Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Forseti Íslands synjar Icesave-lögum staðfestingar Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „FULLYRÐINGAR í fjölmiðlum um að Ísland verði útskúfað frá fjármálamörkuðum ef það tekur ekki á sig þessa skuldabyrði eru fjarstæða. Þvert á móti myndi skuldafjallið og skattahækkanirnar sem þær myndu kalla á fæla á brott erlenda fjárfesta,“ segir Sweder van Wijnbergen, prófessor í hagfræði við Háskólann í Amsterdam, um umræðuna um skuldbindingar Íslendinga vegna Icesave. Van Wijnbergen þekkir vel til skuldaaðlögunar ríkja í miklum fjárhagserfiðleikum en hann hefur meðal annars starfað að slíkum verkefnum hjá Al- þjóðabankanum og fyrir hönd stjórnvalda í Mexíkó, Póllandi, Albaníu og Egyptalandi og víðar, en öll tóku þessi ríki krappar efnahagsdýfur undir lok síð- ustu aldar. „Skuldir þessara ríkja voru miklu minni. Ég nefni sem dæmi að á sínum tíma var rætt um að Mexíkó gæti ekki staðið undir skuldum sem námu 60% af þjóðarframleiðslu. Mexíkó var þá þróunar- land sem Ísland er auðvitað ekki en það blasir engu að síður við að íslenska þjóðin getur ekki staðið und- ir skuldabyrði sem nemur mörg hundruð prósent- um af vergri þjóðarframleiðslu.“ Skynsamlegra að fella hluta skulda niður Inntur eftir því hvað hann telji að hollensk stjórn- völd eigi að aðhafast í málinu segir van Wijnbergen þau verða að horfast í augu við að það sé ekki Holl- endingum í hag að lagðar séu skuldir á herðar Ís- lendingum sem þeir geti ekki staðið undir. „Ég lít svo á að það sé í þágu lánveitendanna að samið sé um skuldirnar upp á nýtt. Hollendingar hafa engan hag af því að dæma Íslendinga til 15 ára niður- sveiflu. Þeir fengju meira í aðra hönd með því að sættast á að fella hluta skuldanna niður og stuðla þar með að hagvexti sem getur staðið undir minni af- borgunum. Ef Hollendingar leggja fram hámarkskröfur fá þeir ekki neitt í sinn hlut.“ Spurður hvað hann telji að íslensk stjórnvöld eigi að gera í stöðunni leggur van Wijnbergen til að haldin verði alþjóðleg ráðstefna þar sem fundin verði leið út úr skuldakreppu Íslendinga á grundvelli nýrra lána- samninga. „Um leið og búið er að semja upp á nýtt um skuldabyrðina mun erlent lánsfé flæða inn í landið, því erlendir fjárfestar munu treysta því að skatta- umhverfið verði ekki of fráhrindandi fyrir umsvif þeirra.“ Verða að lækka Icesave-kröfuna Hagfræðiprófessor við Háskólann í Amsterdam segir Ísland ekki geta staðið undir skuldabyrðinni Nauðsynlegt að fella niður hluta skulda  Tók þátt í að semja um skuldaaðlögun í Mexíkó og Póllandi Í HNOTSKURN »Sweder van Wijnbergenútskrifaðist með doktors- próf frá hinum virta Tæknihá- skóla í Massachusetts (MIT) í Bandaríkjunum árið 1980. »Hann starfaði hjá Alþjóða-bankanum á árunum 1980 til 1992 er hann gerðist pró- fessor við Háskólann í Amst- erdam (Universiteit van Amst- erdam). »Síðan hann hóf störf viðskólann hefur hann gegnt stöðu yfirmanns í ráðuneyti efnahagsmála í Hollandi. Sweder van Wijnbergen Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞEIR Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, og Paul Myners, banka- málaráðherra Bretlands, sendu ís- lenskum stjórnvöldum tóninn eftir að það barst eins og eldur í sinu um evr- ópska fjölmiðla að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefði synjað Icesave-lögunum staðfestingar. Myners tók djúpt í árinni og sagði að ef Íslendingar myndu falla frá samkomulaginu jafngilti það því að Ís- land væri „í raun að segja að það vildi ekki vera hluti af alþjóðakerfinu í stjórnmálum“. Eins og yfirlýsing um að landið sé ekki öruggt Með líku lagi væru Íslendingar þá að segja að Ísland vildi ekki hafa aðgang að alþjóðlegri fjármögnun né vildi vera álitið öruggt ríki til að eiga í viðskiptum við, að því er breska útvarpið, BBC, hafði eftir ráðherranum. „Ég held ekki að íslenska þjóðin væri að haga sér skynsamlega ef hún kæmist að þeirri niðurstöðu.“ En á vef The Times er haft eftir Myners að ekki þurfi að minna Íslendinga á að ef þeir greiði ekki fyrir Icesave muni það setja sam- starfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) í uppnám sem og umsóknar- ferlið um inngöngu í ESB. Hollenski fjármálaráðherrann var- aði Íslendinga einnig við afleiðing- unum af því að fara þá leið, ella ættu þeir á hættu „algera einangrun á al- þjóðavettvangi“ ef ekki yrði komið til móts við alþjóðaskuldbindingar af þessu tagi. „Finna má fyrir slíkri einangrun með ýmsum hætti. Ég vona að við þurfum ekki að leyfa að fundið verði fyrir henni og að við getum fundið skynsamlega leið út úr þessu,“ sagði Bos en einhverjir kynnu að túlka orð hans sem lítt dulbúna hótun. Lausn verður að fást í málið Þá hafði bandaríska dagblaðið Wall Street Journal eft- ir ónafngreindum talsmanni hollenskra stjórnvalda að „engin lausn á Icesave væri óviðunandi niðurstaða“. Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, var gætnari í orðavali en Myners: „Breska stjórnin reiknar með því að Ísland standi við skuldbindingar sínar.“ Íslendingar varaðir við „algjörri einangrun“ Bankamálaráðherra Bretlands varar við afleiðingunum af synjun forsetans á samstarfið við IMF og ESB-umsóknina Wouter Bos Paul Myners Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞAÐ verður erfiðara að semja um endurskoðun á Icesave-lögunum síðar ef þjóðin er búin að sam- þykkja lögin í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þetta segir Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Eiríkur segir að það sé ekkert launungarmál að rætt hafi verið um það innan stjórnkerfisins að hugsanlega sé hægt að endursemja um Icesave-skilmálana síðar. Hann segist þó ekki vita til þess að um þetta liggi fyrir nein fyrirheit af hálfu Breta eða Hollendinga, hvorki skrifleg né munnleg. „Ef maður reynir að setja sig í spor Breta og Hollendinga og við hefðum t.d. gert samning við Hol- lendinga og þeir hefðu farið með samninginn í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þá myndu okkar samn- ingamenn örugglega vísa til þess ef Hollendingar færu fram á að endurskoða samninginn. Aftur á móti er dálítið annað að vísa til þess að ríkisstjórn og naumur þingmeirihluti hafi samþykkt samninginn. Auðvitað er það laga- lega jafnskuldbindandi.“ Ekki öll gögn birt Eiríkur var kallaður til sem ráð- gjafi þegar stjórnvöld voru að vinna að Icesave-samningunum. „Ég sá þessa samninga sem lágu til grundvallar og hafa ekki allir verið gerðir opinberir. Ég komst ekki hjá því að heyra um ýmislegt sem hefur farið á milli manna í þessum milliríkjaviðræðum. Ég geri mér þess vegna betur grein fyrir því en ella hversu erfitt þetta mál er.“ Eiríkur sagðist ganga út frá því að forseti Íslands byggi yfir enn meiri þekkingu en hann um þetta mál allt saman. Hann ætti því að vita hvað væri í húfi. Eiríkur sagði að í svona milli- ríkjaviðræðum væri aldrei hægt að upplýsa allt sem mönnum færi á milli. Hann vísaði til samningavið- ræðna um lausn landhelgisdeilunn- ar. Núna á seinni árum væru að koma fram upplýsingar um það mál sem menn hefðu ekki talið sig geta upplýst á sínum tíma. Erfiðara að taka upp samninga eft- ir þjóðaratkvæði Ekki útilokað að skilmálum verði breytt Eiríkur Tómasson STÖÐUG fundahöld voru í gær vegna ákvörðunar for- seta Íslands um að synja Icesave-lögunum staðfest- ingar. Að loknum fundum þingflokka stjórnarflokk- anna tóku við fundarhöld í Ráðherrabústaðnum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kom fyrstur gesta á fund Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og Gylfa Magn- ússonar efnahags- og viðskiptaráðherra. Gestagangur í Ráðherrabústaðnum Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.