Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 ÞRETTÁNDAHÁTÍÐ Vesturbæjar verður haldin í dag, miðvikudag. Að hátíðinni standa foreldrafélög grunnskólanna í Vesturbæ ásamt þjónustumiðstöð Vesturbæjar og hverfisráði Vesturbæjar. Hátíðin hefst kl. 17:15 á KR-vellinum. Barnakór Neskirkju mun syngja og Melabandið tekur lagið. Þá munu Gunni og Felix standa fyrir skemmtiatriðum. Kl. 18:00 verður svo lagt á stað í skrúðgöngu niður að Ægisíðu þar sem kveikt verður í brennu og hátíðarflugeldasýning KR hefst kl. 18:30. Þrettándahátíð í Vesturbænum Morgunblaðið/Kristinn Í DAG, miðvikudag, kl. 19 stendur Íþróttafélagið Þór á Akureyri fyrir þrettándagleði við Réttarhvamm. Það er ætíð mikið um dýrðir á þrettándagleði Þórs sem á sér langa forsögu. Dagskráin hefst á því að kveikt verður í bálkesti og stendur dagskráin í um klukku- stund. Álfakóngur og drottning, jólasveinar, tröll, púkar og allskyns kynjaverur heilsa upp á gesti og kveðja jólin. Auk þess mun söngv- arinn Heimir Bjarni Ingimarsson mæta með gítarinn og Einar „ein- staki“ töframaður sýna listir sýnar. Líkt og í fyrra er Akureyringum og nærsveitarmönnum boðið frítt á þennan viðburð. Fólk er hvatt til þess að fjölmenna, eiga notalega stund og kveðja árið með viðeig- andi hætti. Er þetta allra síðasta tækifæri til þess að hitta jólasvein- ana áður en þeir halda aftur til fjalla. Kynjaverur heilsa upp á Akureyringa Í DAG, miðvikudag, verða jólin kvödd með álfadansi og söng á glæsilegri þrettándahátíð að Ás- völlum í Hafnarfirði. Dagskráin hefst kl. 18:30 og lýkur með veg- legri flugeldasýningu kl. 19:30. Álf- ar, púkar og jólasveinar verða á svæðinu og taka þátt í söng og gleði. Skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Þrettándagleði í Hafnarfirði Í MEIRA en 25 ár hefur flugelda- sýning KR verið árviss og eftir- sóttur viðburður í Vesturbænum og nú í lok 110 ára afmælisárs KR vilja KR-flugeldar enn einu sinni bjóða KR-ingum, vesturbæingum og öðr- um höfuðborgarbúum upp á glæsi- lega flugeldasýningu. Flugeldasýningin tengist jafn- framt þrettándahátíð grunnskól- anna í Vesturbænum, sem hefst kl. 17:15 á KR-velli. Í framhaldi af því verður farið í blysför að þrettánda- brennunni sem er á hefðbundnum stað við gatnamót Ægisíðu og Fax- askjóls. Kveikt verður á brennunni kl. 18:10 og hefst flugeldasýningin kl. 18:30. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Flugeldasýning í boði KR-inga STUTT Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Útikerti eru oft staðsett þannig að hætta er á að yngsta kynslóðin rekist í þau og að yfirhafnir fullorðinna, sérstaklega kápur og frakkar fullorðinna sláist í loga þeirra Munið að slökkva á kertunum Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Str. 38-56 Útsalan er hafin 30-70% afsláttur • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Útsala FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ sendi frá sér yfirlýsingu til erlendra fjöl- miðla skömmu eftir að lesin var upp íslensk útgáfa fyrir fjölmiðla fólk á fundi formanna stjórn- arflokkanna í stjórnarráðinu í gær. Í þeirri sem send var út á ensku segir að þrátt fyrir ákvörðun for- seta Íslands stefni íslenska rík- isstjórnin að því, að framfylgja þeim tvíhliða lánasamningum sem gerðir hafa verið, og þar með ríkis- ábyrgðinni sem Icesave-lögin geri ráð fyrir. „Ríkisstjórnin lítur á lánasamn- ingana við Bretland og Holland sem órjúfanlegan þátt efnahags- áætlunar Íslands þar sem þeir bindi enda á óvissu um endur- greiðslu á innlánstryggingu, sem kveðið er á um í íslenskum lögum. Það felur í sér mikilvægt skref í átt að tryggja eðlilega fjármögnun landsins á erlendum mörkuðum,“ segir m.a. í tilkynningunni. Munu framfylgja samningunum Yfirlýsing send erlendum fjölmiðlum Morgunblaðið/Kristinn Fundur Forsætisráðherra eftir þingflokksfund Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.