Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 34
34 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Virðing í verki Þjóðfundur var hald- inn 14. nóvember sl. Á heimasíðu fundarins, www.thjodfund- ur2009.is, er að finna öll þau gildi sem þjóð- fundargestir nefndu. Orðið sem var oftast nefnt er virðing, sem er eitt mikilvægasta gildið í öllum sam- skiptum. Hvað er virð- ing? Hægt væri að skil- greina virðingu á eft- irfarandi hátt:  Virðing er að virða skoðanir ann- arra jafnvel þó að við séum þeim ósammála.  Virðing er að geta sett sig í spor annarra og séð hlutina frá öðru sjón- arhorni en sínu eigin.  Virðing er að gera ekki lítið úr lífsviðhorfum, tilfinningum, hug- myndum eða skoðunum annarra.  Virðing er að bera ábyrgð á orð- um sínum og gerðum.  Virðing er að koma fram við aðra af kurteisi og nærgætni.  Virðing er að dæma hluti og fólk ekki fyrirfram.  Virðing er að koma fram við aðra eins og við viljum að fólk komi fram við okkur.  Virðing er að fara vel með eigur annarra og taka ekki hluti í leyf- isleysi.  Virðing er að virða tíma annarra og sýna stundvísi.  Virðing er að grípa ekki fram í fyrir fólki.  Virðing er að virða reglur samfélagsins, vinnustaðarins og heimilisins.  Virðing felur í sér sjálfsvirðingu s.s. að þekkja sína kosti og galla og sættast við þá. Besta leiðin til að öðl- ast virðingu er að vera virðingarverður sjálf- ur. Skoðanir manna eru misjafnar og ólíkar eins og mannfólkið er mis- jafnt og ólíkt. Það er því ekki raunhæft að ætlast til þess að allir kunni að orða og segja hluti á þann hátt sem okkur líkar. Það er alls ekki víst að það sé viðmælandanum að kenna ef við upplifum virðingarleysi. Virðing er upplifun frekar en hegð- un. Það er jú eingöngu túlkun á hegðuninni sem gefur vísbendingu um virðinguna. Þeir sem eru liprir í samskiptum bera ábyrgð á því sjálfir að þeir túlki ekki að óþörfu að þeim sé ekki sýnd virðing, t.d. með því að spyrja nánar um það sem sagt var. Þeir bestu reyna að tryggja að orð þeirra sjálfra séu rétt túlkuð og eng- inn misskilningur verði. Hvernig skilgreinir þú virðingu? Sendu mér línu í netfanginu ing- rid@thekkingarmidlun.is Ingrid Kuhlman, framkv.stj. Þekkingarmiðlunar. Ást er… … að bjóða hinn vangann. VelvakandiGrettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVERNIG ER AÐ VERA GAMALL OG HRÖRLEGUR? BETRA EN AÐ VERA UNGUR OG ÆTILEGUR ÉG SÉ AÐ ÞÚ ERT ENNÞÁ JAFN SKÝR Í KOLLINUM EN SÚ SLEIKJA ÞESSI PADDA BÝR Í EIGIN HEIMI HÚN VEIT EKKERT UM HLÝNUN JARÐAR, VERKFÖLL, STRÍÐ, EFNAVOPN, MENNTUN EÐA TEKJUSKATT HÚN ÞARF BARA AÐ BORÐA OG PASSA UPP Á SJÁLFA SIG MAÐUR VERÐUR AÐ HALDA ÁHYGGJUNUM Í LÁGMARKI HRÓLFUR, AF HVERJU HÉLSTU VEISLU FYRIR ÁHÖFNINA ÞÍNA ÞAR SEM ÞIÐ DRUKKUÐ ÓHÓFLEGA, HLUSTUÐUÐ Á TÓNLIST, HORFÐUÐ Á DANSANDI STELPUR, BORÐUÐUÐ ÓHOLLAN MAT OG SLÓGUST? ÉG VILDI ÞAKKA ÁHÖFNINNI MINNI FYRIR TUTTUGU OG FIMM ÁRA ÞJÓNUSTU... AUK ÞESS SEM ÉG GET DREGIÐ KOSTNAÐINN VIÐ VEISLUNA FRÁ SKATTI ÞÚ ÆTTIR AÐ SKIPTA UM RAFHLÖÐU Í REYKSKYNJARANUM ATLI ER AÐ VERÐA BRJÁLAÐUR Á ÞVÍ AÐ LEITA AÐ FUGLINUM ADDA, ÉG VEIT AÐ ÞÚ VILT EKKI AÐ ÉG HALDI ÞESSUM FIMMÞÚSUNDKALLI, EN ÉG FANN HANN! ÞETTA ER EKKI MIKILL PENINGUR OG SUNDLAUGARVERÐIRNIR EIGA BARA EFTIR AÐ HIRÐA HANN EF ÉG SKILA HONUM TIL ÞEIRRA FYRIRGEFÐU, ELSKAN... ÉG VAR EKKI AÐ HLUSTA SKIPTIR EKKI MÁLI ALLT Í LAGI! ÉG FER MEÐ HANN Á SKRIFSTOFUNA! VONANDI ERT ÞÚ ÁNÆGÐ! ÉG VERÐ AÐ FARA Á FÆTUR ÉG LOFAÐI Í BEINNI ÚTSENDINGU AÐ ÉG MYNDI HANDSAMA VULTURE Í DAG OHHH... EF ÞÚ SLÆST VIÐ VULTURE Á MEÐAN ÞÚ ERT ENNÞÁ MEÐ FLENSU... ÞÁ ÁTTU EKKI EFTIR AÐ GETA SIGRAÐ HANN Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnust. opin kl. 9-16.30, postulínsm. kl. 9, Grandabíó, kvikmyndaklúbbur, útsk. og postulínsm. kl. 13. Skráning hafin í leikhúsferð 23. jan. og á þorra- blót 22. jan. Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, op- in vinnustofa kl. 9-16.30, postulínsm. kl. 9 og 13, Grandabíó, útskurður kl. 13. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10, söngstund kl. 11. Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, gler- list, kl. 10, leikfimi, böðun, opin handavinnustofa, kaffi/dagblöð. Dalbraut 27 | Handavinnustofa opin frá kl. 8-16, vefnaður frá kl. 9, leikfimi kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga kl. 10, söngvaka kl. 14, umsjón Sigurður Jónsson og Helgi Seljan. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30 og 10.30, handavinnustofan op- in, leiðb. við til kl. 17, félagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-16 og bobb kl. 16.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9, ganga kl. 10, leikfimi kl. 12.45. Kynninguna á vormisseri kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Skráning í íþrótta- og tómstunda- námsk. á vorönn 2010, stendur yfir til 8. jan. í Jónshúsi og í síma: 512-1502, 512-1501, 617-1502. Opið virka daga kl. 9.30-16. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Komið saman í Setrinu um kl. 10, kaffi, bænaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11, veitingar kl. 12, brids kl. 13, kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Böðun fyrir há- degi, hársnyrting, jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30, vinnustofa opin frá kl. 9, samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.30, Stefánsganga kl. 9, listasmiðja; postulín/trémálun/steinamálun/frjálst handverk, framsögn kl. 9-16. Gáfu- mannakaffi kl. 15. Uppl. í síma 411- 2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópa- vogsskóla kl. 15.30. Uppl. í síma 564- 1490 og á www.glod.is Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 10 er keila í Keiluhöllinni við Öskju- hlíð. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 10 er keila í Keiluhöllinni við Öskjuhlíð og listasmiðjan á Korpúlfsstöðum op- in kl. 13-16 með gleriðnað og tréút- skurð. Norðurbrún 1 | Útskurður með Hall- dóri kl. 9-12, hljóðbókahlustun kl. 11, félagsvist kl. 14. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, handavinnustofan opnar kl. 9, morg- unstund kl. 10, verslunarferð kl. 12.20, framh.saga kl. 12.30, bókband kl. 9. Dans kl. 14, Vitatorgsbandið spilar. Eins og nærri má geta er mikið afskemmtilegum vísum og ljóð- um í Hjartslætti séra Hjálmars Jóns- sonar. Þar segir frá Páli Þorsteins- syni, gömlum einsetumanni í Borgarholtskoti, sem kallaður var Páll í Kotinu: „Sögur hermdu að Páll bruggaði og ætti það til að detta hressilega í það. Afi orti eitt sinn lít- ið ljóð þegar hann frétti af gamla manninum við veisluhöld í kotinu: Háttaði karl í heimavist, hljóð er nótt þess snauða. Eftir að hafa fengið fyrst flösku af svarta dauða. Mældi hann sig við meistarann á mannkærleikans vegi enda reis hann eins og hann upp á þriðja degi.“ Þar er einnig hringhenda eftir Ævar Kjartansson, frænda Hjálmars og bekkjarbróður, sem ort var í tíma hjá Birgi Ágústssyni stærð- fræðikennara: Töflu bendir Birgir á, bjánum sendir tóninn. Allt það lendir utan hjá, oft slíkt hendir flónin. Er Hjálmar sótti tíma hjá Guð- laugi Arasyni, sem hafði fengið verðlaun fyrir skáldsögu sína Eld- húsmellur, töldu ýmsir að slíkur höf- undur hlyti að vera varasamur. En Hjálmar sagði þá jafnan: Hefur brellið hugarþel, haus af dellu bólginn. Annars fellur okkur vel við eldhúsmelludólginn. Vísnahorn pebl@mbl.is Af Hjartslætti Hjálmars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.