Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 35
Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 OPNUÐ hefur verið sýning á verkum Sari Maarit Cedergren myndlistarmanns í Artóteki. Sýningin er á 1. hæð Borg- arbókasafns Reykjavíkur, Gróf- arhúsi, Tryggvagötu 15. Sari er fædd í Grankulla í Finnlandi og ólst upp í Stokk- hólmi í Svíþjóð. Árið 1986 flutti hún til Íslands og hefur búið hér síðan. Á sýningunni eru nokkur verk unnin í gifs, innblásin af ís- lenskum málsháttum og er Sari þar að skírskota til sjónrænnar birtingar orða. Á sýningunni er einnig stuttmynd sem sýnir hvernig hún notar eigin lík- ama við gerð verkanna. Hægt er að skoða verkin á staðnum eða á vefsíðunni www.artotek.is. Myndlist Sari Maarit Ceder- gren í Artóteki Eitt verka Cedergren. ÞRIÐJA ljóðaslamm Borgar- bókasafns Reykjavíkur verður haldið föstudaginn 12. febrúar 2010. Að þessu sinni er þemað „væmni“. Sem fyrr er ljóða- slammið ætlað ungu fólki og er skilgreint á afar opinn hátt sem einskonar ljóðagjörningur og er áherslan ekki síður lögð á flutninginn en á ljóðið sjálft. Árið 2009 voru það þær Ásta Fanney Sigurðardóttir og Ást- ríður Tómasdóttir sem sigruðu. Skráningareyðu- blöð er að finna á öllum Borgarbókasöfnunum, auk þess sem hægt er að skrá sig með tölvupósti hjá Kristínu Viðarsdóttur, kristin.vidarsdottir@reykjavik.is. Ljóðlist Væmið ljóðaslamm 2010 á Safnanótt Ásta Fanney Sigurðardóttir „RENNILÁS og speglar“, sýning sex listamanna sem nema myndlist við Listahá- skóla Íslands opnar næstkom- andi föstudag í Bryggjusal Ed- inborgarhússins á Ísafirði, Gallerí Slunkaríki. Þeir Anton Vilhelm Ásgeirsson, Baldvin Einarsson, Bergur Thomas Anderson, Gunnar Jónsson, Sigurður Atli Sigurðsson og Sindri Snær Sveinbjargar Leifsson skipa þennan hóp. Þetta er þeirra fyrsta sýning þar sem þeir vinna saman sem einn hópur og undir sama nafni. Ætla þeir sér meðal annars að nýta aðstæður og flétta menningu og landslagi staðarins saman við hugmyndir sínar um vinnuferli í myndlist. Myndlist „Rennilás og speglar“ á Ísafirði Úr Bryggjusal. Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af Esj- unni og séð hana sem sameiningartákn 36 » BÓKSALA í hefðbundnum bóka- verslunum nemur nú um 55% af heildarbóksölu í Bretlandi. Þetta kemur fram í „Book Scan“- rannsókn Neilsen-fyrirtækisins sem The Telegraph greinir frá. Dregið hefur úr sölu í þessum hefðbundnu verslunum um sjö prósent milli ára. Hlutur bóksölu á netinu eykst með hverju ári. Markaðsfræðingar telja að ekki líði á löngu þar til meira seljist af bókum á netinu, þar í landi, en í hinum hefðbundnu verslunum. Bóksalar segjast hafa fengið tvö högg á sig á sama tíma; af breyttum viðskiptaháttum og efnahagskreppunni. „Það er erfitt að keppa við versl- anir á borð við Amazon,“ er haft eftir eiganda bókaverslunar í Lund- únum. „Við getum ekki selt bækur á sama verði og þær. Ef við gerðum það færum við á hausinn.“ Svartsýnn bóksali sem rætt er við óttast að eftir tíu til fimmtán ár verði ekki margar hefðbundnar bókabúðir eftir þar í landi. Heildarsala á bókum dróst örlítið saman í Bretlandi í fyrra, um 1,2 prósent að andvirði en um hálft prósent í fjölda seldra eintaka. Reuters Flett Í hefðbundnum bókaversl- unum er hægt að skoða bækurnar. Breskar bókaversl- anir í vanda Stærri hluti bóka- verslunar á netið Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is ÞAÐ er ekki ofsagt að telja Lær- dómsrit Bókmenntafélagsins eina metnaðarfyllstu ritröð sem gefin hefur verið út á Íslandi. Ritin, sem eru orðin 76 frá árinu 1970, eiga sína föstu aðdáendur. „Það eru þessir tryggu aðdáendur sem halda rit- röðinni uppi, auk styrkja úr sjóðum og frá ríkinu,“ segir Sigurður Lín- dal, prófessor og forseti Hins ís- lenska bókmenntafélags sem gefur út ritin. „Ritin seljast mjög misjafn- lega, þau sem eru notuð í kennslu í skólum, sem eru nokkur, seljast mjög vel. Þar á meðal er Frelsið eft- ir John Stuart Mill og verk eftir Platón og Aristóteles. Sum rit selj- ast afskaplega hægt og einhver hreyfast varla. Það er sem sagt allur gangur á þessu.“ Aðgangur að klassíkinni Tilgangurinn með ritröðinni er að sögn Sigurðar „að opna lesendum aðgang að klassískum ritum á ís- lenskum forsendum. Ef menn lesa þessi rit á ensku, því fáir lesa grísku og latínu núorðið, er verið að lesa þau út frá sjónarmiðum hins ensku- mælandi heims. Við viljum því koma ritunum til Íslendinga á íslensku. Það er hins vegar tímafrekt og erfitt og þar af leiðandi dýrt að gefa út þýðingar á klassískum ritum, til dæmis úr grísku og latínu. Styrkir hafa bjargað útgáfunni til þessa og þannig verður vonandi áfram. Við reynum að vanda okkur og hafa ítarlegar skýringar og inngang með hverju riti. Þar er oft reynt að finna einhverjar hliðstæður við ís- lenska menningu. Við síðustu bók okkar Rússa sögur eru til dæmis mjög ítarlegar skýringar um tengsl Íslands og hins norræna heims við hið forna Garðaríki, sem ég held að komi mönnum á óvart hve voru mik- il.“ Meðal Lærdómsrita sem vænt- anleg eru á næstu misserum má nefna æskurit Karl Marx og Sýni- legt myrkur eftir William Styron. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Morgunblaðið/RAX Sigurður Líndal forseti Hins íslenska bókmenntafélags „Við reynum að vanda okkur og hafa ítarlegar skýringar og inngang með hverju riti.“ Í HNOTSKURN Fyrir jól 2009 sendi Hið ís- lenska bókmenntafélag frá sér þrjú ný Lærdómsrit: Rússa sögur og Igorskviðu í þýðingu Árna Bergmann, Shakespeare á meðal vor eftir Jan Kott í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar og Stjórnmál og bók- menntir eftir George Orwell í þýðingu Ugga Jónssonar. Fyrr á árinu kom svo út endur- útgáfa á bókinni Cicero og samtíð hans eftir dr. Jón Gísla- son. Klassík inn í ís- lenskt umhverfi HELGI Tómasson, listrænn stjórn- andi San Francisco-balletsins, og að- al-danshöfundur flokksins, verður heiðraður á opnunarkvöldi nýs sýn- ingaárs dansflokksins 20. þessa mán- aðar. Þá verða 25 ár síðan Helgi tók við stjórn þessa elsta ballettflokks Bandaríkjanna, en San Francisco- ballettinn er einn hinna þriggja stærstu og virtustu þar í landi. Helgi verður heiðraður á hátíðar- samkomu þar sem 1.000 gestir sem styrkja ballettflokkinn verða við- staddir. Í kjölfarið verður sérstök há- tíðarsýning dansflokksins í hinu sögufræga óperuhúsi San Francisco- borgar, sem tekur 3.100 manns í sæti. Þar verður sýnt úrval úr döns- um sem Helgi hefur samið fyrir flokkinn. Á sama tíma verður opnuð í Mu- seum of Performance & Design í San Francisco sýning á ljósmyndum sem Erik, sonur Helga, hefur tekið á liðn- um árum. Hann hefur sérhæft sig í dansmyndum og hafa verk hans ver- ið sýnd víða. San Francisco-ballettinn var stofnaður árið 1933. Sýningar flokks- ins eru um 100 á ári. Undir stjórn Helga hefur hann tekið miklum framförum og er af sérfræðingum talinn einn fremsti ballettflokkur heims um þessar mundir. Er víðfeðm efnisskrá hans rómuð og þykja dans- arar hans búa yfir miklum og fjöl- breyttum hæfileikum. Í The New York Times hefur tíma- bilið sem Helgi hefur stjórnað dans- flokknum verið sagt „einhver merki- legasta sagan um velgengni í listum í Bandaríkjunum“ og gagnrýnandi Sunday Times í Englandi skrifaði að „framúrskarandi listræn stjórn [Helga] hefði breytt staðbundnum bandarískum dansflokki í einn besta ballettflokk heimsins“. Helgi Tómasson hylltur fyrir 25 ára stjórn í San Francisco Boðið til heiðurssýning- ar og hátíðarsamkomu Morgunblaðið/Sverrir Helgi hylltur Helgi Tómasson og dansarar úr flokki hans, hylltir á sviði Borgarleikhússins eftir sýningu á Svanavatninu fyrir tíu árum. GUNNAR Guðbjörnsson söngvari hefur fengið lofsamlegar umsagnir í þýskum blöðum fyrir söng sinn í óp- erunni Oberon eftir Carl Maria von Weber í Theater Freiburg. Óperan fjallar um endalausar erjur hjónanna Oberons og Títaníu um það hvort sé staðfastara í ástinni, maðurinn eða konan. „Gunnar Guðbjörnsson hefur með aðdáunarverðum hætti náð valdi á hinu erfiða hlutverki Hüons og hin- um miklu stökkum í tónstiganum, sem því fylgja,“ segir á menningar- síðu blaðsins Südkurier um frammi- stöðu söngvarans. Í blaðinu Opernglas er hrósið heldur ekki sparað: „Til að syngja hina vandmeðförnu, háu tóna, sem skrifaðir eru í hlutverk Hüons, þarf hetjulega útgeislun og gríðarlega sveigjanlega rödd og Gunnar Guð- björnsson býr yfir hvoru tveggja í ríkum mæli.“ Í dagblaðinu Badische-Zeitung segir að Gunnar hafi tekið stórt framfaraskref: „Rödd Gunnars Guð- björnssonar hefur þroskast gríðar- lega frá því hann söng Siegfried [í óperu Wagners] snemma í sumar. Hann tekur á hinum fjölmörgu „ósönghæfu“ þáttum í hlutverki sínu úr virki hetjutenórsins, sem veit hvernig á að komast hjá því að þvinga röddina og kann að ausa af sínum gríðarlegu, lýrísku hæfi- leikum.“ Í Oberon blandast saman ópera, leikhús og brúðuleikhús og hefur uppfærslan í Theater Freiburg fengið lofsamlega dóma. Öðrum söngvurum er hrósað á hvert reipi, sérstaklega Sigrun Schell, sem syngur á móti Gunnari. kbl@mbl.is Gríðarlegir, lýrísk- ir sönghæfileikar Gunnari Guðbjörnssyni hælt í þýskum fjölmiðlum fyrir söng sinn í Freiburg Ljósmynd/Maurice Körbel Lof og prís Gunnar Guðbjörnsson í hlutverki sínu í óperunni Oberon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.