Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 17
Fréttir 17VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 ÞETTA HELST ... ● VIÐSKIPTI Microsoft við íslensk fyr- irtæki, stofnanir og almenning munu fara fram á evrugenginu 145 krónum fram til 31. mars. Sérstakt Microsoft- gengi hefur verið notað hér á landi í rúmt ár, en það var innleitt í byrjun des- ember 2008 til að bregðast við algjöru frosti á hugbúnaðarmarkaðnum í kjöl- far bankahrunsins og falls krónunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Microsoft á Íslandi. Evran á 145 krónur ● Einkahlutafélag Kristjáns Arasonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra við- skiptasviðs Kaup- þings, tapaði 747 milljónum króna á síð- asta ári, en félagið átti hlutabréf í Kaupþingi þegar bankinn hrundi haustið 2008. Félagið skuldar tæplega tvo milljarða króna í erlendu skammtímaláni. Einkahlutafélag Kristjáns heitir 7 hægri ehf. Félagið keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 1.280 milljónir, en kaup- in voru fjármögnuð með erlendu kúlul- áni. Það lán stóð í árslok 2008 í 1.933 milljónum króna. Eignarhaldsfélag Kristjáns bókfærir í ársreikningi tapið af hruni Kaupþings ekki með sama hætti og t.d. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi banka- stjóri Kaupþings, gerir í sínum ársreikn- ingi. Hreiðar Már bókfærir eign sína í Kaupþingi sem núll og nemur bókfært tap eignarhaldsfélags hans því svipaðri upphæð og skuldir félagsins eða tæp- lega 8 milljörðum króna. Kristján af- skrifar hlutabréfin í Kaupþingi hins veg- ar ekki með sama hætti og niðurstaðan er því að bókfært tap félagsins nemur aðeins muninum á upprunalegu verði hlutabréfanna og stöðu lánsins. Tapið er því 747 milljónir, en væri yfir tveir milljarðar ef félagið hefði fært ársreikn- ing með sama hætti og Hreiðar Már. egol@mbl.is Skuldar um 2 milljarða ● HALDINN verður stofnfjáreigenda- fundur hjá Byr sparisjóði föstudaginn 15. janúar. Samkvæmt tilkynningu til kauphallar verður þar borin upp tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum sparisjóðsins. Jafnframt verður fjallað um endurskipulagningu sjóðsins og málefni sem tengjast lánveitingum sparisjóðsins til Exeter Holdings ehf. Þá verða flutt erindi frá stofnfjáreig- endum; m.a. um samtök stofnfjáreig- enda í Byr sparisjóði, lán Glitnis vegna stofnfjáraukningar 2007 og tapaðar kröfur vegna útlána. ivarpall@mbl.is Boðað til stofnfjáreig- endafundar hjá Byr Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is MATSFYRIRTÆKIÐ Fitch lækk- aði lánshæfismat íslenska ríkisins niður í ruslflokk í kjölfar ákvörð- unar forseta Íslands um að stað- festa ekki ríkisábyrgð á Icesave- skuldbindingunum í gær. Láns- hæfiseinkunn erlendra langtímaskuldbindinga er í flokkn- um BB+ og teljast þær því ekki lengur vera fjárfestingahæfar. Um leið breytti S&P horfum í nei- kvæðar. Ennfremur metur Fitch horfurnar varðandi lánshæfi ríkis- ins neikvæðar og er það vísbend- ing um að öllu óbreyttu að til frekari lækkunar kunni að koma. Í tilkynningu frá Fitch segir að matsfyrirtækið hafi undanfarið lagt á það mikla áherslu að íslensk stjórnvöld leysi Icesave-deiluna við hollensk stjórnvöld og bresk enda sé það mikilvægur liður í að endurreisa traust á lánshæfi ríkis- ins. Uppnám í kjölfar ákvörðunar forsetans skapar óvissu um af- greiðslu neyðarlána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðr- um ríkjum og mun ennfremur tor- velda afnám gjaldeyrishaftanna og þar af leiðandi hamla eðlilegri verðmyndun á gengi krónunnar. Neikvæðar horfur endurspegla þá óvissu sem ríkir um afdrif Ice- save-samkomulagsins og mögu- leikann á því að atburðarásin komi í veg fyrir að efnahagslegur stöð- ugleiki komist á og alþjóðleg ein- angrun vaxi. Eins og greint var frá því í blaðinu á þriðjudag var forsenda staðfestingar annars matsfyrir- tækis, S&P, á lánshæfi ríkissjóðs á gamlársdag sú að forsetinn myndi staðfesta lögin. Sú forsenda er nú brostin og því telur fyr- irtækið horfurnar neikvæðar á ný. Íslenska ríkið nýtur nú hins vafasama heiðurs að matsfyrirtæki telur skuldabréf þess ekki fjár- festingahæf. Þetta takmarkar þá litlu möguleika sem ríkið hefur í dag til þess að sækja sér erlent lánsfé enn frekar. Þeir eru nánast engir í dag og takmarkast við neyðarlán frá IMF og aðstoð frá nágrannaþjóðum. En þetta hefur ekki átt að koma á óvart. Segja má að hinn frjálsi markaður hafi nú þegar flokkað skuldir ríkisins í ruslflokk en skuldatryggingaálag ríkissjóðs er nú um 430 punktar eða um 200 punktum hærra en hjá ríkjum með sama lánshæfi. Álagið er því nær skuldatryggingaálaginu á lettneska ríkinu en það er um 530 punktar um þessar mundir og hef- ur verið að stefna í þá átt í nokkra mánuði. Það segir líka meira en mörg orð að álagið á íslenska ríkið breyttist lítið í kjölfar fregna af synjun forsetans. Ástæðan fyrir því að álagið hef- ur lítið breyst að undanförnu er skuldsetning íslenska ríkisins. Áætlanir gera ráð fyrir að þær muni nema um 130% af lands- framleiðslu við lok þessa árs. Þetta er hátt hlutfall og má í því sambandi nefna að hlutallið er svipað hjá gríska ríkinu en margir telja að það muni ekki ráða við þá skuldabyrði. Vissulega hefur verið bent á það að ekki er óheyrt að ríki ráði við slíkar skuldbindingar en í þeim tilfellum er um að ræða stjórnvöld sem ráða yfir mynt sem er gjaldgeng í alþjóðlegum við- skiptum. Íslensk stjórnvöld geta einungis prentað krónur og þurfa að reiða sig á gjaldeyristekjur til þess að standa straum af skuldum. Matsfyrirtæki á borð við Fitch og S&P líta ekki framhjá þessari miklu skuldabyrði. Því kann það að koma mörgum spánskt fyrir sjónir að þau leggi jafn mikla áherslu á að ríkið axli frekari skuldabyrðar og telji það lykilinn að lausn efnahagsvandans hér á landi. Hér er þó ekki endilega um mótsögn að ræða þar sem mats- fyrirtækin byggja forsendur sínar á því að íslenska ríkið muni geta fjármagnað sig á hagstæðari kjör- um eftir nokkur ár og þar af leið- andi ætti skuldabyrðin að lækka og staða mála batna. Ekki er á vísan að róa í þeim efnum enda blasir við að skuldsetning ríkja hefur almennt séð aukist gríðar- lega vegna fjármálakreppunnar og það blasir við að enginn framboðs- skortur verður af ríkisskulda- bréfum til þess að selja fjárfestum á alþjóðamörkuðum á komandi ár- um. Á mannamáli þýðir þetta ein- faldlega að vaxtakjör muni hækka og þá mest á þau ríki sem teljast vera í mestri hættu á að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Lögmál framboðs og eftirspurnar hætta seint að virka og í því sam- hengi má nefna að stærsti skulda- bréfasjóður heims, PIMCO, lýsti því yfir á dögunum að hann myndi vera á söluhliðinni á breskum og bandarískum ríkisskuldabréfum á þessu ári. Ástæðan er einfaldlega sú að sérfræðingar sjóðsins telja framboðshliðina eiga eftir að verða yfirgnæfandi. Fyrirsjáanlegt fall  Matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfismat ríkisins niður í ruslflokk í kjölfar ákvörðunar forsetans  Standard & Poor’s segir horfurnar neikvæðar Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÁKVÖRÐUN um hvort íslenska rík- ið eigi að ábyrgjast greiðslur vegna Icesave-reikninganna er svo stjórn- skipulega mikilvæg að nauðsynlegt er að á bak við hana sé eitthvað meira en bara einfaldur þingmeirihluti. Daniel Gros, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, segir að þess vegna hafi það borið vott um hug- rekki hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að synja lögum um ríkis- ábyrgð staðfestingar og vísa til þjóð- aratkvæðis. „Verði niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar sú að Icesave-sam- komulaginu er hafnað er ljóst að bresk og hollensk stjórnvöld verða pirruð á Íslendingum. Þetta eru hins vegar stórar þjóðir og skilja ekki hvernig það er að standa frammi fyr- ir því að verið er að skrifa í burtu framtíð þjóðar. Ég tel að verði stjórn- arskipti í Bretlandi á þessu ári, eins og margt bendir til, er hugsanlegt að ný stjórn verði viðmótsþýðari við Ís- lendinga í nýjum samningaviðræð- um.“ Byrja að borga sem fyrst Gros segir Hollendinga einnig verða að skilja að takmörk eru fyrir því hvað hægt er að kreista úr ís- lenskum skattborgurum. „Stóri gall- inn á samkomulaginu eins og það er nú er frestun á afborgunum til ársins 2015. Það er alltaf betra að borga skuldir sem fyrst og ég tel að ef Ís- lendingar sýna að þeir eru tilbúnir að byrja að borga strax af lánunum, hversu táknrænar sem þær afborg- anir væru, yrði auðveldara að ná nýju samkomulagi. Slíkt samkomulag verður hins vegar að byggja á nýjum grunni, það er ekki bara hægt að gera einhverjar smávægilegar breytingar á samkomulaginu sem liggur fyrir.“ Þörf á nýrri sýn Gros segir Íslendinga einnig standa frammi fyrir stærra máli. „Ég hafði það á tilfinningunni að sam- komulagið væri önnur birtingarmynd á því hugarfari sem kom Íslendingum í vandann til að byrja með, þ.e. að halda áfram að lifa um efni fram, safna skuldum og velta vandanum á undan sér. Ný sýn er nauðsynleg að mínu mati.“ Segir Gros að þegar hin Norður- löndin lentu í sínum vanda fyrir um tuttugu árum hafi þau tekið sig á og farið að greiða niður skuldir og safna í varaforða. „Þjóðaratkvæðagreiðsl- an á því, að mínu mati, ekki aðeins að snúast um þetta tiltekna mál, heldur um þessa grundvallarhugsun, hvort betra sé að safna skuldum eða greiða þær niður og lifa innan þeirra marka sem aðstæður setja.“ Þörf á nýrri sýn í hagstjórn Reuters Brown Gros telur að tapi Gordon Brown næstu þingkosningum í Bretlandi gæti ný ríkisstjórn þar í landi tekið betur í nýjar viðræður við Íslendinga. Bankaráðsmaður í Seðlabankanum segir betra að hefja greiðslur sem fyrst ● EIMSKIP og Toyota á Íslandi hafa undirritað framlengingu á gildandi samningi sínum til eins árs. Toyota hefur flutt bifreiðar, vara- og auka- hluti með Eimskipi undanfarin ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrrnefnda fyrirtækinu. Megnið af bílunum, ásamt varahlut- unum, kemur frá Rotterdam í Hol- landi, en einnig eru flutningar frá Immingham í Bretlandi, en Toyota Avensis og Toyota Auris eru fram- leiddir þar í landi. Nokkrar tegundir, m.a. Land Cruiser og Prius, koma þó um lengri veg, enda framleiddar í Jap- an og eiga því yfir 20.000 km ferðalag yfir hálfan hnöttinn, áður en áfanga- stað er náð. Eimskip og Toyota framlengja samstarf Paul Rawkins, framkvæmdastjóri hjá lánshæfisfyrirtækinu Fitch, útilokar ekki að breyting verði til batnaðar á lánshæfihorfum Íslands á næstunni. Fitch lækkaði lánshæfi ríkissjóðs niður í ruslflokk í gær. Rawkins vísar í ummæli talsmanns hollenskra stjórnvalda í gær sem sagði að það væri með öllu óásættanlegt ef engin lausn myndi finnast á málinu. Hann bætir því ennfremur við að halda verði til haga að íslensk stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau hyggist standa við skuldbindingar sín- ar gagnvart breskum og hollenskum stjórnvöldum. Vandamálið felist hinsvegar í að ákvörðun forsetans gæti leitt til þess að leitin að lausninni gæti dregist á langinn og hugsanlega orðið til þess að grafa undan efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Þetta gæti ógnað viðreisn efnahagslífsins og magnað upp ein- angrun Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum Breyting til batnaðar ekki útilokuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.