Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 ✝ Ólafur Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 26. jan- úar 1940. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- daginn 27. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Steindórsson, f. 1910, d. 1979, frá Súðavík og Lára Sigvar- dsdóttir Hammer, f. 1909 frá Hnífsdal og lifir hún son sinn 100 ára gömul, vistmaður á hjúkr- unarheimilinu Eir í Reykjavík. Systkini Ólafs eru: Steina Guðrún, f. 1930, maki Baldvin Haraldsson, f. 1928, d. 1992. Þorvaldur R. Guð- mundsson, f. 1934, d. 2008, maki Dóra Guðlaugsdóttir. Elín Jó- hanna, f. 1937, maki Gylfi Jónsson. Sigrid Esther, f. 1942, maki Hauk- ur Örn Björnsson. Ólafur kvæntist Björgu Hauksdóttur, f. 1941, látin 1999. Þau skildu. Sonur þeirra er Hafsteinn Haukur, f. 1961, maki Karen Stross, f. 1965, börn þeirra eru: a) Ásdís Björg, maki Stían Ringsröd, sonur þeirra er Elías Ni- colai. b) Bryndís Ruth, maki Rich- ard Gauteplass og c) Marteinn Ingi. Þau eru öll búsett í Noregi. Ólafur kvæntist aftur 1967, Rósm- vaxtarárum sínum dvaldi hann langdvölum hjá ömmu sinni og afa í Grindavík og leit ávallt á sig sem Grindvíking. Hann hóf ungur sína starfsævi. 13 ára var hann „messa- gutti“ á Esjunni, strandferðaskipi Eimskipafélags Íslands. Árið 1956 réð hann sig til Sigurðar Magn- ússonar skipstjóra frá Sólheimum í Grindavík, sem háseta á Hrafn Sveinbjarnarson og svo einnig árið eftir á nýja Hrafninn, sem tekinn var í notkun árið 1957. Hann vann svo ýmist á sjó eða landi næstu ár- in, m.a. á togurunum Fylki, Rifs- nesinu og Skagaröstinni, að ógleymdum Hrafni Sveinbjarn- arsyni. Eins var hann í millilanda- siglingum á flutningaskipinu Mæli- felli á árunum 1962-64. Í landi vann hann í steypustöðinni Verki á árunum 1964-67 og hjá Þunga- vinnuvéladeild varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli 1970-75, þá hóf hann störf sem tollvörður í flug- stöðinni á Keflavíkurflugvelli. Þar starfaði hann allar götur síðan eða fram til ársins 2003. Ólafur var virkur félagi í Framsókn- arfélögum Keflavíkur og Njarðvík- ur eftir að hann gekk í Framsókn- arflokkinn árið 1969. Sat í stjórn félags ungra Framsóknarmanna (FUF) árið 1969 og formaður árið 1971 auk ýmissa nefndarstarfa. Þá sat hann í stjórn Kaupfélags Suð- urnesja á árunum 1971-80. Útför Ólafs fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju, í dag 6. janúar, og hefst athöfnin kl. 13. ary K. Sigurð- ardóttur. Foreldrar hennar voru Hall- dóra Eyrún Ein- arsdóttir og Sigurður Hilmar Hilmarsson sem bæði eru látin. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Hilmar Ólafsson, f. 1968, maki Hafdís Helga Þorvaldsdóttir, f. 1972. Börn þeirra eru: a) Eyrún Líf og b) Rósmarý Kristín. Fyrir átti Hafdís son- inn Styrmi Gauta Fjeldsted. 2) Halldór Berg Ólafsson, f. 1971, maki Lilja Sólrún Guðmundsdóttir, f. 1973. Börn þeirra eru: a) Guð- mundur Óli. b) Emil Berg. c) Atli Freyr. 3) Flóra Hlín Ólafsdóttir, f. 1981, maki Björgvin Einar Guð- mundsson. Sonur þeirra er Almar Elí. Ólafur og Rósmary hófu búskap sinn í foreldrahúsum Rósmary að Þórustíg 16, Bergi í Ytri- Njarðvík. Árið 1977 byggðu þau sér framtíð- arheimilið sitt að Grundarvegi 1 í Ytri-Njarðvík og hafa búið þar síð- an. Ólafur fæddist og ólst upp í Reykjavík, gekk í Austurbæj- arskólann og lauk þar skyldunámi. Seinna, árið 1979, útskrifaðist hann frá Tollskóla Íslands. Á upp- Nú er lífsins leiðir skilja, lokið þinni göngu á jörð. Flyt ég þér af hljóðu hjarta, hinstu kveðju og þakkargjörð. Gegnum árin okkar björtu, átti ég þig í gleði og þraut. Umhyggju sem aldrei gleymist, ávallt lést mér falla í skaut. (Höf. ók.) Eiginkona. Mig langar í fáeinum orðum að minnast elskulegs tengdaföður míns. Ég kynntist Óla fyrir tæpum 17 árum þegar ég og Siggi sonur hans fórum að draga okkur saman. Óli tók mér vel strax í upphafi og var frá fyrstu tíð einstaklega góður við son minn sem þá var 7 mánaða, og tók honum sem sínu barnabarni. Síðan bættust við tvær stúlkur og var Óli mikill afi, honum var mikið í mun að barnabörnum sínum liði vel og fylgdist vel með öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Við hlógum stundum að því að í fyrsta skipti sem hann skipti á bleyju var þegar hann var að passa eldri dóttur okk- ar þá 3 vikna, því ég þurfti að fara í próf í fjölbraut og hann sjálfur bú- inn að eignast 4 börn. Ég og Óli vorum miklir vinir og gátum setið heilu kvöldin og spjall- að um lífið og tilveruna, hann hafði góða frásagnarhæfileika og hafði mikinn áhuga á andlegum málefn- um og kunni mikið af sögum sem gaman var að hlusta á. Það tók mig nokkur ár að átta mig á því að þeg- ar mér fannst Óli vera að þrasa og kannski með smá neikvæðni þá var mikill húmor og stríðni á bakvið orð hans, hann gat séð spaugilegu hliðarnar á flestu, glotti oft þegar ég sagði skoðun mína, sumum fannst þær kannski of beinskeyttar en hann kunni vel að meta hrein- skilni og heiðarleika. Ef eitthvað kom uppá, t.d ef ég varð bensín- laus, bíllinn bilaði, vantaði að láta skutla börnunum, passa þau eða bara hvað sem var, þá kom Óli allt- af fyrst upp í huga minn því ég vissi að ég gæti treyst á hann og ekki stóð á viðbrögðunum. Þegar við fjölskyldan fórum í ferðalög þá voru oftar en ekki Óli og tengda- mamma mætt á svæðið og Óli með veiðistangir til að geta veitt með krökkunum og eru það ómetanleg- ar minningar fyrir þau. Mér fannst svo gaman að ræða um börnin mín við Óla því ég fann alltaf fyrir svo mikilli væntumþykju og virðingu hjá honum í þeirra garð, hann var sannfærður um að það yrði mikið úr þeim í framtíðinni og alltaf var hann mættur þegar þau fengu ein- kunnirnar sínar og hrósaði þeim í hástert og lét stundum fylgja með að þau hefðu námshæfileikana örugglega frá mömmu sinni, gjóaði augunum á Sigga manninn minn og glotti til mín. Þarna kom stríðnin upp i honum. Síðustu mánuðir hafa verið erf- iðir fyrir okkur, að horfa á hann svona mikið veikan og þrekið að fjara út. Þrátt fyrir mikla vanlíðan missti hann ekki húmorinn, fimm dögum fyrir andlát sitt hafði hann orð á því hvort það yrði nokkuð framreiddur bjór með skötunni á Þorláksmessu á sjúkrahúsinu. Hvíldu í friði, elsku Óli minn, það er sárt að missa þig frá okkur. Þín tengdadóttir, Hafdís Helga Þorvaldsdóttir. Elsku afi minn Takk fyrir að passa mig og leika við mig á meðan þú hafðir heilsu til. Ég vona að þú hafir það gott þar sem þú ert núna. Guð geymi þig, þinn, Almar Elí. Ég ætla að leggja hönd um hálsinn þinn hjartans elsku besti pabbi minn, með kossum mínum hvísla hlýtt að þér kærust er þér jólaósk frá mér. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Þín verður sárt saknað. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar allra. Flóra og Björgvin. Afi var góður afi. Ég gisti oft hjá ömmu og afa og hann skutlaði mér á æfingar og ef það var ekki til eitt- hvað hjá honum fór hann alltaf að kaupa það þó að ég segði Neinei, ég fæ mér bara seinna. Hann vildi allt- af allt fyrir mig gera. Afi bjó sér til skartgripastofu þar sem hann bjó til hálsmen og hringi. Hann bjó til handa mér lukkuhálsmen sem mér þykir mjög vænt um. Ég fór oft með afa og ömmu að veiða, það var svo gaman. Afi var eins og annar pabbi minn. Nú er hann farinn en hann verður alltaf geymdur í hjarta mínu. Þín afastelpa, Rósmarý Kristín. Hann afi minn skilur eftir sig svo margar minningar sem ég mun aldrei gleyma. Afi hefur alltaf fylgst með öllu sem við krakkarnir höfum verið að gera, t.d. í skólanum eða íþróttum. Hann var með alla æfingatíma okk- ar hengda uppá ísskáp til að geta skutlað okkur á æfingar á réttum tíma. Ef mig vantaði eitthvað fór ég alltaf til afa og hann reddaði því. Ég fór aldrei svöng út frá afa og ef lítið var til á heimilinu sagði hann alltaf „Fáðu þér bara úr glasinu vinan“. Þá var hann með lítið glas uppi í skáp sem í var hellingur af klinki sem hann hafði safnað saman fyrir okkur krakkana. Ef maður neitaði einhverju sem hann var að bjóða eða þá að maður var ekki svangur var samt engin leið til að sleppa við það því afi hætti ekki að bjóða fyrr en við fengum okkur. Á jólum og áramót- um var afi í essinu sínu. Hann keypti alltaf helling af nammi og fyllti litlar skálar út um allt hús og aldrei var nein skál tóm. Á áramót- unum var mikið um að vera heima hjá ömmu og afa og þótti honum þá gaman að geta stjanað í kringum alla gestina sem komu og labbaði um með vagn með allar gerðir af gosi og víni og bauð öllum. Einnig passaði afi alltaf uppá að það væru til nægar sprengjur fyrir alla á ára- mótunum. Áramótin munu alltaf minna mig á afa. Afi hugsaði alltaf um alla aðra fyrst, ég gleymi aldrei þegar hann var orðinn veikur og var rúmliggjandi og mig vantaði að láta skutla mér, þá hoppaði hann úr rúminu og sagðist ætla að skutla mér þó svo að hann gæti varla stað- ið upp. Ég gleymi aldrei öllum ferðalögunum sem ég fór með ömmu og afa í þegar ég var yngri. Þá var sko dekrað við mann og mér leið eins og einkabarni. Ég hef allt- af verið mikil afastelpa og mér leið alltaf best heima hjá ömmu og afa. Afi var mikill húmoristi og oft þegar mikið var um að vera og allir á fullu eða að stressast, sá ég stundum afa glotta að okkur öllum. Nú verður skrýtið að fara í ömmu- og afakot án þess að afi sé þar að bjóða mér eitthvað eða hlusta á út- varpið í litla sófahorninu sínu. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku afi minn og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þín, Eyrún Líf. Í dag kveð ég vin minn Ólaf Guð- mundsson. Leiðir okkar lágu saman á Kefla- víkurflugvelli þar sem Ólafur starf- aði við tollgæslu en starfs míns vegna átti ég oft erindi þangað. Ólafur kom til starfa hjá ríkinu með reynslu lífsins að baki, hafði stundað sjómennsku og önnur störf því tengd um áraraðir en fannst tími til kominn að hafa fast land undir fótum. Við tollgæslu starfaði hann út starfsævina. Ólafur var dagfarsprúður maður og átti einstaklega auðvelt með að umgangast fólk. Hann var fljótlega tekinn með í ferða- og veiðiklúbb nokkurra félaga og var þar ætíð hrókur alls fagnaðar enda hafði hann einstakt lag á að segja skemmtilega frá og hafði alltaf ein- hverjar skemmtilegar frásögur á takteinum. Veiðiferðir urðu þó nokkrar í Vopnafjörð og Borgar- fjörð að ógleymdum ferðum okkar inn á Arnarvatnsheiði. Óli var alltaf boðinn og búinn að keyra og oftar en ekki var það við misgóðar að- stæður, enda var oft talað um að hann væri nokkurskonar ofurekill (hell-driver) í hópnum. Hann var vel liðinn og naut sín við veiðar í góðra vina hópi. Ef eitthvað fór úrskeiðis var jafnan leitað til Óla enda tókst hon- um oft að koma lífi í vélar og tæki sem öðrum hafði mistekist. Var haft á orði að hann væri með raf- magn í puttunum. Við Óli ferðuðumst saman víðar en á Íslandi, meðal annars Dan- mörku, Svíþjóð og Bretland, einnig hittumst við í New York sem við kölluðum „vestur í Hreppum“. Ólafur fylgdist vel með þjóðmál- um og hafði skoðanir á flestu, mér er það fersku minni þegar við eitt sinn vorum að ræða saman í miðju góðærinu og hann segir við mig að sér finnist allar þessar fréttir og frásögur af stórkostlegum kaupum og áætlunum í fréttunum óraun- verulegar og ósennilegar. Kom á daginn síðar að flestar af þessum áætlunum voru í besta falli sápu- kúlur byggðar á brauðfótum óraun- hæfra væntinga. Síðasta ferð okkar Óla var farin í september 2008 í Grímsstaðarétt, á æskuslóðir mínar og var Ólafur við stýrið og ókum við víða um sögu- slóðir Mýramanna. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt Ólaf sem vin, veiðifélaga og fóstbróður. Eftirlifandi eiginkonu hans Mary og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Helgason. Ólafur Guðmundssonir framkoma og hæfni í samskipt-um miklu máli um það hvernig til tekst. Fræðsla er einnig mikilvæg- ur hluti starfsins. Ómar Logi hafði hæfileika sem nýtast vel í slíku starfi. Hann var mikill dugnaðar- forkur og er óhætt að segja að það var eftir því tekið og munaði um minna þegar hann gat ekki sinnt vinnunni eins og áður vegna veik- indanna. Verkefnum sinnti hann alla tíð af samviskusemi, einurð og sjálfstæði. Seta við tölvu var ekki uppáhald Ómars Loga hvað varð- aði vinnuna, en þar sem skýrslu- gerðir og úrvinnsla er stór þáttur hennar var þeim hluta einnig sinnt af kostgæfni. Honum líkaði mun betur bein samskipti við fólk og fyrirtæki úti í borginni. En þau vinnubrögð sem Ómar Logi til- einkaði sér við skýrslugerðir og annað er fyrirmynd margra heil- brigðisfulltrúa hjá okkur í dag. Samstarfsfólkið minnist hans með virðingu og þakklæti fyrir gott samstarf, vináttu og skemmti- leg kynni. Hans er sárt saknað. Við viljum fyrir hönd Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur votta Ingu, börnunum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Megi minningar um góðan dreng verða ykkur styrkur í sorginni. Árný Sigurðardóttir og Rósa Magnúsdóttir. Í dag er borinn til grafar góður vinur og samstarfsfélagi okkar hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Ómar Logi Gíslason, en hann hafði barist síðastliðin tvö ár hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm. Í þeirri baráttu kom berlega í ljós baráttukraftur hans og dugnaður sem einkenndi hann alla tíð. Ómar starfaði um árabil við heilbrigðiseftirlit, bæði í Reykja- vík og Kópavogi. Hann var vel lið- inn af starfsfélögum og öðrum. Í starfi var hann fastur fyrir en sanngjarn. Það sem einkenndi persónu Ómars var hversu hrein- skiptinn, traustur, einlægur og heiðarlegur hann var í öllum sam- skiptum. Hann bar virðingu fyrir starfi sínu og naut virðingar sam- starfsmanna sinna fyrir víðtæka þekkingu sína og réttsýni. Í vinnunni var Ómar í félaga- hópi sem spilaði bridge reglulega. Oft gat verið handagangur í öskj- unni þegar tekist var á í spilum en ávallt stutt í húmorinn, enda hafði hann ríkan húmor fyrir sjálfum sér og umhverfinu. Ómar var að- alhvatamaður að stofnun matar- klúbbs sem hittist reglulega í há- deginu en þá voru veitingastaðir heimsóttir. Var Ómar aðaldriffjöð- ur í hvoru tveggja, og hafði mikla ánægju af. Nefndi hann matar- klúbbinn „veitingahúsaeftirlitið“ og var það jafnframt hans hug- mynd að gefa veitingastöðunum einkunnir eftir gæðum þjónustu og matar. Í leik og starfi var Ómar mikill orkubolti. Hafði hann mikla ánægju af íþróttum og stundaði reglulega fótbolta, hlaup og sund. Auk starfs síns hjá Heilbrigðiseft- irlitinu stundaði Ómar einnig kennslustörf á kvöldin og um helg- ar. Hafði hann mikla ánægju af kennslunni, náði vel til nemenda sinna og var vinsæll kennari. Síðustu ár í starfi sínu hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur sá Óm- ar um eftirlit með leikskólum en öryggi barna og hollusta var hon- um hugleikið viðfangsefni. Fjöl- skylda hans var honum dýrmæt og talaði hann oft af miklu stolti um hana. Ómar skilur eftir sig mikið skarð og söknuð í vinahópnum. Hressileikinn og einlægnin sem einkenndi far hans mun okkur seint gleymast. Á ferð sem fátt um svörin ber tíma þínum lokið er. En áfram í mér ljós þitt skín. Í vegsemd lifir minning þín. (E.O.) Við vottum fjölskyldu og að- standendum Ómars Loga okkar dýpstu samúðarkveðju. Einar Oddsson, Gísli Gíslason, Gunnar Kristinsson. ✝ Sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, JÓN ÁGÚST GUÐMUNDSSON byggingarverkfræðingur, Austurholti 5, Borgarnesi, sem lést laugardaginn 26. desember, verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 8. janúar kl. 14.00. Dagbjört Jónsdóttir, Ólafur J. Guðmundsson, Halla J. Guðmundsdóttir, Sveinbjörn G. Guðmundsson, Hildur Jóhannsdóttir, Aðalsteinn K. Guðmundsson, Auður H. Jónatansdóttir, Brynjólfur S. Guðmundsson, Elín Rut Ólafsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Sverrir Gísli Hauksson, Guðmundur Á. Guðmundsson, Hafdís L. Guðlaugsdóttir, Dagbjartur H. Guðmundsson, Tatjana Latinovic og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.