Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 19
Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is É g var búin að sprengja utan af mér húsnæðið,“ segir líkamsræktar- þjálfarinn Sigríður Halldóra Matthíasdótt- ir eða Sigga Dóra eins og hún er gjarnan kölluð, aðspurð um tilurð nýju líkamsræktarstöðvarinnar sem hún opnaði formlega um helgina, Heilsustöð Siggu Dóru. Allir með Undanfarin 12 ár hefur Sigga Dóra starfað hjá Veggsporti við Stórhöfða 17 í Reykjavík. Hún byrjaði sem einkaþjálfari og fór síðan sjálf að taka að sér hópa. Hún hefur verið með starfsemi sína í 80 fermetra húsnæði en þegar henni bauðst 400 fm aðstaða á hæðunum fyrir ofan Veggsport, þar sem Remax var með fasteignasölu áð- ur, ákvað hún að slá til. Hún segir að viðskiptavinir sínir hafi hvatt sig til þess að fara í nýja húsnæðið og þeir hafi aðstoðað við að breyta því úr skrifstofurými í aðstöðu fyrir fjöl- breytta heilsurækt. „Það var arkitekt hérna og smiður þarna,“ segir hún og bendir í allar áttir. „Mig hefur alltaf dreymt um að hafa huggulegt í kringum fólkið mitt, hafa umhverfið notalegt,“ segir Sigga Dóra og leggur áherslu á að hún leggi mikið upp úr því að vera með fá- menna hópa. Hún segir að hún hafi verið með um 70 til 100 manns í um sjö til tíu manna hópum á mismun- andi námskeiðum og í raun hafi gamla húsnæðið ekki verið nógu stórt. Líkamsræktarstöðvar eru víða í borginni en Sigga Dóra segist ekki hafa látið samkeppnina trufla sig. Hún hafi trausta viðskiptavini og hafi alltaf haft nóg að gera. Heilsustöð Siggu Dóru er á tveimur hæðum og er nokkurs konar dekurhæð uppi. Fá- mennir hópar geta leigt hæðina í ákveðinn tíma, farið í nudd og gufu- bað, setið í arinstofu og látið fara vel um sig. „Ég er ekki með nein bretti og læti, þetta er allt önnur Ella,“ segir Sigga Dóra. Æfingaferðir til Flórída Margir viðskiptavinir Siggu Dóru hafa verið hjá henni um árabil og því þekkjast flestir vel innan hópanna. Hún segir það auðvelda einstakling- unum að ná settu marki og margt sé gert til þess að efla félagsskapinn enn frekar. Í því sambandi nefnir hún til dæmis skemmtanir með heimatilbún- um skemmtiatriðum og æfingaferðir til Flórída. „Ég fer með 10 konur til Flórída í vor og þá búum við allar undir sama þaki,“ segir hún og bendir á myndir frá einni ferðinni máli sínu til stuðnings. Ekki hefðbundin stöð Sigga Dóra segir að Heilsustöðin sé ekki hefðbundin líkamsræktarstöð heldur bjóði hún upp á margvíslega blöndu. Undir sama þaki starfi til dæmis danskennarar, nuddarar, jógakennarar og fleiri og boðið sé upp á persónubundna þjálfun eins og til dæmis höfuðbeina- og spjaldhryggs- jöfnun. „Það er hægt að gera ansi margt í þessu húsi,“ segir hún og bæt- ir við að hún finni fyrir auknum áhuga almennings á líkamsrækt. „Þó kreppa sé í þjóðfélaginu er fólk sem betur fer farið að líta sér nær og það veit að það að bera ábyrgð á heilsu sinni skiptir máli, að hugsa um sálartetrið. Það er enda það sem ég legg mikla áherslu á, líkama og sál, að lifa lífinu lifandi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Æfingasalurinn Líkamsræktarþjálfarinn Sigríður Halldóra Matthíasdóttir verður með opið hús á sunnudag í Heilsustöð Siggu Dóru við Stórhöfða í Reykjavík. Á milli hæða Sigga Dóra segir að sér hafi brugðið þegar hún sá húsnæðið og hafi baðað út höndunum. Dekurhæðin Á efri hæðinni er hægt að fara í nudd og gufubað. Líkami og sál hjá Siggu Dóru Ekkert er hverjum ein- staklingi dýrmætara en heilsan og án hennar fær viðkomandi ekki miklu áorkað. Stöðugt fleiri gera sér grein fyr- ir þessu og láta kreppu ekki koma í veg fyrir markvissa eflingu lík- ama og sálar. Þar á meðal er Sigríður Hall- dóra Matthíasdóttir í Heilsustöð Siggu Dóru. Heilsustöð Siggu Dóru er ekki venjuleg heilsustöð enda leggur hún áherslu á að öllum líði vel í fámennum hópum. Sigga Dóra bendir á að fólk sem sé að byrja í líkamsrækt vilji hugsanlega byrja smátt og þá sé gott að geta boðið upp á þennan valkost. „Ég vil að fólk- inu líði eins og heima hjá sér,“ segir hún í dekurstofunni og áréttar þessa skoðun sína í aðalæfingasalnum, þar sem litl- ar dýnur eru fyrirferðarmestar. Sigga Dóra var með opið hús í Heilsustöðinni sl. sunnudag og ætlar að endurtaka leikinn á sunnudag. „Ég finn fyrir aukn- um áhuga og með stærra hús- næði get ég bætt við hópum,“ segir Sigga Dóra. Eins og heima

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.