Morgunblaðið - 06.01.2010, Síða 25

Morgunblaðið - 06.01.2010, Síða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 UNDIRRITAÐUR hefur fylgst nokkuð með umræðunum á Al- þingi Íslendinga og hreint ofbýð- ur öll vitleysan sem þar er allt of oft höfð í frammi. Eftir IceSave samþykktina og alla þá dæmalausu vitleysu og tímasóun sem á undan henni fór, datt mér í hug að senda lesendum eftirfarandi hugleiðingar um ótímabært fráfall heilbrigðrar skynsemi, sem ensk vinkona mín sendi mér um jólin, en hún hljóð- ar svo: Í dag grátum við fráfall okkar gamla, góða og trygga vinar Heil- brigðrar Skynsemi, sem hefur verið meðal okkar í áravís. Eng- inn veit með vissu hve gömul hún varð þar sem fæðingarvottorð hennar er löngu týnt og grafið í hrúgu skrifræðisins. Við munum þó minnast hennar fyrir að gróð- ursetja í sál okkar kunnáttu eins og til dæmis hvenær við eigum að koma inn úr regninu; að morg- unstund gefur gull í mund; að líf- ið er ekki ávallt réttlátt, og kannski hefur allt þetta verið mín sök, eftir allt saman. Heilbrigð Skynsemi tamdi sér einfalda lífs- stefnu; í peningamálum (eyddu ekki umfram það sem þú vinnur þér inn) og í uppeldismálum (hin- ir fullorðnu ráða, en ekki börnin). Heilsu hennar tók að hraka, þegar nýjar ofríkisfullar, en kannski vel meintar, reglugerðir tóku gildi. Eftir að birtar voru skýrslur um að sex ára drengur hefði verið dæmdur fyrir kyn- ferðisofbeldi fyrir þá sök eina að hafa kysst bekkjarsystur sína, íþróttalið hefði verið rekið úr skóla fyrir að nota munnskolvatn eftir hádegisverð og kennari rek- inn úr starfi eftir að hafa gefið einstaklega erfiðum nemanda ádrepu, hrakaði heilsu hennar enn frekar. Heilbrigð Skynsemi varð fyrir alvarlegu áfalli, er foreldrar áfelldust kennara fyrir að sinna þeim skyldustörfum sínum, sem foreldrarnir höfðu sýnilega látið ógert að sinna, nefnilega að aga óhlýðin börn sín; og enn frekara áfalli þegar skólunum var gert að leita samþykkis foreldranna áður en börnum þeirra væru gefnar paracetamol-töflur, sólkrem eða plástur, en máttu ekki upplýsa foreldra um að dætur þeirra væru óléttar og vildu fóstureyðingu. Heilbrigð Skynsemi þreyttist alvarlega á lífinu, þegar boðorðin tíu urðu eins konar smyglvara; kirkjurnar urðu viðskiptafyr- irtæki; og skúrkarnir fengu betri meðferð en fórnarlömb þeirra. Heilsa Heilbrigðrar Skynsemi batnaði ekki við að frétta, að ekki væri óhætt að verjast innbrots- þjófi sem ræðst inn á heimili þitt. Þú gætir átt það á hættu að þjóf- urinn drægi þig fyrir rétt fyrir árás á sig og ynni málið. Heilbrigð Skynsemi tapaði loks alveg viljanum til að lifa eftir að hafa fregnað að kona ein virtist ekki lengur meðvituð um að sjóð- andi kaffi er HEITT. Hún hellti heitu kaffi í kjöltu sér og fékk sér dæmdar háar skaðabætur fyrir rétti skömmu síðar. Heilbrigð Skynsemi lifði for- eldra sína, Traust og Umhyggju, konu sína Nærgætni, dóttur sína Ábyrgð og son sinn Skynsemi. Eftirlifendur hennar eru stjúp- systkini hennar þrjú, Ég-Þekki- Rétt-Minn; Einhver-Annar-Er- Sökudólgurinn; og Ég-Er- Fórnarlambið. Aðeins mjög fáir fylgdu Heil- brigðri Skynsemi til grafar; flest- ir gerðu sér einfaldlega yfirleitt enga grein fyrir að hún væri lát- in. Ég spyr að lokum: „Eru ekki atburðir síðustu daga frábært dæmi um hvernig sí og æ er reynt að ganga endanlega af heil- brigðri skynsemi hinnar íslensku þjóðar steindauðri?“ EINAR TJÖRVI ELÍASSON, Hjarðarhaga 50, Reykjavík. Ekki er öll vitleysan eins Frá Einari Tjörva Elíassyni FYRIRTÆKI sem huga að matarlausnum fyrir starfsmenn sína, eru líklegri til afreka en fyrirtæki sem hafa „hagrætt“ þessum kosti af borðum sínum. Fólki er ráðlagt að neyta stærsta hluta fæðunnar fyrri hluta dags og sumir telja að helst eigi að borða sem allra minnst seinasta hluta dagsins. Niðurstaðan er sú, að fólk þarf að næra sig að stærstum hluta í vinnu- tíma. Spurningin er þá hvort ekki sé heppilegt að fyrirtæki reyni að leysa þessi mál fyrir alla í einu í stað þess að hver og einn sé að eyða tíma í að finna út úr þessu á hverjum degi. Annars á fólk auðvitað að hafa með sér nesti, en það er eins og að segja barni að borða siginn fisk – ef barnið vill ekki fiskinn og starfsmaðurinn tekur aldrei með sér nesti, þá er uppi staða sem þarf að leysa, hvort sem líkar betur eða verr. Hvað ætli fari mikill tími á dag í matarmál á þeim vinnustöðvum þar sem ekki er hugað að matarlausn- um? Hvað ætli einstaklingur eyði mikl- um tíma á dag í að hugsa um hvað hann er svangur, hugsa um hvað hann eigi að fá sér næst og hvað langan tíma ætli það taki hann að afla vist- anna? Hér er ekki um vísindalega nálgun að ræða en samt fróðlegt að velta fyrir sér hvað þetta getur orðið lang- ur tími. Flestir næra sig áður en þeir koma til vinnu og því má búast við að um tveimur tímum seinna fari svengd að gera vart við sig. Ef lausnin er ekki innan seilingar fer hungurtilfinningin að trufla einbeitinguna og sú truflun getur varað dágóða stund áður en gripið er úrræða. Og þá er spurning hvort lausnin kalli á að viðkomandi fari úr húsi eða fái sér kex og fjóra sykurmola með kaffinu. Í hádeginu þarf svo að skreppa frá til að ná sér í eitthvað að borða og sá hálftími, sem flestir hafa í mat líður hratt á hamborgarastaðnum og ekki ólíklegt að fara þurfi með matartím- ann í framlengingu. Seinnipartinn má svo aftur búast við svipuðu ástandi og var uppi um morguninn, tveimur til þremur tímum eftir há- degismatinn byrjar hungurtilfinn- ingin að láta á sér kræla en nú reynir fólk að þrauka af daginn á hálfum tanki og treystir svo á ísskápinn heima. Segjum að einbeitingarskortur vegna svengdar vari í 30 mínútur á morgnana, aðrar 30 mínútur seinni- hluta morguns og í 60 mínútur seinni hluta dags. Þarna eru komnar 120 mínútur þar sem starfsmaður er ekki með þá meðvitund sem ætlast er til að hann hafi. Gefum okkur að þarna hafi farið klukkutími í súginn. Við gerum svo ráð fyrir að hann þurfi 30 mínútur á dag umfram umsamdan hvíldartíma til að redda sér ein- hverju. Heill knattspyrnuleikur ligg- ur þarna í valnum – og hvað skyldi hann kosta? Starfsmaður með 300.000 kr. í laun kostar um 2.500 kr. á tímann með öllu launatengdu. 90 mínútur kosta því 3.750 kr. á dag. Samtals gera það 82.500 kr. á mánuði. Fyrirtækjamenning – veikindadagar Slá má því föstu að starfsmaður í fyrirtæki, þar sem matarlausnir eru í hávegum hafðar, veikist mun síður en þeir sem vinna hjá fyrirtækjum sem huga ekki að þessum þætti. Ég legg ekki í að giska á hvað þetta get- ur verið stór liður en þeir sem hafa rekið fyrirtæki vita, að óþægindi vegna fjarvista eru mun meiri en sem nemur kaupi þess sem er fjar- verandi Samverustundir starfsmanna í hvíldartímum er dýrmætur liður í því að byggja upp liðsheild í fyrir- tækjum. Þegar hér er komið við sögu í þessari hugvekju, hefur aðeins verið minnst á það sem tapast ef matar- lausnir eru ekki til staðar. Gaman væri að fá tölur um ávinning fyrir- tækja sem huga vel að þessum mál- um Vellíðan í vinnu – hvatning Líkt og í liðnum á undan, þá er hér verið að huga að sóknarleiknum – hverju skilar ánægður starfsmaður umfram þann sem er ekki ánægður. Það er ekki verið að halda því fram að sá seinni sé óánægður, hann er bara ekki ánægður. Það er vitað að fólk notar almennt bara lítinn hluta af þeim gáfum sem það er gætt. Því betur sem fólki líður, þeim mun meiri líkur eru á að einbeitingin sé í lagi og hvatinn til að vinna afrek eykst jafn- framt. Dæmið hér að framan um ein- staklinginn sem var á 50% afköstum, er miðað við starfsmann sem er hvorki ánægður né óánægður. Sem- sagt starfsmaður í hlutlausum. Hvar eigum við þá að staðsetja þann ánægða? Hagræðing eða sóun Ávaxtabíllinn hefur um margra ára skeið séð starfsmönnum fyrirtækja fyrir ávöxtum í vinnunni. Búið til kerfi sem tryggir að hægt sé að grípa hollan bita þegar svengdin kallar. Þessi lausn kostar í kringum 500 kr. á viku og tryggir starfsmanni þannig 1-2 ávexti á hverjum degi. Þessum þætti hafa mörg fyrirtæki „hagrætt“ í kreppunni þannig að starfsmönnum gefst nú ekki lengur kostur á að grípa til þessarar hollu skyndilausnar. Hvað ætli hafi sparast þegar upp er staðið? Ávaxtabíllinn býður auk þess uppá heitan mat, kaldan mat og hvers kyns hollan skyndibita, en dæmið er sett fram til að setja stærðargráður í samhengi. Eigum við ekki að rífa þetta aðeins upp? Talnaleikurinn hér á undan gaf mér að sísvangur starfsmaður kosti fyrirtæki 3.750 kr. á dag. Síðan sleppi ég að leika mér með tölur um veikindadaga og þátt hvatningar í sambandi við uppbyggingu liðs- heildar og vellíðunar einstaklingsins í vinnunni. Tökum samt bara 3.750 kallinn á dag og deilum í hann með 3, því okk- ur finnst þetta of hátt til að vera satt. 1.250 krónurnar sem eftir standa gera fyrirtækjum mögulegt að nýta sér matarlausnir fyrirtækis eins og Ávaxtabílsins allan daginn og rúm- lega það. Hvernig væri nú að skoða hlutina í samhengi og rífa þetta að- eins upp á nýju ári? Matarlausnir á vinnustöðum Eftir Hauk Magnússon » Stærsti hluti þess sem fólk borðar er innbyrtur á vinnutíma. Haukur Magnússon Höfundur er eigandi Ávaxtabílsins. BRÉF TIL BLAÐSINS ÞEIR eru margir sem heyra daglega í alþjóðasamfélaginu þessa dagana og vita því allt um það hvernig það hugsar og hvað það ætlar sér að gera í náinni framtíð. Daglega hringir alþjóða- samfélagið í þetta fólk og heldur því uppi á kjaftasnakki um langanir sínar og framtíð- aráform. Viðmælendur hafa varla lagt frá sér símann þegar þeir setjast niður og deila því með al- þjóð hvað alþjóðasamfélagið sagði. Það er því dagljóst að ekk- ert af þessu masi fer fram í trún- aði. Og hvað er það svo sem al- þjóðasamfélagið er að segja? Jú, alþjóðasamfélagið hefur ekki sof- ið hálfan svefn í margar vikur út af þessu Icesave-máli, það hrekkur upp með andfælum þá sjaldnast það nær að dorma því draumfarirnar eru þá svo djöf- ullegar að engum getur verið vært í draumheimum undir slíku. Og þó, það er ekki Icesave per se sem veldur þessu svefnleysi heldur þær pyntingar og sál- armorð sem alþjóðasamfélagið telur sig þurfa að fremja á Ís- lendingum ef þeir ekki kok- gleypa Icesave-saminga í þeirri mynd sem því þóknast. Þetta segir okkur það eitt að alþjóða- samfélagið er með góða sam- visku; að líða illa yfir því hvernig það muni kvelja okkur eyj- arskeggja í næstu viku eða hinni. Líklega er það þess vegna sem okkur langar svo dæmalaust mikið til að tilheyra alþjóða- samfélaginu – en þeir sem al- þjóðasamfélagið hringir í dag- lega, og oft á dag, segja að við tilheyrum því ekki. Sem er vont, skilst mér. En þeir bæta því gjarna við að við getum vel fengið að tilheyra því ef við högum okkur skikk- anlega (eins og al- þjóðasamfélagið vill). Sem er gott, skilst mér. Fátt af þessu skiptir neinu máli. Mestu máli skiptir að alþjóða- samfélagið skuli sýna af sér það lítil- læti að spjalla – óumbeðið – við íslenska bændur; og hafi hjá þeim öllum númerið. Þann erkibiskups boðskap sem alþjóðasamfélagið er sagt gefa út virðist mörgum ómögulegt að hafa að engu. Því læðist að manni sá grunur að boðskap- urinn sá sé heimasaminn og fáir hafi í raun nokkurn tíma fengið upphringingu frá alþjóða- samfélaginu – enda með öllu óljóst og í raun ólíklegt að það hafi síma. Hvenær á þessum kjaftafr- eyðanda um meintan vilja al- þjóðasamfélagsins að linna? Hvenær koðnar sú barnalega heimsmynd niður að alþjóða- samfélagið sé eins og úrill kerl- ing í Sandgerði sem bankar á eldhúsglugga til að stugga kát- um krökkum úr rabarbara? Alþjóðasam- félagið spjallar við bændur Eftir Guðmund S. Brynjólfsson Guðmundur S. Brynjólfsson » Í gegndarlausum áróðri fyrir því að staðfesta skuli fráleita nauðasamn- inga hafa margir gripið til þess að breiða út meintan vilja alþjóðasam- félagsins. Höfundur er rithöfundur og leiklistargagnrýnandi. www.noatun.is GRILLAÐUR KJÚKLINGUR KR./STK. 998 MEÐ HEIM HEITT Ódýrt, fljótlegt og gott!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.