Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 6. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,+- )..,*. )).,. *+,))* *),-*/ )0,1-* )*2,-0 ),3133 ).1,2- )0.,+/  456  4 1" 7 8 5 *2)2 )*+,0- )..,00 )*2,*1 *+,)-3 *),-. )0,/3+ )*),*) ),3103 ).1,// )0.,./ *33,210/ %  9: )*1,2- *22,*1 )*2,/ *+,*1+ *),.1+ )0,/-/ )*),11 ),3/)3 )./,*+ )-2,+/ Heitast -8 °C | Kaldast -15 °C Vestan og síðan norðvestan 3-8 og víða él fram eftir degi. Úr- komulítið í kvöld. Frostlaust vestanlands. » 10 Davíð Oddsson lék Örn Árna að leika Davíð Oddsson í Skaupinu en var tek- inn út vegna heildar- myndarinnar. »42 SJÓNVARP» Davíð Örn Oddsson GULA PRESSAN» Tiger Woods gerir það ekki endasleppt. »38 Dúettinn Einóma er með ýmis járn í eld- inum, breiðskífu og sólóplötur en nýút- komin er tveggja laga tólftomma. »36 TÓNLIST» Tveir en samt einn LEIKLIST» Ólafur Ragnar hefur áhrif á leiklistina. »37 TÓNLIST» Yoko Ono leggst í ævi- sagnaskrif. »43 Menning VEÐUR» 1. Bretar leita til ESB 2. Endurreisnaráætlun í uppnámi 3. Hollendingar óánægðir 4. Staðfestir ekki Icesave-lög  Íslenska krónan stóð í stað »MEST LESIÐ Á mbl.is  FJÖLDI manns tók þátt í veðmáli hjá veðbankanum Betsson.com um það hvort forseti Íslands myndi staðfesta lögin um Icesave eða ekki. Búnir voru til stuðlarnir „já“ og „nei“ og samkvæmt veðbanka Bets- son minnkuðu líkurnar á neitun for- setans eftir því sem leið á. Byrjaði nei-stuðullinn í 2,45 en endaði í 2,75. Það þýddi t.d. að sá sem lagði 1.000 krónur undir, um að Ólafur Ragn- ar myndi ekki staðfesta Icesave- lögin, fékk 2.750 krónur til baka. Stuðullinn um að forsetinn myndi staðfesta lögin endaði í 1,45. VEÐMÁL Stuðullinn á neitun forseta Íslands endaði í 2,75  LÖGREGLA var í viðbragðsstöðu við Bessastaði í gær en það reyndist ástæðulaust því aðeins þrír and- stæðingar Icesave höfðu sig út í frostið. Þ. á m. voru þau Gunnar Ólafsson og Kristín Snæfells Arn- þórsdóttir sem kveiktu blys og tjáðu ást sína og aðdáun á forsetanum þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. ÞRÍMENNT Á BESSASTÖÐUM Fámennur en góðmennur mótmælafundur lá á bæn  ALLNOKKUR umræða er að skapast um hinar nýju rafbækur sem Amazon hefur markaðssett undir heitinu Kindle. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, ritstjóri vefritsins Miðjunnar, var mætt í gærmorgun á Rás 1 til að ræða um fyrirbærið ásamt Kristjáni Bjarka Jónassyni. Eins og þjóð- ræknum Íslendingi sæmir var Bryn- dís komin með þýðingu; „kyndill“. Gott og gegnt orð sem vísar til upp- lýsingar en tíminn leiðir væntanlega í ljós hvort það heldur. ÍSLENSKT MÁL Á hinu ástkæra ylhýra má alltaf finna svarið DRENGURINN sem slasaðist í Grafarvogi í fyrrakvöld þegar skotterta sprakk óvænt í andlit hans gekkst undir aðgerð á báðum augum þá um kvöldið. Síðdegis í gær var erf- itt að meta horfur á sjón drengsins, sam- kvæmt upplýsingum augnlæknis. Tilkynnt var um slysið rétt fyrir klukkan sjö í fyrrakvöld. Fleiri piltar voru á staðnum en þeir sluppu ómeiddir. Varað við fikti Þrettándinn er í dag og minnti augnlæknir sem rætt var við fólk á að fara gætilega með flugelda. Þá varar slysa- varnafólk við rangri með- ferð skotelda. Af fikti með flugelda hafi oft orðið al- varleg slys og þá ekki endilega á áramótum heldur dagana í kring. Sviðsstjóri slysavarna hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg vakti athygli á þessu vandamáli nú fyrir áramótin og lagði áherslu á mikilvægi þess að foreldrar ræddu þessi mál við börn sín og fylgdust vel með iðju þeirra í kringum áramótin. Óvissar horfur með sjón drengsins Eftir Víði Sigurðsson og Ívar Benediktsson ÓLAFUR Stefánsson handknatt- leiksmaður sigraði með algjörum yfirburðum í kjöri Samtaka íþrótta- fréttamanna á íþróttamanni ársins 2009. Kjörinu var lýst í gærkvöld og Ólafur stóð þar uppi sem sigur- vegari annað árið í röð, og í fjórða skiptið alls. Aðeins einn íþrótta- maður hefur oftar orðið fyrir val- inu en Vilhjálmur Einarsson hreppti titilinn fimm sinnum. Ólafur fékk fullt hús stiga, 380 stig af 380 mögulegum, rétt eins og þegar hann var kjörinn árið 2008. Það var frábær frammistaða Ólafs með Ciudad Real gegn Kiel í síðari úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðasta vor sem gerði út- slagið í kjörinu þetta árið. Ólafur var þar maðurinn á bak við ótrúleg umskipti á lokakafla leiksins, þegar Ciudad Real sneri vonlítilli stöðu í frækinn sigur. Hann skoraði 8 mörk í leiknum og gerði markið sem réð úrslitum í lok leiksins. Eiður Smári Guðjohnsen knatt- spyrnumaður varð annar en hann varð Evrópu- og Spánarmeistari, sem og spænskur bikarmeistari, með Barcelona. Eiður fékk 187 stig. Þóra Björg Helgadóttir knatt- spyrnukona varð í þriðja sæti en hún var kjörin besti leikmaðurinn í norsku úrvalsdeildinni og var í stóru hlutverki í landsliði Íslands sem lék í úrslitakeppni Evrópu- mótsins. Þóra fékk 164 stig. „Ég er bara sáttur við þá stöðu að vera í næstur á eftir Vilhjálmi ef eitthvað er á annað borð til sem telst vera á undan eða á eftir,“ sagði Ólafur spurður hvort hann langaði til þess að vinna nafnbótina í fimmta sinn. „Ég geri mitt og Vil- hjálmur gerði sitt á sinni tíð. Við er- um uppi á tvennum ólíkum tímum þótt vissulega vöknum við báðir á hverjum morgni með ákveðna stefnu og markmið í huga fyrir okkar líf,“ sagði Ólafur. „Ég hef verið heppinn á mínum ferli en einnig verið ófeiminn við að leita leiða til þess að þróa mig áfram og halda þar í þá hörðu þró- un sem átt hefur sér stað í hand- knattleiksíþróttinni á síðustu fimm- tán árum. Hér heima verða menn að gera sér ljóst mikilvægi þess að leita sér þekkingar til þess að halda áfram að þróast.“ | Íþróttir Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins 2009 með fullt hús stiga „Sáttur við að vera næstur á eftir Vilhjálmi“ Morgunblaðið/Golli Fjórði Ólafur Stefánsson er íþróttamaður ársins í fjórða skipti og aðeins Vil- hjálmur Einarsson hefur oftar hlotið þetta eftirsótta sæmdarheiti. Menn verða að gera sér ljóst mikilvægi þess að afla sér nýrrar þekkingar Þriðja Þóra B. Helgadóttir, sem varð þriðja, ásamt Sigurði Elvari Þórólfssyni, formanni SÍ. HÚN Sigga Dóra leggur áherslu á notalegt andrúms- loft á nýju heilsustöðinni sinni sem hún opnaði um síð- ustu helgi. Hún vill að öllum líði vel í fámennum hópum. „Þó að kreppa sé í þjóðfélag- inu veit fólk að það á að bera ábyrgð á heilsu sinni, að hugsa um sálartetrið.“ Eins og heima

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.