Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Garðar MultiOne fylgihlutir Eigum á lager mikið úrval fylgihluta fyrir MultiOne fjölnotavélarnar. Orkuver ehf. www.orkuver.is Sími: 534-3435. MultiOne Eigum á lager nýjar MultiOne fjölnotavélar í ýmsum stærðum. Orkuver ehf. www.orkuver.is Sími: 534-3435. Gisting Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri- Þrjú svefnherbergi (78 fm). Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt internetsam- band. Upplýsingar í síma 618-2800, eða www.saeluhus.is Heilsa REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI STREITU- OG KVÍÐALOSUN Notuð er m.a. dáleiðsla og EFT (Emotional Freedom Techniques). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694-5494, www.EFTiceland.com. Heimilistæki Óska eftir ísskáp á 10 - 15 þús. eða gefins, hæð 1.80. Upplýsingar í síma 551 7508. Húsnæði í boði 3ja herb. 100 fm. í Bústaðahverfi 100 fm neðri hæð í einbýli til leigu í Ásenda. Langtímaleiga. Húsgögn geta fylgt með. Verð 120 þús. á mán. Trygging 3 mán. eða víxill. Laus strax. Upplýsingar í síma 860 1015. Atvinnuhúsnæði Ártúnshöfði Til leigu 76 fm á götuhæð við umferðargötu. Stórir gluggar, snyrtilegt húsnæði, flísalagt. Leigist með hita, rafmagni og hússjóði. Uppl. í síma 892-2030. Bílskúr Flash 2 Pass fjarstýringar Fjarstýringar f. bílskúrshurðaopnara. Virkar með ljósabúnaði bílsins eða mótorhjólsins. Kynntu þér málið. www.orkuver.is Sími: 534-3435. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Útsala – Útsal - Útsala Postulín og kristall gjafavörur í úrvali. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Útsala- Útsala - Útsala Handskornar trévörur frá Slóvakíu. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Óska eftir KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Útsala - Útsala Kristalsskartgripir frá Tékklandi og Slóvakíu. Slóvak Kristall, Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4331. Bílaþjónusta Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Húsviðhald Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598. Kerrur Kerrur sem hægt er að fella saman - Orkel FoldTrailer kerrurnar er hægt að fella saman, þær taka því lítið pláss í geymslu. Orkuver ehf. www.orkuver.is Sími: 534-3435. Einkamál Stefnumót.is Stefnumót.is er vandaður vefur fyrir fólk á öllum aldri sem vill kynnast með félagsskap, vinskap eða varan- leg kynni í huga. Vefurinn er gjaldfrjáls. Þær hörmulegu frétt- ir bárust mér eftir- miðdaginn þann 18.12. að félagi minn og vinur, Björn Björnsson, hefði látist í umferðarslysi á Hafnarfjarðarveginum þá um morguninn. Leiðir okkar Björns lágu saman í áratugi, fyrst í aðalstjórn Hauka, þar sem hann var formaður til skamms tíma og síðan í gegnum handknattleiksdeild Hauka þar sem Björn lagði virka hönd á plóginn. Þegar um hægðist í handboltanum rann á okkur Björn nánast golf-æði og var spilað á Hvaleyrinni vetur, sumar, vor og haust í öllum veðr- um. Minnisstæðar eru margar golf- ferðir til útlanda og þá aðallega til Englands þar sem Björn var á heimavelli. Íslenskir golfvellir fengu líka að kenna á því og þá voru Austfirðir honum kærir, enda átti hann ættir að rekja þangað. Þá var oft gist í Kolstaðagerði inn af Egilsstöðum og var oft gestkvæmt þar. Fróður var Björn um land og þjóð með eindæmum, þekkti nánast hvern bæ og gat rakið ættir ábú- enda og ættingja þeirra langt inn í torfbæina. Tvennt var það sem Björn mat mikils í fari manna. Það fyrsta að vera sannur Haukamaður og í öðru lagi að vera góður framsóknarmað- ur. Björn var einn af stofnendum Golfklúbbsins Keilis og hélt tryggð við klúbbinn ævilangt. Eftir alvar- leg veikindi fyrir nokkrum árum síðan varð Björn að leggja golfið á hilluna. Björn gekk undir nafninu Járnkarlinn meðal vina á golfvell- inum því trékylfa var ekki til í pok- anum hans. Fræg eru ummæli hans Björn Björnsson ✝ Björn Björnssonfæddist á Syðra- Laugalandi í Eyjafirði 8. júní 1947 Hann lést 18. desember sl. Björn var jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 5. janúar sl. á svölum nýja golf- skálans þegar hann leit yfir nýja æfinga- svæðið á Hvaleyrinni og spurði: Hvar er þetta nýja æfinga- svæði? En þangað fór Björn aldrei. Blessuð sé minning vinar míns Björns Björnssonar og sendi ég börnum hans og ættingjum hans mín- ar dýpstu samúðar- kveðjur. Sigurjón Gunnarsson. Föstudaginn 18. desember var hringt í mig og mér sagt að vinur minn Björn Björnsson væri dáinn. Manni verður orðfátt við að heyra svona slæmar fréttir. Ég kynntist Birni á unglings- árum og urðum við góðir félagar og vorum það alla tíð. Ungur maður starfaði hann við innflutning á ýms- um vörum. Björn vann á Keflavík- urvelli við verslunarstörf og fleira en varð að hætta vegna veikinda. Margs er að minnast á löngum vinaferli. Stundum var farið í veiði- túra ásamt öðrum félögum í sil- ungsveiði og laxveiði. Björn var í hestamennsku á yngri árum, fór í útreiðartúra ásamt vinum sínum og foreldrum. Hann var félagi í Hestamanna- félaginu Sörla í Hafnarfirði. Átti Björn góða hesta, meðal annars Austra frá Ketilsstöðum sem Björn keypti af frændum sínum fyrir austan sem eru landsþekktir hrossaræktendur. Austri vann til verðlauna á hestamótum. Oft var farið á mót, t.d. fjórðungsmót og landsmót, og var mikil skemmtun á þeim mótum. Ættir Björns eru gríðarstórar, mikið af frændum og frænkum, og var ótrúlegt hvað hann þekkti það vel, og vissi allt um við hvað það starfaði. Hann var mjög frændræk- inn maður. Ekki er ósennilegt að foreldrar hans hafi sagt honum frá skyldfólki sínu á ferðalögum um landið þegar hann var ungur drengur og hann hafi lagt það vel á minnið. Björn talaði við marga og þekkti mjög mikinn fjölda fólks. Hann hafði gaman af að spila brids, spilaði hjá eldri borgurum í Hafn- arfirði, í Kópavogi og við frændur sína í Reykjavík. Ekki er annað hægt en tala um stjórnmálin og íþróttirnar. Björn var mikill stuðningsmaður Fram- sóknarflokksins alla tíð. Og var allt best í hans huga sem sá flokkur gerði. Var oft tekist hart á í stjórn- málunum, talaði hann þá hátt og skýrt, og lét marga heyra það. Þá var oft ekki gott að vera sjálfstæð- ismaður eða í Samfylkingunni. Vinstri grænir sluppu stundum bet- ur. Björn hafði mikla ánægju af íþróttum, sérstaklega handbolta. Ungur innritaðist hann í Hauka Í Hafnarfirði og lék með þeim, þegar hann var ungur piltur. Síðar varð hann formaður handknattleiks- deildar Hauka um skeið. Björn var mjög mikill stuðningsmaður félags- ins, fór á marga leiki allt til síðustu stundar. Ég kveð þig nú, vinur og félagi. Börnum þínum, ættingjum öllum og vinum, sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Viðar Sæmundsson. Það var vor í lofti og hugur í mönnum á aðalfundi Hauka í mars 1973 þegar okkur ungliðunum á fundinum var misboðið vegna ákveðins máls er fram var borið af stjórn félagsins sem skipuð var eldri og reyndari mönnum en okk- ur. Ákveðinn var framboðslisti á staðnum með Björn Björnsson sem formannsefni. Við höfðum erindi sem erfiði og var Björn kosinn for- maður félagsins, þá 25 ára gamall. – Húsum hjá Haukum var Björn vel kunnugur því hann hafði um langan tíma starfað í félaginu sem iðkandi, keppandi og stjórnarmað- ur, – var m.a. einn af strákunum hans Guðsveins. Undirritaður minnist margra ánægjustunda frá barnæsku til dagsins í dag með Birni í leik og starfi. – Fallinn er traustur félagi og vinur – traustastur allra Hauk- um og Framsóknarflokknum. – Um leið og Knattspyrnufélagið Haukar þakkar góð störf í þess þágu sendir það börnum og ættingjum innileg- ustu samúðarkveðjur. Góðs vinar er saknað. Nú ertu lagður lágt í moldu og hið brennheita brjóstið kalt. Vonarstjarna vandamanna hvarf í dauðadjúp – en drottinn ræður. (Jónas Hallgrímsson) Bjarni Hafsteinn Geirsson. Björn Björnsson fæddist 8. júní 1947. Í þá tíð bjuggu foreldrar hans Björn Ingvarsson síðar yfirborg- ardómari og Margrét Þorsteins- dóttir, systir undirritaðs, að Kaup- angi í Kaupangssveit, mikilli vildisjörð. Margrét, sem lést síðast- liðið haust hafði kynnst Birni þegar þau voru bæði við nám í Mennta- skólanum á Akureyri. Björn lauk lagaprófi 1944. Þau settust að í Kaupangi og ráku þar búskap en Björn stundaði einnig lögmanns- störf á Akureyri. Á skólaárum mín- um í Menntaskólanum á Akureyri var ég heimagangur í Kaupangi. Margrét systir mín reyndist mér mjög vel og sama gegndi með mann hennar Björn, einn af mætari mönnum á minni lífsleið. Björn hafði fengið Kaupang í arf frá föður sínum, Ingvari Guðjónssyni útgerð- armanni, en Margrét undi sér ekki þar og þau ákváðu að bregða búi. Björn réðst sem fulltrúi til sýslu- mannsins í Hafnarfirði síðla árs 1947. Þangað fluttu þau með syn- ina, Björn, Ingvar síðar lögmann sem lést 1997 og Þorstein. Þau bjuggu alla tíð í Hafnarfirði og þar ólust synirnir upp á miklu mynd- arheimili. Bjössi, eins og hann var jafnan kallaður lauk námi að Núpi í Dýra- firði og var í tvo vetur í versl- unarskóla í Brighton á Englandi. Bjössi bar sig alltaf vel. Þannig kom hann mér fyrst fyrir sjónir þegar ég tók á móti honum fimm ára þegar hann kom til Reyðar- fjarðar með Catalinaflugbát og var í umsjá flugþernu. Hann var með grænan hatt með kverkól undir hökuna, í kúrekaskyrtu, stuttbux- um og háum sportsokkum, rogginn á svipinn. Björn starfaði lengi í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og rak eigin heildsölu. Hann eignaðist tvö börn, Björn Viðar og Margréti, með þá- verandi konu sinni, Sigrúnu Hall- dórsdóttur. Fósturbörn hans, Hildi- gunnur og Halldór, voru honum einnig kær. Björn fékk heilablóðfall fyrir mörgum árum og lamaðist á ann- arri hlið en hélt máli og skýrri hugsun. Hann var fær bridgespilari og spilaði einn dag í viku með mér, Jóni bróður mínum fyrrum yfir- lækni og Birgi Jóhannssyni tann- lækni. Birgir hélt nákvæmt upp- gjör um stöðuna og var Björn sá eini sem var í plús en við hinir allir í mínus og ég í honum mestum. Björn hafði góða lund og var vel að sér um menn og málefni. Hann var fróður um alla landshagi. Hann var hændur að Fljótsdalshéraði og feðraslóðum okkar Egilsstöðum. Hann var ættrækinn með afbrigð- um. Um tíma var hann hjá Pétri afabróður sínum á Egilsstaðabúinu sem þá var tvískipt milli bræðr- anna Péturs og Sveins Jónssona en Þorsteinn faðir minn og afi Bjössa var elstur Egilsstaðasystkina. Það var ekki skrýtið þótt það syði á Birni framsóknarmennskan. Afi hans Þorsteinn kaupfélagsstjóri og stjórnarmaður í SÍS áratugum saman var einn helsti framsókn- arpáfi Austurlands. Margrét móðir hans var alla tíð mikil framsókn- armanneskja og er þá vægt til orða tekið. Ég og börn mín vottum öldr- uðum föður Björns, eftirlifandi bróður, börnum, fósturbörnum og móður þeirra innilega samúð vegna sviplegs fráfalls okkar kæra frænda. Blessuð sé minning góðs drengs. Þorgeir Þorsteinsson. Meira: mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.