Morgunblaðið - 06.01.2010, Síða 16

Morgunblaðið - 06.01.2010, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Forseti Íslands synjar Icesave-lögum staðfestingar FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is VÆNTA má þess að þjóðarat- kvæðagreiðsla verði haldin á næstu mánuðum í fyrsta skipti á lýðveldis- tíma Íslands. Mjög er óljóst hvernig framkvæmd slíkrar kosningar verð- ur enda eru engin lög í gildi sem fjalla um þjóðaratkvæði. Frumvarp til laga um þjóðar- atkvæðagreiðslur hefur hinsvegar verið til umfjöllunar hjá allsherjar- nefnd Alþingis og gefur til kynna hvernig að kosningum verður staðið ef af verður. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, telur ekki ólíklegt að boðað verði til þingfundar fyrr en hinn 26. janúar eins og til stóð, svo unnt sé að ljúka vinnu við frumvarpið sem fyrst. Það fyrsta sem væntanlegir kjós- endur þurfa að gera sér grein fyrir er um hvað þeir eru nákvæmlega að kjósa. Samkvæmt frumvarpinu má gera ráð fyrir því að spurningin á kjörseðli verði skýr og valkostir að- eins tveir, nei eða já. Orðalag spurn- ingarinnar og framsetning verður ákveðin af dómsmála- og mannrétt- indaráðuneytinu. Eldri lögin standa Sá misskilningur hefur verið alls- ráðandi í mörgum erlendum fjöl- miðlum og víðar að með synjun sinni neiti forseti Íslands fyrir hönd þjóð- arinnar að borga Icesave-skuldbind- ingarnar. Komi til þjóðaratkvæða- greiðslu verður spurningin á kjörseðlinum hinsvegar ekki „eiga Íslendingar að borga skuldir sínar – já eða nei?“. Íslendingar munu geta kosið um að hin nýsamþykktu Ice- save-lög standi eða verði felld úr gildi. Hafni þjóðin lögunum taka aft- ur gildi lögin sem samþykkt voru í ágúst síðastliðnum þar sem gert er ráð fyrir ríkisábyrgð á skuldum, að vísu með fyrirvörum sem Hollend- ingar og Bretar hafa ekki samþykkt. Íslendingar munu því ekki hafna því alfarið að borga þótt þeir hafni lög- unum í þjóðaratkvæðagreiðslu, en eftir stendur óleyst milliríkjadeila. Ríður á að kosið sé sem fyrst Samkvæmt stjórnarfrumvarpi til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu verð- ur heimilt að halda þjóðaratkvæða- greiðslu samhliða sveitarstjórnar-, alþingis-, eða forsetakosningum. Töluverður sparnaður yrði óneitan- lega ef þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin samhliða sveitarstjórnarkosn- ingum hinn 29. maí í vor, en aðrir hagsmunir þjóðarinnar vega þó sennilega þyngra en kostnaður við kosningarnar. „Miðað við þá pólitísku stöðu sem er uppi þá ímynda ég mér að fari at- kvæðagreiðsla á annað borð fram þá þurfi það að gerast fyrr, því það er einfaldlega það mikið sem ríður á nið- urstöðunni efnahagslega fyrir þjóð- ina,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, varaformaður landskjörstjórnar. Gæti tekið 6-8 vikur Bryndís segir óhjákvæmilegt að taka muni töluverðan tíma að smíða lagaramma utan um atkvæðagreiðsl- una og undirbúa framkvæmd hennar. „En ef það er rétt sem ríkisstjórnin gefur til kynna, að það verði ákveðið uppnám í efnahagsuppbyggingunni af þessum sökum, þá held ég að við hljótum að einhenda okkur í að gera þetta á sem skemmstum tíma og ég get ímyndað mér að það sé í sjálfu sér hægt á 6-8 vikum.“ Í stjórnarfrumvarpinu er raunar eins og stendur gert ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram innan tveggja mánaða eftir að forseti synjar lagafrumvarpi. Standi það ákvæði óbreytt ætti hún því að verða haldin í síðasta lagi 5. mars. Engin ákvæði eru um að lágmarks- þátttöku þurfi til að þjóðaratkvæða- greiðslan standi, hvorki í stjórnar- skrá né í frumvarpinu sem allsherjarnefnd hefur til skoðunar. Málið kynnt fyrir kjósendum Einn óvissuþátturinn í aðdraganda hugsanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu er hvernig staðið verði að kynningu hennar fyrir kjósendum. Nú hefur ríkisstjórnin sjálf ekki óskað eftir at- kvæðagreiðslunni heldur forsetinn og í frumvarpinu segir að við slíkar aðstæður skuli dóms- og mannrétt- indaráðuneytið senda öllum heim- ilum í landinu lagafrumvarpið og einnig birta með minnst viku fyr- irvara spurninguna sem lögð verður fyrir kjósendur. Hinsvegar er hætt við því að nú hefjist óformleg barátta um atkvæði kjósenda sem þurfa að gera sitt besta til að kynna sér allar hliðar þessa flókna máls. Hvernig sem fer er al- veg ljóst að Icesave-málið alræmda er hvergi nærri horfið úr umræðunni á Íslandi árið 2010 og hamlar enn efnahagsbata landsins. Íslensku þjóðarinnar bíður nú að taka afstöðu til þess hvort sam- þykkja eigi Icesave-lögin og þar með ljúka málinu að sinni eða fella þau og freista þess að ná mögu- lega fram betri niðurstöðu. En hvað þarf kjósandi að gera til að geta tekið upplýsta og mál- efnalega ákvörðun fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna? „Ég held að það skipti miklu máli að fólk kynni sér muninn á þessum tveimur samningum, það er að segja hvað breyttist í fyrirvörunum,“ segir Jó- hannes Þ. Skúlason, talsmaður Indefence-samtakanna. „Það eru í raun þessir tveir möguleikar sem verið er að kjósa á milli og þetta er vel til þess fallið að fólk kynni sér málið vel því öll gögn liggja fyrir og umræðan hef- ur verið gríðarleg.“ Indefence-menn hafa ekki ákveðið hvort samtökin fara í ein- hvers konar kynningarherferð fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna en segj- ast vonast til að umræðan verði málefnaleg. Einar S. Svavarsson, talsmaður Indefence, segir það auk þess fagnaðarefni að málið verði nú leyst á pólitísku stigi en ekki af embættismönnum. Ice- save-samningarnir tveir eru að mestu samhljóða, en samningur- inn við Bretland er 19 blaðsíður en við Hollendinga er 21 blaðsíða. Ice- save-samningana og skýringar við þá má finna á síðunni island.is. Hvað þurfa kjósendur að kynna sér? Morgunblaðið/Brynjar GautiMannfjöldi Aldrei hefur verið boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í 66 ára lýðveldissögu Íslands. Kosning innan tveggja mánaða Engin lög eru í gildi um þjóðaratkvæði en stjórnarfrumvarp gefur vísbendingu um hvernig að því verður staðið ef af verður Verði frumvarp um þjóðar- atkvæðagreiðslu samþykkt óbreytt verður kosið um Icesave- lögin í síðasta lagi hinn 5. mars. Spurningin verður skýr og val- kostir kjósenda tveir: Nei eða já. FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is TVEIR þingmenn sem greiddu atkvæði gegn breytingatillögu á Al- þingi um að Icesave-lögin öðluðust ekki gildi nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, skrifuðu nöfn sín á lista þar sem skorað var á forseta Íslands að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta eru Lilja Mósesdóttir og Ög- mundur Jónasson, þingmenn VG. Þó að Alþingi hafi fellt tillögu um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-frumvarpið virðist Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, líta svo á að meirihluti þing- manna vilji að slík atkvæðagreiðsla fari fram. Hann vísar þar til yfirlýs- inga einstakra þingmanna. „Þá sýna yfirlýsingar á Alþingi og áskoranir sem forseta hafa borist frá ein- stökum þingmönnum að vilji meiri- hluta alþingismanna er að slík þjóð- aratkvæðagreiðsla fari fram.“ Tillaga um þjóðaratkvæði felld Pétur H. Blöndal, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, lagði fram breyt- ingatillögu við Icesave-frumvarpið sem gerði ráð fyrir að lögin tækju ekki gildi nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Allir þing- menn stjórnarandstöðunnar studdu tillöguna. Það gerðu líka Ásmundur Einar Daðason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmenn VG. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, greiddi atkvæði gegn tillögu Péturs en sagði þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu: „Síðan hlýtur það að vera hlutverk forseta Íslands að horfa til þess sem er að gerast í þjóðfélaginu almennt. Þar eru að safnast tugþúsundir undir- skrifta og ég styð það að mál sem brenna á þjóðinni sem stór hluti þjóðarinnar vill að gangi til þjóð- aratkvæðagreiðslu geri það.“ Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, greiddi atkvæði gegn tillögunni líkt og Ögmundur, en þau greiddu síðan bæði atkvæði gegn frumvarpinu sjálfu. Ásmundur og Guðfríður Lilja, sem bæði vildu þjóðaratkvæða- greiðslu, studdu hins vegar lögin. Ásmundur, Lilja og Ögmundur skrifuðu öll undir áskorun til forseta að skrifa ekki undir lögin. Lilja sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hefði litið svo á að það væri ekki þingmanna að taka ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu heldur þjóð- arinnar og forseta Íslands. A.m.k. einn þingmaður sem studdi tillögu Péturs um þjóðaratkvæða- greiðslu lýsti því síðan yfir eftir ára- mót að forsetinn ætti ekki að vísa málinu til þjóðaratkvæðis. Þetta var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagðist alltaf hafa litið svo á að forsetinn ætti ekki að neita að skrifa undir lög sem Alþingi hefði samþykkt. Ef fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokks eru sömu skoðunar verður að telja vafasamt að meirihluti þingmanna hafi talið að forsetinn ætti að neita að skrifa undir lögin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingmenn Ólína Þorvarðardóttir og Ögmundur Jónasson við atkvæða- greiðslu um Icesave-frumvarpið. Ólína sagði já, en Ögmundur nei. Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði? Þingmenn felldu tillögu um þjóðaratkvæði Forseti Íslands lítur svo á að meirihluti þingmanna vilji að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-lögin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.