Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 ✝ Þóra KarólínaÞórormsdóttir fæddist á Fossi við Fá- skrúðsfjörð 2. maí 1922 . Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi á að- fangadag. Hún var dóttir hjónanna Þór- orms Stefánssonar verkamanns á Fá- skrúðsfirði, f. á Stöðv- arfirði 23. apríl 1894, d. 12. maí 1981 og Stefaníu Indr- iðadóttur húsmóður á Fáskrúðsfirði, f. á Eyri við Fá- skrúðsfjörð 4. maí 1898, d. 7. nóv. 1959. Hún var ein af 14 systkinum. Systkinin voru Björg, Oddný, Ósk- ar, Þóra Karólína, Steinþór (eldri), 1944, Þórormur, f. 1947, d. 1987, drengur, f. 1948, d. 1948, Hörður, f. 1950, Jóhanna, f. 1951, Sigrún, f. 1959 og Trausti, f. 1963. Fyrir átti Júlíus soninn Jón Emanúel, f. 1942. Júlíus og Karólína eiga 9 barnabörn og 6 barnabarnabörn. Karólína ólst upp í foreldra- húsum í stórum systkinahópi og voru systkinin alla tíð mjög sam- rýnd. Karólína fór snemma að vinna fyrir sér sem vinnukona í sveit. Hún flutti til Reykjavíkur 19 ára gömul og vann sem vinnukona til að byrja með. Síðan fór hún að vinna í Al- þýðubrauðgerðinni og í Sjó- klæðagerðinni. Eftir að börnin fæddust sinnti hún heimilinu og vann jafnframt ýmis störf, m.a. sem dagmóðir og við saumaskap. Hún keypti sér prjónavél og prjónaði allskyns varning, en fór aftur út á vinnumarkaðinn þegar börnin uxu úr grasi. Útför Karólínu fer fram frá Kópavogskirkju í dag, miðvikudag- inn 6. janúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Margeir, Páll, Að- alheiður, Ingibjörg, Flosi, Þór, Indriði, Indíana og Steinþór (yngri), og er Að- alheiður ein eftir á lífi. Karólína giftist 2. október 1943 Júlíusi Sigurðssyni Júl- íussyni leigubílstjóra, f. 20. mars 1920. For- eldrar hans voru: Em- anúel Júlíus Bjarna- son húsasmiður, f. 7. júlí 1886, d. 19. nóv. 1969 og Jóhanna Jóhannesdóttir iðnverkakona, f. 18. des. 1889, d. 20. jan. 1949. Karólína var iðnverka- kona og húsmóðir. Karólína og Júl- íus áttu 7 börn, þau eru: Stefanía, f. Þegar ég stend frammi fyrir þeirri staðreynd að móðir mín blessuð er fallin frá leitar hugurinn auðvitað til baka til allra góðu stundanna sem ég átti með henni. Fyrir mér var mamma þessi hlýja og kærleiksríka mann- eskja sem var alltaf til staðar fyrir okkur systkinin. Ég man ennþá vel eftir því þegar ég nokkurra ára gam- all skreið iðulega upp í hjónarúm á nóttunni til að kúra í hlýjunni hjá mömmu. Ég á líka góðar minningar frá því þegar ég sem unglingur nýbyrjaður í Þinghólsskóla fékk að vinna með mömmu í Lollípopp-gerðinni sem hún sá um en þar var framleitt popp fyrir nokkur kvikmyndahúsa borgarinnar. Allt sem hún gerði þar eins og annars staðar gerði hún af samviskusemi og heilindum og hún lagði mikla áherslu á að vinna hratt og vel og að slugsa ekki. Maður gat alltaf leitað til mömmu ef eitthvað bjátaði á og hún hlustaði á mann með athygli og gaf manni góð ráð. Hún gat haft mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og mál- efnum og hvikaði ekki svo glatt frá þeim. Mamma hafði góðan húmor og var alltaf skemmtilegur félagsskapur. Mér eru minnisstæðar kvöldstundir sem við áttum saman fyrir framan sjónvarpið þegar ég var kominn heim frá námi í Frakklandi. Þá horfðum við mamma einhverju sinni saman kvöld eftir kvöld á úrslitakeppnina í körfu- bolta og skemmtum okkur konung- lega, enda hafði mamma alltaf gaman af spennandi íþróttaleikjum. Eftir að við Helga eiginkona mín eignuðumst son okkar Óskar Tinna fengu heimsóknirnar á Þinghóls- brautina nýja merkingu en það var eins og öll börn drægjust að mömmu. Hún var líka sífellt að prjóna hosur, húfur og vettlinga á yngstu barna- börnin og barnabarnabörnin, nánast alveg fram á síðasta dag. Mamma hélt alla tíð miklu sam- bandi við fjölskylduna sína á Fá- skrúðsfirði og var aldrei ánægðari en þegar við fórum þangað í heimsókn. Heimili mömmu og pabba stóð ætíð opið fyrir skyldmennin að austan sem mörg dvöldu þar í lengri eða skemmri tíma. Síðustu árin barðist mamma við heilsuleysi og varð fyrir áföllum, en hún reis jafnan upp aftur. Hún kvart- aði ekki og var alltaf glöð að fá okkur í heimsókn. Þó að líkamleg heilsa væri misjöfn var andleg heilsa góð allt þar til yfir lauk. Takk fyrir allt, mamma. Trausti. Elsku besta amma mín, hvað ég mun sakna þín. Þú varst límið sem hélst heiminum saman og án þín er ég hrædd um að hann liðist í sundur og hrynji. Þú veittir mér og okkur öllum öryggi, hlýju og festu sem er grunnurinn að því að geta orðið ærleg manneskja og að geta tekist á við lífið sem er marg- breytilegt og ekki alltaf auðvelt. Það eru ótal stundir sem ég man frá þeim tíma sem ég bæði bjó hjá þér og kom í heimsókn. Þú varst alltaf til staðar, fasti punkturinn í lífi mínu og gafst og elskaðir skilyrðislaust. Ekki svo að skilja að þú hafir ekki gert kröfur, veitt aðhald og aga, það var jú hluti af örygginu. Maður vissi alltaf hvort maður hafði gert rétt eða rangt en það voru engin læti og engin eftirmál, þú gast sagt manni til með örfáum orðum eða jafnvel augnatillitinu einu saman. Þannig lærði maður muninn á réttu og röngu og fékk vissu fyrir því að þér var ekki sama hvernig mann- eskja maður væri. Traust og virðing var eitt af því sem maður bar fyrir þér og fékk mann til þess að vilja gera betur og verða sú manneskja sem þú gætir orðið stolt af. Börnin mín þrjú voru svo heppin að fá að kynnast þér og þinni rólegu, hlýju umhyggju (eins og .þau orðuðu það) og búa þau að því alla ævi. Ég mun ávallt hafa þig að leiðarljósi og þú munt fylgja mér ævi- langt í hug og hjarta. Það veitir mér styrk að hafa ennþá elsku afa minn sem var alltaf nálægur og alltaf tilbúinn að spjalla, segja manni sögur og koma manni til hjálp- ar þegar þörf var á. Takk fyrir allt elsku amma. Þóra Vilhjálmsdóttir. Nú er hún Lína amma dáin. Okkur langar til þess að setja niður á blað nokkur orð til að minnast hennar. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann á tímamótum sem þessum. En fyrst og fremst er það kannski þakklæti fyrir að hafa kynnst þessari einstöku konu. Við fjölskyld- an erum tíðir gestir á heimili Línu og Júlla á Þinghólsbrautinni og ekki að ástæðulausu því móttökurnar eru ávallt góðar. Lína var mikil barnakona og má segja að garðurinn hjá þeim Línu og Júlla hafi smámsaman breyst í leik- völl eftir að yngstu barna- og barna- barnabörnin fæddust. Það er því greið leið að kíkja til ömmu og afa yfir sumartímann og fá að leika í garð- inum. Að koma þangað er eiginlega eins og að koma heim. Manni leið eins og heima hjá sér og upplifði sig alltaf velkomin. Það er varla hægt að minn- ast Línu án þess að nefna sunnudag- ana. Á hverjum sunnudegi klukkan tólf er hádegismatur á Þinghólsbraut- inni og þau eru ófá skiptin sem við fjölskyldan höfum verið í mat eða litið við í kaffi klukkan fjögur. Lína var mjög handlagin. Hún þoldi ekki hangs og ef eitthvað þurfti að gera var það drifið af. Það fór í taugarnar á henni að geta ekki gert allt sem hún hafði gert áður eftir að ellin fór að segja til sín. Hún var mikil handavinnukona og prjónana og saumaskapinn hafði hún nánast fram á síðasta dag. Hún prjónaði alla sokka og vettlinga á börnin og meira að segja dúkkur barnanna voru ekki skildar útundan. Lína amma hafði fengið nokkur áföll undanfarin ár og heilsan ekki verið upp á sitt besta. Hún var hörku- kona og lét fátt stöðva sig. Hún hafði þó á orði þegar hún lagðist inn á spít- ala í byrjun desember að það kæmi nú að því að hún risi ekki upp aftur. Hún reyndist sannspá því að hún lést á að- fangadag. Þetta er mikill missir, sér- staklega fyrir Júlla eftirlifandi eigin- mann hennar en þau voru saman í 68 ár. Við eigum öll eftir að sakna henn- ar. Helga, Brjánn, Björt og Úlfur. Þóra Karólína Þórormsdóttir ✝ Kristín SoffíaTheodórsdóttir fæddist í Reykjavík 25. desember 1922. Hún lést í Reykjavík 23. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Svein- björn Theodór Jak- obsson, skipamiðlari í Reykjavík, og Krist- ín Pálsdóttir kona hans. Soffía var næstelst í hópi sjö systkina: Elst var Sigríður sem var gift Þórarni Guðnasyni, þau eru nú bæði látin; síðan kom Soffía; þá Helga sem var gift Albert Hans- syni, þau eru nú bæði látin; Björn, sem nú er látinn, kvæntur Gull- borg Theodórsson; Þórunn gift Baldri Jónssyni; Páll kvæntur Svandísi Skúladóttur og Steinunn gift Gylfa Pálssyni. Soffía lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1941, sem þá var fremur fátítt fyr- ir ungar stúlkur. Að námi loknu sinnti hún skrifstofustörfum, lengst af sem skrifstofustjóri rann- sóknastöðvarinnar á Keldum. Systkinabörn Soffíu voru stór hópur og hún rækti vel þau tengsl og fóstraði reyndar sum þeirra um lengri og skemmri tíma, og sama máli gengdi um næstu kyn- slóð þar á eftir. Þegar hún gat farið á eftirlaun á besta aldri sam- kvæmt svokallaðri níutíuárareglu, ákvað hún að gera það einmitt til þess að geta sinnt þessum börnum og barna- börnum systkina sinna. Soffía var alla æfi mjög fróðleiksfús og mikill náttúruunn- andi. Hún las mikið og hafði yndi af ferðalögum, bæði um framandi lönd en ekki síður um óbyggðir Íslands og hún var með- al annars í þeim hópi brautryðj- enda sem tók þátt í ferðum Jökla- rannsóknafélagsins á Vatnajökul. Hún var góður bridsspilari og stundaði það til síðasta dags. Tón- list var henni hjartfólgin, hún sótti mikið tónleika og hafði skýran og næman smekk í þeim efnum, en hún sótti líka leikhús, myndlist- arsýningar og annað sem mátti auðga andann. Hún var róttæk og réttsýn í skoðunum, umhverf- isvernd var snemma áhugamál hennar og hún kenndi þeim ung- mennum sem hún annaðist að sýna náttúrunni og meðbræðrum sínum virðingu. Útför Soffíu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 6. janúar 2009, og hefst athöfnin kl. 15. Soffía móðursystir mín safnaðist á vit forfeðra sinna á Þorláks- messu. Sigga og Soffa The voru elstar sjö systkina og voru um tví- tugt búnar að missa báða foreldra sína. Theódór lærði heimspeki í Kaupmannahöfn en var skipamiðl- ari þegar heim var komið. Kristín var dóttir Páls Einarssonar fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur og síðar hæstaréttardómara og Sigríðar Thorsteinsson. Kristín var alin upp við nokkuð ákveðin borgara- leg gildi, mátti hvorki borða grá- fíkjur úti á götu né ganga ein heim að kvöldlagi. En á millistríðsárun- um sem börn Kristínar og Theó- dórs voru að alast upp, fyrst á Vesturgötu 38 og síðar á Sjafn- argötu 11 var tíðarandinn að breytast, ekki síst hvað uppeldi ungra stúlkna varðaði. Soffa og Sigga mamma mín töl- uðu oft um ferðalagið sem þær voru sendar í uppí Borgarfjörð 10 og 11 ára gamlar. Þær fóru með skipi á Akranes og þaðan með mjólkurbíl. Fóru víða og hlógu oft að minningunum seinna, t.d. þegar þær voru að ræða við borgfirska bændur um sprettu í túnum eða borginmannlegar að kalla eftir ferju yfir Norðurá. Þarna hefur ef til vill verið sáð fræi hinnar lifandi ferða- og náttúruþrár sem þær systur voru haldnar alla tíð. Á stríðsárunum tjölduðu þær t.d. með vinkonum á Þingvöllum í heil- an mánuð, gengu mikið og nutu lífsins. Soffa fór nokkrar ferðir með Jöklarannsóknafélaginu á Vatnajökul og lýsti því fyrir okkur krökkunum á Sjafnó að það væri hápunktur tilverunnar að hanga aftan í snjóbíl með skíði á fót- unum. Hún las fyrir okkur um Friðþjóf Nansen og Edmund Hillary og við hrifumst með sögum af fræknum landkönnuðum og fjallamönnum. Ég man eftir ákafri leit að Klettafrú sem hana langaði svo að sýna mömmu nálægt Skaftafelli, held að skoran hafi ekki fundist þar sem hún hrein- lega spratt út úr berum klettinum eins og hún var búin að lýsa fjálg- lega fyrir systur sinni. Systurnar Soffa og Sigga fóru báðar að vinna eftir stúdentspróf. Sjafnargata 11 var víst stundum kölluð Sólskinsblettur 11, þar var gestkvæmt; hlustað á klassíska músík, lesið og eflaust oft partý og gleði. Soffa vann hjá Kveldúlfi en síðar á Tilraunastöðinni á Keldum hjá Birni Sigurðssyni lækni og sá um daglegan rekstur þar um áratuga skeið. Þegar hún fór á eftirlaun varð hún ská-amma eða fóstra nokkurra frænsystkina, sérstak- lega Theódóru bróðurdóttur minnar og Þórarins sonar míns. Hún sá til þess að krakkarnir lærðu heima, en var líka enda- laust til í að tala um allt milli him- ins og jarðar, fara út í ævintýra- ferðir, jafnvel bara með strætó út í buskann. Við, fjórmenningaklík- an, fórum oft út úr bænum en þegar Soffa var 72 ára í sumarhús í Danmörku þar sem við hjóluðum með hana í broddi fylkingar. Síð- ustu árin fékk hún bara ferðasög- ur og myndir og klíkan lét sér duga að borða saman steiktan fisk og kartöflur með kókósúpu í eft- irmat. Hún kveið ekki síðasta ferðalaginu, kvaddi mig með geislandi bros í augum. Minning Soffu frænku mun lifa í hjörtum okkar. Helga Þórarinsdóttir. Mínar minningar með Soffu frænku eiga sér flestar stað á Ljósó sem ég mun ávallt líta á sem mitt annað æskuheimili. Þar eyddi ég bróðurparti æskuára minna í umsjón hennar þar sem mikið var brallað, spilað og lært. Ótal atvik og uppátæki okkar Soffu rifjast upp á tímamótum sem þessum og langar mig að rifja upp ferðir okkar Soffu uppí Tónó. Ég stundaði píanónám við Tónmenntaskólann í Reykjavík á Lindargötunni eða Tónó eins og við Soffa kölluðum hann alltaf. Við tókum alltaf strætó uppeftir og Soffa gekk Laugaveginn fram og til baka á meðan ég var í tíma. Soffa var ávallt mætt á réttum tíma og beið yfirleitt eftir mér í biðstofunni þegar tíminn var bú- inn. Eftir Tónó var hefð hjá okk- ur að fara á kaffihús þar sem Soffa fékk sér kaffibolla og ég fékk skúffuköku og mjólk. Eftir að hafa prófað flestöll kaffihús miðbæjarins var lokaniðurstaða okkar sú að Tíu Dropar væru með bestu skúffukökuna þar sem hún var krydduð með sykri á botn- inum. Enn þann dag í dag er skúffu- kakan mitt fyrsta val þegar ég fer út í bakarí og minnir mig ávallt á gömlu góðu tímanna með Soffu frænku. Hvíl í friði, kæra frænka. Theódóra. Soffía Theodórsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRG GUÐNADÓTTIR, Hvoli, Mýrdal, sem lést sunnudaginn 27. desember, verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 9. janúar kl. 14.00. Arnþrúður Sigurðardóttir, Kristín J. Sigurðardóttir, Gunnar R. Ólason, Eyjólfur Sigurðsson, Ásdís Gunnarsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Kristján Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ÞÓRA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, andaðist á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn 31. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. janúar kl. 15 00. Baldvin Jónsson, Margrét S. Björnsdóttir, Ólafur Örn Jónsson, Konráð Ingi Jónsson, Anna Sigurðardóttir, Helga Þóra Jónsdóttir, Þormóður Jónsson, Sigríður Garðarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.