Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 18
18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 HÆGT hefði verið að afstýra morðtilræðinu við danska skopmyndateiknarann Kurt Westergaard í vikunni sem leið. Áður en 28 ára Sómali braust inn hjá Westergaard, vopnaður öxi og hnífi, hefði verið hægt að dæma hann fyrir aðild að hryðju- verkastarfsemi og vísa honum úr landi. Fréttavefur Berlingske Tidende hefur þetta eftir lögspekingum sem skírskota til yfirlýsingar PET, njósnadeildar dönsku lögreglunnar, frá því um helgina. Hún kvaðst þá hafa fengið upplýs- ingar um að Sómalinn væri viðriðinn hryðjuverka- starfsemi og hefði „sterk tengsl“ við al-Qaeda. Lögreglan hefði því getað ákært manninn á grundvelli laga sem sett voru til að afstýra hryðju- verkum, að mati Jørns Vestergaards, prófessors í refsirétti. „Refsiréttarlega hefði ekkert verið því til fyrirstöðu að handtaka, ákæra og dæma mann- inn og vísa honum úr landi,“ sagði Vestergaard. Prófessorinn telur að lögreglan hafi ákveðið að leyfa manninum að ganga lausum til að hún gæti aflað frekari upplýsinga um áform hans og tengsl við hryðjuverkasamtök. Lögreglan hefur hingað til sagt að hún hafi ekki haft nægar sannanir til að handtaka manninn fyrir árásina en Vestergaard og þrír aðrir lögspekingar véfengja þá afstöðu. Forystumenn danskra stjórnmálaflokka kröfðust í gær skýringa á því hvers vegna Sómalinn var ekki handtekinn fyrir árásina. Kurt Westergaard er einn höfunda umdeildra teikninga af Múhameð spámanni og hefur dvalist á leynilegum stað með lífvörðum eftir morðtilræð- ið. bogi@mbl.is Lögreglan hefði getað afstýrt morðtilræðinu Dönsk yfirvöld gátu vísað Sómala úr landi fyrir árás hans á skopmyndateiknara Reuters Í felum Teiknarinn Kurt Westergaard hefur dvalið á leynilegum stað eftir árásina á hann. STRÍÐSMENN Dani-ættflokksins ráðast hér á Damal-ættflokkinn í stríði sem blossað hefur upp á milli þeirra í Papúa-héraði í Indónesíu. Stríðið hófst vegna þess að Damal-ættflokkurinn vildi ekki greiða bætur vegna nauðgunar sem Dani- ættflokkurinn telur að Damal-maður hafi gerst sekur um. Að minnsta kosti einn maður beið bana og 25 særðust í átökum ættflokkanna í gær, að sögn lækna. ÆTTFLOKKAR BERAST Á BANASPJÓT Reuters RÍKISSTJÓRN Frakklands hefur boðað lagafrumvarp sem á að gera fólki kleift að kæra maka sinn fyrir andlegt ofbeldi. Talið er nánast öruggt að franska þingið samþykki frumvarpið og að það verði að lög- um innan hálfs árs. Kvenréttindahreyfingar hafa fagnað frumvarpinu en andstæð- ingar þess segja að mjög erfitt geti reynst að fylgja banninu eftir og sanna ásakanir um andlegt ofbeldi þegar orð stendur gegn orði. Jafnvel stuðningsmenn frumvarpsins hafa áhyggjur af því að erfitt verði að sanna glæpinn vegna þess að ofbeldismennirnir gæta þess í langflestum til- vikum að aðrir verði ekki vitni að ofbeldinu. Franski sálfræðingurinn Marie-France Hirigoyen, sem hefur aðstoðað mörg fórnarlömb andlegs ofbeldis, kveðst styðja slík lög en segir að mikilvægt sé að tryggja að fólk misnoti þau ekki til að ná sér niðri á maka sínum. Hún vill að hægt verði að leggja fram upptökur á símtöl- um og sálfræðilegt mat sérfræðinga til að sanna fyrir rétti að andlegt ofbeldi hafi átt sér stað. Lögfræðingurinn Laurent Hincker, sem styður frum- varpið, segir að andlegt ofbeldi sé ekki eini glæpurinn sem erfitt sé að sanna og nefnir einelti og áreitni á vinnu- stöðum í því sambandi. „Fólk hélt því lengi fram að ekki væri hægt að setja lög gegn einelti vegna þess að erfitt væri að sanna það en núna hafa slík lög verið sett og fólk hefur verið dæmt á grundvelli þeirra.“ Andstæðingar frumvarpsins segja að yfirvöld eigi ekki að skipta sér af hjónabandserjum og telja að erfitt verði að skilgreina andlegt ofbeldi. „Næsta skrefið verður að skilgreina dónaskap sem glæpsamlegt athæfi,“ sagði félagsfræðingurinn Pierre Bonnet. Hirigoyen segir hins vegar að auðvelt sé fyrir sérfræð- inga að gera greinarmun á hjónabandserjum og andlegu ofbeldi sem beitt er til að hafa öll völd í hjónabandinu og drottna yfir makanum. bogi@mbl.is Ætla að banna andlegt ofbeldi gegn maka Frakkar deila um hvort hægt yrði að framfylgja lögunum STJÓRNVÖLD í nokkrum Evr- ópuríkjum vörðu í gær áform um að taka í notkun nýjan líkams- skanna, sem sýn- ir fólk án fata, á flugvöllum þrátt fyrir mótmæli mannréttinda- hreyfinga sem telja tækið brjóta gegn friðhelgi einkalífsins. Andstæðingar skann- ans segja áformin jafngilda því að allir farþegar verði afklæddir fyrir framan öryggisverði á flugvöllum. Aðildarríkjum Evrópusambands- ins er í sjálfsvald sett hvort þau taka slíka skanna í notkun. Yfirvöld í Bretlandi og Hollandi búa sig nú undir að setja slík tæki upp á al- þjóðaflugvöllum og ráðgert er að evrópskir sérfræðingar í flugöryggismálum ræði málið á fundi í Brussel á morgun. Brot á lögum gegn barnaklámi? Franco Frattini, utanríkis- ráðherra Ítalíu, varði notkun skann- ans í gær og sagði að öryggi farþega væri mikilvægara en áhyggjur af því að tækið sýndi fólk án fata. Bresk stjórnvöld tóku í sama streng eftir að samtök, sem berjast fyrir friðhelgi einkalífsins, sögðu að notkun skannans kynni að vera brot á lögum sem sett voru í baráttunni gegn barnaklámi. Deilt um líkams- skanna Skanninn sýnir fólk án fata. Sagður brjóta gegn friðhelgi einkalífsins NETVERJUM, sem heimsóttu vef- setur spænsku stjórnarinnar, var beint inn á síðu með mynd af Row- an Atkinson í hlutverki Mr Bean í stað Jose Luis Rodriguez Zapatero forsætisráðherra. Óþekktir tölvu- þrjótar báru ábyrgð á þessu. Á Spáni er oft gert grín að því hversu líkir Zapatero og Mr. Bean eru. Nethrekkur Líkir Zapatero og Mr. Bean. KEPLER, geimsjónauki geimrann- sóknastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hefur fundið fimm áður óþekktar reikistjörnur utan sól- kerfis okkar. Stjörnurnar eru allar stærri en Neptúnus, fjórða stærsta reiki- stjarnan í sólkerfi okkar. Minnsta stjarnan er fjórum sinnum stærri en jörðin og hinar eru stærri en Júpíter, stærsta reikistjarna sól- kerfisins. Allar stjörnurnar eru tiltölulega nálægt móðurstjörnum sínum og snúast um þær á 3,2 til 4,9 sólar- hringum. Móðurstjörnurnar eru miklu heitari en sólin og það, ásamt nálægðinni við þær, veldur því að reikistjörnurnar eru allar heitari en hraunbráð. Áætlað er að hitinn sé um 1.200-1.650° á Celsíus. Geimsjónaukinn var tekinn í notkun í maí sl. með það að mark- miði að finna reikistjörnur, sem líkjast jörðinni, fyrir utan sólkerfi okkar. bogi@mbl.is Stærðin Reikistjörnurnar sem fundust nefnast Kepler 4b, 5b, 6b, 7b og 8b. Stærð þeirra er hér sýnd í samanburði við Júpíter og jörðina. Kepler fann fimm reiki- stjörnur utan sólkerfisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.