Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 41
Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is GLÖGGIR áhorfendur tóku eftir því, að loknu vel heppn- uðu Áramóta- skaupi, að nafn Davíðs Odds- sonar, ritstjóra Morgunblaðsins, var á lista yfir þá sem færðar voru þakkir í lok þess. Ástæðan er sú að Davíð lék í atriði fyrir skaupið sem var ekki notað, þar sem það þótti ekki passa við heildarmyndina. Gunnar B. Guðmundsson, leikstjóri skaupsins, klippti atriðið út. „Það var miklu fyndnara á pappír,“ segir Gunnar um atriðið, en í því lék Davíð leikarann Örn Árnason að leika Davíð Oddsson. Hljómar vissulega vel og eflaust margir sem gráta það að fá aldrei að sjá þetta atriði. „Hann stóð sig alveg frábærlega, ég get staðfest það,“ segir Gunnar um frammistöðu Davíðs. – Það er hrikalegt að fá ekki að sjá þetta! „Já, það er bara þannig,“ segir Gunnar og hlær kvik- indislega. Stundum þurfi leikstjórar að drepa uppá- haldsatriðin í klippingu, í þágu heildarinnar. „Það var heildar- myndin sem skipti máli, það var engin ritstýring í gangi. Ég tók all- ar þessar ákvarðanir, það var eng- inn sem reyndi að hafa áhrif á mig.“ „Frábær leikari“ Gunnar segir handritshöfunda skaupsins hafa átt hugmyndina að atriðinu með Davíð. En var Davíð með Davíðs-hárkolluna hans Arnar? „Ég segi ekki neitt,“ svarar Gunnar og hlær aftur kvikindislega. „Ég tala ekkert um þau at- riði sem eru ekki í skaup- inu, það er bara ekki rétt.“ – En hvernig var að leik- stýra Davíð Oddssyni? „Hann var frábær, hann er frábær leikari,“ svarar Gunnar og bendir m.a. á gamanleik Davíðs í út- varpsþáttunum Matthildur, sem hann gerði með Þór- arni Eldjárn og Hrafni Gunnlaugssyni. Gunnar segir Davíð hafa tekið vel í að leika í skaupinu og það sé miður að þurft hafi að fórna atriðinu. Hvað næstu verkefni Gunnars varðar þá stendur til að taka kvikmyndina Gauragang í ár. Búið er að þrengja hóp mögulegra leikara á unglingsaldri en fullorðnu leikar-arnir eru ófundnir. Davíð sem Örn sem Davíð  Davíð Oddsson lék sjálfan sig að hætti Arnar Árnasonar fyrir Áramótaskaupið  Atriðið þótti ekki passa við heild- armyndina og var því sleppt, að sögn leikstjóra skaupsins Davíð Oddsson Áramótaskaupið Örn Árnason við tökur, með Davíðs-kolluna í hendi. Frá tökum Gunnar B. Guðmundsson leikstjóri við tök- ur á skaupinu í nóvember síðastliðnum. Morgunblaðið/RAX BLAÐAMENN hins virta, banda- ríska tímarits Time hafa tekið saman það sem best þótti í listum og afþreyingu á liðnu ári. Hvað kvik- myndir varðar kann mörgum kvikmynda- spekingnum að þykja topplist- inn undar- legur, að teiknimyndin The Princess and the Frog skuli vera í fyrsta sæti, þar sem hún hefur ekki feng- ið viðlíka lof og t.d. Avatar. Í öðru sæti er einnig teiknimynd, Up, og í því þriðja s.k. stop motion hreyfi- mynd, Fantastic Mr. Fox. Það er ekki fyrr en í 4. sæti að leikin mynd kemur við sögu, The Hurt Locker, og í því fimmta Up in the Air með George Clooney í aðal- hlutverki, mynd sem eftir á að sýna hér á landi. Á lista yfir bestu lög ársins er „My Life Would Suck Without You“ með Kelly Clarkson í efsta sæti, þá „Two Weeks“ með Grizzly Bear og í þriðja sæti „No Line on the Horizon“ með U2. Þegar að sjónvarpsþáttum kem- ur er Mad Men í fyrsta sæti, í tveimur næstu sætum þáttarað- irnar Modern Family og Breaking Bad og í því fjórða Big Love. Batt- lestar Galactica er svo í því fimmta. Hvað myndlist varðar þótti yf- irlitssýning í Metropolitan-safninu í New York á verkum írska list- málarans Francis Bacon bera af, er í fyrsta sæti, og í öðru sæti sýn- ing á verkum Williams Kentridge í San Francisco Museum of Modern Art. Sýning á verkum feneyskra endurreisnarmálara sem var hald- in í Boston er í þriðja sæti. Bók Hilary Mantel, Wolf Hall, þykir besta skáldsaga ársins en á hæla henni koma The Financial Lives of the Poets eftir Jess Wal- ter, Swimming eftir Nicola Keeg- an, Catching Fire eftir Suzanne Collins og Everything Ravaged, Everything Burned eftir Wells To- wer. Hér eru ekki allir listar upp taldir enda fjölmargir og áhuga- verðir. Þeim sem vilja vita meira er bent á vefsíðu Time, time.com. Prinsessan og froskurinn Í fyrsta sæti á lista Time yfir bestu kvikmyndir ársins 2009. Teiknimyndir eru í tveimur efstu sætum listans. Teiknimyndir, auglýs- ingakarlar og Bacon Mad Men Besti sjónvarpsþátturinn. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Stórkostleg teiknimynd þar sem Laddi fer á kostum í hlutverki ljósflugunnar Ray Valin mynd ársins af TIME MAGAZIN Tilnefnd til Golden Globe verðlauna sem best teiknaða myndin. Selma Björnsdóttir - Rúnar Freyr Gíslason Magnús Jónsson - Laddi – Egill Ólafsson SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Sýnd með íslensku og ensku tali JÓLAMYNDIN Í ÁR JIM CARREY fer gersamlega á kostum SÝND Í ÁLFABAKKA BYGGT Á HINNI GRÍÐARLEGU VINSÆLU BÓKASERÍU STEPHENIE MEYER ÞRIÐJA STÆRSTA FRUMSÝNINGARHELGI ALLRA TÍMA Í USA VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI, 2 VIKUR Í RÖÐ! SÝND Í ÁLFABAKKA EINHVER FLOTTUSTU BARDAGAATRIÐI SEM SÉST HAFA Í LAAANGAN TÍMA! „AFÞREYING MEÐ HRÖÐUM HASAR, SJÓNRÆNUM NAUTNUM... SEM HALDA ATHYGLI ÁHORFANDANS.“ *** H.S.-MBL HÖRKU HASARMYND SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI BJARNFREÐARSON kl. 5:45 - 8 -10:20 L PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ísl. tali kl. 6 L OLD DOGS kl. 8 L NINJA ASSASSIN kl. 10:20 16 BJARNFREÐARSON kl. 5:45 - 8 - 8:30 - 10:20 L PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ísl. tali kl. 6 L SORORITY ROW kl. 10:40 16 BJARNFREÐARSON kl. 5:45 - 8 - 10:20 L PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ísl. tali kl. 6 L AVATAR kl. 8 - 11 10 hafa alltaf neitað því að eitthvað sé á milli þeirra og sagði Rihanna í desember: „Þessi orðrómur um Justin er rangur. Við unnum saman að plötu minni og það er ekki eins og við séum eitthvað nánir vinir. Við unnum bara saman í eitt skipti.“ Þrátt fyrir neitun hennar hefur orðrómurinn vaxið og sagt er að þau hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að sjást ekki saman og forðast hvort annað í samkvæmum til að kynda ekki undir honum. Rihanna hefur þó lofað að segja allt um líf sitt í ævisögu sem von er á í júní og á að heita The Last Girl On Earth. Daily Star. Rihanna mun þó ekki hafa áhuga á alvarlegu sambandi við söngvarann. Þau kynntust þegar Timberlake vann með henni að laginu „Rehab“ á plötunni Good Girl Gone Bad. Þau ENN lifir glóð í þeim orðrómi að tónlistarmennirnir Rihanna og Justin Timberlake eigi í leynilegu ástarsambandi. Rihanna á að hafa sagt nánum vini sínum frá því að hún og Tim- berlake hafi verið að draga sig saman frá því að samband hans og Jessicu Biel rann út í sandinn á síð- asta ári. „Rihanna hringdi í vin sinn og sagði að hún ætti kynþokkafullt leyndarmál. Hún fór að hlæja og sagði að hún og Justin væru að hitt- ast. Hún sagði að samband þeirra væri heitt og villt og með honum hefði hún upplifað besta kelerí ævi sinnar,“ sagði heimildarmaður Leynilegt ástarsamband? RihannaTimberlake

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.