Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Ítæpa viku hef-ur forseti Ís-lands hugleitt hvort hann ætti að verða við ósk ráð- herra og ríkis- stjórnar og stað- festa lög um ríkisábyrgð á ódæmdum kröfum erlendra að- ila. Slík bið staðfestingar er óvenjuleg, svo ekki sé meira sagt. Hún ein hefði átt að senda ríkisstjórn þau skilaboð að verulegar líkur væru á því að henni yrði ekki að ósk sinni. Þess utan var forseta naumast stætt á staðfestingu eftir for- dæmalausa tilvísun í tiltekna fyrirvara hinn 2. september 2009. Ennfremur höfðu fast að 60 þúsund atkvæðisbærir Ís- lendingar skorað á forsetann að synja þessum lögum um staðfestingu og þar á meðal voru fjórir stjórnarþingmenn. Vegna fyrri verka sama forseta í fjölmiðlamáli, sem var hags- munalegt örmál miðað við þetta, átti hann því engan ann- an kost. En samt var ríkis- stjórnin tekin í rúminu. Við- brögð hennar voru þau að láta forsætisráðherrann lesa upp langa yfirlýsingu sem hljómaði eins og tilkynning frá Bretum og Hollendingum í tilefni dags- ins en kom svo í ljós að var hið eina sem ráðherrann hafði um málið að segja! Inntakið var hótun í garð þjóðarinnar. Enn ein. Hvað er búið að hóta þjóð- inni oft vegna þessa máls af hálfu þeirra sem eiga að vera talsmenn hennar, sverð hennar og skjöldur? Rík- isstjórnin átti gull- ið tækifæri til að nýta kastljós at- hyglinnar sem á hana féll við synj- un forsetans til að tala máli þjóðarinnar. Lyfta sjónarmiðum hennar og rök- semdum, sem eru firnasterk, í hæstu hæðir. Þess í stað birti hún yfirlýsingu fulla af ónotum í garð forsetans og hótunum í garð þjóðarinnar. Hvaða en- demis skilaboð er verið að senda umheiminum með fram- göngu af þessu tagi? Er rík- isstjórninni enn ekki orðið ljóst að þjóðinni býður við fram- göngu af þessu tagi. Og skilur hún ekki að þessar sífelldu hót- anir hennar í garð þjóðarinnar hafa þveröfug áhrif? Endurreisn efnahags lands- ins hefur tafist vegna ríkis- stjórnar, sem setti gælumál sín í forgang en ekki hagsmuna- mál heimilanna annars vegar og heildarhagsmuni þjóð- arinnar hins vegar. En þrátt fyrir allt getum við nú verið betur stödd en áður. Ef vel verður spilað úr þeirri stöðu, sem nú er uppi, gæti þjóðin fengið trausta viðspyrnu gegn óhóflegum og ósanngjörnum kröfum. Ríkisstjórnin hefur ekki veitt þá viðspyrnu. Þess vegna er brattinn meiri nú en þyrfti, þess vegna verður snerran sem nú þarf að taka snarpari en þyrfti. En vinn- ingsvon er fyrir hendi og það er til mikils að vinna. Þrátt fyrir allt eru vinningslíkur í stöð- inni. En það þarf að spila vel úr henni.} Þjóðinni enn hótað Þingið hefur umnokkra hríð staðið frammi fyrir gríðarlega stórri ákvörðun. Nú stendur þjóðin frammi fyrir sömu ákvörðun. Icesave-málið og af- staðan til þess hvort Ísland á að nauðsynjalausu að taka á sig stórfelldar skuldbindingar hefur þrátt fyrir umfang máls- ins verið sveipað leyndarhjúp og ekki er ofmælt að pukrið hafi skaðað alla umræðu um málið. Ýmislegt bendir til að enn séu ekki öll kurl komin til grafar í þessu efni. En það er ekki aðeins pukrið sem spillir fyrir málinu því að þær upplýsingar sem þó liggja fyrir eru í sumum tilvikum ófullnægjandi. Eitt dæmi um þetta var til umfjöllunar í Morgunblaðinu í gær, þ.e. er- lend staða þjóðarbúsins, eða nánar tiltekið erlend fjár- munaeign Íslendinga. Í þess- ari umfjöllun eru færð rök að því að þótt nýjustu tölur Seðla- bankans segi að þessi erlenda eign nemi 888 millj- örðum króna, þá sé líklegt að hún sé stórlega ofmetin, jafnvel um hundr- uð milljarða króna. Þetta eru ekki aðeins tölur á blaði heldur hafa þær áhrif á lífskjör Íslendinga í framtíð- inni. Séu eignirnar ofmetnar er það alvarlegt mál, sér í lagi þegar verið er að taka af- drifaríkar ákvarðanir á borð við þá að þjóðin taki á sig him- inháar skuldbindingar. Það er umhugsunarvert að mitt í Icesave-umræðunni skuli Seðlabankinn birta tölur um þetta efni sem allt útlit er fyrir að séu mikið ofmat. Slíkt vekur upp spurningar um sjálfstæði bankans. Þess vegna ætti hann að veita fyllri og betri upplýsingar þegar eft- ir er leitað en láta ekki hinar ófullnægjandi og að öllum lík- indum röngu upplýsingar standa. Villandi upplýsingar Seðlabankans skekkja umræðuna um Icesave. } Villandi ofmat Á kvörðun forseta Íslands í gær, um að synja Icesave-lögunum stað- festingar, er umdeild. Enn er ekki komið í ljós hvort hún er rétt eða röng. Slæmu afleiðingarnar eru strax farnar að koma fram. Ruslflokkurinn er nú kominn í hóp íslenskra stjórnmálaflokka. Lengri tíma tekur fyrir jákvæðu afleiðingarnar að skýrast, ef einhverjar verða. Vonum að þær vegi þyngra. Margir voru spurðir álits á ákvörðuninni í gær, bæði leikir og lærðir. Umhugsunarvert var hversu margir töldu það eitthvert aðalatriði í málinu, að forsetinn væri samkvæmur sjálfum sér. Að ákvörðunin samrýmdist synjun hans á fjölmiðlalögunum, 2. júní 2004. Það er skrýtin afstaða í ljósi þess að þeirri skoðun hefur vaxið mjög ásmegin eftir hrun, að sú ákvörðun forsetans hafi ver- ið röng. Eru Íslendingar semsagt svo abstrakt í hugsun, margir hverjir, að þeim sé meira umhugað um að forsetinn móti formfagra stjórnskipunarvenju upp á sitt eindæmi, af því að það er sérstakt áhugamál hans, heldur en að hann taki rétta ákvörðun í einu erfiðasta deilumáli lýðveldissög- unnar? Undirritaður er ekki meðal þeirra sem telja málskots- réttinn í 26. grein stjórnarskrárinnar ímyndun. Stjórnar- skrárgjafinn hlýtur að hafa sterka tilhneigingu til að segja það sem hann meinar, þegar hann ákveður hvað á að standa í stofnskrá samfélagins. Það sem þar stendur, svart á hvítu, hlýtur að gilda. Vilji menn ekki að það gildi, þá þurfa þeir að breyta textanum með löglegum hætti. Það er ekki nóg að röfla um það. Þessi krafa um fullkomið samræmi í öllum athöfnum stjórnmálamanna er óraunhæf og til ógagns. Það er orðið alltof mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að geta byrjað allar setningar á: „Ég hef alltaf sagt …“ Í Icesave-málinu hafa flestir þingmenn snú- ist í afstöðu sinni, til dæmis til þjóðaratkvæða- greiðslna. Hefur verið nánast pínlegt að horfa upp á þá reyna að viðhalda þeirri ímynd að þeir hafi „alltaf“ verið handhafar einhvers sannleika í málinu. Enda hefur það farið í taugarnar á fólki sem sér í gegnum það. Það skiptir hins vegar engu máli hvort einhver hef- ur „alltaf“ verið á einhverri skoðun. Það sem ætti að fara í taugarnar á fólki er hvernig þingmenn skiptast nokkurn veginn í afstöðu sinni eftir flokkum, á meðan þjóðin skiptist með mun handahófskenndari hætti. Það er ekki eðlilegt. Stjórnskipunarvenja, eins og það hvenær forseti synjar lögum staðfestingar, getur vel mótast á löngum tíma, af mörgum ákvörðunum sem eru teknar vegna þess að nauð- syn krefur, þjóðinni til heilla. Ekki í tveimur ákvörðunum, sem eru teknar vegna þess að forsetinn vill að venjan verði með ákveðnum hætti. Verði framkvæmdin stefnulaus eða óæskileg er hægt að taka á því með stjórnarskrárbreyt- ingu. Form skiptir ekki öllu máli, þegar þjóðarhagur er annars vegar. onundur@mbl.is Önundur Páll Ragnarsson Pistill Að vera samkvæmur sjálfum sér Fjölmiðlalögin fóru ekki í þjóðaratkvæði FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is F jölmiðlafrumvarpið sem Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, synjaði staðfestingar 2004 var ekki lagt fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Lögin voru afnumin með nýjum lögum sem ríkis- stjórn og Alþingi stóðu að. Fjölmiðla- frumvarpið er eina málið sem forseti Íslands hefur synjað staðfestingar, þar til nú, þannig að ekki hefur komið til þess að frumvarp hafi farið í þjóð- aratkvæðagreiðslu eftir synjun for- seta. Ólafur Ragnar kynnti ákvörðun sína um að synja fjölmiðlafrumvarp- inu staðfestingar á blaðamannafundi á Bessastöðum 2. júní 2004. Hann hafði fengið lögin til staðfestingar daginn áður. Í yfirlýsingu rökstuddi hann ákvörðun sína meðal annars með því að vísa til mikilvægis fjölmiðla og mik- ilvægis þess að lagasetning um þá styddist við víðtæka umræðu í sam- félaginu og að almenn sátt væri um vinnubrögð og niðurstöðu. „Því miður hefur skort á samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mik- ilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menn- ingu okkar Íslendinga að ekki er far- sælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa,“ sagði forsetinn. Fjölmiðlalög afnumin Forystumenn ríkisstjórnarflokk- anna gagnrýndu ákvörðun forsetans en formenn stjórnarandstöðuflokk- anna lýstu ánægju með hana. Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon lögðu áherslu á að þing yrði kallað saman hið fyrsta til að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar fékk annað tækifæri til að staðfesta fjölmiðlafrumvarp, það var í lok júlí þegar hann staðfesti lögin sem felldu úr gildi fjölmiðlalögin frá því í byrjun júní. Þá hafði ríkisstjórnin hætt við að leggja fram nýtt og breytt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. Ólafur Ragnar hefur í nokkur skipti gefið út sérstakar yfirlýsingar þegar hann hefur staðfest lög. Það gerði hann þegar öryrkjamálið svonefnda kom til staðfestingar 2001 og fyrra frumvarpið um ríkisábyrgð vegna Ice- save. Vigdís Finnbogadóttir, forveri Ólafs Ragnars á forsetastóli, gaf yfir- lýsingu í ríkisráði 13. janúar 1993, þegar hún staðfesti lagafrumvarp um samninginn um Evrópska efnahags- svæðið. Þá höfðu forseta borist áskor- anir frá fjölda Íslendinga um að und- irrita ekki frumvarpið. Hún lagði áherslu á mikilvægi þess að forseta- embættið væri samnefnari fyrir þjóð- ina, tákn sameiningar en ekki sundr- ungar. „Glöggt vitni um það eðli embættisins er að enginn forseti hef- ur gripið fram fyrir hendur á lýðræðislega kjörnu Alþingi sem tekið hefur ákvarðanir sínar með lögmæt- um hætti,“ sagði Vigdís. Hún sagði síðar í viðtalsbók Ásdísar Höllu Bragadóttur að með því að neita að skrifa undir samninginn hefði hún verið að lýsa yfir stríði á hendur Al- þingi og ríkisstjórn. „Í þjóðar- atkvæðagreiðslu hefði aldrei verið hægt að greina á milli um hvað hefði verið kosið, EES-samninginn eða rík- isstjórnina.“ Morgunblaðið/ÞÖK Ávarp Þjóðin fylgdist með í beinni útsendingu þegar Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, kynnti yfirlýsingu um synjun fjölmiðlalaganna 2004. Forseti Íslands hafði aldrei synj- að lögum staðfestingar þegar Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að skrifa undir fjölmiðlalög. Lög hafa aldrei farið í þjóðaratkvæða- greiðslu eftir synjun forseta. TITRINGUR varð í ríkisstjórn í október 1985 þegar Vigdís Finn- bogadóttir óskaði eftir að fresta staðfestingu á lögum sem sett voru vegna verkfalls flugfreyja. Hún lét undan og staðfesti lögin samdæg- urs. Ríkisstjórnin ákvað að setja lög til að höggva á hnútinn í harðri kjaradeildu flugfreyja og vinnu- veitenda. Þetta var 25. október 1985, sama dag og haldið var upp á tíu ára afmæli kvennafrídagsins. Vigdís forseti hafði tilkynnt að hún ætlaði að taka sér frí þennan dag eins og aðrar konur en jafnframt var vitað að henni féll það þungt að staðfesta lög um þessa kvennastétt einmitt þennan dag. Mikill titringur varð í ríkisstjórninni þegar forseti bað um frest til að leita sér ráð- gjafar um málið. Vigdís skrifaði að lokum undir lögin þennan dag. FÉKK EKKI FRESTINN ›› Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.