Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Forseti Íslands synjar Icesave-lögum staðfestingar Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ er ekki hægt að lýsa aðstæðum öðru- vísi en sem einni allsherjar flækju. Það að fara með málið þessa leið og tefja það, er töluverð áhætta fyrir Íslendinga, fyrir at- vinnulífið, fyrir orðspor landsins á alþjóða- vettvangi og vandi fyrir stjórnskipunina hvernig á að vinna úr þessu. Við erum að opna hérna ormagryfju sem við vitum ekkert hvað kemur upp úr,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Há- skóla Íslands, um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að synja Ice- save-lögunum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu forsetans þegar hann synjaði lögunum staðfestingar kemur fram að hafni þjóðin Icesave-lögunum sem Alþingi sam- þykkti í desember sl. þá gildi engu að síður lög nr. 96 sem Alþingi samþykkti í september sl. Í þeim lögum var kveðið á um sterka fyrir- vara við ríkisábyrgðina sem Hollendingar og Bretar hafa ekki viljað fallast á, en það var hins vegar skilyrði fyrir því að lögin tækju gildi. Að mati Gunnars Helga blasir við að verði Icesave-lögin felld í þjóðaratkvæðagreiðslu þá hljóti núverandi ríkisstjórn annað hvort að segja af sér eða boða til kosninga, því vandséð sé hvernig hún eigi að geta reynt að semja enn og aftur við Breta og Hollendinga. „Ein- faldar tvíhliða viðræður milli Íslendinga ann- ars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar væru nánast farsi við núverandi aðstæður. Það þyrfti þá að reyna að breyta umgjörðinni og reyna að fá erlendan sáttasemjara eða full- trúa ESB til að leiða samningaviðræðurnar,“ segir Gunnar Helgi og minnir á að það sé síð- ur en svo sjálfgefið að niðurstaðan úr slíkum viðræðum yrði hagstæðari fyrir Íslendinga en núverandi samningur. Gunnar Helgi bendir á að engin önnur meirihlutastjórn sé í spilunum hérlendis og hugmyndin um þjóðstjórn sé ekki raunhæf í ljósi þess að núverandi stjórnarflokkar telja sig hafa náð fram því besta í samningum við Breta og Hollendinga sem hægt væri að ná. Spurður um möguleikann á utanþingsstjórn segir Gunnar Helgi litlar líkur á því að núver- andi þingmeirihluti láti forsetanum það eftir að mynda ríkisstjórn sem ekki hafi meirihluta í þinginu í ljósi þess að litlir kærleikar hljóti nú að vera milli núverandi meirihluta og for- setans í kjölfar ákvörðunar hans. Gunnar Helgi telur ástæðu til þess að hafa áhyggjur af umfjöllun erlendra fjölmiðla af synjun forsetans, en margir fjölmiðlar ytra túlkuðu það í gær sem svo að íslensk stjórn- völd hygðust ekki standa skil á láni Trygging- arsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands. „Það er ekki rétt. Þetta er mjög vond túlkun fyrir okkur því hún skað- ar orðspor okkar og hún skaðar okkur póli- tískt. Af því að fólk fær mynd af fullkomlega óábyrgu stjórnkerfi og stjórnmálalífi sem er mjög óhagstætt fyrir okkur.“ Undir þetta tekur Magnús Árni Magnús- son, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Bendir hann á að fólk úti í heimi eigi erfitt með að setja sig inn í laga- tæknilegu sjónarmiðin og skilji stöðuna því fyrst og fremst sem svo að Íslendingar vilji ekki standa við fjárhagslega skuldbindingar sínar. Gæti orðið kosningamál í Bretlandi „Allar fréttir líta þannig út að Íslendingar hafi sagt nei við því að borga skuldir sínar og þannig tala erlendis stjórnmálamenn og við vitum ekki hvort það er gegn betri vitund vegna þess að það henti þeim í pólitískum til- gangi og það verður ofboðslega erfitt að vinda ofan af þessu,“ segir Magnús Árni. Tekur hann fram að ekki sé útilokað að Icesave- málið verði kosningamál í komandi þingkosn- ingum í Bretlandi, þar sem það geti gagnast núverandi stjórnarhöfum að legga áherslu á hörku sína í samningunum við Íslendinga. Magnús Árni veltir upp þeirri spurningu hvort forsetinn hafi leitt hugann að því hvaða afleiðingar synjun hans geti haft á efnahags- lega hagsmuni þjóðarinnar. „Þessi ákvörðun getur haft mjög íþyngjandi áhrif á almenning í hækkuðum vöxtum af lánum, hruni gjald- miðilsins, í því að eignirnar okkar hrynji í verði og verði óseljanlegar. Þessi ákvörðun getur því haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir almenning,“ segir Magnús Árni. Spurður um næstu skref segist Magnús Árni eiga mjög erfitt með að sjá fyrir sér að núverandi ríkisstjórn leggi í aðra samninga- lotu við Breta og Hollendinga og telur eðlilegt að önnur ríkisstjórn taki það að sér. „Maður sér ekki fyrir sér að þessi sama ríkisstjórn geti núna, eftir að forseti Íslands hefur gert hana og Alþingi Íslendinga að ómerkingi á alþjóðavettvangi, farið og notið einhvers traust viðsemjenda sinna í alþjóð- legum samningum,“ segir Magnús Árni og segist gera ráð fyrir að núverandi ríkisstjórn muni halda áfram að vinna úr núverandi stöðu þó hún sé snúin. Telur synjunina fela í sér tölu- verða áhættu fyrir Íslendinga Ástæða til þess að hafa áhyggjur af umfjöllun erlendra fjölmiðla um synjun forsetans á Icesave-lögum Morgunblaðið/Ómar Samþykkt Meirihluti þingmanna samþykkti 30. desember sl. frumvarp til laga um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna. Að sögn Magnúsar Árna Magnússonar, for- stöðumanns Félagsvísindastofnunar Há- skóla Íslands, er alls ekki sjálfgefið að Ice- save-lögin fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bendir hann á að það sé í reynd í ákvörð- unarvaldi Breta og Hollendinga, því þeir geti á núverandi tímapunkti sagt upp Icesave- samningnum og þá verði ekki um neitt að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Spurður um áhrif þjóðaratkvæðagreiðslu segir Magnús Árni erfitt að sjá að núverandi meirihluti geti setið áfram hafni þjóðin Ice- save-lögunum, en að sama skapi sé erfitt að sjá að forsetanum sé sætt samþykki þjóðin lögin. „Því forsetinn er með ákvörðun sinni ekki aðeins að velta þessari spurningu yfir á þjóðina. Þetta snýst um það að hann er að hafna því að staðfesta ákveðin lög og þar með að taka afstöðu. Ef þjóðin staðfestir ekki vilja hans og afstöðu gegn lögunum hlýtur hann að þurfa að víkja,“ segir Magnús Árni. Ekki sjálfgefið að til þjóðaratkvæðagreiðslu komi Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is ÚTLIT er fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands haldi sig við áætlanir um opinbera heimsókn til Indlands í næstu viku. Spurður að því á blaðamannafundi á Bessastöð- um í gær hvort ákvörðun hans um að synja Icesave-lögunum staðfest- ingar hefði áhrif á fyrirhugaða ferð forseta, sagði hann: „Ég hef ekki tekið neina aðra ákvörðun á þessari stundu heldur en að ljúka þessu máli með þessari yfirlýsingu hér í dag.“ Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra átti að vera með í för en sagðist í samtali við blaðamann mbl.is í gær vera hættur við. Forseti Indlands Pratibha Patil og indversk stjórnvöld buðu í nóv- ember Ólafi Ragnari í opinbera heimsókn til Indlands dagana 14.- 18. janúar. Til stendur að hann taki um leið við Nehru-verðlaununum vegna baráttu fyrir friði og afvopn- un. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ætlaði forseti að hitta eigin- konu sína Dorrit Moussaieff í Lond- on í vikunni og halda þaðan til Indlands. Ekki hafa fengist upplýs- ingar um hvort hann hafi breytt þeim fyrirætlunum. Venja er að ráðherra sé með í op- inberum heimsóknum forseta til annarra ríkja. Embætti forseta skipuleggur ferðina, Örnólfur Thorsson forsetaritari vildi ekki svara því hvort til standi að einhver ráðherra fari til Indlands í stað utanríkisráðherra, né hvort, og þá hvenær, lagt verði af stað. Embættismenn sem Morgunblaðið ræddi við vissu ekki hvort einhver ráðherra fari í stað Össurar. Ólafur Ragnar hefur áður hætt við opinberar heimsóknir þegar hann taldi mikið liggja við. Sumarið 2004 ákvað hann að vera ekki við- staddur brúðkaup Friðriks krón- prins Dana, þar sem lög um fjöl- miðla bárust honum á sama tíma. Þá ákvað forsetinn í ágúst 2008 að fresta för til Bangladess svo hann gæti heiðrað landslið Íslands í hand- bolta fyrir góðan árangur á Ólymp- íuleikum. „Hann gæti litið svo á að hann hafi lokið sínu hlutverki; hann hafi synjað þessum lögum staðfestingar og nú taki við ferli sem hann beri enga ábyrgð á,“ segir Eiríkur Berg- mann Einarsson, dósent í stjórn- málafræði um mögulega utanlands- ferð forseta. „En á móti má segja að forsetinn hafi stigið inn í atburðarás stjórnmálanna með það óvenju- legum og afgerandi hætti, að hann beri siðferðilega skyldu til að fylgja málinu eftir og sjá til þess að það fari ekki allt í bál og brand.“ Eiríkur og fleiri hafa bent á að ákvörðun forseta geti valdið ríkis- stjórnarslitum. Fari svo er það hlut- verk forsetans að stýra stjórnar- myndunarviðræðum. Indlandsferð forseta enn á dagskrá Morgunblaðið/RAX Við Taj Mahal Ólafur Ragnar og Dorrit fóru í opinbera heimsókn til Ind- lands árið 2000. Forseta hefur verið boðið til Indlands í næstu viku.  Össur Skarphéðinsson ætlar ekki með í opinbera heimsókn til Indlands eins og til stóð, en forsetinn ekki hættur við ferðina  Ekki liggur fyrir hvort annar ráðherra fari í stað utanríkisráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.