Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Elsku besti afi minn Núna ertu farinn frá mér og búinn að hitta Reyni frænda og Heiðu langömmu. Vonandi líður þér vel núna. Ég sakna þín og ég skal passa kindurnar þínar og ömmu. Elska þig, afi minn. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þinn afastrákur, Ólafur Reynir. Elsku besti afi minn. mikið á allt eftir að verða skrýtið án þín, þú sem varst alltaf svo ljúfur og góður við mig. Það var sko gaman hjá okkur þegar við vorum að spila, drekka te og spjalla. Ólafur Benóný Guðbjartsson ✝ Ólafur BenónýGuðbjartsson fæddist í Bjarmalandi í Grindavík 4. janúar 1949. Hann lést sunnudaginn 27. des- ember sl. Útför Ólafs fór fram frá Grindavík- urkirkju 5. janúar sl. Ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið því betri afa er ekki hægt að eiga. Svo hjálpumst við öll að við að passa ömmu. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Ég elska þig. afi minn. Þín, Harpa Lind. Elsku afi, Þín verður innilega sárt saknað. En sorgin er vegna gleðistunda og minninga um yndisár. Góðu stundinar mun ég alltaf geyma hjá mér. Ég mun halda áfram að kasta á þig kveðju af og til, vittu til. Ég stend á strönd og horfi á skip sigla í morgunblænum út á hafið. Það er falleg smíði og ég stend þar og horfi á það unz það hverfur sjónum mínum út við sjóndeild- arhring. Það er farið!“ Farið! Hvert? Farið úr minni augsýn. Það er allt og sumt. Það er þó enn jafnstórt í möstrum, bol og siglutrjám og þegar ég sá það Og getur flutt jafnmikinn farm og mannfjölda á ákvörðunarstað. Minnkandi stærð og hvarf þess úr minni augsýn er í huga mér en ekki í því. Og einmitt þegar einhver nálægur segir; Það er farið!“ Þá eru aðrir, sem horfa á það koma og aðrar raddir heyrast kalla: Þarna kemur það!“ Og þannig er að deyja.“ (Brent biskup.) Þakka allar yndislegu stundirnar saman, þín verður sárt saknað. Megi bjarta ljósið þitt lifa áfram í hjörtum okkar, elsku afi. Þín, Alda Pálsdóttir. Í dag er góður vinur minn og frændi borinn til grafar. Þrátt fyrir mikinn aldursmun á okkur áttum við sameiginlegt áhugamál sem var pólitíkin. Við vor- um mikið sjálfstæðisfólk, ég var for- maður félagsins og hann formaður fulltrúaráðsins hér í Grindavík. Ég á margar góðar minningar af ferð- um okkar Óla á alla kjördæmisráðs- fundina um allt kjördæmið, fundi í Valhöll og núna síðast í vor þegar við vorum saman í kjörnefnd fyrir flokkinn hér í Suðurkjördæminu. Við gátum talað saman endalaust um okkar sameiginlega áhugamál og var það vísir á það að ef maður átti símtal við hann þá tók það sinn tíma. Pólitískur áhugi hans var mik- ill og hann vann með okkur alveg fram á það síðasta þrátt fyrir veik- indi sem hann virtist vera að jafna sig á. Núna síðast í byrjun desem- ber var hann búinn að taka það að sér að vera formaður kjörnefnda fyrir komandi prófkjör og vissum við að þá væri það í góðum höndum. Við fráfall Óla misstum við góðan og sanngjarnan mann og ég veit að hann er með okkur í anda og mun senda okkur baráttustrauma að of- an. Óli og afi minn heitinn Guðmund- ur Kristjánsson voru miklir félagar og stunduðu þeir reglulega golf hér áður fyrr. Ég veit að Óli saknaði hans mikið og golfferða þeirra en mikið er ég nú viss um að þeir eru að græja sig í að taka einn hring saman gömlu félagarnir. Elsku Anna, Heiðbjört, Ómar og fjölskyldur, guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Jóna Rut Jónsdóttir. Okkur duttu í hug þessar hend- ingar þegar Anna hringdi í okkur og sagði að þú værir farinn. Að eignast vin tekur andartak en að eiga vin tekur alla ævi. Svo sannarlega var okkar vinátta þannig. Fyrst æskuárin og síðan árin þegar við vorum að basla við að byggja húsin okkar hvort á móti öðru. Börnin okkar léku sér svo á milli húsanna. Á gleðistundum og þegar erfiðleikar steðjuðu að, alltaf var þessi vinátta til staðar. Svo stór- an greiða gerðuð þið hjónin okkur að seint verður fullþakkað. Þegar við fluttumst til Njarðvíkur hélt áfram þessi góða vinátta okkar. Óli okkar, fyrir þessa vináttu þökkum við í dag og hún mun haldast áfram við Önnu og börnin ykkar. Elsku Anna, Heiðbjört, Ómar og fjölskyldur, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Eyrún, Stefán og börn. Fallinn er frá góður félagi og góð- ur vinur. Í dag er við kveðjum Ólaf koma fram mörg minningabrot um mann sem ávallt var reiðubúinn að ljá starfskrafta sína félaginu og bæn- um til velfarnaðar. Ólafur starfaði lengi að bæjarmálum fyrir Sjálf- stæðisfélag Grindavíkur. Hann sat í bæjarstjórn Grindavíkur um nokk- urra ára skeið, m.a. sem oddviti fé- lagsins tímabilið 1998-2002. Auk þess sat hann um langt ára- bil í ýmsum nefndum og ráðum hjá Grindavíkurbæ. Allan sinn tíma var Ólafur þekkt- ur af því að vinna af heillindum og samviskusemi að farsælli lausn og framgangi mála, með þá einföldu sýn í farteskinu, hvað er Grindavík- urbæ og íbúum hans farsælast? Minningu Ólafs mun ávallt verða haldið hátt á lofti, minningu um mann sem ávallt var einn af föstu punktunum í tilverunni. Þín verður sárt saknað. Við sendum Önnu, Heiðbjörtu, Ómari, tengdabörnum, barnabörn- um og öðrum aðstandendum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. F.h. Sjálfstæðisfélags Grindavíkur, Kjartan Friðrik Adólfsson. Minningar á mbl.is Agnes Lára Magnúsdóttir Höfundar: Jón Agnar, Bára og Þórey. Jóna Guðrún Ísaksdóttir Höfundar: Ingibjörg Páls- dóttir. Björgvin, Hafsteinn, Hrafn- hildur, Sigurður og Viðar. Helga Helgadóttir. Samstarfsfólk á alþjóðamark- aðssviði Seðlabanka Íslands. Ólafur Benóní Guðbjartsson Höfundar: Guðrún Margrét Salómonsdóttir. Salómon og Ingibjörg. Hrafnkell Kristjánsson Höfundur: Einar Jón Geirs- son. Björn Björnsson Höfundar: Eygló Ebba Hreinsdóttir og Sigurjón Grétarsson. Björn Viðar Björnsson Tryggvi Rúnar Guðjónsson Höfundar: Hólmfríður Lúð- viksdóttir og Aðalsteinn Árdal. Jón Kristberg Sigurðsson Höfundur: Guðmundur. Friðjón Þórðarson Höfundur: Helgi Seljan. Þórunn Sólveig Kristjánsdóttir Höfundur: Jónína Ósk- arsdóttir Hlíf Þórbjörg Jónsdóttir Höfundur: Hlíf Berglind Óskarsdóttir. Stór hluti æskuminn- inga okkar er tengdur heimsóknum til Hans og Laufeyjar í Lúxem- borg. Það voru ófáar ferðirnar sem byrjuðu og enduðu hjá þeim. Gestrisni þeirra hjóna er engu lík og var það ekkert tiltökumál að bæta við fjórum krökk- um og unglingum á heimilið ásamt fullorðna fylgdarliðinu. Í Lúxemborg var alltaf mikil gleði og fjör. Hans hafði þann eiginleika að vera alltaf kátur og glaður og af hon- um skein mikil góðmennska og vænt- umþykja. Það sem við minnumst einna mest af Hans er hláturinn hans. Hans gat hlegið að öllu og smitaði okkur öll með hlátrinum. Hann var mikill prakkari og hafði gaman af því að ærslast í okkur krökkunum og við ekki síður í honum. Anna Dóra var yngst í hópnum og þegar hún var í stríðnishug hvatti Hans hana ávallt áfram og hló síðan að viðbrögðum hinna sem var ekki jafn skemmt. Hann var hennar besti bandamaður í stríðninni. Löngu síðar minntist hann ávallt á við hana hversu gaman það hefði verið að fylgjast með henni sem krakka og hvernig hún ýtti á veika Hans Albert Knudsen ✝ Hans AlbertKnudsen fæddist í Reykjavík 1. október 1947. Hann lést 27. nóvember sl. Útför Hans Alberts Knudsen fór fram frá Fossvogskirkju 21. desember 2009. punkta hinna fullorðnu. Í okkar huga var Hans einn af okkur krökkunum: hló að aulabröndurunum okk- ar, hvatti okkur áfram í prakkarastrikum og stríðni og hafði gaman af því sama og við. Sér- staklega minnisstæð er ferð í skemmtigarðinn Strumpaland þar sem rússíbanaferðirnar urðu ansi margar og var Hans þar í farar- broddi og skemmti sér alveg jafn vel ef ekki meira en við krakkarnir. En það var líka hægt að stóla á Hans og hlýju hans og góðmennsku þegar eitthvað bjátaði á. Ber þá helst að nefna þegar Anna Sigga veiktist illa í Lúxemborg og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús, en þá voru Hans og Laufey öllum mikil stoð og stytta og redduðu öllu því sem þurfti að redda. Í seinni tíð hittum við Hans oftast í heimsóknum hans á Íslandi og þá voru rifjaðar upp gamlar sögur af ferðunum til Lúxemborgar þegar við vorum krakkar. Draumurinn var að fara aftur til Lúx og upplifa gamla stemmningu – og var Magnús svo lán- samur að geta það fyrir nokkrum ár- um – en slíkar ferðir verða aldrei eins án Hans á staðnum. Elsku Laufey, Henrik og Helen Sif megi minningarnar ylja ykkur í sorg- inni. Magnús, Anna Sigríður, Sigrún og Anna Dóra. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdar- mörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. . Minningargreinar ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR ÓLA VALDIMARSSONAR kjötiðnaðarmeistara, Lindasíðu 25, Akureyri. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á lyflækninga- deildum Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og heimahlynningar fyrir frábæra umönnun. Ólína Lilja Sigurjónsdóttir, dætur, tengdasynir og fjölskyldur þeirra. ✝ Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR ELÍSABETAR ÞÓRÐARDÓTTUR. Starfsfólki Droplaugarstaða þökkum við ómetanlega umönnun. Með nýárskveðjum, Þórdís Árnadóttir, Ingvar Birgir Friðleifsson, Þórður Árnason, Vilborg Oddsdóttir, Guðrún Ingvarsdóttir, Hildur Ingvarsdóttir, Árný Ingvarsdóttir, Elísabet Þórðardóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS ANTONS GÍSLASONAR, Bakkastíg 8, Eskifirði, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað laugardaginn 28. nóvember. Sérstakar þakkir til Torfa Fjalars Jónassonar, hjartalæknis fyrir ómetanlegan hlýhug og hjálp í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Þuríður Stefánsdóttir, Gísli Hjörtur Guðjónsson, Jóhanna Lindbergsdóttir, Stefán Ingvar Guðjónsson, Kristín Sigurðardóttir, Jón Trausti Guðjónsson, Guðný Gunnur Eggertsdóttir, Sævar Guðjónsson, Berglind Steina Ingvarsdóttir, Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, Björgmundur Örn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.