Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 6. J A N Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 3. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «MENNING ERLENDIR MIÐLAR VELJA PLÖTUR ÁRSINS «BOB DYLAN OG STING Á JÓLUM Hispursleysi og metnaður 6 Forseti synjar öðru sinni  Ákvörðun forseta að hafna Ice- save-lögunum vekur heimsathygli Stjórnarandstaðan telur tæki- færi til að ná samstöðu um málið Drög að nýju frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslu lögð fram „VIÐ vissum ekki hvað forsetinn vildi gera. Við áttum auðvitað samtöl við hann og fórum yfir stöðuna og lýstum yfir áhyggjum okkar af því að hann myndi láta þetta mál fara í þjóðarat- kvæðagreiðslu; sendum honum gögn þar að lútandi, síðast í gærkvöldi, og hann ætlaði að ræða við mig áður en hann kynnti ákvörðun sína, en af ein- hverjum ástæðum var það ekki fyrr en þjóðin fékk að vita þetta.“ Þannig lýsir Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra samskiptum sínum og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en Ólafur Ragnar neitaði í gær að skrifa undir Icesave- lögin og vísaði þeim í þjóðaratkvæða- greiðslu. Í yfirlýsingu forsetans vísaði hann til fyrri yfirlýsingar um að lausn Ice- save-deilunnar þyrfti að „taka mið af sanngjörnum rétti þjóðarinnar, hags- munum Íslendinga á komandi árum og alþjóðlegri samábyrgð“. Forset- inn sagði einnig að þjóðin þyrfti að ná sátt við aðrar þjóðir og alþjóðasam- tök og alla sem áhrif hefðu á efnahag landsins og fjárhagsgetu. Í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin sendi frá sér eftir að forsetinn hafði tilkynnt ákvörðun sína var lögð áhersla á að mikill árangur hefði náðst við endurreisn efnahagslífsins. „Með ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki breytingar Alþingis á lögum nr. 96/2009, svokölluðum Ice- save-lögum er þeim árangri sem náðst hefur teflt í tvísýnu.“ Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í gær lánshæfismat íslenska ríkisins niður í ruslflokk.  Forsetinn segir að Íslendingar þurfi að ná sátt við aðrar þjóðir  Ríkisstjórnin segir árangri sem náðst hafi í efnahagsmálum stefnt í tvísýnu  Fitch lækkar lánshæfismat Íslands í ruslflokk Vissi ekki af ákvörðun forseta Morgunblaðið/RAX Hafnar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti ákvörðun sína á Bessastöðum í gær. Icesave-lögin fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is STEFNT er að því að halda þjóðaratkvæða- greiðslu um Icesave-lögin í lok febrúar, líklega 20. febrúar. Alþingi kemur saman til fundar í lok vikunnar til að fjalla um frumvarp forsætis- ráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Hlé verður síðan gert á fundum Alþingis þegar frumvarpið er orðið að lögum. Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu drög að frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin á fundum með leiðtogum stjórn- arandstöðunnar í gærkvöldi. Á fundunum kom fram að stjórnin ætlar að mæla eindregið með því við þjóðina að Icesave-lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Búið er að mæla fyrir frumvarpi um þjóðar- atkvæðagreiðslur. Það frumvarp verður hins vegar lagt til hliðar að sinni, því að ríkisstjórnin áformar að leggja fram sérstakt frumvarp sem fjallar eingöngu um þjóðaratkvæðisgreiðslu um Icesave. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, for- seti Alþingis, segist vonast eftir að góð sam- staða verði um frumvarpið. Undirbúa atkvæða- greiðslu Morgunblaðið/Kristinn Forystumenn ríkisstjórnarinnar ræða við aðila vinnumarkaðarins Forystumenn ríkisstjórnarinnar áttu seint í gær fund með aðilum vinnumarkaðarins þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræddi í gær við alla sendiherra sem staddir eru hér á landi. Hann ræddi einnig við fulltrúa Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Össur sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að hann ætti ekki von á að ákvörðun forseta Íslands hefði áhrif á umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Talsmaður breska fjármálaráðuneytisins sagði í gær að þarlend stjórnvöld muni óska eftir að ESB komi að málinu. Alþingi kemur saman til funda í þessari viku  Vinnumarkaðurinn | 2  Telur synjunina | 11  Þingflokkarnir | 12-13  Yfirlýsingar | 14  Kosning innan | 16 Ákvörðun forseta Mark Flanagan, fulltrúi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði að samkomulag um Icesave væri ekki skilyrði fyrir efnahagsáætl- uninni, svo fremi sem áætlunin væri að fullu fjármögnuð. Efnahagsáætlun AGS ekki háð Icesave

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.