Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Lánshæfismatsfyrirtækið FitchRatings brást ekki viðskipta- vini sínum í gær og lækkaði láns- hæfismat Íslands strax að lokinni synjun forsetans á Icesave- lögunum.     Eins þjónaði Standard & Poor’ssama kúnna þegar það á gaml- ársdag bætti lánshæfismat íslenska ríkisins. Sú tímasetning kom daginn eftir sam- þykkt Alþing- is á Icesave- lögunum.     Í umræðunni hér á landi er stund-um látið eins og lánshæfismats- fyrirtækin séu óskeikular stofn- anir sem enginn megi efast um.     Þó er þekkt að þessi fyrirtækieru oft seint á ferð með breyt- ingar á mati sínu. Eitt þekktasta dæmið er af Enron, þar sem ein- ungis örfáir dagar liðu frá því En- ron var lækkað niður fyrir fjár- festingarflokk og þar til það var lýst gjaldþrota.     Þessi fyrirtæki eru einnig velþekkt fyrir að gefa vafasöm- um verðbréfavafningum hæstu lánshæfiseinkunn og eiga þau mis- tök sinn þátt í þeim erfiðleikum sem fjármálaheimurinn glímir nú við.     Gömlu íslensku bankarnir erueinnig gott dæmi. Miklir erf- iðleikar þeirra komu ekki fram í einkunn Fitch eða annarra fyrr en eftir að bankarnir féllu og þeim höfðu verið skipaðar skilanefndir.     Sama Fitch hefur nú fundið út aðmjög skuldsett Ísland sé betri skuldari en lítið skuldsett Ísland. Lánshæfi landsins sé betra taki það á sig skuldir sem það stendur tæpast undir en ef það hafnar slíkri skuldsetningu. Vafasamt mat Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík -5 skýjað Lúxemborg -5 léttskýjað Algarve 16 léttskýjað Bolungarvík 2 alskýjað Brussel -1 heiðskírt Madríd 10 skýjað Akureyri -5 alskýjað Dublin -1 léttskýjað Barcelona 11 skýjað Egilsstaðir -11 léttskýjað Glasgow 1 léttskýjað Mallorca 14 léttskýjað Kirkjubæjarkl. -8 léttskýjað London 2 alskýjað Róm 12 skúrir Nuuk -3 léttskýjað París -1 heiðskírt Aþena 15 skýjað Þórshöfn 0 skúrir Amsterdam 1 léttskýjað Winnipeg -15 snjókoma Ósló -16 heiðskírt Hamborg -2 snjókoma Montreal -8 snjókoma Kaupmannahöfn 0 skýjað Berlín -5 heiðskírt New York -4 heiðskírt Stokkhólmur -16 léttskýjað Vín -3 þoka Chicago -8 snjókoma Helsinki -15 léttskýjað Moskva -13 heiðskírt Orlando 3 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 6. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 1.11 3,2 7.31 1,4 13.38 3,1 19.59 1,2 11:13 15:55 ÍSAFJÖRÐUR 3.08 1,6 9.31 0,8 15.31 1,6 22.06 0,6 11:52 15:26 SIGLUFJÖRÐUR 5.46 1,0 11.59 0,3 18.18 1,0 11:36 15:08 DJÚPIVOGUR 4.30 0,6 10.30 1,4 16.46 0,5 23.20 1,6 10:50 15:17 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan og síðan norðvestan 3-8 og víða él fram eftir degi. Úr- komulítið í kvöld. Frost víða 8 til 15 stig en frostlaust vestan- lands. VÍKINGUR Heiðar Ólafsson píanó- leikari hlaut Íslensku bjartsýnis- verðlaunin 2009, en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær. Víkingur fékk áletraðan verðlaunagrip úr áli og verðlaunafé að upphæð 1 milljón króna. Dómnefnd verðlaunanna skipa Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem er formaður nefndarinnar, Rannveig Rist, Sveinn Einarsson og Örnólfur Thorsson. Víkingur Heiðar Ólafsson lauk mastersprófi frá Juilliard-listahá- skólanum í New York vorið 2008. Hann hefur hlotið Íslensku tónlist- arverðlaunin tvisvar sinnum: Árið 2004 í flokknum „bjartasta vonin“ og árið 2006 í flokknum „flytjandi árs- ins“. Morgunblaðið/Heiddi Heiður Víkingur tekur við verðlaununum úr hendi forsetans Ólafs Ragnars. Víkingur Heiðar hlaut bjartsýnisverðlaunin Í HNOTSKURN »Bjartsýnisverðlaunin vorufyrst afhent árið 1981. »Þau voru þá kennd viðupphafsmann sinn, danska athafnamanninn Peter Bröste. »Alcan á Íslandi hf. hefurverið bakhjarl þeirra frá árinu 2000. ALLS bárust Vinnumálastofnun tilkynningar um uppsagnir 1.789 manns í hópuppsögnum á árinu 2009. Mestur fjöldinn var í mannvirkjagerð (42%), í fjármálastarfsemi (18%), iðnaði (12%) og flutn- ingastarfsemi (9%). Þær hópuppsagnir sem tilkynntar voru í fyrra hafa flestar komið til framkvæmda nú þegar. Flestir þeirra sem hópuppsagnirnar náðu til misstu vinnuna í ágúst, eða 370 manns og 250 misstu vinnuna í september. Um 84% hópupp- sagna á árinu voru á höfuðborgarsvæðinu. Vinnumálastofnun bárust 5 hópuppsagnir í des- embermánuði þar sem sagt var upp 167 manns. 90% uppsagnanna voru á höfuðborgarsvæðinu. Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda í febrúar næstkomandi. Um er að ræða fyrirtæki í fiskvinnslu, iðnaði, verslun, flutningastarfsemi og upplýsinga- og útgáfustarfsemi. Ástæður uppsagnanna eru verkefnaskortur, hráefnisskortur, greiðslustöðvun og endurskipu- lagning vegna minnkandi verkefna og rekstrarerf- iðleikar. Nokkrir hafa fengið ráðningu hjá öðrum fyrirtækjum sem tóku yfir verkefni og stefnt er að endurráðningum í stöku tilvikum. sisi@mbl.is Fimm hópuppsagnir í desember Alls misstu 1.789 manns vinnuna í hópuppsögnum í fyrra Morgunblaðið/Þorkell Á fimmtudag Hæg vestlæg átt og lítils háttar slydda eða snjókoma vest- anlands en bjartviðri á aust- anverðu landinu. Frostlaust vestast, en annars talsvert frost. Á föstudag og laugardag Sunnan og suðvestan 5-13 m/s. Dálítil rigning eða slydda með köflum vestan til á landinu, en bjart eystra. Hiti víða 1 til 6 stig, en frost 0 til 7 stig norðaustan til. Á sunnudag Suðvestan 5-10. Rigning eða súld vestan til á landinu, en skýj- að með köflum norðaustan til. Hiti 1 til 6 stig, en í kringum frostmark norðaustan til. Á mánudag Hæg breytileg átt. Slydduél með norðurströndinni en annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 4 stig en vægt frost inn til lands- ins. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.