Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 UM DAGINN var haldið málþing sem fjallaði um „trú og for- dóma“. Málþingið var á vegum Samráðsvett- vangs trúfélaga en hann var stofnaður fyrir þremur árum í þeim tilgangi að tryggja og hvetja til samræðu á meðal mis- munandi trúfélaga á Íslandi. Í dag eru í honum fimmtán trúfélög ásamt tveim borgaralegum samstarfs- aðilum. Samráðsvettvangurinn byggist fyrst og fremst á minnihluta- trúarhópum jafnvel þó að þjóð- kirkjan sé meðlimur líka. Ekkert af fjórtán trúfélögum fyrir utan þjóð- kirkjuna nær fimm prósentum af heildaríbúafjölda Íslands. Þau mega jafnvel kallast „í algjörum minnihluta.“ Á áðurnefndu málþingi sögðu fulltrúar úr þessum trúfélögum reynslusögur en flestar voru sorg- legar. Sögur um að börn í þessum trúfélögum þyrftu af og til að þola ólýsanlega fordóma eða aðkast í kristin- og trúarbragðafræði í skól- um. Sum þeirra sögðust mæta sterkum hleypidómum vegna þess að þau tilheyrðu ákveðnum frí- kirkjusöfnuði. Sambandið „meirihluti – minnihluti“ Eins og það tíðkast víða þegar um fordóma og mismunun er að ræða, virtist sem gerendur for- dóma, sem voru meirihluti, hefðu ekki tekið eftir því að það var minnihluti sem var neyddur þess að þola þá fordóma. Því miður er það oftast satt að meirihluti hefur for- dóma í garð minnihluta, jafnvel ómeðvitað, og það lagast ekki nema meirihlutinn hlusti á minnihlutann. Vinur minn kvartaði einu sinni við mig: „Allt varðandi tölvur er hann- að fyrir fólk sem er hægri handar!“ en hann er örvhentur. Satt að segja hafði ég aldrei spáð í þetta fyrr en hann sagði mér frá því. Meirihluta- minnihlutasamband er í eðli sínu afstætt. Meirihluta-minnihluta- samband á ákveðnum stað eða stundu getur verið öfugt á öðrum stað eða stundu. Ég er t.d. í minnihluta sem Japani á Íslandi en ætlaði ég til Japans með íslenskum vini mínum til Japans væri ég samstundis og ég stigi út úr flugvélinni í meirihluta og hinn ís- lenski vinur minn í minnihluta, jafnvel þótt við værum alveg þeir „sömu“ og áður. Þetta einfalda dæmi sýnir okkur mjög mikilvægan sannleika: meiri- hluta-minnihlutasamband er alls ekki tengt við virði viðkomandi manneskju. Undantekningin er þegar það samband færir auka- gildi. Í þessu samhengi færir „við- aukagildið“ hér, t.d. að vera minni- hluti, nokkur sérréttindi. Ég hef fengið, svo dæmi sé nefnt, mörg tækifæri til að kenna japönsku og kynna menningu okkar Japana hér- lendis, en slíkt tækifæri hefði ég ekki fengið í Japan. Þetta er „við- aukagildi“ mitt sem fylgir því að vera Japani á Íslandi. Minnihluti á ekki minna skilið Talsverður hluti fordóma og mis- munun gegn minnihluta virðist stafa af ruglingi á þessu, nefnilega hvort einhver er í minnihluta eða ekki hefur ekkert samband við hvort viðkomandi er með jafnmikið, minna eða meira gildi en aðrir í meirihluta. Engu að síður ruglumst við svo auðveldlega, eins og að vera öðruvísi en „venjulegur“ meiri- hlutahópur varði gildi eða virði sem sérhver okkar er með, enda mis- skiljum við þannig að minnihluti eigi skilið minna virði. Í samfélagi okkar eru ýmiskonar „minnihluta“-hópar til, sem varða þjóðarbrot, ríkisfang, kynhneigð, trúarbrögð, heilbrigði o.fl. Fólk sem er í minnihluta varðandi eitt- hvert af ofangreindu mun læra að það að vera í minnihluta er því næstum eðlilegt. En það er líka hægt að alast upp við eðlilegar að- stæður í meirihluta í sínu lífi. Dæmi um slíkt er innfæddur, ís- lenskur unglingur, sem fæddist og ólst upp í Reykjavík, heilbrigður og gagnkynhneigður, fermdist í þjóð- kirkjunni og stundar nú nám í menntaskóla. Síðarnefnda lýsingin er eins kon- ar staðalmynd af „venjulegum“ Ís- lendingi. Ég veit ekki hversu marg- ir unglingar passa við þessa staðalmynd en slíkur „stað- almyndar“-unglingur gæti fyrst fundið sjálfan sig í minnihluta þeg- ar hann færi í háskólanám til út- landa. Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að unglingar í að- stæðum meirihluta kynni sér ekki aðstæður minnihluta og hugsi um þær. Ég bendi aðeins á hvað gæti gerst, fylgist þeir ekki með að- stæðum minnihluta í kringum sig. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að sérhver unglingur (og ekki síður við fullorðnir) hugsi virkilega um mál sem varða minnihluta í sam- félaginu. Það er þess vegna nauð- synlegt að tryggja tækifæri þar sem ungt fólk í meirihlutanum og minnihlutanum finnur snertiflöt hvað í lífi annars, á samskipti og talar saman á einhvern hátt. Það sem mér finnst mikilvægast er að hlusta á raddir minnihluta á mis- munandi sviðum lífsins. Fræðslan kemur ekki endilega sjálfkrafa til unglinga. Þetta er verkefni sem við öll þurfum að hanna, skipuleggja og framkvæma með þeim skýra til- gangi að byggja samfélag gagn- kvæmrar virðingar á Íslandi. Hlustum á raddir minnihluta Eftir Toshiki Toma » Því miður er það oft- ast satt að meirihluti hefur fordóma í garð minnihluta, jafnvel ómeðvitað... Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. FRAMUNDAN er uppstilling á fram- boðslista hjá stjórn- málaflokkunum í Kópavogi vegna bæj- arstjórnarkosning- anna í vor. Sjálfstæð- isflokkurinn verður með sitt prófkjör 20. febrúar. Framboðs- frestur er til kl. 12.00 9. janúar nk. Aðrir flokkar huga að því að stilla upp listum sínum á tíma, hvaða háttur sem verður á því. Rétt til þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins munu allir þeir hafa sem eru flokksbundnir á kjördegi. Nokkrum titringi hafa valdið hótanir ríkisstjórnar Sam- fylkingar og VG um það að breyta lögum í þá veru að kjósendur skuli raða á listana en ekki flokksmenn- irnir sjálfir á framboðslistana. Auðvitað er þessu stefnt gegn Sjálfstæðisflokknum, sem einn flokka hefur haft þann styrk að geta haldið fjölmenn prófkjör og lengst af opin öllum þeim, sem undirrita inntökubeiðni í flokkinn á prófkjörsdegi. Ekkert fer eins í taugar litlu vinstriklíkuflokkanna og stærð og afl flokksmanna Sjálf- stæðisflokksins. Þeir stilla yfirleitt upp sínum listum í reykfylltum bakherbergjum þar sem rútuf- armar smalafjár ráða úrslitum. Stjórnmálaflokk- arnir um allt land eru nú að stilla upp listum vegna sveitarstjórn- arkosninganna í maí n.k. Hugsanlegt væri að nota þær til þjóð- aratkvæðagreiðslna af ýmsum toga til að spara peninga. Það hefur verið nokkuð útbreitt að á listana hér í Kópavogi hefur valist fólk í for- ystuhlutverk sem er starfsmenn bæjarfélagsins. Hér í Kópavogi bar Guðmundur Odds- son lengi ægishjálm yfir aðra hér í Kópavogi samhliða því að vera skólastjóri í Þinghólsskóla. For- maður bæjarráðs Kópavogs er Ómar Stefánsson sem er starfs- maður á íþróttavöllum bæjarins. Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi og Gunnsteinn Sigurðsson bæj- arstjóri eru báðir skólastjórar hér í bænum. Jón Júlíusson bæj- arfulltrúi hefur verið íþrótta- fulltrúi bæjarins lengi. Allir þessir fulltrúar voru eða eru þannig yfirmenn sjálfra sín í raun og veru, sem mörgum eins og mér finnst skondið og óeðlilegt. Aðrir segja að það séu mannrétt- indi bæjarstarfsmanna að taka þátt í stjórnmálum. Um þetta má deila endalaust en mér finnst þetta miður og tel eðlilegra að óviðkomandi aðilar bænum sitji í frekar bæjarstjórn. Því enginn fær þjónað tveimur herrum, segir einhversstaðar og ekki er talið gott að menn sitji beggja vegna borðs í mikilvægum málum. Nú segir auðvitað einhver að ég sé að stanga í Gunnstein Sigurðs- son fyrir Gunnar Birgisson. Svo er ekki. Þessar vangaveltur mínar eiga bara almennt við þá rótgrónu skoðun mína, að bæjarstarfsmenn eigi ekki að sitja jafnhliða í bæj- arstjórn viðkomandi bæjar, sbr. framansagt. Mönnum þætti áreið- anlega einkennilegt ef til dæmis skrifstofustjóri Alþingis eða hús- vörður sæti á Alþingi líka eða væri ráðherra í ríkisstjórn. Ég hef frétt að þessu sé ekki svona hátt- að í nágrannabæjunum. Skoðun mín er þessi: Ann- aðhvort séu menn bæjarstarfs- menn eða bæjarfulltrúar, ekki hvort tveggja. Og ekki skuli geymdar opinberar stöður handa mönnum sem vilja fara í leyfi til að fara í pólitík. Prófkjör í Kópavogi Eftir Halldór Jónsson » Litlu vinstriklíku- flokkarnir stilla upp sínum listum í reykfyllt- um bakherbergjum þar sem rútufarmar smala- fjár ráða úrslitum um forystumenn. Halldór Jónsson Höfundur er verkfræðingur. VEFMIÐILLINN eyjafrettir.is birti á gamlársdag frétta- klausu sem vakti at- hygli mína. Greint var frá sameigin- legum fundi Skip- stjóra- og stýri- mannafélagsins Verðandi og Sjó- mannafélagsins Jöt- uns í Vestmanna- eyjum að kvöldi 30. desember. Um hundrað manns komu þar saman og var „mikill hiti í mönnum“. Haft var eftir for- mönnum félaganna tveggja að sjó- menn væru reiðir stjórnvöldum og krafa fundarins væri sú að öll sjó- mannafélög landsins og útvegs- menn sneru bökum saman gegn þeim sem vildu afnám sjómanna- afsláttarins, 5% álag á útfluttan ferskfisk og fyrningu aflaheimilda. Formennirnir, Bergur Kristinsson og Valmundur Valmundsson, sögðu orðrétt í yfirlýsingu í kjölfar fundarins: „Ríkisstjórn Íslands er búin að setja sjávarútveginn í upp- nám, sjómenn eru sárir, reiðir og finnst sem þeir séu sviknir. Að svíkja fólk er ávísun á að það fólk, sem svikið er, svari fyrir sig. Fundarmenn voru sammála um það að tugir milljarða hefðu tapast fyrir íslenska þjóð vegna fávísí ríkisstjórnar Íslands á sjáv- arútvegsmálum.“ Þessi samkoma sjómanna í Eyj- um sætir tíðindum. Undarlegt verður því að teljast hve hljótt hef- ur verið um hana í þeim fjölmiðlum sem ná til allra landsmanna, því hlaupið hafa þeir til af mun minna tilefni og það oft. Fundarmenn tala tæpitungulaust og hafa ríka ástæðu til. Því ber að fagna. Þjóðnýta sjávarútveginn fyrst, svo vatnið Á sama sólarhring og Eyjasjó- menn sýndu ríkisstjórninni gula spjaldið birtust hugleiðingar stjórnmálaforingja í tilefni ára- móta. Það sem þar kom fram af hálfu forystumanna ríkisstjórn- arinnar bendir ekki til annars en að fleiri spjöld fari á loft áður en leik lýkur og jafnvel „beint rautt“ í samræmi við eðli brota. Æpandi skortur á nauðsynlegu og eðlilegu trausti í samskiptum við stjórnvöld er orðið efnahagsvandamál í sjálfu sér og virðist sama hvert litið er. Ríkisstjórnin hreykir sér af stöðugleikasáttmálanum svokall- aða, eins og kom fram í áramóta- uppgjöri foringja hennar, en á sama tíma er rætt í alvöru innan samtaka atvinnurekenda og launa- fólks að segja sáttmálanum upp af því ríkisstjórnin vinni ekki í anda hans! Annað dæmi er „sátta- nefndin“ sem ríkisstjórnin setti á laggir til að fjalla um framtíðar- skipan fiskveiðistjórnunar en gerir í reynd ekkert með. Skömmu fyrir jól létu þannig sjávarútvegsráð- herra og stjórnarliðar í sjávar- útvegsnefnd Alþingis sér sæma að halda fram hjá eigin sáttanefnd með því að herða á afgreiðslu frumvarps um stjórn fiskveiða þar sem meðal annars er að finna dæmalaus ákvæði um úthlutum aflaheimilda fyrir skötusel og stór- auknar skorður við því að flytja aflaheimildir til næsta fiskveiðiárs. Í báðum tilvikum hefur ríkis- stjórnin tungur tvær og talar sitt með hvorri. Hvaða gagn er í stöðugleikasáttmála sem ekki er unnið eft- ir? Hvaða gagn er í sáttanefnd um fisk- veiðistjórnun ef ríkis- stjórnin ætlar sér í raun að fara eigin leið- ir, hvað sem tautar og raular, einhliða og á eigin forsendum? Og ríkisstjórnin hefur auðheyrilega ekki tekið til sín meira en svo, af háværri gagn- rýni á þjóðnýtingaráráttuna sem felst í stefnuyfirlýsingu hennar um fyrningu aflaheimilda, að forsætis- ráðherra spilaði því út í nýársboð- skap sínum að nú bæri líka að þjóðnýta vatnið á Íslandi! Skortur á trausti og beint rautt Þetta snýst í raun og veru um traust eða öllu heldur um skort á trausti. Ég leyfi mér að vitna í samtal við Loft Árnason, fram- kvæmdastjóra Ístaks, í áramóta- útgáfu Viðskiptablaðsins þar sem hann sér fyrir sér að „það gerist ekki neitt af viti hér á Íslandi næstu misserin“. Hann bætir við: „Erlendir fjárfestar treysta ekki lengur stjórnvöldum hér. Þegar búið er að setja á skattagrunna eins og kolefnisskatt og aðra skatta er svo lítið mál að hækka þá. Því geta erlendir fjárfestar ekki lengur treyst að hér ríki stöð- ugt ástand. Þetta er ekki beint gæfulegt. Menn tala mikið en það gerist lítið til bóta.“ Loftur rammar hér inn í fáein- um setningum kjarna býsna alvar- legs máls og það vekur manni ugg í brjósti að hugsa til þess sem ger- ist eða gerist ekki næstu mánuði og misseri. Forystumenn ríkis- stjórnarinnar spiluðu bjartsýnis- plötu um áramótin og vissulega er gott og heilsusamlegt að vera bjartsýnn. Ekki veitir nú af. Er hins vegar raunveruleg innistæða fyrir umtalsverðri bjartsýni nú í ársbyrjun? Að óbreyttu er það ekki svo, því miður, en ríkis- stjórnin getur vissulega myndað slíka innistæðu með verkum sínum ef hún hefur til þess pólítiskt þrek og vilja. Hún á nú engan annan kost í stöðunni en þann að snúa við blaði og leggja sig fram um að starfa í anda stöðugleikasáttmál- ans, skapa traust innlendra og er- lendra fjárfesta og síðast en ekki síst leggja skilyrðislaust til hliðar hugmyndir sínar um fyrningarleið í sjávarútvegi. Að öðrum kosti verður henni ekki aðeins sýnt gult spjald heldur beint rautt. Að tala tungum tveim Eftir Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson »Æpandi skortur á nauðsynlegu og eðli- legu trausti í sam- skiptum við stjórnvöld er orðið efnahagsvanda- mál í sjálfu sér og virð- ist sama hvert litið er. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.