Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 HINN 11. desem- ber sl, sendi Valtýr Sigurðsson rík- issaksóknari frá sér yfirlýsingu í fjöl- miðlum þar sem hann lokar máli sem fjallar um tvo menn, þá Ein- ar Þór og Sturlu Stein, sem létu lífið með voveiflegum hætti og fundust í bif- reið í porti Daníels- slipps í Reykjavík hinn 1. mars 1985. Ekki verður forsaga málsins rakin hér, en í stuttu máli sagt frá því sem saksóknara brast kjark til að taka á, sem stjórnvald æðra ríkislögreglustjóra þá er sakamál er til umfjöllunar. Í bréfi ríkissaksóknara til und- irritaðs, dags. 4.des. sl., er um að ræða þvott til handa embætti rík- islögreglustjóra og nýtt álit rétt- ameinafræðinga, þar sem eldra álit hentaði ekki, en þar sagði m.a. „ef ekki lægju fyrir lögreglu- skýrslur þá segðu krufning- arskýrslur að þarna hafi verið um slys að ræða eða dauða af annarra manna völdum“. Í hinu nýja áliti er m.a. stuðst við myndir af vett- vangi og þær sagðar sýna greini- legan sjálfsvígsvettvang, þar sem myndir sýna hina látnu menn inni í bifreiðinni, bifreiðina og um- hverfi. Þá er sagt að engir áverk- ar séu á hinum látnu mönnum. Það er rangt, því áverki er á læri og kynfærum Einars, þ. e. blóð- mar, og ekki annað tekið fram en að um nýjan áverka sé að ræða. Til samanburðar skal hér bent á að rispur eru á handlegg Sturlu og þar tekið fram að þær séu gamlar. Blóðmar á kynfærum Ein- ars er afgreitt sem blóðleki frá smá aðgerð, sem gerð var á mjaðmarkambi u.þ.b. þrem vikum fyrir andlát, og hafi þessi „fræði- legi blóðleki átt sér stað þá væri hann horfinn á þeim tíma“. Þá er þess hér og að geta að áverki á Sturlu er „veruleg blóðfylla í lungum“. Og vitnisburður er um að Sturla hafi ver- ið ataður blóði við komu í líkhúsið v/ Barónstíg. Ekki kann- aði ríkissaksóknari þann vitnisburð og væntanlega gaf hann ekki réttarmeinafræð- ingum upplýsingar um þann vitn- isburð, enda geta réttarmeina- fræðingar ekki gefið skýringar á blóðslettum sem voru á fötum Sturlu. Undirritaður er þess fullviss að ríkissaksóknari kannaði ekki né lét réttarmeinafræðinga vita um að myndir á vettvangi eru teknar u.þ.b. fimm klst. eftir að fyrsta að- koma lögreglu var á vettvang, þ.e. hér er um síðari aðkomu lögreglu að ræða og þá í þeim tilgangi að setja upp vettvang eins og talið var að vettvangur hefði verið, þ.e. áður en vettvangi hafði verið rúst- að af lögreglu. Undirritaður er þess og fullviss að ríkissaksóknari kannaði ekki eins og vera bar vitnisburði studda vitnum sem honum hefur verið sagt skil- merkilega frá í bréfum. Þar sem m.a. er sagt frá þeim leigu- bifreiðarstjóra Bæjarleiða sem fyrstur tilkynnti um hina látnu menn um kl. 06:30 þennan örlaga- morgun og er sá vitnisburður studdur af bifreiðarstjórum sem hlustuðu á útkallið fyrir dagrenn- ingu þennan morgun. Eins ber að nefna vitnisburði fengna úr her- búðum lögreglu, auk fleiri vitn- isburða er lúta að tímasetningu. Tímasetningar í þeim lögreglu- skýrslum sem ekki eru „týndar“ eða hefur ekki verið „eytt“ geta um útkall um kl. 11:30, er þá væntanlega um síðara útkall að ræða. Og til að árétta ótrúverð- ugleika þeirra ritgeða, þá segir þar m.a.: „Að lokinni vettvangs- rannsókn RLR voru hinir látnu fluttir í líkgeymslu að Barónsstíg. Fengin var kranabifreið frá Finni Finnssyni til þess að flytja bif- reiðina á athafnasvæði RLR til frekari rannsóknar. Það sem þarna er satt og rétt er að bif- reiðin var fjarlægð af vettvangi af dráttarbíl og var farmur hins dregna bíls tveir látnir menn sem dregnir voru í gegnum miðborg Reykjavíkur á hádegi á föstudegi og í port lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. Ríkissaksóknari not- ar og í þvættingi sínum til lok- unar á máli þessu tilvitnanir í lögregluskýrslur þær sem um er getið, þrátt fyrir að honum eigi að vera ljóst að ýmsar fullyrð- ingar sem þar er að finna eru sannanlega rangar. Til að árétta vinnubrögð þau sem við voru höfð í kjölfar voveif- legs dauða þeirra Einars Þórs og Sturlu Steins, þá var undirritaður fenginn til að fara fyrir útför Sturlu Steins, sem var honum óskyldur maður og það gert á þeirri forsendu að Sturla væri einstæðingur. En fáum korterum fyrir kistulagningu hafði undirrit- aður uppi á móður Sturlu og til- kynnti andlát hans, þar sem hon- um varð þá ljóst að Sturla var tveggja barna faðir og átti stór- fjölskyldu og margt ágætra vina. Hér spyr undirritaður, hvaða kringumstæður leiddu til þessa? Og er ekki samhljómur með þess- um aðförum og þeim sem urðu í óskyldu máli, þ.e. „líkfundarmál- inu“ svokallaða árið 2003, þar sem þáverandi ríkissaksóknari sá ástæðu til ákæru vegna óvirð- ingar við látinn mann? Hér verður ekki í stuttri um- fjöllun farið frekar út í lokaskrif ríkissaksóknara, nýtt álit rétt- armeinafræðinga eða ótrúverð- ugar lögregluskýrslur þrátt fyrir að ástæða sé til. Þess í stað bent á fáeinar af mörgum spurningum sem uppi hafa verið af hálfu að- standenda og vina þeirra Einars Þórs og Sturlu Steins, sem ætla mætti að lögregla hefði svör við. Er þá fyrst að nefna að stað- festur vitnisburður er um menn- ina inni á Kaffivagninum v/ Grandagarð undir kl. 06:00 að morgni dánardægurs, þeir þar vel á sig komnir að drekka kaffi. Skömmu síðar eru þeir fundnir látnir, í bifreið sem sögð er stol- in, en samkv. lögregluskýrslu átti bifreiðin að vera læst og lykla- laus, en þó ber svo við að lykill er í kveikjulás. Bifreiðinn er öll læst, nema bílstjóradyr, og bíl- stjórasæti var autt. Nú er spurt, hver var sá sem sat í bíl- stjórasæti? Fóru hendur hinna látnu manna um læsingar og stjórntæki bifreiðarinnar? Hvað- an kom segl sem breitt var yfir bifreiðina? Hver breiddi seglið yf- ir bifreiðina? Hvaðan kom slang- an sem sögð er vera notuð til að leiða útblástur frá bifreið og inn í bifreiðina? Fóru hendur hinna látnu um slönguna? Var vél bif- reiðarinnar í svo gangfæru ástandi að hún hafi getað banað mönnunum með útblæstri? Hér skal tekið fram að vél bifreið- arinnar reyndist ógangfær þegar bifreiðin komst í hendur lögreglu. Nú hefur aðeins fáeinum spurn- ingum verið kastað fram og verð- ur það látið nægja en bent á skamman tíma sem líður frá því að síðast sést til mannanna vel á sig kominna og þar til þeir finn- ast látnir eða um kl. 06:30, og er þá Einar Þór baðaður bensíni og Sturla Steinn blóðugur, velktur upp úr moldugum jarðvegi og föt hans rifin. Sem sagt: engum spurningum er svarað. Hinn 1. ágúst 2007 áttu að- standendur Einars Þórs fund með fulltrúa ríkislögreglustjór- ans, sem lýsti því yfir að allt væri eðlilegt í dánarmáli þessu og aðstandendur fengju ekki að- gang að gögnum sem sneru að því, enda fyndust gögn ekki. Máli sem síðan hefur farið um hendur umboðsmanns Alþingis sem lagði að fyrrverandi ríkissaksóknara að opinbera gögn en hann gerði það að sínu síðasta embætt- isverki að hafna aðgengi að gögn- um. Máli sem síðan var opnað af núverandi ríkissaksóknara vegna raka umboðsmanns Alþingis. Máli sem síðan hefur komið inn á borð Úrskurðarnefndar um upp- lýsingamál. Máli sem síðan hefur komið inná borð lögregluemb- ætta og víðar. Máli sem rík- issaksóknari virðist hafa opnað í þeim tilgangi að loka. Valtýr Sig- urðsson hefur um langt árabil verið farsæll og unnið vel í þágu undirstofnana dómsmálaráðu- neytisins, en nú háttar svo til að saksóknarinn þarf að taka á und- irmönnum sínum og af augljósum ástæðum hentar það ekki hags- munum embættis hans að styggja úlfahjörð ríkislögreglustjórans. Til uppfræðslu til handa rík- issaksóknara og ríkislög- reglustjóranum skal þeim hér með sagt að biblíuleg þýðing á orðasambandinu að breiða yfir er „lygi“. Dauðinn og saksóknarinn Eftir Ragnar Krist- ján Agnarsson »Hér virðist vera um mál að ræða þar sem valdstjórnin hefur hag af að breiða yfir og virð- ist stefna á nýjan leik til umfjöllunar hjá embætti umboðsmanns Alþing- is. Ragnar Kristján Agnarsson Höfundur er stýrimaður og bróðir Einars Þórs heitins. RÆTT er um að skerða nám nemenda í grunnskólum með því að fækka kennslu- stundum sem lið í að leysa brýnan fjárhags- vanda sveitarfélaga. Auk þess er til um- ræðu að fækka starfs- fólki, fjölga í bekkjum og færa saman ár- ganga. Á þessu má finna aðrar lausnir. Allir kjara- samningar sem kennarar hafa und- irgengizt síðustu u.þ.b. tvo áratugi hafa til lengri tíma litið leitt til lak- ari kjara. Auk þess hafa nánast allir samningar farið í gegn með eins konar „æseif-meirihluta“. Hafi orðið af tilteknum samningi ávinningur um nokkrar krónur tímabundið hef- ur verið greitt fyrir hann með ýms- um hætti svo sem fleiri vinnudög- um, aukinni viðveru, breyttum starfsskilyrðum og hvers konar aukaverkum. Því verður ekki annað séð en að kennarar hafi í raun hlotið skaða af flestum eða öllum slíkum gerningum. Hér eru meginatriði lögð fram með einföldum hætti en ótal atriði sem varða laun og starfs- umhverfi kennara látin liggja milli hluta og aðeins stiklað á stóru. Ég hef leitað en hvergi séð ávinn- ing nemenda af þessu brölti. Sam- ræmdu prófin sem voru eini mæli- kvarðinn sem til var á hugsanlegar breytingar á námsárangri hafa ver- ið drepin í dróma. Ég leyfi mér að fullyrða, á forsendum þeirra sam- ræmdu prófa sem haldin hafa verið fram að þessu, að í háa herr- ans tíð hafi engin marktæk mælanleg framför hafi orðið í námsárangri nemenda. Hins vegar hef ég skynjað aukinn náms- leiða og vaxandi starfs- þreytu kennara í nú- verandi starfsumhverfi. Ég leyfi mér því að leggja til eftirfarandi:  Kennsludagar haldist óbreytt- ir eða 180 eftir því sem við verður komið. Laun kennara verði lækkuð um 6,3% til að draga úr hallarekstri sveitar- félaga.  Starfi ljúki í skólum og kenn- arar og nemendur fari heim 31. maí.  Skólastarf hefjist að nýju 28. ágúst og kennsla 2. sept- ember. Af þessu hlýzt, verulegur sparn- aður í útgjöldum sveitarfélaga. Einnig í öðrum rekstri skólanna án þess að skerða þá kennslu sem nemendur eiga kröfu á. Minni kostnaður af skólahaldi mun að sjálfsögðu ekki leysa mismikinn fjárhagsvanda sveitarfélaga en þó vegur þessi kostnaður mjög þungt í rekstri þeirra. Skólastarf mun ekki hljóta af þess neinn skaða, líkast til miklu fremur ávinning. Foreldrar fá aftur rýmra val um sumarleyfistíma sinn, svo sem var og margir sakna. Verði við þetta til eyða í viðveru og umsjón einhverra nemenda mun tómstundastarfsemi geta leyst þar úr með gagnlegum en ódýrum hætti. Nemendur fá lögboðna kennslu og aftur sum- arfrístíma sem fellur að íslenzkum árstíðum, námsleiði minnkar og skólastarf eflist. Kennarar fá aftur daga sem hafðir voru af þeim, öðl- ast heilbrigðari starfstíma um leið og starfsánægja eykst. Um skaða kennara vegna launalækkana má segja að ljóst sé að kjaraskerðing er þegar orðin nokkur af ýmsum sparnaðarráðstöfunum innan skól- anna og krafa um gríðarlega aukið aðhald er í farvatninu. Meiri kjara- skerðing virðist ekki umflúin og það sem hér er lagt til e.t.v. eina færa leiðin sem ná má sátt um við kennara auk þess sem hún kann að vernda störf og koma í veg fyrir offjölgun í bekkjum eða samein- ingu eininga sem hvort tveggja er hið mezta óráð. Þessi mál hef ég rætt við fjölmarga sem málið varð- ar og engan fundið mér ósammála. Sé forystusveit Kennarasam- bandsins á öðru máli vil ég einfald- lega benda á að hér talar grasrót- in. Þjóðráð við ráðaleysi yfirvalda skólamála Eftir Hannes Frey Guðmundsson »Meiri kjaraskerðing virðist ekki umflúin og það sem hér er lagt til e.t.v. eina færa leiðin sem ná má sátt um... Hannes Freyr Gíslason Höfundur er kennari. NÚ ERTU loksins kominn á þing og orðinn varaformaður fjár- laganefndar, Björn Valur Gísla- son. Og mottóið hjá þér er „Allt upp á borðið!“ Ekki satt? Skoðum það mál aðeins betur! Í þriðju umræðu um Icesave spurðu þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, í andsvörum, í hvaða hugarheimi þú værir og undruðust framkomu þína. Ekki er ég nú stoltur af skrifum sem þessum, en tel mig knúinn eftir það sjónarspil sem þú viðhafðir á Alþingi í Icesave-umræðunni, að upplýsa um þann mann sem þú hefur að geyma, samkvæmt reynslu minni. Er einhver von til þess að þau skildu þetta sjónarspil þitt? Ég held ekki. Leikarinn BVG getur stundum verið snillingur í að koma hlutunum fyrir. Hann getur verið vingjarnlegur, tillitssamur, þolinmóður, örlátur – jafnvel hæv- erskur og fórnfús. Á hinn bóginn getur Björn Valur – þú sjálfur – verið illkvittinn, eigingjarn, sjálf- umglaður og óheiðarlegur og skil- ið eftir þig ringulreið og upplausn fremur en jafnvægi. Þetta er minn skilningur á þér eftir reynslu mína fyrir 20 árum og sýnist mér þú lítið skárri nú en þá. Þú hefur þann „heiður að bera“ að hús okkar hjóna var boð- ið upp og stóð fimm manna fjöl- skylda á götunni eftir þann leik. Uppáskrift lánsins sem þú tókst til að fjármagna útgerð þína, Björn Valur Gíslason ehf, varð að okkar óláni. Láninu átti að aflétta síðar af húsi okkar hjóna, en lán þetta var aldrei flutt og því fór sem fór. Svar þitt við okkur var einfalt: Það verða allir að bera ábyrgð á því sem þeir gera. Þess má geta, fyrir lesendur bréfs þessa, að BVG og kona mín eru systkinabörn. Eitt enn, af mörgu, sem setja má í snilldarpakka þinn, og það er hvernig þér tókst að fá lán langt umfram eignir. Er þetta kannski kunnuglegt í dag, BVG? Ég er ekki sá eini sem þér tókst svona vel með að koma á kaldan klakann. Það veit enginn fyrr en reynt hefur hversu erfitt er að takast á við lífið í þessum sporum, þ.e. við það að missa húsnæði sitt. Sérstaklega er það þó erfitt þegar það er af skyld- menna völdum, eins og ég og mín fjölskylda upplifðum. Ekki er mér kunnugt um það, Björn Valur Gíslason, að þú hafir iðrast gjörða þinna og athafna gagnvart mér og/eða minni fjölskyldu. Ég er ekki með þessu bréfi að kasta rýrð á aðra þingmenn vinstri grænna, sem er hið mæt- asta fólk, heldur að segja frá samskiptum mínum við umrædd- an þingmann. Opið bréf til Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG Eftir Sigtrygg Valgeir Jónsson Höfundur er húsasmíðameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.