.“ Guðbjartur segist vera hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum en þá verði valkostir að vera skýrir og þannig um hnútana búið að menn geta staðið við niðurstöðuna. Í þessu máli séu hins vegar mótaðilar sem þurfi að segja sína skoðun. „Ég vænti þess ekki að breska eða hollenska þingið fari að setja lög á móti okkur, við getum ekki skrifast á með lög- um,“ segir hann. Mikil reiði í stjórnarliðinu vegna ákvörðunar og framkomu forseta  „Gríðarlega“ skiptar skoðanir innan stjórnarflokkanna  Formennirnir fá tóm til að meta stöðuna  Þingflokkar aftur boðaðir til fundar í dag  „Eindreginn vilji til að halda stjórnarsamstarfinu áfram“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði við mbl.is eftir þingflokksfund Sam- fylkingarinnar í gær að með ákvörðun for- setans væru Íslendingar í verulega vondum málum enda hefðu viðbrögð alþjóða- samfélagsins við ákvörðuninni verið mjög harkaleg eins og hefði raunar mátti búast við. Spurður um framhald stjórnarsamstarfs- ins sagðist Össur í samtali í gærkvöldi ekki hafa heyrt annað en að stjórnarflokkarnir ætluðu að halda stjórnarsamstarfinu áfram þrátt fyrir ákvörðun forseta Íslands að staðfesta ekki Icesave-lögin. „Það er enginn bilbugur á okkur [í Sam- fylkingunni]. Ég lít svo á, þó að ég sé al- gerlega andsnúinn því sem forsetinn gerði og telji að það sé byggt á kolrangri grein- ingu á hugsanlegum afleiðingum og stöðu málsins, þá sé alveg ljóst að stjórnarskráin veitir honum þennan rétt,“ sagði Össur. „Ég tel að það sé fráleitt af ríkisstjórn að segja af sér vegna þess að forsetinn nýtir ákvæði sem þjóðin hefur sjálf sam- þykkt inn í stjórnarskrána,“ sagði hann. „Ég hef alltaf hlustað á þá, sem í fyrri átökum um beitingu þessa ákvæðis túlk- uðu það með þeim hætti að þetta væri hluti af eðlilegri stjórnskipan og lýðræði í landinu. Og þar af leiðandi þá myndi hvorki ákvörðun forsetans um að beita því, né heldur niðurstaða úr þjóðaratkvæða- greiðslu hafa nokkur áhrif á stöðu forset- ans eða ríkisstjórnarinnar. Með öðrum orð- um þetta er ekki andspæni eða hólmganga.“ Byggðist á kolrangri greiningu á hugsanlegum afleiðingum Mikil reiði er innan Samfylkingarinnar og í þingliði Vinstri grænna í garð forsetans vegna ákvörðunar hans um að staðfesta ekki Icesave-lögin. Stjórnarliðar segjast þó vilja halda stjórnarsamstarfinu áfram og undirbúa þjóðaratkvæðagreiðsluna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.