Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 36
Eftir Kristrúnu Ósk Karlsdóttur kristrun@mbl.is Sér-íslenskur jólasveinagjörningur listamannanna Ás- mundar Ásmundsonar og Ragnars Kjartanssonar verður að þessu sinni haldinn í Kling og Bang Gall- eríi að Hverfisgötu 42. „Þetta er í raun hefðbundið jólaball, við Ragnar höfum staðið fyrir þessu síðastliðin átta ár. Við blöndum saman hefðbundinni jólaskemmtun og list- rænni skemmtun, án þess þó að þetta verði með of listrænu ívafi. Okkar aðalmarkmið er bara að gleðja fólk,“ segir Ásmundur. Verður þá dansað og sungið í anda jólanna? „Já, það verður dansað í kringum jólatréð og jóla- sveinarnir Kertasníkir og Bjúgnakrækir koma í heim- sókn, áður en þeir halda upp til fjalla. Það verður boðið upp á gotterí, svo getur margt óvænt gerst, við útilokum til dæmis ekki blysfarir og annað álfagaman.“ Ásmundur segir þá félaga sjá alfarið um skemmtunina og undirspil ekki þurfa þegar þeir eiga í hlut. „Allir eru velkomnir á Jólagjörninginn og ég hvet fólk til að koma í jólaskapinu með börnin í fararbroddi. Þetta er síðasta tækifærið til að gera sér glaðan jóladag áður en þetta hörm- ungaár byrjar. Fólki veitir ekki af að hleypa glaðværð inn í líf sitt,“ segir Ásmundur að lokum í jólaskapi. Gjörningurinn hefst kl. 17:30. Árlegur Jólasveinagjörningur 36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010  Tónleikasenan er ekki dauð úr öllum æðum þó jólin séu yfirstaðin. Í kvöld verða hljómsveitirnar Alefli og Green Lights með tónleika á Só- dómu Reykjavík auk tónlistar- mannsins Ingvars. Leikurinn hefst kl. 19.30 og er aðgangseyrir 500 kr. Tónleikarnir eru fyrir alla aldurs- hópa, engar vínveitingar í boði. Green Lights, Alefli og Ingvar á Sódómu Fólk  The Wire, virtasta jaðartónlist- artímarit heims hefur valið tvo ís- lenska tónlistarmenn á topp fimm- tíu lista sinn yfir bestu plötur ársins 2009. Eru það Ben Frost og Hildur Guðnadóttir. Hildur situr í fimm- tugasta sæti með plötu sína Without Sinking en Ben hafnar í níunda sæti með nýjasta verk sitt, By the Throat. Frost hefur mikið verið hampað af ritinu að undanförnu og var heilsíða lögð undir einkar lof- samlega gagnrýni um plötuna fyrir stuttu. Í fyrsta sæti listans er plata Broadcast & The Focus Group, In- vestigate Witch Cults of the Radio Age. Ben Frost og Hildur Guðna í The Wire  „Bergur Ebbi Benediktsson – vil taka þátt í einhverju spennandi árið 2010, einhverju sem er svo skemmtilegt og öðruvísi að enginn mun ná að skilgreina það fyrr en 2013, og það á að tengjast leikhúsi.“ Svo hljóðaði Facebook-færsla Bergs Ebba, tónlistar-, fjölmiðla- manns og uppistandara, í gær. Það verður forvitnilegt að vita hvort einhver svarar þessari auglýsingu Bergs og að sjá hvað út úr því kem- ur. Vill eitthvað skemmti- legt og öðruvísi 2010 „ÉG hef alltaf verið mjög hrifinn af Esjunni og séð hana sem samein- ingartákn. Heildarhugmyndin að baki disknum er að geimverur yf- irtaka Perluna og fara að skjóta leysigeislum þaðan á Esjuna og ég kem til bjargar, er ofurhetjan,“ segir Andri Ásgrímsson kankvís um nýútkomna sólóplötu sína, Orr- ustan um Esjuna. Andri er betur þekktur sem nú- verandi gítarleikari, fyrrverandi hljómborðsleikari, hljómsveitar- innar Leaves. En er ekki nóg að gera með Leaves? „Það er nóg að gera í augnablikinu en hefur ekki alltaf verið þannig í seinni tíð, það fóru t.d fjögur ár í síðustu plötu en ég var um síðustu tvö ár að vinna að þessu sólóverkefni. Efnið hrann- aðist upp hjá mér og mér hefur allt- af langað til að gera þetta.“ Leaves á leið til London Andri skilgreinir tónlist sína sem klassíska. „Þetta er svona drama- tískt klassískt tölvupopp. Ég skil- greini þetta samt sem klassík enda alltaf hallast í þá átt, ég skreyti hana með hljóðgervlum og bý til svona „sæ-fæ“-tónlist.“ Andri gefur Orrustan um Esjuna út sjálfur og vann hana nánast alla sjálfur með aðstoð vina og ættingja. „Nói trommari í Leaves trommaði fyrir mig og Arnar Guðjóns söngv- ari mixaði plötuna. Ég fékk tvo strengjaleikara og bróðir minn að- stoðaði mig við umslagshönnunina, annars gerði ég allt annað,“ segir Andri. Hann hefur ekki enn haldið útgáfutónleika en segist stefna að því, Leaves taki bara tímann núna. „Við erum að vinna að nýrri plötu og erum mikið í stúdíói um þessar mundir og svo spilum við á einum tónleikum í London núna í janúar.“ ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi Einn Andri Ásgrímsson, Leaves-liði, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Esjan og ofurhetjan  Andri Ásgrímsson úr Leaves gefur út sólóplötuna Orr- ustan um Esjuna  Leaves vinnur nú að nýrri plötu Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is FÉLAGARNIR Steindór Grétar Kristinsson og Bjarni Þór Gunnars- son skipa tilraunaglaða rafdúettinn Einóma og spannar starfsemi hans ein tíu ár. Einóma hefur hlotið afar jákvæða dóma fyrir verk sín til þessa, m.a. glimrandi dóm hjá BBC fyrir plötuna Milli tónverka. Á næstu dögum sendir þetta ágæta tvíeyki frá sér nýja plötu, 12" vínyl, með tveimur löngum lögum en auk þess eru þeir félagar í sólóverk- efnum og plötur væntanlegar frá báðum. En tónlist og ný plata Ein- óma er efni þessa viðtals og það er Bjarni sem situr fyrir svörum. Vínyllinn lifir góðu lífi „Mér finnst eins og vínyllinn ætli að lifa af,“ segir Bjarni, spurður út í það af hverju þeir félagar kjósi að gefa plötuna út á vínyl frekar en geisladiski. „Síðasta smáskífan sem við gáfum út var líka bara vínyll og í svona raftónlist þá sýnist mér á öllu að fólk vilji það helst.“ Bjarni segir auk þess að hljómurinn sé betri á ví- nyl og að vínyll sé eigulegri en geisladiskur. – Hvernig skilgreinirðu tónlistina ykkar? „Við vorum með svolítið tilrauna- kennda raftónlist en þetta er eigin- lega orðið dálítið dansvænna núna. Það var eiginlega þannig að við feng- um alltaf að spila af og til, var boðið að spila og þannig kom platan til. Við spiluðum í Berlín í byrjun ársins og vorum þá meira dansandi og það gekk rosalega vel upp. Ég myndi þó ekki segja að þetta væri danstónlist en einhvers staðar á milli dans- raftónlistar og tilraunakenndrar tónlistar.“ – Hvernig duttuð þið inn í þennan raftónlistargeira? „Við byrjuðum í rauninni bara þegar raftónlistaræðið byrjaði, fyrir 10-15 árum, fórum að kaupa græjur og höfum svo bara haldið áfram.“ Morgunblaðið/RAX Einóma á Ingólfstorgi Steindór og Bjarni eru tveir en vilja þó hljóma sem einn maður og því heitir rafdúettinn Einóma. „Dálítið dansvænna núna“  Rafdúettinn Einóma sendir frá sér 12 tomma tveggja laga vínylplötu í vik- unni, Tvennu  Fólk virðist heldur kjósa vínyl þegar kemur að raftónlist Einóma gaf fyrst út undir merkj- um Thule árið 2001, fyrst 12" vín- ylplötu, Floating Point by Zero, og áttu einnig lag á safnplötu en gaf svo út tvær stórar plötur hjá bresku útgáfunni Vertical Form, Undir Feilnótum og Milli Tónverka, á árunum 2002 og 2003. Morr Music sá um dreifingu platnanna og segir Bjarni þá Steindór hafa fengið góða dreifingu og dóma út á þau verk og dúettinn ágætis at- hygli. Árið 2006 kom út platan Encam á vegum útgáfunnar Trachanik Re- cords í Berlín og nú er á leiðinni smáskífan Tvenna á vegum útgáf- unnar Lamadameaveclechien í Belgíu. Nafn útgáfunnar í íslenskri þýðingu er Konanmeðhundinn. Belgíska útgáfan Konanmeðhundinn myspace.com/einoma Morgunblaðið/Golli Kertasníkir og Bjúgnakrækir skemmtu sér vel í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.