SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Page 18

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Page 18
18 26. júní 2011 E ngin þjóð kemst nálægt Banda- ríkjamönnum í hernaðar- útgjöldum. Fyrir vikið er ávallt litið til Bandaríkjanna þegar beita skal hervaldi. Munurinn á Banda- ríkjunum og Evrópu í þessum efnum er sláandi. Undanfarnar vikur hefur mátt- leysi Evrópu verið rækilega afhjúpað. Bretar og Frakkar höfðu forustu um að látið yrði til skarar skríða gegn Moammar Gaddafi í Líbíu og var það í fyrsta skipti síðan í Súesdeilunni sem þessi ríki leiddu íhlutun í Mið-Austurlöndum. Tilraun Breta og Frakka til að sölsa undir sig Súes- skurðinn af Egyptum 1956 endaði með ósköpum, enda nutu þeir ekki stuðnings Bandaríkjamanna. Aðgerðirnar í Líbíu nutu hinsvegar víðtæks stuðnings. Í stuðningshópnum voru Bandaríkjamenn, þótt þeir væru tregir til, og einnig ýmis arabaríki. Hin ofverndaða Evrópa? Fræðimaðurinn Robert Kagan skrifaði 2003 kver, Of Paradise and Power, þar sem hann setti fram þá kenningu að í skjóli herveldisins handan Atlantshafsins hefði Evrópa notið falsks öryggis. Þar hefðu menn legið í bómull og enga grein gert sér fyrir grimmd heimsins. Það gerðu Bandaríkjamenn hins vegar. Þeir hefðu borið byrðarnar af því að halda ógn- aröflum í skefjum og gert íbúum Evrópu kleift að hreiðra um sig í sinni velferð- arveröld. Þessi hugsun Kagans brýst af og til fram í pólitískri umræðu og nægir þar að vitna til orða Donalds Rumsfelds, fyrrverandi varnarmálaráðherra, á sínum tíma um gömlu Evrópu. Þótti honum ríki Vestur- Evrópu draga lappirnar þegar Bandaríkja- menn vildu láta til skarar skríða eftir hryðjuverkin 11. september. Ummæli Rumsfelds þá vöktu hörð viðbrögð í Evr- ópu, sérstaklega á hægri vængnum, og sakaði CSU, hinn bæverski systurflokkur kristilegra demókrata í Þýskalandi, ráð- herrann um „nýja nýlendustefnu“ og bað hann gjöra svo vel að átta sig á að „Evr- ópusambandið væri samherji, ekki verndarríki“ Bandaríkjanna. Evrópa myllusteinn í augum Bandaríkjamanna? Stórveldið í vestri kann kannski að líta þannig út í Evrópu, en meðal bandarískra ráðamanna ríkir kannski frekar sú til- finning að þegar kemur að hern- aðarmálum sé Evrópa myllusteinn, frekar en nýlenda. Evrópusambandið hefur hins vegar aldrei getað sýnt fram á að það hafi hern- aðarmátt til að standa á eigin fótum. Veikleikar og sundurlyndi Evrópusam- bandsins kom berlega í ljós í stríðinu á Balkanskaga. Þar fóru fram blóðug átök við bæjardyrnar og ESB var ráðþrota. Íhlutunin vegna þjóðernishreinsana Serba í Kosovo átti sér ekki stað fyrr en Bill Clinton Bandaríkjaforseti tók af skarið. Þess vegna er kannski ekki að furða að frumkvæði Breta og Frakka um að hjálpa uppreisnarmönnum í Líbíu að verja sig gegn Gaddafi skyldi vekja umræðu um hvort nú kvæði við nýjan tón. Aðgerðin virðist hins vegar komin í gamalt far, sem vel er lýst í fyrirsögn dálksins Karla- magnús í vikuritinu The Economist: Alltaf beðið eftir bandaríska riddaraliðinu. Tilefni hugleiðinga Karlamagnúsar er ræða Bill Gates, fráfarandi varn- armálaráðherra Bandaríkjanna í Brussel 10. júní. Gates hafði áður kvartað undan hernaðarlegum vanmætti Evrópu. Í febr- úar í fyrra sagði hann að „friðarvæðing“ Evrópu hefði verið mikið afrek, en gengið hefði verið of langt og nú væri vestrænu öryggi í hættu stefnt. Hernaðargetan einfaldlega ekki til staðar Eins og segir í dálkinum er Gates að hætta í embætti og þurfti hann því ekki að tala neina tæpitungu í Brussel. Telur hann að í Evrópu hafi menn sérstaklega sviðið und- an eftirfarandi ummælum Gates: „Vissu- lega náðust í upphafi fyrstu hernaðarlegu markmið aðgerðar NATO í Líbíu – að kyrrsetja flugher Gaddafis og draga úr getu hans til að sækja í stríðinu gegn sín- um eigin borgurum. Og á meðan aðgerðin hefur afhjúpað ákveðna vankanta vegna of lítillar fjármögnunar, hefur hún einnig sýnt möguleika NATO í aðgerð þar sem Evrópubúar hafa tekið forustuna með bandarískum stuðningi. Þrátt fyrir hins vegar að öll aðildarríki bandalagsins hafi greitt atkvæði með Líbíuaðgerðinni hefur minna en helmingur þeirra tekið ein- hvern þátt og færri en þriðjungur hefur verið tilbúinn að taka þátt í loftárásunum. Satt að segja standa margir þessir banda- menn ekki við hliðarlínuna vegna þess að þeir vilji ekki taka þátt, heldur einfaldlega vegna þess að þeir geta það ekki. Hern- arðargetan er einfaldlega ekki til staðar.“ Gates sagði að sérstaklega vantaði getu í sambandi við upplýsingaöflun, vöktun og eftirlitsferðir. Ef hún væri til staðar gætu fleiri ríki látið að sér kveða. „Háþróðustu orrustuþotur koma að litlum notum ef bandamenn hafa ekki getu til að bera kennsl á skotmörk, greina þau og gera árás í samhæfðum aðgerð- um,“ sagði hann. „Til að reka herferðina þurfti loftaðgerðamiðstöð NATO á Ítalíu að fá viðbót af skotmarkssérfræðingum, einkum frá Bandaríkjunum, til að vinna verkið – innspýting á „síðustu stundu sem ekki er víst að verði alltaf til reiðu þegar á þarf að halda í framtíðinni. Við horfum upp á það að stjórnunarmiðstöð loftaðgerða, sem á að geta ráðið við rúm- lega 300 árásarferðir á dag á í basli með að koma 150 af stað. Þess utan hefur öfl- ugasta hernaðarbandalag sögunnar aðeins haldið uppi aðgerðum í 11 vikur á móti illa vopnuðum her í strjálbýlu landi og þegar eru margir bandamenn byrjaðir að vera uppiskroppa með skotfæri og þurfa – enn einu sinni – á Bandaríkjunum að halda til að brúa bilið.“ Gates hafði ekki lokið máli sínu. Hann benti á að við NATO blöstu tvær aðrar hættur. Nú væri hans kynslóð forustu- manna að hverfa af sviðinu. Hún hefði á starfsævi sinni lagt ofuráherslu á öryggi Evrópu. Í öðru lagi væri þrýstingur innan Bandaríkjanna á að skera niður framlög til varnarmála til að draga úr fjárlagahalla og skuldum og það gæti haft áhrif á skuld- bindinguna gagnvart Evrópu: ef evrópskir skattborgarar vildu ekki borga fyrir að gæta eigin öryggis, hvers vegna ættu Bandaríkjamenn að vilja axla byrðarnar? Atlantshafsbandalagið mælist til þess að aðildarríkin verji að lágmarki tveimur hundraðshlutum af þjóðarframleiðslu til varnarmála. Það á nú aðeins við um fimm ríki, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Grikkland og Albaníu. Helstu öryggis- hagsmunir Bandaríkjanna eru í Asíu og Mið-Austurlöndum. Það er ávísun á nið- urskurð hernaðarskuldbindinga í Evrópu. Var brottför bandaríska varnarliðsins frá Íslandi vísbending um það, sem koma skyldi í álfunni? Á meðan Kínverjar boða 13% aukningu á fjárlögum til hersins er niðurskurður viðkvæðið í Evrópu. Í vor kom fram að orrustuþotum breska flughersins yrði fækkað um helming og floti sjóhersins Vopnin kvödd Útgjöld til hernaðarmála hafa dregist saman í Evrópu. Vissulega ber að fagna því að hægt sé að verja opinberu fé í annað en vígbúnað. Afleið- ingin er hins vegar sú að hernaðarmáttur verður að máttleysi og sum aðildarríki NATO hafa ekki einu sinni burði til að taka þátt í aðgerðum, sem þau hafa blásið til. Karl Blöndal kbl@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.