Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 33
Dagbók 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Orð dagsins: Annað er þetta: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessu meira.“ (Mark. 12, 31.) Ekki hefur farið mikið fyrir snjósunnanlands í vetur, en und- anfarna daga og vikur hefur verið kalt í veðri og bjart. Birtan er ekki síst mikilvæg þegar sólargangur er stutt- ur og þung ský gera að verkum að myrkur verður um miðjan dag. Bjart- viðrið lengir því daginn og ekki er verra í stilltu veðri þegar landslagið verður eins og glansmynd úr dagatali. x x x Víkverji dreif sig á nýjustu myndFriðriks Þórs Friðrikssonar, Mömmu Gógó, um helgina og fannst mikið til koma. Í myndinni tekur Frið- rik á hinum erfiða sjúkdómi Alzheim- er af bæði nærfærni og húmor. Frið- rik fer þá leið að segja sögu móður sinnar og samskipta sinna og systkina sinna við hana. Fyrir vikið verður Mamma Gógó einnig lýsing á leik- stjóraraunum Friðriks, sem Hilmir Snær Guðnason leikur. Hilmir Snær fer sem betur fer ekki þá leið að líkja eftir töktum leikstjórans. Það hefði getað farið illa. Á milli þess sem áhorf- andinn sér hvernig Alzheimers- sjúkdómurinn grefur smám saman um sig fær hann að kynnast kvik- myndabransa þar sem allt er lagt und- ir og veðsett og fylgjast með því hvernig leikstjórinn þarf hvað eftir annað að draga fram betlistafinn. Enginn kemur að sjá nýjustu mynd- ina hans, Börn náttúrunnar, en leik- stjórinn bindur í samtölum við lán- ardrottin sinn vonir við óskars- tilnefningu, sem enginn virðist hafa trú á nema listamaðurinn. Í glúrnu Kastljóssatriði gefur leikstjórinn Hollywood langt nef, en í raun má segja að hann geri slíkt hið sama í myndinni sjálfri. x x x Kristbjörg Kjeld fer á kostum ímyndinni og Gunnar Eyjólfsson er góður í litlu hlutverki látins eig- inmanns hennar. Það var bráðsnjallt hjá Friðriki að nota atriði úr myndinni 79 af stöðinni með sömu leikurum til að sýna hjónin á yngra aldri og geng- ur fullkomlega upp. Friðrik vinnur sigur með kvikmyndinni Mömmu Gógó og óskandi að ekki þurfi ósk- arstilnefningu til að hún slái í gegn á Íslandi. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 nirfill, 4 gagna, 7 reyna, 8 hagn- aður, 9 afkvæmi, 11 skel- in, 13 andvari, 14 smá- djöfulinn, 15 forað, 17 kappsöm, 20 kyn, 22 gengur, 23 viðurkennir, 24 út, 25 híma. Lóðrétt | 1 bitur kuldi, 2 leiftra, 3 eining, 4 geð, 5 minnist á, 6 ákveð, 10 skreytni, 12 miskunn, 13 sendimær Friggjar, 15 ill- úðlegur maður, 16 stækk- uð, 18 hnífar, 19 lesta, 20 sóminn, 21 afhroð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 september, 8 fagur, 9 námið, 10 agg, 11 rýrar, 13 aumar, 15 tagls, 18 hafur, 21 ein, 22 svört, 23 aulum, 24 snautlegt. Lóðrétt: 2 elgur, 3 tærar, 4 menga, 5 eimum, 6 afar, 7 æður, 12 afl, 13 una, 15 tása, 16 grönn, 17 settu, 18 hnall, 19 féleg, 20 róma. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú veltir fyrir þér yfirstandandi átökum og kemur allt í einu auga á glufu þar sem áður voru lokaðar dyr. Kannaðu hvaða leiðir standa þér opnar. (20. apríl - 20. maí)  Naut Taktu það ekki óstinnt upp þótt aðr- ir séu með spurningar um tilgang þinn og starfsaðferðir. Gefðu þér tíma til að leggja góðum málefnum lið. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Að leggja ofuráherslu á vinnuna færir þér engin vinsældarverðlaun. Mundu að þú átt ástvini sem vilja verja með þér tíma. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert ánægð/ur og full/ur af krafti. Losaðu þig við hræðsluna, hún er óþörf. Mæðgur ættu að rækta sambandið. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þetta er góður dagur til að fara yfir eigna- og skuldastöðuna. Hlustaðu ekki á úrtölur annarra, heldur gríptu tækifærið strax og láttu hæfileika þína leiða þig til á réttan stað. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Eyddu ekki tímanum í bið eftir að- stoð annarra heldur notaðu eigin hæfi- leika til þess að ganga frá málunum. Reyndu að gera ekki mannamun. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það getur verið góð regla að skrá drauma sína því ýmislegt má út úr þeim lesa og hafa til hliðsjónar. Góðir tónleikar eru gulli betri. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér líður betur þar sem sam- skipti þín við ákveðinn aðila hafa batnað. Bros og smávegis tiltal gerir gæfumun- inn. Leitaðu leiða til að vera meira með fjölskyldunni. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Viljirðu búa við áframhaldandi velgengni máttu í engu slaka á. Viðgerðir eða aðrar endurbætur munu hugsanlega setja hlutina úr skorðum á næstunni. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það gæti komið sér vel fyrir þig að ræða málin við vini þína í dag. Reyndu að hafa hemil á neikvæðum hugsunum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er svo auðvelt að fylgja straumnum en erfiðara að standa á sínu. Námskeið af einhverju tagi myndi gera þér gott. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Gamansemi er góður kostur þegar henni er beitt í hófi og haft í huga að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Leitaðu æv- intýra, þau eru víðar en þú heldur. Stjörnuspá 6. janúar 1887 Íslendingafélagið í Kaup- mannahöfn minntist þess að öld var liðin síðan Bjarni Thorarensen skáld og amt- maður fæddist. „Þetta er víst fyrsta 100 ára minningarhátíð sem haldin hefur verið eftir ís- lenskan mann,“ sagði Norður- ljósið. 6. janúar 1891 Söngurinn „Nú er glatt í hverjum hól“ eftir Sæmund Eyjólfsson og Helga Helgason var fluttur í fyrsta sinn við þrettándabrennu á Austurvelli í Reykjavík. 6. janúar 1902 Grímudansleikur var haldinn í Reykjavík í fyrsta sinn. Bæjar- blöðin sögðu að þetta hefði verið „allgóð skemmtun“. 6. janúar 1923 Halldór Kiljan Marie Pierre Laxness var „skírður og fermdur og gerðist meðlimur hinnar heilögu kaþólsku kirkju,“ eins og Halldór sagði sjálfur, en hann var þá í Cler- vaux-klaustri í Lúxemborg. 6. janúar 2003 Mánudagsútgáfa Morgun- blaðsins hófst „til þess að bæta mjög þjónustu blaðsins við les- endur þess,“ eins og sagði í rit- stjórnargrein. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Sveinsína Guð- mundsdóttir Grænumörk 1 á Selfossi, áður Tjarnarlundi á Stokkseyri er áttræð í dag, 6. janúar. Hún tek- ur á móti gestum í Félagslundi laugardaginn 9. janúar næstkom- andi frá kl. 14 til 18. 80 ára „ÞAÐ er engin sérstök afmælisveisla í bígerð, nema þá kannski með mínum allra nánustu,“ segir Atli Harðarson, aðstoðarskólameistari og heim- spekingur á Akranesi, sem fagnar fimmtugs- afmæli á þrettándanum í dag. Honum finnst eng- inn afmælisdagur vera merkilegri en annar, og litlu skipti þótt 0 sé seinni tölustafurinn. Eigin- kona hans er Harpa Heimisdóttir móðurmálskenn- ari og saman eiga þau synina Mána, lögfræði- nema, og Vífil, framhaldsskólanema. Atli hefur verið aðstoðarskólameistari Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi frá árinu 2001 og kennt þar enn lengur. Einnig kenndi hann um tíma við Menntaskólann á Laugarvatni, þaðan sem hann lauk stúdentsprófi 1979. Atli er með BA-próf í heimspeki og bókmenntum frá Háskóla Ís- lands og MA-próf í heimspeki frá Brown University á Rhode Island í Bandaríkjunum árið 1984. Nokkrum árum síðar lauk hann námi í uppeldis- og kennslufræðum frá HÍ. Eftir Atla liggja allnokkur rit og bækur um heimspeki, nú síðast kom út bók eftir hann sl. haust um heimspeki, Í sátt við óvissuna. Atli er nú í ársleyfi frá störfum og seg- ist nota þann tíma til náms og rannsókna. bjb@mbl.is Atli Harðarson heimspekingur fimmtugur Eins og hvert annað afmæli Sudoku Frumstig 3 1 7 6 5 7 1 6 9 4 5 2 7 2 7 1 3 3 6 9 4 6 3 5 2 3 6 8 9 1 4 2 1 8 2 4 1 7 6 7 3 2 1 3 7 6 2 8 9 6 9 2 5 7 1 9 4 3 7 4 2 7 8 1 6 4 1 2 8 9 2 3 7 1 4 2 9 3 6 8 5 2 5 6 1 8 4 9 7 3 9 3 8 5 6 7 4 1 2 5 9 3 7 2 8 1 6 4 6 4 1 9 3 5 8 2 7 8 7 2 6 4 1 5 3 9 4 2 7 8 5 6 3 9 1 3 8 9 4 1 2 7 5 6 1 6 5 3 7 9 2 4 8 6 9 8 7 5 4 1 3 2 5 3 4 2 8 1 7 6 9 7 2 1 3 9 6 5 8 4 9 6 5 8 4 2 3 1 7 3 1 7 5 6 9 2 4 8 8 4 2 1 3 7 6 9 5 4 7 9 6 1 5 8 2 3 1 5 3 4 2 8 9 7 6 2 8 6 9 7 3 4 5 1 2 7 8 1 9 5 6 4 3 3 5 9 2 4 6 1 7 8 4 6 1 8 3 7 9 2 5 1 9 2 4 5 8 3 6 7 6 4 3 7 1 9 8 5 2 7 8 5 6 2 3 4 1 9 5 3 4 9 7 1 2 8 6 9 2 6 5 8 4 7 3 1 8 1 7 3 6 2 5 9 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 6. janúar, 6. dag- ur ársins 2010 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Bc4 Rc6 4. d3 Bb4 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Bxc3+ 7. bxc3 Dxf6 8. Re2 Ra5 9. Bb3 c6 10. O-O d5 11. exd5 Rxb3 12. cxb3 cxd5 13. d4 e4 14. f3 Dg5 15. Dc1 f5 16. Rf4 Dd8 17. Rg6 Hg8 18. Da3 Be6 19. fxe4 dxe4 20. d5 Bd7 21. Dd6 Df6 22. Dxf6 gxf6 23. Rh4 Hg5 24. Hf4 Hc8 25. c4 b5 26. Hc1 Hc5 27. Kf2 bxc4 28. bxc4 Ha5 29. Hc2 Ha3 30. g3 Hd3 31. Rg2 Ke7 32. Re3 Kd6 33. h4 Hg8 34. c5+ Ke5 35. d6 Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Lond- on. Róbert Lagerman (2358) hafði svart gegn heimamanninum Edmund Player (2149). 35… Hxe3! 36. c6 Hexg3 37. Hc5+ Kxf4 og hvítur gafst upp. Svartur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Spendýr. Norður ♠94 ♥Á64 ♦KD6532 ♣54 Vestur Austur ♠1083 ♠DG762 ♥D983 ♥1052 ♦109 ♦ÁG7 ♣KD98 ♣107 Suður ♠ÁK5 ♥KG7 ♦84 ♣ÁG632 Suður spilar 3G. Spendýr þarf að þjálfa sérstaklega í þeirri lífsleikni að fresta umbun. Til dæmis þarf að kenna hundum biðlund á matmálstímum svo þeir rífi ekki í sig handlegg eigandans með kexinu. Slík hvatvísi gæti stefnt málsverðum fram- tíðar í tvísýnu. Bridsspilarar eru spendýr. Óþjálf- aðir spilarar rífa í sig slagina í auðveld- ustu röð, en með tímanum læra þeir að hemja sig. Hér reynir á stillingu, bæði í vörn og sókn. Út kemur hjarta og sagnhafi fær slaginn á gosann heima. Tígulinn þarf að fría, en það væru mis- tök að setja upp háspil í borði. Ef aust- ur stillir sig um að taka slaginn vantar sagnhafa eina innkomu til að vinna úr litnum. Þessari hættu mætir vel vaninn sagnhafi með því að spila SMÁUM tígli frá báðum höndum í upphafi. Þannig sparast innkoma og framtíðin er björt. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.