Morgunblaðið - 06.01.2010, Side 21

Morgunblaðið - 06.01.2010, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Einn á ísnum Steingrímur J. Sigfússon var í gær í beinni útsendingu hjá BBC á ísilagðri Reykjavíkurtjörn. Ekki er ólíklegt að fyrsta spurningin hafi verið: „Is the ice safe?“ Kristinn EFTIR hundrað ár með bílinn sem helsta samgöngutæki heims stendur hann nú á tímamótum. Vísinda- menn spá því að lofts- lagsbreytingar muni ógna mannkyninu og að mengun frá sam- göngum eigi sinn hlut í þeirri ógn, þó aðrir þættir geti jafnvel veg- ið þyngra. Í þessu ljósi er niðurstaðan í Kaupmannahöfn því mörgum von- brigði þar sem aðildarríki eru í raun ekki skuldbundin því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stefnt hafði verið að því að draga úr losun um 50% fyrir árið 2050 eða jafnvel allt að 80% í þróuðu löndunum. Hlutverk stjórnvalda fjórþætt Bindandi ákvörðun í Kaupmanna- höfn hefði verið bílaiðnaðinum mikil- væg. Fjármagn streymir þangað sem von er á ávöxtun og ef enginn ávinningur er af því að draga úr los- un þá verður engin fjárfesting í tækni á því sviði. Hlutverk stjórn- málamanna er fjórþætt. Þeir þurfa að setja skýr og heildstæð viðmið til langs tíma fyrir fjárfesta, flýta þróuninni með stuðningi við þá fjár- festa sem fyrstir leggja á brattann, verðleggja hinn fjárhagslega ávinn- ing ef markaðurinn er ófær um það, móta gjaldastefnu sem tekur tillit til þróunar núverandi tækni og nýrrar Ráðstefnan í Kaupmannahöfn gaf tóninn varðandi viðmiðin, þ.e. losun gróðhúsalofttegunda og í upphafi ráðstefnunnar í Kaupmannahöfn kom fram yfirlýsing frá Bandaríkja- stjórn um skaðsemi gróðurhúsaloft- tegunda sem mun hafa þau áhrif að bandarísku umhverfis- stofnuninni verður gert kleift að fyrir- skipa samdrátt í losun gróðurhúsaloft- tegunda án samþykkis þingsins. Barack Obama hef- ur að auki sýnt stuðn- ing í verki til bílafram- leiðenda sem hafa fjárfest í tækni til að draga úr losun. Stofn- anir á vegum banda- ríkjastjórnar hafa fengið til umráða allt að 25 milljarða dollara til að lána fyrirtækjum á hagstæðum vöxtum til þróunarverk- efna í bílaiðnaði á móti framlagi fyrirtækjanna með það að markmiði að draga úr mengun og eldsneytis- eyðslu. Bílaframleiðendur í Bandaríkjun- um munu því bregðast við snögglega og draga úr losun með nýrri tækni og fleiri framleiðendur munu von- andi fylgja í kjölfarið. Það að almennur vilji er til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda og hækkandi verð og skortur á jarðefnaeldsneyti er fyrirsjáanlegur skapar einstakt tækifæri fyrir bíla- iðnaðinn sem hefur það ábyrgðar- hlutverk að þróa tækni sem getur aukið sparneytni bílvéla, dregið úr mengun og losun gróðurhúsaloftteg- unda. Reikna má með að í lok árs 2011 verði einn milljarður bíla í um- ferð í heiminum og því þurfa lausn- irnar að byggja á þróun núverandi tækni samhliða innleiðingu nýrrar tækni. Bílaiðnaðurinn gerir sér grein fyr- ir þessari stöðu. Í sameiginlegri viljayfirlýsingu Daimler, Ford, GM/ Opel, Honda, Hyundai/Kia, Renault/ Nissan og Toyota frá því í haust er stefnt að því að koma vetnisrafbílum á markað í „hundraða þúsundavís“ á innan við fimm árum. Bent er á að sala vetnisrafbílanna verði háð því, að nægjanlegt framboð af vetni verði aðgengilegt á sanngjörnu verði og er m.a. lagt til að reistar verði vetnisframleiðslustöðvar á hefð- bundnum bensínstöðvum, svipað því sem við þekkjum hjá Skeljungi við Vesturlandsveg. Þetta kallar á öra þróun á næstu árum þar sem bíla- framleiðendur, olíufélög, raforku- dreifendur og ríkisstjórnir þurfa að leggjast á eitt til að taka næstu skref. Samhliða þróun núverandi og nýrrar tækni Nauðsynlegt er að þróa áfram nú- verandi tækni, enda enn talsverðir möguleikar í þróun sprengihreyfils- ins samhliða því að þróunarhraði nýrrar tækni verður aukinn. Þetta er skynsamlegasta leiðin til að ná ár- angri strax og gefur enn meiri ár- angur til lengri tíma litið. Margt er hægt að gera fyrir hefð- bundna bíla; betri nýting eldsneytis, hagkvæmari gírkassar, innleiðing start/stop tækni í fleiri bíla, léttari efni og notkun annarra orkugjafa en bensíns eða dísil getur allt stuðlað að minni útblæstri og eyðslu. Þróunin á núverandi sprengi- hreyfilstækni er afar hröð og þekkj- um við ýmsa aðra möguleika á elds- neyti hér á landi eins og etanól, metan og blöndur af þessu. Einnig má notast við vetni og lífdísil. Ísland í lykilstöðu Það sem ætti hinsvegar að vekja einna mestu athygli Íslendinga er sú tækniþróun sem má gera ráð fyrir að við stöndum frammi fyrir á næstu fimm árum í rafbílum. Um verður að ræða þrjár gerðir rafbíla þar sem rafmótor knýr bílinn áfram en mis- munandi leiðir verða notaðar til að geyma orkuna. Í fyrsta lagi er um að ræða vetnis- rafbíla (Hydrogen Electric Vehicles) þar sem umframorka til langkeyrslu er geymd í formi vetnis og breytt í raforku með efnarafal þegar á þarf að halda en Brimborg og Íslensk Nýorka hafa nýlega tekið á móti tíu slíkum Ford bílum til viðbótar tveimur sem fyrir voru á landinu. Í öðru lagi hreinir rafmagnsbílar (Battery Electric Vehicles) þar sem umframorka er geymd í rafhlöðum og í þriðja lagi rafbílar með hjálpar- vél (Extended Range Electric Veh- icles) þar sem umframorka er geymd t.d. á formi bensíns, dísils, et- anóls, metangass eða lífdísils og hjálparvélin framleiðir rafmagn inn á rafgeyminn þegar á þarf að halda. Líklegt er að vetnisrafbílar verði ráðandi gerð rafbíla hér á landi þeg- ar fram í sækir en þeir fara að koma á markað um 2012 til 2015. Fyrir þessu eru góðar og gildar ástæður því vetnisrafbílar henta íslenskum aðstæðum einstaklega vel. Landið er ríkt af endurnýjanlegri orku en um leið erfitt yfirferðar og stórt og því þurfa visthæfir bílar að vera öflugir með langt akstursdrægi en vetnis- rafbílar sameina þetta tvennt á ákjósanlegan hátt. Samhliða vaxandi hlutdeild rafbíl- anna munu tvinnbílar þ.e. bílar bún- ir hefðbundnum sprengihreyfli auk rafmótors auka mjög hlutdeild sína og verða hin nauðsynlega brú milli núverandi tækni og rafbílanna. Heimsþörfin á slíkri nýrri og vist- hæfri samgöngutækni er knýjandi. Sem ódýrt og sveigjanlegt sam- göngutæki, hefur bíllinn átt veiga- mikinn þátt í sókn Vesturlanda til aukinnar velmegunar á undan- förnum 100 árum. Þessu mikilvæga hlutverki hans fyrir alþjóðlega hagþróun er langt í frá lokið. Þær ógöngur sem loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn hefur ratað í leiða í ljós, að alþjóðlega samningaleiðin reynist torsótt. Það er því afar mikil- vægt að alþjóðlegi bílaiðnaðurinn sé reiðubúinn að axla samfélagslega ábyrgð að eigin frumkvæði í sam- starfi við og stjórnvöld. Þá er ekki síður mikið í húfi fyrir ríki á borð við Ísland, sem geta framleitt grænt eldsneyti. Fjölda- framleiddir visthæfir bílar gætu skipt sköpum fyrir efnahagsþróun þeirra. Þessi þróun er ekki aðeins já- kvæður liður í því að draga úr losun koltvísýrings. Gangi hún eftir, mun íslenska þjóðarbúið njóta góðs af með aukinni verðmætasköpum og gríðarlegum sparnaði á gjaldeyri, sem ella hefði farið í innflutt elds- neyti. Er þá ótalinn sá mikli ávinn- ingur sem vetnisrafbílavæðing gæti fært jafnt mannfólki sem náttúru Ís- lands. Til þess að þetta gerist verða yfirvöld þó að sjá tækifærin sem gef- ast og setja viðmið til langs tíma, styðja frumkvöðla, tryggja virka verðmyndun og móta áhrifaríka gjaldastefnu. Framtíðin er björt fyrir Íslend- inga, þó margir kynnu að halda ann- að. Eins eru tækifærin gríðarleg þegar kemur að endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eina sem við þurf- um að gera er að nýta tækifærin. Ís- lenskt á tankinn, já takk! Eftir Egil Jóhannsson » Gangi hún eftir, muníslenska þjóðarbúið njóta góðs af með auk- inni verðmætasköpum og gríðarlegum sparn- aði á gjaldeyri, sem ella hefði farið í innflutt eldsneyti. Egill Jóhannsson Höfundur er forstjóri Brimborgar. Einstakt tækifæri fyrir Ísland í kjölfar loftslagsráðstefnunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.