Morgunblaðið - 06.01.2010, Page 15

Morgunblaðið - 06.01.2010, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 við að skapa traust í garð þjóðar- innar. Óvissa eða uppnám í fjár- málalegum samskiptum við önnur ríki getur haft ófyrirsjáanlegar, víðtækar og mjög skaðlegar afleið- ingar fyrir íslenskt samfélag. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að ekki má dragast upp sú mynd gagnvart umheiminum að Ísland ætli að hlaupast frá skuldbind- ingum sínum og verður það gert með sérstakri tilkynningu. Ríkis- stjórn Íslands lýsir vonbrigðum með ákvörðun forseta og í ljósi þeirra alvarlegu áhrifa sem synjun forseta Íslands kann að hafa mun ríkisstjórnin nú meta stöðu mála og horfur varðandi þá endurreisnar- áætlun sem hún hefur fylgt með góðum árangri.“ miðlafólki öllu sem beið í anddyri Stjórnarráðsins jafn mikið á óvart og tóku sumir andköf þar sem þeir hlýddu á beina útsendingu frá Bessastöðum í gegnum farsíma sína. Frá því andartaki breyttist einnig andrúmsloftið, úr afslöppuðu í yfirspennt. Fyrir voru fáir fjölmiðlamenn, en allt í einu tóku þeir að streyma að Stjórnarráðinu. Og héngu á hurðarhúninum þar til opnað var inn í fundarherbergið. Allt gert sem í okkar valdi stóð „Ríkisstjórnin hefur farið yfir málið eftir að niðurstaða forseta Íslands var kunngjörð, sem ríkis- stjórnin vissi ekki um fyrr en um leið og hún var tilkynnt þjóðinni.“ Á þessa leið hófst blaðamanna- fundur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Eftir upplestur yfirlýsingar sagðist Jóhanna m.a. ekkert vilja segja til um hvort til greina komi að ríkisstjórnin segi af sér. Hún sagði málið skoðað í heild og ekk- ert útilokað. Spurð út í áhrif ákvörðunar forsetans sagði Jó- hanna: „Þetta hefur áhrif á ýmsar efnahagsstærðir. Það er alveg ljóst þegar málinu er teflt í svona upp- nám og óvissu eins og nú er fram- undan með þessari þjóðaratkvæða- greiðslu.“ Þegar talið barst að Bretum og Hollendingum sagði forsætisráð- herrann: „Ríkisstjórnin hefur gert allt sem í hennar valdi stendur og stóð við það sem hún lofaði okkar viðsemjendum, að við hefðum meirihluta fyrir þessu máli á Al- þingi og það höfum við gert. Síðan fer málið í þennan farveg sem stjórnarskráin segir til um, og for- seti hefur notað þennan málskots- rétt og vísað málinu til þjóð- arinnar. Það er hans ákvörðun en ekki okkar.“ Jóhanna sagði að ríkisstjórnin muni gefa sér eins stuttan tíma og mögulegt er til að ákveða fram- haldið. „Það þarf að eyða allri óvissu eins og hægt er, en við er- um auðvitað komin út í óvissu- ástand hér með þessari ákvörðun forsetans.“ Hún bætti við að auð- vitað yrði því framfylgt sem þarf að gera varðandi þjóðar- atkvæðagreiðslu. Staðurinn - Ræktin telpurS onuK r Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Velkomin í okkar hóp! Öllum námskeiðum fylgir frjáls aðgangur að tímum í opna kerfinu og tækjasal. Á heimasíðunni okkar, www.jsb.is færðu svo nánari upplýsingar um það sem við höfum að bjóða. Nýtt! MÓTUN Teygju- og styrktaræfingar.Æfingakerfi hannað af Báru Magnúsdóttur 60+ Líkamsrækt fyrir konur 6 0 ára og eldri TT 3Lokuð 9 vikna átaksnámskeið 3x í viku fyrir stelpur 16-20+ ára Rope Yog a Heildræn t hug- og heilsuræ ktarkerfi . Lokuð 9 vikna ná mskeið ATH höf um bæt t við nýj um tímu m kl. 10:00 miðviku - og föst udaga TT – Átaksnámskeiðin sívinsælu. Lokuð 9 vikna námskeið 3x í viku. ATH höfum bætt við nýjum tímum kl. 10:15 STOTT Pilates Æfingakerfi byggt á pilatesæfingum Joseph Pilates. Síðdegistímar 2xí viku.Byrjenda- og framhaldsnámskeið E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Gleðilegt nýtt ár! Innritun hafin á öll námskeið Sími 581 3730 Des.:Alþingi ályktar að fela stjórn- völdum að gera samninga vegna innstæðureikninga á EES-svæðinu. Gert er samkomulag við bresk og hollensk yfirvöld um lántöku hjá ríkjunum til að Ísland geti tryggt lágmarksinn-stæðuvernd. 2009 Júní:Gengið frá samningum viðBreta ogHollendinga vegna Icesave-málsins eftir rúmlega hálfs árs viðræður. Júlí: Ekki er nægurmeirihluti fyrir samningnum um ríkisábyrgðina og Alþingi hefur málið til umfjöllunar allt sumarið. Fjárlaganefnd vinnur í tíu vikur að því að ná sátt um frumvarpið. Ágúst: Alþingi samþykkir frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldameð fyrirvörum um að ríkisábyrgðin taki aðeins gildi sætti Bretar og Hollend- ingar sig við fyrirvarana sem settir eru við ábyrgðina. Sept.: Forseti Íslands staðfestir lög um ríkisábyrgð á lán Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu með áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis. Okt.: Fjármálaráðherra undirritar sérstakan samþykktar- og við- aukasamning Íslendinga,Breta og Hollendinga vegna Icesave-sam- komulagsins. Icesaving, samtök hollenskra innistæðueigenda Icesave-reikninga, kæra FME til Eftirlits-stofnunar EFTA í Brussel vegna stofnunar Nýja Landsbankans á grundvelli neyðarlaganna. Des.: Icesave-lagafrumvarpið samþykkt á Alþingimeð 33 at- kvæðum gegn 30. 2010 Jan.: Forseti Íslands synjar Icesave- lögunum staðfestingar, eftir að hafa fengið í hendur áskorun Indefence- hópsinsmeð tæplega 60.000 undirskriftum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.