Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Taking Woodstock kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 14 ára Alvin and the Chipmunks (enskt tal) kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Alvin og Íkornarnir (ísl tal) kl. 6 LEYFÐ Avatar 2D kl. 6:45 - 10:10 B.i.10 ára Julie and Julia kl. 8 - 10:35 LEYFÐ Mamma Gógó kl. 8 - 10 LEYFÐ Alvin og Íkornarnir kl. 6 LEYFÐ Avatar kl. 6 - 9 B.i. 10 ára Mamma Gógó kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ Alvin og Íkornarnir (ísl tal) kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ Avatar 3D kl. 4:30 - 8 - 11:15 B.i.10 ára Avatar 2D kl. 4:40 - 8 - 11:15 B.i.10 ára Whatever Works kl. 8 B.i.7 ára A Serious Man kl. 10:10 B.i.12 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Missið ekki af þessari byltingarkenndu stórmynd frá James Cameron leikstjóra Titanic. BÍÓUPPLIFUN ALDARINNAR! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI TILNEFNINGAR TIL GO LDEN GL OBE VERÐLAUNA BESTA MYND - BESTI LEIKSTJÓRI - BESTA TÓNLIST - BESTA LAG HHHH+ -Ó.H.T., Rás 2 HHHHH -H.K., Bylgjan HHHHH -T.V., Kvikmyndir.is HHHHH -H.S., MBL HHHHH -V.J.V., FBL HHHH -Á.J., DVHHHH „Persónusköpun og leikur eru framúrskarandi, sjónræn umgjörð frábær og sagan áhugaverð.” - Hjördís Stefánsdóttir, Morgunblaðið HHHH „Vel heppnuð og grábrosleg, frábær- lega leikin og mjög „Friðriks Þórsleg”. - Dr. Gunni, Fréttablaðið 62.000 MANNS Á 15 DÖGUM Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með K Hún hefur varla farið af spil-aranum heima, jólaplatanhans Bob Dylan, Christmas in the Heart. Ég tilkynnti eiginkon- unni að hún yrði spiluð, og það sem oftast, fram á þrettándann. Helst væri ég til í að spila hana allan ársins hring. Hvað veldur eig- inlega þessari hrifningu? Sú staðreynd að maður er af- skaplega mikið jólabarn í bland við sæmilega blinda aðdáun á Dylan? Eða getur það mögulega verið að maðurinn hafi einfaldlega fundið einhverja töfra á stað sem hefði þótt harla ólíklegur að óreyndu. Ég meina, jólaplata frá Bob Dylan!? Er Tom Waits þá næstur?    Annar maður sem snaraði út ólík-legum gæðagrip fyrir þessi jól var Sting (já, Sting!) en plata hans, If on a winters night … reyndist stórsigur, vetrarplata sem gengur frábærlega upp og er líklega það besta sem Sting hefur gert í mörg, mörg ár. Ég ætla kannski ekki að ganga svo langt með Dylan en það er að sönnu eitthvað mjög aðlað- andi við plötu Dylan; einhver sann- leikur og ró sem leikur um hana, heilt yfir litið. Getur verið að við það að búa til svona plötur, sem eru ekki „alvöru“ plötur heldur sniðnar að ákveðnu formi sem löng og traust hefð er fyrir, hafi losnað um þessa tvo menn? Þeir hafi slakað á, leyft sér að vera hæfilega hispurs- lausir og við það hafi þessi góði og öruggi andi myndast? Það sem sker plötu Dylan, og Sting reyndar líka, frá öðrum jóla- plötum „stórra“ listamanna er sá raunverulegi áhugi og metnaður sem þessir tveir listamenn hafa lagt í verkefnið. Ég myndi segja að meirihluti slíkra platna væri gefinn út til að næla í gefinn pening, tökum t.d. hörmulega plötu Andrea Bocelli sem út kom fyrir síðustu jól. Þó að ímyndin sé sæla og sannleikur há- tíðanna er það smekklaust hjarta kapítalismans sem slær taktinn.    Hversu gleðilegt er þá ekki aðheyra meistara eins og Bob Dylan tækla svona hluti eins og á að tækla þá? Dylan hefur verið í góð- um gír undanfarin ár og stígur ekki feilspor hér, en manni finnst eins og þetta hefði þannig séð getað orðið algert stórslys. Enn einu sinni tekst Dylan að gera hlutina algerlega á sinn hátt, og sníða listavel hjá því sem telst hefðbundið. Hér er hugað vel að öllum þáttum; platan er smekkleg; ekki er að finna örðu af væmni eða yfirkeyrslu. Tökum umslagið t.d.; hlýlegt og gamaldags, minnir dulítið á senu úr Doctor Zhivago. Líkt er með mynd- ir inni í disknum (kynæsandi jóla- stelpa í korsiletti; þreytulegir, en einkar svalir djasstónlistarmenn frá New York í jólasveinabúningum). Lagaval er smekklegt; mikið til klassísk jólalög og sálmar eins og „O’ Little Town of Betlehem“, „Hark the Herald Angels Sing“, „O’ Come All Ye Faithful“, „Little Drummer Boy“ o.s.frv. Efnisskráin er svo hæfileg krydduð með óvænt- um innslögum, eins og hinu grall- aralega „Christmas Island“. Hljóð- færaleikur er hlýr og stýrist af natni; í gömlum og heimilislegum kántrí, rokk, blúsgír, ekki ósvipað og með síðustu hljóðversplötur Dyl- an. Sleðabjöllur og strengir dúkka auðvitað upp, en aldrei er um ofur- dramatík eða oflátungshátt að ræða.    Fyrsta sjokkið er auðvitað aðheyra þessa rödd syngja jóla- lög, fyrstu sekúndurnar er þetta eins og eitthvert prúðuleikaragrín. En sjá …hægt og bítandi heyrir maður að þetta er ekkert grín, Dyl- an er að syngja þessi lög af ástríðu og einlægni. Gleymum því ekki að Dylan er gangandi alfræðiorðabók um ameríska alþýðutónlist, og gild- ir einu um hvaða blæbrigði hennar er að ræða. Og úr þeim arfi spretta þau jólalög sem hann reynir sig við hér.    Semsagt, stórkostleg jólaplata úrafar óvæntri átt. Dylan gerði meira að segja myndband við hið fjöruga „Must be Santa“ (sem börn- in mín eru farin að syngja) þar sem hann bregður á leik, með hárkollu og allt. Sagan segir að tildrög plöt- unnar liggi í því að Dylan hafi troð- ið upp með gítar á leikskóla hjá einu barnabarninu og hin börnin hafði hræðst þennan ráma gaml- ingja. Því hafi hann sest niður og byrjað að hugsa um þessa plötu. Gagnrýnendur hafa klórað sér í hausnum yfir Dylan í nærfellt hálfa öld en velflestum hefur þó mistekist að koma auga á þá ríku kímnigáfu sem Dylan býr sannarlega yfir. Fyrst og síðast virðist það þó gleymast að Dylan er maður; og auðheyranlega jafn meyr og jólaóð- ur og við hin. arnart@mbl.is Stórkostleg jólaplata »Hversu gleðilegt erþá ekki að heyra meistara eins og Bob Dylan tækla svona hluti eins og á að tækla þá? Glettinn Dylan og jólasveinninn í myndbandinu við „Must Be Santa“. AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen TIGER Woods virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir meiriháttar klúður í einkalífinu og greinilegt að hressa á upp á ímynd hans í fjölmiðlum, ef marka má nýjustu forsíðu tímaritsins Vanity Fair. Þar sést Tiger ber að of- an, með húfu á höfði, að lyfta hand- lóðum. Myndina tók Annie Leibovitz. Á forsíðunni stendur: Tiger. Hrár. Áður óséðar ljósmyndir eftir Annie Leibovitz. Myndirnar mun hún hafa tekið árið 2006, að því er fram kemur á vefnum msnbc.com. En þar með er ekki öll sagan sögð af Tiger því slúð- urfréttavefurinn TMZ færir fréttir af því að erótíska kvikmyndafyrirtækið Vivid hafi fengið tilboð frá ónefndri konu sem segist hafa undir höndum kynlífsmyndband með kylfingnum. Myndbandið á að hafa verið tekið fyr- ir tveim árum. Yfirmaður hjá Vivid segist hafa séð 30 sekúndna brot úr myndbandinu en hefur þó ekki stað- fest að Woods sé þar á ferð. Lögmenn Woods hafa hótað öllum þeim lög- sóknum sem birta nektarmyndir eða -myndbönd af Woods. Woods Framan á Vanity Fair. Hrár Tiger á kynlífs- myndbandi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.