Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Forseti Íslands synjar Icesave-lögum staðfestingar Í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin birti eftir að forseti Íslands hafði tilkynnt ákvörðun sína segir: „Mikill árangur hefur náðst við endurreisn íslensks efnahagslífs undanfarið ár og eru horfur á nýju ári mun betri en talið var framan af árinu 2009. Endur- reisn föllnu bankanna hefur verið lokið með umtalsvert minni tilkostn- aði fyrir ríkissjóð en áætlað hafði verið. Lán til styrkingar gjaldeyris- varaforða Seðlabankans hafa verið tryggð og böndum komið á ríkisfjár- málin. Þá hefur atvinnuleysi reynst minna er spáð hafði verið sem og samdráttur í landsframleiðslu. Verð- bólga hefur snarminnkað og stýri- vextir Seðlabankans verið lækkaðir samhliða því. Auk þessa hefur óvissu um lánshæfismat ríkissjóðs verið eytt eftir að stóru lánshæfismatsfyr- irtækin þrjú hafa staðfest stöðu ís- lenska ríkisins í fjárfestingaflokki og að mati tveggja hafa horfur batnað. Stöðugt og batnandi lánshæfismat ríkissjóðs mun skipta miklu máli á næstu árum þegar ríkissjóður, Landsvirkjun og sveitarfélög þurfa að endurfjármagna stór lán. Hinn 28. október var efnahags- áætlun Íslands í samstarfi við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) endur- skoðuð í fyrsta sinn, en hún hafði þá tafist í 10 mánuði. Samhliða þessu greiddi AGS annan hluta láns síns til styrkingar gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans og umsamin lán frá Norðurlöndunum opnuðust. Allar forsendur eru fyrir því að önnur endurskoðun áætlunarinnar eigi sér stað fyrir lok þessa mánaðar. Framgangur efnahagsáætlunar- innar og stöðugleiki á lánshæfimati ríkissjóðs náðist eftir að íslensk stjórnvöld undirrituðu endurskoð- aða samninga um lyktir Icesave- málsins við Breta og Hollendinga. Lánshæfismatsfyrirtækin hafa með- al annars rökstutt ákvarðanir sínar með því að samkomulag um lyktir Icesave-málsins væri í sjónmáli. Lausn Icesave-málsins er mikil- vægt skref til að endurvinna traust alþjóðasamfélagsins sem beið hnekki með efnahagshruninu haustið 2008. Það samkomulag sem stjórnvöld gerðu við Breta og Hollendinga í október síðastliðnum hefur nú þegar orðið til þess að bæta samskipti Ís- lands við önnur ríki, alþjóðastofn- anir og fjárfesta. Aðstæður er nú metnar þannig að senn sé tímabært fyrir stjórnvöld að leggja af stað í átak þar sem jákvæð þróun efna- hagsmála verður kynnt fyrir öðrum þjóðum. Með ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki breytingu Alþingis á lögum nr. 96/2009, svokölluðum Icesave-lögum er þeim árangri sem náðst hefur í endurreisnaráætlun stjórnavalda teflt í mikla tvísýnu. Í viljayfirlýsingu (e. Letter of Intent) íslenskra stjórnvalda til AGS vegna efnahagsáætlunarinnar sem undir- rituð var í nóvember 2008 er því heitið að Icesave-málið verði leitt til lykta með samningum og er það ein forsenda lánveitinga frá sjóðnum. Þá hafa lyktir málsins verið forsenda fyrir lánafyrirgreiðslu af hálfu Norð- urlandanna. Án þessara lána er fjár- mögnun efnahagsáætlunarinnar ótrygg og framhald hennar óvisst. Aðilar stöðugleikasáttmálans hafa lagt á það ríka áherslu að Icesave- málið verði leitt til lykta sem fyrst á þann hátt sem fyrir liggur enda muni frekari tafir draga kraftinn úr öðr- um aðgerðum og hafa alvarlegar af- leiðingar í för með sér. Áhöld eru um það hvort það sé pólitískt og stjórnskipulega eðlilegt að forseti beiti málskotsrétti sínum þegar um er að ræða milliríkjamál, líkt og Icesave-málið er, þar sem ver- ið er að fylgja eftir skuldbindingum íslenskra stjórnvalda á alþjóðavett- vangi. Stjórnvöld hafa kappkostað að eyða allri slíkri óvissu og leitast Ríkisstjórnin: Endurreisnaráætlun stjórnvalda sett í uppnám Í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sendi frá sér í gær segir: „Hrun bankanna og erfiðleikar í kjölfar alþjóðlegrar efnahagskreppu hafa haft í för með sér djúpstæðan vanda. Þótt íslenska ríkið hafi tekið á sig ýmsar skuldir stærri en þær sem tengjast svo- nefndu Icesave-máli, hafa umræður um það engu að síður orðið kjarni í glímunni um uppgjör og framtíð. Alþingi hefur nú að nýju sam- þykkt lög um þetta efni. Þau fela í sér breytingar á gildandi lögum nr. 96/2009 sem Alþingi samþykkti 28. ágúst og byggð voru á samningum við stjórnvöld í Bretlandi og Hol- landi. Forseti staðfesti þau lög 2. september 2009 með tilvísun í sér- staka yfirlýsingu. Í framhaldi af samþykkt Alþingis á hinum nýju lögum 30. desember 2009 hafa forseta borist áskoranir frá um fjórðungi kosningabærra manna í landinu um að vísa þessum breytingalögum í þjóðaratkvæða- greiðslu. Það er mun hærra hlutfall en tilgreint hefur verið sem viðmið í yfirlýsingum og tillögum stjórn- málaflokka. Skoðanakannanir benda til að yf- irgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis. Þá sýna yfirlýsingar á Alþingi og áskoranir sem forseta hafa borist frá einstökum þing- mönnum að vilji meirihluta alþing- ismanna er að slík þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram. Forseti hefur eftir samþykkt Al- þingis átt ítarlegar viðræður við ráðherra í ríkisstjórn Íslands: for- sætisráðherra, fjármálaráðherra, utanríkisráðherra, efnahags- og við- skiptaráðherra. Hornsteinn stjórnskipunar ís- lenska lýðveldisins er að þjóðin er æðsti dómari um gildi laga. Stjórn- arskráin sem samþykkt var við lýð- veldisstofnun 1944 og yfir 90% at- kvæðisbærra landsmanna studdu í þjóðaratkvæðagreiðslu felur í sér að það vald sem áður var hjá Alþingi og konungi er fært þjóðinni. Forseta lýðveldisins er svo ætlað að tryggja þjóðinni þann rétt. Á þessum vegamótum er einnig mikilvægt að árétta að endurreisn íslensks efnahagslífs er um þessar mundir knýjandi nauðsyn. Hún er ótvírætt háð því að sátt sé við aðrar þjóðir og góð samvinna við alþjóða- samtök og alla sem áhrif hafa á efnahag landsins og fjárhagsgetu. Lausn Icesave-deilunnar er liður í slíkri farsælli þróun, skilyrði þess að þjóðin öðlist sem fyrst fyrri styrk og geti í samvinnu við aðra hafið öfluga endurreisn í þágu velferðar og hag- sældar allra Íslendinga. Í yfirlýsingu forseta 2. september 2009 er kveðið á um að lausn deil- unnar þurfi að „taka mið af sann- gjörnum rétti þjóðarinnar, hags- munum Íslendinga á komandi árum og alþjóðlegri samábyrgð.“ Að undanförnu hefur orðið æ ljós- ara að þjóðin þarf að vera sannfærð um að hún sjálf ráði þeirri för. Þátt- taka hennar allrar í endanlegri ákvörðun er því forsenda farsællar lausnar, sátta og endurreisnar. Í ljósi alls þessa sem að framan greinir hef ég ákveðið á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar að vísa hinum nýju lögum til þjóðar- innar. Samkvæmt stjórnarskránni munu lögin engu að síður taka gildi og þjóðaratkvæðagreiðslan fara fram „svo fljótt sem kostur er“. Verði lögin samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu gilda þau að sjálf- sögðu áfram. Verði úrslitin á annan veg eru engu að síður áfram í gildi lög nr. 96/2009 sem Alþingi sam- þykkti 28. ágúst 2009 á grundvelli samkomulags við stjórnvöld í Hol- landi og Bretlandi, en þau fela í sér viðurkenningu Íslendinga á skuld- bindingum sínum. Þau lög voru sam- þykkt á Alþingi með aðkomu fjög- urra þingflokka eins og tilgreint var í yfirlýsingu forseta 2. september 2009. Nú fær þjóðin valdið og ábyrgðina í sínar hendur. Það er einlæg von mín að þessi niðurstaða leiði til varanlegra sátta og farsældar fyrir Íslendinga um leið og hún leggi grunn að góðri sambúð við allar þjóðir.“ Forseti segir þjóð og þing vilja kjósa Eftir Hlyn Orra Stefánsson og Andra Karl ANDRÚMSLOFT á Bessastöðum var spennu þrungið þar sem nokk- ur fjöldi blaðamanna var kominn saman til að hlýða á yfirlýsingu forseta í gær. Flestir fundargesta virtust telja meiri líkur en minni á að Ólafur Ragnar Grímsson myndi staðfesta Icesave-lögin. Það fyrsta sem vakti athygli við- staddra er forseti gekk í sal var að hann var langt frá því að koma eins öruggur fyrir og hann er van- ur. Ekki var laust við að hann titr- aði örlítið og röddin virtist ekki staðföst. Þjóðin finni að hún ræður för Inntak yfirlýsingar forsetans var að vilji væri til þess, bæði meðal þings og þjóðar, að Icesave-lögin færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mik- ilvægt væri að þjóðin hefði á til- finningunni að hún sjálf réði för við endurreisn efnahagslífsins. Því hefði hann ákveðið að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kliður fór um fundinn er ljóst varð að forsetinn myndi synja lög- unum staðfestingar. Að lestri lokn- um gaf Ólafur Ragnar sér tíma til að svara nokkrum spurningum, en færri komust að en vildu. Meðal þess sem fram kom í svörum for- seta var að hann hafi „djúpa sann- færingu“ fyrir því að þessi niður- staða muni leiða til sáttar meðal þjóðarinnar. Spurður að því hvort hann ótt- aðist áhrif ákvörðunar sinnar á rík- isstjórnarsamstarfið sagði hann: „Málsskotsrétturinn eins og hann er tilgreindur í 26. grein stjórnar- skrárinnar felur eingöngu í sér að forseti taki afstöðu til þess hvort þjóðin eigi að meta tiltekin lög eða ekki. Afstaða einstaka ráðherra eða ríkisstjórnar til slíkrar ákvörð- unar getur aldrei orðið úrslitaatriði í slíkri niðurstöðu, því þá væri í reynd verið að fela ráðherrum vald yfir málsskotsrétti forseta.“ Forsetinn sagði Breta og Hol- lendinga vera „meðal elstu lýðræð- isþjóða í Evrópu, og hljóta þannig að bera djúpa virðingu fyrir lýð- ræðislegum rétti þjóða eins og hann birist í þjóðar- atkvæðagreiðslum...“ Andköf í Stjórnarráðinu „Það eru 99% líkur á því að for- setinn skrifi undir,“ sagði kot- roskin fjölmiðlakona af ljósvaka- miðli um klukkustund áður en forseti Íslands vísaði Icesave til þjóðarinnar. Raunar kom það fjöl- Synjun forseta Íslands kom flestum á óvart  Forseti segist bregðast við vilja meirihluta þings og þjóðar  „Málinu teflt í uppnám og óvissu,“ sagði forsætisráðherra Ákvörðunar forseta Íslands var beðið með mikilli eftirvæntingu bæði á Bessastöðum og í Stjórn- arráðinu í gær. Flestir virðast hafa fyrirfram talið að forsetinn myndi staðfesta Icesave-lögin. Morgunblaðið/Heiddi Ósátt Steingrímur Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir í Stjórnarráðinu. Icesave-annáll 2006 Okt.: Landsbankinn stofnar Icesave- innlánsreikninga í útibúi sínu í London. 2007 Mars: Icesave-reikningunum vel tekið og pundin streyma inn. Okt.: Íslenski hlutabréfmarkaðurinn tekur að falla saman.Hefðbundnar fjár- mögnunarlínur bresta. Icesave-reikn- ingarnireruhelstistyrkurLandsbankans. 2008 Jan.: Útlitið orðið svart hjá íslensku bönkunum og eftirlitsaðilar í Bretlandi eru áhyggjufullir. Ekki síst vegna þess að Icesave-reikningarnir eru í útibúi bankans, ekki dóttur- fyrirtæki. Maí: Icesave-innlánsreikningar stofn- aðir í útibúi Landsbankans íHollandi. Ágúst:Miklar fjárhæðir safnast á Icesave-reikninga íHollandi og Bret- landi. Forsvarsmenn bankans funda með seðlabanka-stjóra Hollands sem hefur áhyggjur af stærð reikninganna. Sept.:Miklarhamfarir einkenna fjármálamarkaði.Forsvarsmenn Landsbanka segja innistæður á Icesave-reikningumþóöruggar, íslensk stjórnvöld styðji íslenska trygginga- sjóðinn reynist þessþörf. Okt.: FME tekur yfir Landsbankann á grundvelli neyðarlaganna og Icesave-reikningum í Bretlandi og Hollandi er lokað. Heildarinnstæður námu þá um 1.544 milljörðum kr. Hollensk og bresk stjórnvöld þrýsta á um að lágmarksinnstæðuvernd reikninga verði tryggð.Bresk stjórn- völd beita hryðjuverkalögum til að frysta eignir Landsbankans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.