Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 NÝLEGA var sam- þykkt fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2010. Verkefnið var erfitt úrlausnar á tímum kreppu og minnkandi skatttekna. Undirritaður kom ekki að gerð fjárhags- áætlunar að þessu sinni, þar sem ég er í leyfi frá bæjarstjórn, sem senn er nú á enda. Þetta er skrítin tilfinning, eftir að hafa unnið að gerð fjárhagsáætlunar í 19 ár samfellt, að lesa þetta mikla plagg. En Kópavogur er nú stórfyrirtæki með yfir 18 milljarða veltu og tvö- þúsund manna vinnustaður. Gerð fjárhagsáætlunar var ekki alltaf auðvelt verk á fyrstu árum núver- andi meirihluta eftir langt og erfitt valdaskeið vinstri flokkanna. Þá var líka kreppa í landinu og erfitt með fjármagn eins og nú. Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2010 er gerð upp án halla. Því ber að fagna og vonandi stenst áætl- unin. Mér þykir þó gæta fullmikillar bjartsýni í áætluninni varðandi skatttekjur næsta árs og nið- urskurður rekstrar finnst mér ekki ekki nægjanlega markviss í sumum atriðum. Tvö atriði skera sig þó úr í þessari áætlun, hvorugt þeirra mikið í fjárhæðum en hafa samt mikla þýð- ingu. Árshátíð starfsmanna slegin af Rekstur Kópavogsbæjar hefur verið til fyrirmyndar undanfarin ár og er að miklu leyti frábæru starfs- fólki bæjarins að þakka. Þegar ég tók við sem bæjarstjóri árið 2005 lagði ég til að árshátíð bæjarstarfs- manna yrði haldin ár hvert með stuðningi bæjarfélagsins. Sú fyrsta var haldin árið 2006 og á síðustu árshátíð 2009 komu yfir 1800 manns, starfsmenn og makar. Þetta mæltist vel fyrir og jók greinilega á liðs- andann og starfs- ánægju sem við sann- arlega búum við í dag. Í ár er árshátíðin slegin út af borðinu og finnast mér það heldur kaldar kveðjur bæj- arstjórnar til starfs- fólksins. Ég hefði kosið að leita leiða til þess að halda hátíð- ina þó að ýtrustu hagsýni væri gætt í ljósi aðstæðna í samfélaginu og með aukinni kostnaðarþátttöku starfs- manna og maka. Gleðistundir eru líka nauðsynlegar þegar dimmara er yfir. Fulltrúar Samfylkingarinnar, sér- staklega oddviti hennar Guðríður Arnardóttir, hafa alltaf haft horn í síðu þessarar árlegu skemmtunar starfsfólksins og nú hafa þeir greini- lega ráðið förinni og haft sitt fram. Samt má minna á að tveir bæj- arfulltrúar Samfylkingarinnar eru bæjarstarfsmenn og hafa verið manna kátastir á fyrri hátíðum. Þeg- ar ég tek sæti mitt aftur í bæj- arstjórn Kópavogs mun ég leggja til að leita leiða til að halda árshátíð starfsmanna í mars nk. Eldri en 67 ára borga nú í sund Hitt atriðið sem vakti athygli mína er að 67 ára og eldri eiga nú að greiða fyrir að fara í sund þó erf- iðlega hafi gengið að finna þessa gjaldtöku í áætluninni. Eldri borg- arar Kópavogsbæjar sem lögðu grunn að okkar góða bæjarfélagi, eiga ekki að gjalda þess þótt við hin yngri þurfum að herða ólina um stundarsakir. Þetta fólk á betra skil- ið. Í Reykjavík er engin gjaldtaka af eldri borgurum á sundstöðum og má búast við að hagsýnir eldri borgarar nýti sér það. Samt eigum við Kópa- vogsbúar sundlaugar sem þola sam- anburð við hverjar sem er. Illt er til þess að vita, að vísa hagsýnum eldri borgurum á þennan hátt úr Kópa- vogi í önnur bæjarfélög ef þeir vilja skreppa í sund. Það sem kemur líka nokkuð á óvart í þessari áætlun er að hækk- anir á þjónustugjöldum, sem eru taldar nauðsynlegar, tóku ekki gildi frá 1. jan 2010 heldur eiga að koma til framkvæmda frá 1. feb. eða ein- hverri annarri dagsetningu. Mér sýnist hinsvegar að tekjurnar miðist við 12 mánuði. Það gæti læðst að manni sá grunur að þessi tilhögun sé að ósk forystufólks Samfylking- arinnar sem ætli að halda hækk- ununum leyndum fram yfir ógagn- sæjan fund á kaffihúsi í Hamraborg seinnipartinn í janúar, þar sem end- urkjósa á forystufólkið. Það sé talið áhættuminna að segja íbúum Kópa- vogsbæjar ekki sannleikann um gjaldskrárhækkanir fyrr en eftir að það hefur tryggt endurkjör sitt til valda í Samfylkingunni og hugs- anlega setu í næstu bæjarstjórn Kópavogs. Þetta eru kaldar kveðjur í Kópavogi frá Samfylkingunni. Kaldar kveðjur í Kópavog Eftir Gunnar I. Birgisson »Mér þykir þó gæta fullmikillar bjart- sýni í áætluninni varð- andi skatttekjur næsta árs og niðurskurður rekstrar finnst mér ekki nægjanlega markviss í sumum atriðum. Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarfulltrúi og fv. bæjarstjóri í Kópavogi. AÐ undanförnu hefur DV farið mik- inn í umfjöllun sinni um nafngreinda ein- staklinga. Hefur um- bjóðandi minn, Jón Þorsteinn Jónsson, sérstaklega mátt þola óvægna umfjöllun í þessu sambandi. Blaðið hefur farið fram með ýmsar rangfærslur og „hálfsannleika“ að því er virðist í þeim eina tilgangi að koma höggi á umbjóðandi minn og fjölskyldu hans. Virðist sem til- gangurinn helgi meðalið. Síðast í dag (4. janúar) var „frétt“ á for- síðu DV, þar sem fram kom að umbjóðandi minn hefði verið „á leið úr landi með milljónir“ og inni í blaðinu var heilsíðuumfjöllun þar sem fyrirsögnin var að umbjóð- andi minn hefði verið „tekinn með tösku fulla af peningum“ eins og það er orðað. Í greininni kom síð- an fram að um hefði verið að ræða 2,5 milljónir króna og skýringar Jóns hefðu þótt fullnægjandi. Í þessu sambandi er rétt að taka fram að um var að ræða lögmætan gjaldeyri sem umbjóðandi minn var með kvittanir fyrir, en hann býr erlendis og rekur þar heimili og þarf því að standa undir ým- iskonar útgjöldum. Ég læt aðra um að dæma hvort „fréttin“ verðskuldar heila forsíðu og heila síðu inni í blaðinu. Reyndar er í greininni enn einu sinni fjallað um gömlu fréttina um að fyrrverandi stjórnarmenn og sparisjóðsstjóri í Byr sæti rann- sóknar vegna máls sem kennt er við Exeter Holding. Í langan tíma hefur ekkert nýtt komið fram í því máli hjá DV. Þrátt fyrir það „hamast“ þeir á umbjóðanda mín- um. Þegar krafa kom fram um að umbjóðandi minn sætti farbanni vegna þess máls þar sem hann byggi erlendis, sýndi hann strax skilning á þeirri kröfu vegna rann- sóknarhagsmuna og mótmælti henni ekki eins og hann sann- anlega gat gert og þrátt fyrir að hann væri sannfærður um sakleysi sitt. Flestir muna um- fjöllun DV um svo- kallað „barnalánsmál“ þar sem umbjóðandi minn og fjölskylda hans voru tekin sér- staklega fyrir af DV, þrátt fyrir að „börn“ sem tengd- ust málinu væru miklum mun fleiri og reyndar fæst úr fjöl- skyldu umbjóðanda míns. Enginn hafði heldur áhuga á því að eðli- leg skýring gæti verið á eign- arhaldi „barnanna“ á stofnbréf- unum, s.s. að þau væru frá „afa og ömmu“ og að við stofnfjár- aukningu hefði þótt skynsamlegt og eðlilegt að taka þátt í aukning- unni til að koma í veg fyrir að hlutur þeirra þynntist út, þar sem fjármögnun frá Glitni banka bauðst öllum þeim sem tóku þátt í útboðinu. Eftir stendur spurningin um trúverðugleika fjölmiðla og ekki síst DV. Sérstaka athygli vekur að sumir sem voru að því er virð- ist „stórir gerendur“ í þeirri at- burðarás sem leiddi til banka- hrunsins fá litla eða enga umfjöllun í DV. Af nógu ætti að vera að taka. Í stað þess tyggja menn aftur og aftur „gamlar fréttir“ að því er virðist í þeim eina tilgangi að koma höggi á til- tekna einstaklinga sem einhverra hluta vegna eru ekki þóknanlegir. Er furða þó menn velti fyrir sér hvaða hagsmunir liggi þarna að baki. Eitt er víst að trúverð- ugleiki DV eykst ekki við svona fréttaflutning. Vonandi læra menn eitthvað á þeim bæ. Góð byrjun væri að temja sér að sparka ekki í liggj- andi menn. Um trúverðugleika fjölmiðla Eftir Reyni Karlsson Reynir Karlsson » Sérstaka athygli vekur að sumir sem voru að því er virðist „stórir gerendur“ í þeirri atburðarás sem leiddi til bankahrunsins fá litla eða enga umfjöll- un í DV. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ÞAR sem úrsmíði hefur fengið mikla um- fjöllun undanfarið langar mig að kynna mína hlið á því hvað úrsmíði er, og hvað úr- smiður gerir. Til er nokkrar tegundir af úrsmiðum. Langflestir eru í raun ekki smiðir, því þeir sjá aðallega um viðgerðar- og við- haldsþjónustu. Þetta getur þó verið mjög krefjandi starf þar sem unnið er með litla og afar viðkvæma hluti. Fáir smíða í raun úr, þó starfsheitið sé úrsmiður. Cristophe Claret (www.claret.ch), fyrirtækið sem ég vinn hjá, sérhæfir sig í því að framleiða flókin úr fyrir önnur fyrirtæki. Áður en sjálft úrið er sett saman hefur um það bil mán- uður farið í framleiðslu og forvinnu á öllum úrahlutunum. Í framleiðsl- unni felst meðal annars leiser- skurður, „spark erosion“-skurður, CNC fræsun, allir kringlóttir partar eru renndir í rennibekkjum, tann- hjól skorin út og fleira. Síðan eru partarnir forunnir, en forvinnan er meðal annars svokallað „anglage“ (horn á pörtunum eru rúnnuð og pó- leruð), og margar mismunandi með- ferðir á yfirborði hlut- anna. Eftir þessa vinnu eru hlutarnir húðaðir og að lokum er þeim raðað í box sem úr- smiðurinn fær svo af- hent. Síðan tekur það allt frá tveimur vikum upp í tvo mánuði að smíða úrin. Af þessu má glöggt sjá að vinn- an við að smíða úr er afar mikil. Af þeim 100 starfsmönnum sem eru hjá Cristophe Claret eru aðeins um 30 úr- smiðir, og þeir smíða um það bil 250-300 úr árlega. Hjá flestum dýrari úramerkjum er haft mikið fyrir því að gefa í skyn að allt sé framleitt hjá þeim, að fyr- irtækið sé alvöru úraframleiðandi. Þetta gefur þeim nokkurs konar gæðastimpil sem segir að fyrirtækið sé hæft til að smíða mjög flókin úr- verk sjálft. Oft er það þó ekki raun- in. Flest fyrirtækin nýta sér und- irverktaka, sem vinna nafnlaust og framleiða úrverk fyrir mörg mis- munandi úramerki á sama tíma. Ráðning undirverktaka er þó ekki aðeins stunduð í efri verðflokk- unum, til dæmi má nefna ETA, sem er mjög stór framleiðandi af úrverk- um; einföldum, sterkum og ending- argóðum verkum, sem meðal annars Omega, Breitling, Panerai, Long- ines, Raymond Weil, Oris og fleiri nota í úrin sín. Þessi merki hafa val- ið að nota ETA aðallega vegna þess að smíði á úrum er og hefur alltaf verið mjög stórt og erfitt verkefni að taka að sér. Ég er afar ánægður með að Ís- lendingar eru smám saman að fá meiri og meiri áhuga á vönduðum upptrekktum úrum og mér finnst mjög gaman að úrsmiðir Íslands eru að gera skemmtilega hluti. „Swiss Made“ er mjög eftirsótt merking á úr og mjög strangar reglur gilda um það hvað má og hvað má ekki ef nota á það í auglýsingum um úrin eða það á að standa á úrinu sjálfu. Sem dæmi þurftu áður að minnsta kosti 50% af kostnaði úraframleiðsl- unnar að koma frá Sviss en þessu var nýlega breytt til að koma í veg fyrir svindl. Ef það væri í raun verið að framleiða meira en 10 úr á ári á Íslandi væri það orðin nokkuð mikil vinna og þarfnaðist mikillar sér- kunnáttu. Til þess þyrfti verkfræð- inga, verkstæðismenn, skreyt- ingadeild og samsetningadeild, svo fátt eitt sé nefnt, og færi það ekki framhjá neinum ef þannig vinna færi fram á Íslandi. Því finnst mér að við verðum að passa orðanotkun okkar þegar að þessu kemur. Íslensk úrsmíði Eftir Davíð Þórodd Ólafsson » „Swiss Made“ er mjög eftirsótt merk- ing á úr og mjög strang- ar reglur gilda um það hvað má og hvað má ekki ef nota á það í aug- lýsingum um úrin... Davíð Þóroddur Ólafsson Höfundur er úrsmiður og vinnur í Sviss við smíði á mjög flóknum, hand- smíðuðum úrum. kr. kg1698 Íslensk ma tvæli, kjúklingabr ingur hollt & gott!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.