Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is DAVÍÐ Þór Björgvinsson, dómari við Mann- réttindadómstólinn í Strassborg og prófessor við lagadeild HR, telur að ákvörðun forseta Ís- lands um að synja Icesave-lögunum staðfest- ingar, flæki stjórnskipun landsins og geri rík- isstjórnum og meirihluta Alþingis erfitt fyrir að koma óvinsælum málum fram. Hún efli þó ekki endilega lýðræði í landinu. Í samtali við Morgunblaðið sagði Davíð Þór að með synjun forsetans á fjölmiðlalögunum og nú á Icesave-lögunum væru Íslendingar komn- ir með alveg nýjan þátt inn í sína stjórnskipun. „Forsetinn er í þessum skilningi búinn að taka sér stöðu í miðju stjórnmálanna og ákveður hvaða mál skuli þess verð að fara í þjóð- aratkvæði og hver ekki,“ sagði hann. Menn yrðu nú að setjast niður og spyrja sig hvort þetta væri æskileg þróun og horfði til framfara í stjórnskipuninni. Ein af afleiðingum þess að forseti beiti synjunarvaldi væri sú að rík- isstjórnum væri nú gert erfitt að koma fram erfiðum og óvinsælum málum, jafnvel þótt þau væru talin nauðsynleg. „Í þeim skilningi virkar þetta hamlandi fyrir ríkisstjórnir og þing- meirihluta, án þess að ég sjái í þessu sérstaka réttarbót,“ sagði Davíð Þór. Hann sæi ekki að stjórn- skipun landsins yrði endi- lega mikið lýðræðislegri með því að forsetinn tæki sér þetta vald eða beitti því með þeim hætti sem hann gerði í þessu máli. Setja yrði lög um þjóðaratkvæða- greiðslur ef menn teldu þörf á þeim og um skilyrði þess að slíkar atkvæðagreiðslur yrðu haldnar, frekar en að búa við það fyrir- komulag að þetta væri ákvörðun þess sem gegnir embætti forseta hverju sinni. Hefði mátt bregðast öðruvísi við 2004 Ólafur Ragnar Grímsson er eini forsetinn sem hefur neitað að staðfesta lög frá Alþingi. Davíð Þór benti á að fram að því hefðu raunar verið skiptar skoðanir um hvort forseti hefði í raun og veru sjálfstætt vald til að synja lögum staðfestingar. Nú virtist hins vegar sem lítill eða enginn ágreiningur væri um að forseti hefði synjunarvald. Ástæðan væri m.a. sú að með viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við synjun forseta á fjölmiðlalögunum árið 2004, hefði fal- ist viss viðurkenning á að forsetinn hefði þetta vald. Stjórnin hefði getað litið svo á að synjun forsetans á fjölmiðalögunum hefði ekkert gildi, lögin væru fullgild þrátt fyrir að forsetinn neit- aði að skrifa undir þar sem atbeini hans væri aðeins formlegur. Dómstólar hefðu síðan endanlega skorið úr um hvort forsetinn gæti synjað lögum staðfest- ingar ef ágreiningur um gildi laganna hefði verið undir þá borinn. Mikilvægt fordæmi var gefið Aðspurður hvort ríkisstjórnin gæti núna sagt sem svo að synjun forsetans hefði ekkert gildi, sagði Davíð Þór að það væri erfitt, bæði af lagalegum og pólitískum ástæðum. For- dæmi hefði verið gefið árið 2004 og hefðu menn viljað freista þess að andæfa synjunarvaldinu hefði verið æskilegt að gera það þá með stjórn- skipulegum rökum. Þetta væri þó flókið álita- mál og erfitt að segja til um hvenær fordæmi festi reglur á sviði stjórnskipunarréttar í sessi. „Með þessum viðbrögðum ríkisstjórnar- innar 2004 var mótað mikilvægt fordæmi sem í það minnsta gerir núverandi ríkisstjórn erf- iðara fyrir og hún er í þrengri stöðu til að halda á lofti þessum viðhorfum að forseti hafi ekki synjunarvald en ella hefði verið,“ sagði Davíð Þór Björgvinsson.  Ríkisstjórn gat freistað þess að hnekkja synjunarvaldi forsetans árið 2004  Viðbrögð hennar þá festu synjunarvald í sessi  Forsetinn búinn að taka sér stöðu á miðju íslenskra stjórnmála Eflir ekki endilega lýðræðið Davíð Þór Björgvinsson FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is LÁNVEITINGAR Norðurlandanna og Póllands til Íslendinga eru hluti af efnahagsáætlun Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins (AGS) fyrir Ísland. Mark Flanagan, fulltrúi AGS, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem kem- ur fram að samkomulag um Icesave sé ekki skilyrði fyrir efnahagsáætl- uninni, svo fremi sem áætlunin sé að fullu fjármögnuð. Hins vegar hafa bæði Svíar og Finnar lýst því yfir að frekari lánafyrirgreiðslur gætu tafist. Nú þegar hafa um 130 milljarðar króna skilað sér frá AGS og 300 millj- ónir evra frá Norðurlöndunum Sví- þjóð, Noregi, Finnlandi og Dan- mörku, jafnvirði 54 milljarða króna. Til viðbótar hafa um sjö milljarðar skilað sér frá Færeyingum, sem voru fyrstir grannþjóða til að lána Íslend- ingum á síðasta ári. Enn eru ódregin umsamin lán frá Norðurlöndunum, AGS og Póllandi að upphæð 2,3 milljarðar evra, eða um 414 milljarðar króna á núvirði. Þar af er lánsloforð upp á 27 milljarða króna frá Pólverjum. Er öllum þess- um lánum ætlað að efla gjaldeyris- forða Seðlabankans, sem nú stendur í um 450 milljörðum króna. Ótalin eru 640 milljarða króna lán Hollendinga og Breta vegna Icesave-reikning- anna, sem fullkomin óvissa er um eft- ir atburði gærdagsins. Telja Icesave forsendu frekari lánagreiðslna Fulltrúar finnskra og sænskra stjórnvalda létu hafa eftir sér í er- lendum fjölmiðlum í gær að frekari lánafyrirgreiðsla til Íslendinga gæti frestast. Gildistaka laganna um Ice- save væri forsenda þess að lánin yrðu veitt og haft yrði samráð við AGS um framhaldið. Önnur endurskoðun á efnahags- áætlun AGS og Íslands átti að fara fram í lok þessa mánaðar. Í yfirlýs- ingu sinni segir Mark Flanagan að sjóðurinn muni meta aðstæður í sam- ráði við íslensk stjórnvöld og ráðfæra sig við önnur ríki sem koma að fjár- mögnuninni. Þá muni starfsmenn AGS starfa áfram með íslenskum stjórnvöldum við að bjarga þeim út úr þeim vanda sem landið er í. Sem fyrr segir bárust 300 milljónir evra frá Norðurlöndunum í síðasta mánuði. Hafði Ísland heimild til að nýta sér alls 444 milljónir evra fram að annarri endurskoðun AGS. Ekki var talin þörf á frekari notkun á heim- ildinni og því flytjast 144 milljónir evra til næsta endurskoðunartíma- bils. Voru lánin frá Norðurlöndunum og Póllandi veitt til 12 ára. Frekari lánagreiðslur til Íslands gætu tafist AGS segir Icesave-samninga ekki skilyrði efnahagsáætlunar Lánafyrirgreiðsla til Íslands Lánsloforð* Þar af komið* Hvenær næsta greiðsla Alþjóða gjaldeyrissj. Eftir 2. endurskoðun AGS Norðurlöndin Eftir 2. endurskoðun AGS þar af: Noregur Danmörk Svíþjóð Finnland Pólland Eftir 2. endurskoðun AGS Færeyjar Greiðslum lokið * Yfirfært í milljarða ÍSK samkv. gengi Seðlabanka 5. janúar 2009 262,5 131 320 54 27,7 7,2/7,2 83 83 89,6 64 Morgunblaðið/Rax Lán Mark Flanagan (t.h.) segir AGS ætla að vinna áfram með stjórnvöldum. Í tengslum við efnahagsáætlun AGS fengu Íslendingar vilyrði fyr- ir lánum upp á rúmlega 600 millj- arða króna. Óvissa er núna um frekari lánveitingar eftir ákvörð- un forseta Íslands í gær. Forseti Íslands synjar Icesave-lögum staðfestingar WOUTER Bos, hollenski fjármála- ráðherrann, lýsti í gær yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar. Í samtali við hol- lenska dagblaðið de Volkskrant sagði Bos að Íslendingar væru eftir sem áður skuldbundnir til að greiða skuld sína vegna Icesave-reikn- ingana. Takast á við niðurstöðuna Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af ráðherranum en talsmaður hans, Ruud Slotboom, sagði að Hol- lendingar gerðu ráð fyrir skjótum viðbrögðum frá íslensku ríkisstjórn- inni. Hún yrði að útskýra hvað myndi gerast nú. „Vegna þess að það er óásættanlegt að engin lausn sé fyrir hendi vegna Icesave- málsins,“ sagði Slotboom. Í Icesave-samningunum við Bret- land og Holland er ákvæði um að ríkin geti rift samningunum hafi lög sem staðfesta þá ekki öðlast gildi fyrir 30. nóvember 2009. Slotboom sagði of snemmt að segja til um hvort þessu riftunarákvæði yrði beitt. Einnig væri of snemmt að ræða um mögulegar afleiðingar þess að lögunum yrði hafnað í þjóð- aratkvæðagreiðslu eða hvort málið hefði einhver áhrif á umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. „Við munum takast á við niðurstöð- una þegar hún liggur fyrir.“ Rökrétt að leita til ESB Aðspurður hvort Hollendingar myndu leita til Evrópusambandsins, líkt og Alistair Darling, fjár- málaráðherra Bretlands hyggst gera, sagði Slotboom að það væri í sjálfu sér rökrétt skref. runarp@mbl.is Hollendingar mjög vonsviknir vegna synjunar Íslendingar skuldbundnir til að greiða Davíð Þór Björgvinsson benti á að Þór Vil- hjálmsson, sem m.a. var dómari við Hæsta- rétt, hefði sett fram afar sannfærandi rök um að samkvæmt stjórnarskránni væri vald forseta háð tillögum frá ráðherrum, enda væri forseti ábyrgðarlaus af stjórnar- athöfnum. Þór hefði bent á að öll önnur ákvæði stjórnarskrárinnar væru skilin með þeim hætti að ráðherra gerði tillögu til for- seta sem forseta bæri að fara eftir. Sam- kvæmt þessu ætti að túlka 26. greinina með þeim hætti að ráðherra hefði vald til að gera það að tillögu sinni að forseti synjaði lögum staðfestingar. Það gæti ráðherra t.d. gert ef hann væri ósáttur við lög sem Alþingi hefði afgreitt vegna þess að það samræmdist ekki stefnu hans í viðkomandi málaflokki. Þessar skoðanir Þórs hefðu því miður ekki verið gaumgæfðar sem skyldi. Afleiðingin væri sú að Íslendingar upplifðu stórfellda breytingu á grundvallaratriðum í stjórn- skipan landsins sem áður höfðu verið góð sammæli um og þá aðallega fyrir tilverknað þess sem nú gegnir embætti forseta. Stórfelldar breytingar Ármúli 38 S: 5516751 og 6916980 Innritun stendur yfir fyrir vorönn. Allir velkomnir. Byrjendur sem og lengra komnir Munið frístundakortið ! pianoskolinn.is pianoskolinn@pianoskolinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.