Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 ATHYGLI vakti að Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra sagði og ítrekaði á blaðamannafundi í Stjórn- arráðinu að hvorki formenn stjórnarflokkanna, né ráðherrar í ríkisstjórn, vissu um ákvörðun for- setans fyrr en á sama tíma og þjóðin. Það rímaði illa við það sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði sjálfur á blaðamannafundi sín- um. Þá sagði Ólafur, að hann hefði þegar tilkynnt forystumönnum ríkis- stjórnarinnar um ákvörðun sína. Þegar leitað var upplýsinga hjá embætti forseta vegna þessa mis- ræmis var fátt um svör. Þær upplýs- ingar fengust þó, að „bíll hefði verið sendur“ og að það hafi verið gert áð- ur en fundur forseta hófst. Ekki fengust nánari upplýsingar um hve- nær bíllinn var sendur af stað. Einar Karl Haraldsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytis, segir skýring- una á misræminu hins vegar ein- falda: „Skilaboðin bárust ekki for- mönnum stjórnarflokkanna eða ráðherrum fyrr en blaðamanna- fundur forsetans var hafinn og sex, sjö mínútur liðnar af honum.“ Hann hafi þá þegar tilkynnt ákvörðun sína þjóðinni. Skemmst er að minnast þess að árið 2004, síðast þegar Ólafur Ragn- ar synjaði lögum staðfestingar, ræddi forseti í síma við þáverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgríms- son, og greindi þeim frá ákvörðun sinni. Það gafst varla vel, úr því hann vék frá þeirri venju. andri@mbl.is Skilaboð forseta kom- ust of seint til skila EITT FJALL Á VIKU Ferðafélag Íslands stendur fyrir verkefninu ,,eitt fjall á viku“ en allt árið 2010 verður gengið á eitt fjall á viku eða alls 52 fjöll. Fjöllin 52 eru bæði stór og smá allt frá Helgafelli, Úlfarsfelli og Grímarsfelli, yfir á Heklu, Snæfellsjökul og Hvannadalshnúk. Þeir sem skrá sig í verkefnið ganga á öll fjöllin í verkefninu. Undirbúningsfundur fyrir verkefnið verður haldinn fimmtudaginn 7. janúar kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6. ÁRAMÓTAHEIT OG NÝÁRSVERKEFNI FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is SKR ÁÐ U ÞIG IN N – D R ÍFÐ U ÞIG Ú T! www.fi.is Fararstjóri í öllum ferðunum er Páll Guðmundsson fram- kvæmdastjóri FÍ. Stjórnandi: Stefán R. Gíslason Handrit: Agnar H. Gunnarsson Undirleikur: Thomas R. Higgerson Lesarar: Agnar H. Gunnarsson og Hannes Örn Blandon Hljóðmynd: Arnar Halldórsson Einsöngur: Óskar Pétursson og Ásgeir Eiríksson Karlakórinn Heimir Skagafirði Upp skalt á kjöl klífa Tónleikar í Langholtskirkju Laugardaginn 9. janúar kl. 16:00 Forsala aðgöngumiða er í Eymundsson í Austurstræti og Kringlunni sjá www.heimir.is „Mér finnst ákvörðun forsetans vera rökrétt, honum hafa borist undir- skriftir rúmlega fjórðungs kosn- ingabærra manna í landinu, þar sem óskað er eftir þjóðaratkvæða- greiðslu um hitamál sem brennur á þjóðinni. Ég fæ ekki séð hvernig hann hefði getað komist að annarri niðurstöðu,“ segir Ögmundur Jón- asson, þingmaður VG, um ákvörðun forsetans í gær. „Nú er bara eitt að gera fyrir stjórnvöld, að hefja undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu hið allra fyrsta og stuðla að því að hún fari fram. Ég er ein- dregið á þeirri skoðun að ríkis- tjórnin sitji áfram, og það gildir hver svo sem niðurstaðan verður í þjóðar- atkvæðagreiðsl- unni,“ segir Ög- mundur Þrátt fyrir gagnrýni á Icesave sé ríkur vilji fyr- ir því í landinu að stjórnin haldi áfram. „Hún á ekki að láta þetta trufla sig á nokkurn hátt. Í framtíð- inni munum við hafa þennan hátt á í fleiri málum en verið hefur og hefði betur verið gert oftar á síðustu ár- um,“ segir Ögmundur. Staðið við loforðin „Þjóðaratkvæðagreiðsla og lýð- ræðisleg umræða er alltaf til góðs, ég hef alltaf verið því fylgjandi, sem og Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð sem lofaði kjósendum sínum í síðustu kosningum að reyna að koma á slíku fyrirkomulagi eins oft og auðið væri.“ Rökrétt ákvörðun Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir þjóð- aratkvæðagreiðslu og lýðræðislega umræðu alltaf til góðs Ögmundur Jónas- son „Við styðjum vel ígrundaða ákvörð- un forseta Íslands. Nú er komið að því að þjóðin taki ákvörðun,“ sagði Eiríkur S. Svavarsson, einn af tals- mönnum Indefence-hópsins. „Starf Indefence-hópsins hefur miðað að því að ná samstöðu meðal þjóðarinnar um sanngjarna lausn á Icesave-málinu í samræmi við Brussel-viðmiðin. Þrátt fyrir synjun forseta Íslands hafa lögin nú tekið gildi. Eins og forseti sagði í yfirlýs- ingu sinni gilda lögin að sjálfsögðu áfram verði þau samþykkt í þjóð- aratkvæða- greiðslu. Verði úrslitin á annan veg eru engu að síður áfram í gildi lög númer 96, 2009, sem Alþingi samþykkti 28. ágúst sem fela í sér viðurkenn- ingu Íslendinga á skuldbindingum sínum en þó með fyrirvörum.“ Aðspurður hvernig hann teldi að Hollendingar og Bretar myndu bregðast við yrðu lögin felld, sagði Eiríkur að of snemmt væri að segja til um það. Bretar og Hollendingar hefðu hins vegar í höndunum samn- inga sem gengju algjörlega að kröf- um þeirra, þ.e.a.s. þá sem nýju Ice- save-lögin fjölluðu um. Sá samningur hefði tekið gildi en hann þyrfti að bera undir þjóðaratkvæði. „Það er alltof snemmt að vera að velta því upp núna. Við þurfum að sjá svolítið hvaða atburðarás tekur við núna, bara í rólegheitunum,“ sagði hann. Þjóðin tekur ákvörðun Eiríkur S. Svavarsson einn talsmanna Indefence segir ákvörðun forseta Íslands vera vel ígrundaða Eiríkur S. Svavarsson Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.