SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Page 16

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Page 16
16 26. júní 2011 klukkustundar langa leið. „Satt best að segja held ég að ég hafi hreinlega aldrei áttað mig á því að ég gæti gert eitthvað annað en að spila á selló,“ útskýrir Sæunn. „Þegar ég var níu ára langaði mig að vísu að verða augnlæknir en sá draumur fjaraði fljótt út. Sellóið átti hug minn allan.“ Enda þótt foreldrarnir hafi stutt vel við bakið á henni segir Sæunn þau öðrum þræði hafa vonað að hún legði eitthvað annað fyrir sig en tónlistina. „Mamma hvatti mig lengi til að gera eitthvað annað. Það var bara umhyggja, hún veit að þetta er óreglulegt líf – tónlistarmaðurinn er alltaf í vinnunni. Maður hugsar stöðugt um verkefni sín og tónlistina, hvar sem maður er staddur.“ Foreldrar Sæunnar búa nú í Milwaukee í Bandaríkjunum. Hún á einn bróður, Skúla, en hann hyggst líka leggja tónlist- ina fyrir sig. Skúli stundar nú nám í djass- gítarleik og tónsmíðum við Berklee- háskólann í Boston. „Bróðir minn er að gera mjög spennandi hluti og gaman að segja frá því að hann er einmitt að semja verk handa mér núna. Ég hef ekkert séð af því ennþá en grunar að það verði með sterku djassívafi. Vonandi næ ég að frum- flytja það áður en þetta ár er úti.“ Skúli er ekki fyrsta íslenska tónskáldið til að skrifa verk fyrir Sæunni en Daníel Bjarnason hefur þegar gert það. Hún kveðst hafa yndi af því að frumflytja verk og ekki spilli fyrir séu þau íslensk. „Langi íslensk tónskáld að semja verk fyrir mig mega þau endilega hafa samband,“ segir hún hlæjandi. Sérvitrir snillingar Sæunn ritaðist inn í Cleveland Institute of Music og lauk þaðan BA-prófi með hæstu einkunn árið 2006. Þaðan lá leiðin í meist- aranám við hinn rómaða tónlistarháskóla Juilliard í New York, þar sem aðalkennari hennar var Joel Krosnick. „Það var mikil upplifun að koma í Juilli- ard, að vera skyndilega innan um alla þessa frábæru tónlistarkennara og -nema sem eru auðvitað líka pínu klikkaðir,“ segir Sæunn og skellir upp úr. Með þessum stríðnislegu ummælum á hún við að snilli- gáfu fylgi gjarnan svolítil sérviska sem geri stofnun eins og Juilliard að mjög áhuga- verðum áfangastað á lífsbrautinni. „Það er mjög heilbrigður keppnisandi milli fólks í Juilliard sem hvetur mann til dáða.“ Sæunn kann vel við sig í New York. „Borgin er dálítið svona „in your face“ við fyrstu kynni. Eigi ég að vera alveg hrein- skilin varð ég fyrir svolitlum vonbrigðum til að byrja með. Nafnið er svo stórt að maður hélt að þetta væri eitthvað ennþá meira en það svo var. New York-búar eru bara fólk eins og ég og þú. En það er mikið líf og fjör í borginni og þarna ægir saman öllum mögulegum straumum og stefnum. Það er stór kostur og á heildina litið er New York frábær staður fyrir listamann.“ Sæunn útskrifaðist úr Juilliard árið 2008 og ritaðist þá inn í akademíu hins nafn- togaða tónlistarhúss Carnegie Hall í New York ásamt 20 öðrum hljóðfæraleikurum. „Þetta er mjög eftirsótt akademía og frá- bært tækifæri. Það er allt annar andi þarna en í skólanum, maður er sinn eigin herra og óspart hvattur til að fara sínar eigin leiðir í tónlistinni. Það er líka mikið rætt um tónlist í víðu samhengi. Tíminn í aka- demíunni var mjög gefandi og gaman að hætta loksins í skóla og axla meiri ábyrgð sjálfur.“ Vel tengd í New York Hluti af verkefninu í akademíu Carnegie Hall var að fara út í skólana og miðla af þekkingu sinni og reynslu og kenndi Sæ- unn til að mynda um tíma við skóla í Brooklyn. Segir hún það hafa verið skemmtilega reynslu. Hljóðfæraleikarar sem farið hafa gegn- um akademíu Carnegie Hall halda gjarnan hópinn og vinna saman að ýmsum verk- efnum. Þannig heyrir Sæunn nú til um 45 manna hópi, Ensemble ACJW, sem býður upp á ýmsa möguleika. Hún staðfestir að eftir dvölina í Juilliard og akademíu Carnegie Hall sé hún vel tengd inn í tón- listarlíf New York-borgar sem bjóði að vonum upp á spennandi tækifæri. Auk þess að koma fram sem einleikari og með kammerhópum í Bandaríkjunum, hefur Sæunn komið fram í Evrópu og Suð- ur-Ameríku, nánar tiltekið í Kólumbíu. „Það var mikil upplifun að koma til Kól- umbíu, bæði að leika og ekki síður að kynnast menningunni og mannlífinu. Aldrei hefur mér fundist ég vera eins hvít og þegar ég var að dansa salsa í Kólumbíu. Það er ótrúlegt að sjá þetta fólk hreyfa sig.“ Hún kann þessu flökkulífi vel enda barnlaus, alltént enn sem komið er. „Ef maður ætlar að elta drauma sína í tónlist- inni verður maður að vera tilbúinn að búa í ferðatösku, alla vega um tíma. Mér finnst gaman að ferðast og kynnast nýju fólki. þannig að það er ekkert vandamál.“ Verður að lifa núna! Sæunn hefur lagt áherslu á flutning nýrrar tónlistar án þess þó að gefa gömlu meist- urunum langt nef. „Það er hryllilega gam- an að spila Beethoven, Brahms og þau tónskáld, við lærum svo margt af fortíð- inni. En um leið er nauðsynlegt að taka virkan þátt í nútímanum – maður verður að lifa núna! Í mínum huga er mikilvægt að halda upp á augnablikið og leita að sannleikanum. Hann er fólginn í núinu.“ Sæunn gerir stutt hlé á máli sínu. Síðan skellir hún upp úr með þessu orðum: „Mikið svakalega er ég eitthvað skáldleg!“ Þegar Sæunn er beðin að lýsa dæmi- gerðum degi í lífi ungs sellóleikara í heimsborginni New York horfir hún bros- andi á mig. „Það er enginn dæmigerður dagur í tónlist. Það eru engir tveir dagar eins,“ útskýrir hún. „Maður hugsar auð- vitað stöðugt um tónlist en ég reyni að vera ekki með hljóðfærið í höndunum meira en fjóra tíma á dag. Meðan maður er að læra og byggja upp tækni þarf þessi tími að vera lengri en núna þegar þetta snýst meira um að halda sér við en að byggja sig upp eru fjórir tímar nóg. Það er óhollt fyrir líkama og sál að æfa of mikið. Maður verð- ur að vera í góðu andlegu jafnvægi, lifandi og hress til að túlka tónlist, annars er hætt við því að tónlistin gleypi mann.“ Ónýt í öllu öðru Hún gerir sér fulla grein fyrir því að það eru forréttindi að starfa við sitt helsta áhugamál. „Ég er afskaplega þakklát fyrir að geta starfað við að flytja tónlist, það er alls ekki sjálfgefið. Gæfa mín er mikil enda eins gott, þetta er það eina sem ég get gert. Ég er gjörsamlega ónýt í öllu öðru.“ Hún hlær. Síðan vitnar hún í sjálfan Rachmaninoff: „Tónlistin endist manni ævina en ævin endist ekki fyrir tónlistina.“ Sæunn reiknar með að búa áfram í New York, alltént um sinn. „Það hentar mér vel að vera í New York eins og staðan er núna. Hraðinn í borginni er hins vegar rosalegur og spennan í loftinu eftir því. Fyrir vikið er ómögulegt að segja hversu lengi maður endist. Ég sé reglulega fólk sem hefur ver- ið þarna of lengi – er orðið grátt og guggið. Ætli ég reyni ekki að forða mér áður en að því kemur. Það er skelfileg tilhugsun að brenna út.“ Einmitt þess vegna þykir henni alltaf jafngaman að koma heim til Íslands – anda að sér íslenska fjallaloftinu, slaka á og hitta ömmu og afa á Akureyri og aðra ættingja og vini. „Ég reyni að koma heim þrisvar til fjórum sinnum á ári. Ætli ég yrði ekki brjáluð annars!“ „Ef maður ætlar að elta drauma sína í tónlistinni verður maður að vera tilbúin að búa í ferðatösku, alla vega um tíma. Mér finnst gaman að ferðast og kynnast nýju fólki. þannig að það er ekkert vandamál,“ segir Sæunn. Sæunn leikur í dag, laugardag, á tónleikum á tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði ásamt þremur félögum sínum úr Ensemble ACJW frá New York, James Austin Smith, óbóleikara, Owen Dalby, fiðluleikara og Meena Bhasin, víóluleikara, en öll eru þau félagar í akademíu Carnegie Hall. Tónlistarhátíðin Við Djúpið stendur nú í þriðja sinn fyrir viðamikilli leit að nýjum tónskáldum. Að þessu sinni er verkefnið í samstarfi við Rás 1 og sendiráð Bandaríkj- anna á Íslandi. Nýjum tónskáldum er boðið að senda inn umsóknir til þátttöku. Sérstök dóm- nefnd velur þrjá þátttakendur sem boðin er þátttaka. Í því felst að þau semja verk fyrir óbókvartett. Af því tilefni hefur óbókvartett frá ACJW í New York verið ráðinn til samstarfs og æfði hann verkin undir vökulu auga hinna nýju tónskálda alla vikuna. Tónskáldin eru Anton Svanberg, Halldór Smárason og Sebastian Ingvarsson, allir fæddir árið 1989. Tilgangurinn er að gefa ungum tónskáldum tækifæri til að vinna mjög náið með reyndum tónlistarmönnum, mun nánar en undir venjulegum kringumstæðum. Það er tónlistarhátíðinni og samstarfsaðilum mikil ánægja að geta fylgt verkefninu eftir og endurtekið leikinn. Tónleikarnir hefjast kl. 17 í dag og verður þeim síðar útvarpað á Rás 1. Leikur á hátíðinni Við Djúpið

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.