Morgunblaðið - 06.01.2010, Side 8

Morgunblaðið - 06.01.2010, Side 8
STJÓRNARANDSTAÐAN í Hollandi brást við fregnum um synjun forsetans með því að herða á þeirri kröfu sinni að Ísland greiði til baka hverja evru sem lögð var inn á Icesave. Þetta segir Rien Meijer, viðskiptaritstjóri De Tele- graaf, útbreiddasta dagblaðs Hollands, en hann segir stjórnarandstöðuna hafa haft uppi harðari málflutning en stjórnin í deilunni. Frans Weeker, þingmaður stjórnarandstöðuflokksins VVD, talaði hins vegar enga tæpitungu er hann hellti sér yfir íslensku þjóðina. „Ég er búinn að fá nóg af þessu. Það er ekki hægt að treysta þessu landi. Við [Hol- lendingar] sýnumst nógu góð- ir þegar þeir þurfa á pen- ingum að halda en ekki þegar komið er að því að greiða til baka,“ sagði Weeker. Meijer segir viðbrögð stjórnvalda hófstilltari. „Fjármálaráðherrann [Wouter Bos] var mjög von- svikinn. Sökum þess að hann er ráðherra ber honum að hafa trú á framtíðinni sem kom fram í því að hann kvaðst sannfærður um að allt færi vel [...] og að Íslendingar verði að sjá að ekki sé sann- gjarnt að senda [hollenskum] skattgreiðendum reikninginn vegna mistaka þeirra,“ segir Meijer. Hvaða pól taka hollensku fjölmiðlarnir í hæðinni? „Þetta kemur mönnum í opna skjöldu. Ég bjóst ekki við þessu ef ég á að vera hreinskil- inn. Fyrstu viðbrögð fjölmiðla var að spyrja hvernig þetta sé hægt? Við vorum með tilbúin samning sem Ísland er búið að bakka út úr,“ segir Rien Meijer. Íslendingum ekki treystandi Stórmál Umfjöllunin á vef De Telegraaf. 8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 FJALLAÐ var um synjun forsetans á Icesave-lögunum í öllum helstu fjölmiðlum Norðurlanda. Í Danmörku gerði t.d. vefsjón- varp viðskiptablaðsins Børsen mál- inu ýtarleg skil en þar er Bjarke Roed-Frederiksen, greinandi hjá Nordea, látinn skýra baksviðið. Á vef Politiken er haft eftir Lise Lyck, hagfræðingi hjá Kaupmanna- hafnarháskóla, að staðan á Íslandi sé óþekkt í alþjóðaviðskiptum. Svo annað dæmi sé valið af handahófi segir Ola Storeng, rit- stjóri hagfræðilegs efnis hjá Aften- posten, að „íslenski harmleikurinn sé kominn á nýtt stig“ með vísan til efnahagsþrenginganna hér. Á vef götublaðsins Verdens Gang er hins vegar haft eftir Rögnvaldi Hannessyni, prófessor við NHH, að hann gangi svo langt að lýsa synjun forsetans sem ábyrgðarleysi, enda kynni hún að hafa afleiðingar. Harmleikurinn heldur áfram Athygli Vefsjónvarp Børsen. Allra augu á Bessastöðum Sú ákvörðun forsetans að synja Icesave-lögunum staðfestingar vakti gríðarlega athygli erlendis. Margir af helstu vefmiðlum heims slógu málinu upp á forsíðu en til marks um áhugann voru yfir 600 tenglar um Icesave á fréttaleitarvél Google í gær. Baldur Arnarson fór á netið. Forseti Íslands synjar Icesave-lögum staðfestingar EF sannleikskorn leynist í þeirri klisju að slæm um- fjöllun sé betri en engin voru Íslendingar nokkru ríkari þegar þeir risu úr rekkju í morgun en á sama tíma í gær því sá fjölmiðill var vandfundinn sem ekki gerði málinu ýtarleg skil. Ágætt dæmi er að alþjóð- leg fréttasíða breska út- varpsins, BBC, sló málinu upp sem aðalfrétt seinni- partinn í gær en í þeim dálki er jafnan stórfrétt dagsins. Á vef Guardian sagði að nýtt kreppuskeið væri hafið með synjun forsetans sem gæti aukið enn á óróann í óstöðugu hagkerfinu. Á vef Daily Telegraph var rifjað upp að Icesave- samkomulaginu hefði verið harðlega mótmælt og bent á að það hefði í för með sér að hver Íslendingur þyrfti að taka á sig 11.000 pund í skuldir, eða sem svarar 2,2 milljónum króna. Synjunin væri líkleg til að auka á spennuna í samskiptum Breta og Íslendinga. Á vef Independent var málið sett í samhengi og rifjað upp að þetta væri að- eins í annað sinn í 65 ára sögu lýðveldisins sem forset- inn staðfesti ekki lög frá Al- þingi. Umfjöllun um málið vakti heitar tilfinningar á vef The Times en í gærkvöldi höfðu hart nær 150 athugasemdir verið gerðar við fréttaskýr- ingu um synjun forsetans. Sitt sýndist hverjum og má nefna að lesandinn Steve Norman rifjaði upp að enska orðið fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu væri fornt og skylt öðru og gleymdu orði, nefni- lega lýðræði. Á vef BBC er haft eftir Ingibjörgu Þórðardóttur, fréttakonu hjá BBC, að við- brögð Íslendinga við synjun- inni verði blendin. Eitt helsta fréttaefnið í Bretlandi Athygli Fréttin var á forsíðu BBC og Independent. HANN sparar ekki stóru orðin Iain Martin, dálkahöfundur hjá Wall Street Journal, um synjun forsetans í bloggi undir fyrirsögninni „Það er skollið á stríð við Ísland. Mun Brown gera innrás?“ Martin segir Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, geta snúið stöðunni sér í hag. Þá geti Ísland fræðst um hvernig ESB starfar, því ef útkoman í þjóðaratkvæði verði nei verði hreinlega kosið aftur líkt og gert var um Lissabon-sáttmálann. Það er stríð! FREGNIN um synjun forsetans var um hríð aðalfrétt á forsíðu stórblaðsins New York Tim- es . Greinarhöfundar settu synjunina í stærra samhengi þar sem annars vegar væri að finna stjórnvöld sem stæðu andspænis djúpri kreppu og hins vegar óþolinmóðan fjár- málageira. Minna þeir meðal annars á að stjórnskipunarréttur í Lettlandi hafi úrskurð- að að fyrirhuguð skerðing á ellilífeyris- greiðslum bryti í bága við lög. Hluti af stærri heild

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.