SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 23
26. júní 2011 23 T vö stef eru öðrum sterkari í Sunnudagsmogganum að þessu sinni, annars vegar æska og afrek og hins vegar það sem enginn fær vikist undan, sjálfur dauðinn. Ungt afreksfólk setur ríkan svip á blaðið í dag. Þrátt fyrir ungan aldur, hún er fædd árið 1984, er Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari komin í draumastöðu hvers tónlistarmanns. Hún lifir á flutningi tónlistar, bæði sem einleikari með hljóm- sveitum og sem kammertónlistarmaður, og velur sín verkefni vítt og breitt um heiminn. Bakgrunnur Sæunnar er ekki af lakara taginu, hún lauk prófi frá hinum virta Juilliard- tónlistarháskóla og er meðlimur í rómaðri akademíu Carnegie Hall. Hún gerir út frá New York, suðupotti tónlistar og menningar, en leggur áherslu á að rækta samband sitt við Ís- land. „Ég reyni að koma heim þrisvar til fjórum sinnum á ári. Ætli ég yrði ekki brjáluð annars!“ segir hún í samtali í blaðinu. Þessa dagana heiðrar Sæunn Vestfirðinga með nær- veru sinni á tónlistarhátíðinni Við Djúpið og í haust mun hún leika einleik með Sinfón- íuhljómsveit Íslands í Hörpunni. Hún brennur í skinninu að vinna með hljómsveitinni og nýja aðalstjórnandanum, Ilan Volkov. „Það er nákvæmlega svona fólk sem við þurfum,“ segir Sæunn um hann. Hæglega má snúa þeim ummælum upp á hana sjálfa. Skapti Hallgrímsson blaðamaður bregður birtu á annan kornungan afreksmann í Sunnudagsmogganum í dag, norður-írska kylfinginn Rory McIlroy, sem sigraði með miklum glæsibrag á Opna bandaríska meistaramótinu um liðna helgi. Eftir lesturinn stendur mynd af heilsteyptum og hæfileikaríkum ungum manni með báða fætur á jörð- inni. Kostuleg eru ummæli McIlroys eftir að hann klúðraði með eftirminnilegum hætti sigri á US Masters í vor. Í kjölfarið fóru golfunnendur á límingunum. McIlroy hélt þó haus og sagði orðrétt við velgjörðarmann sinn: „Ég skil satt að segja ekki öll þessi læti, […] vegna þess að þetta var golfmót – og ég er bara tuttugu og eins.“ Gagnrýnendum sínum svaraði kappinn svo fullum hálsi á vellinum um síðustu helgi. Björt er sú framtíð. Mæðgur létust sama daginn Mæðgurnar María Valgerður Jónsdóttir og Jóhanna Sigfríður Guðjónsdóttir voru líkar í útliti og ákaflega samrýmdar í lifanda lifi, bjuggu til að mynda alla tíð í sama húsinu. Eng- an óraði þó fyrir að þær myndu kveðja þennan heim sama daginn, 1. júní síðastliðinn, enda þótt Jóhanna hefði raunar um tíma haft hugboð um að þær færu á sama tíma. María var komin á tíræðisaldur og Jóhanna hafði um árabil glímt við erfið veikindi. Börkur Gunnarsson blaðamaður rekur sögu mæðgnanna í blaðinu í dag með aðstoð Guðjóns Steingríms Guðjónssonar, sonar og bróður, og Péturs Rönning Jónssonar, eiginmanns Jó- hönnu. Það er merkileg saga. Í tilviki mæðgnanna hafði dauðinn um stund verið nálægur. Aðra sögu má segja um einn fremsta myndlistarmann þessarar þjóðar, Georg Guðna Hauksson, sem varð bráð- kvaddur um síðustu helgi, aðeins fimmtugur að aldri. „Hann var agaður og vinnusamur listamaður, og þróaðist list hans hægt og örugglega,“ segir Einar Falur Ingólfsson blaða- maður í grein í Lesbók í dag. „Á vissan hátt má segja að hann hafi afhelgað landið sem for- verar hans höfðu baðað í rómantísku og sögulegu ljósi, hann nálgaðist það út frá formi og tilfinningu, frekar en út frá sögulegum gildum.“ Við þessi orð er engu að bæta. Æskufjör og dauði „Ég hafði tekið eftir þessari stelpu og mér leist vel á hana. Það virðist hafa verið gagnkvæmt.“ Lúðvík Geirsson. Þau Arnbjörg Sigtryggsdóttir áttu 70 ára brúðkaupsafmæli vikunni. „Ætli ég geti ekki líkt þessu við að missa sveindóminn.“ Þróttarinn Sveinbjörn Jónasson skoraði þrjú mörk í sigurleik Þróttar gegn Fram í bikarkeppnini. „Ég hélt að það væri ein- hver að fíflast í mér – gera grín og hafa gaman af karl- inum.“ Gunnlaugur Sigurðsson 79 ára, sem hlaut titilinn Reykvíkingur ársins 2011. „Mér finnst gaman að brjóta hefðir og breyta til.“ Jón Gnarr borgarstjóri sem veiddi ekki fyrstur í Elliðaánum eins og venja er. Það gerði Reykvíkingur ársins, Gunnlaugur Sigurðs- son. „Stóra frumvarpið var til- raun. Nú erum við búin að sjá hagfræðilega greiningu á afleið- ingum slíks fyrirkomulags. Ég held við eigum að læra af reynslunni, setjast yfir málið að nýju og búa til nýtt frum- varp …“ Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra um hið svokallaða stóra frum- varp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fisk- veiða. „Hér hefur vantað lækna árum saman – svo lengi sem ég man eftir mér.“ Þorvaldur Ingvarsson, forstjóri Sjúkra- hússins á Akureyri. „Ég frétti seinna meir að einhver hefði reynt að selja Séð og heyrt myndir af okkur Ágústi [Bent] á röltinu um Gí- braltar að borða ís.“ Steinþór Hróar Steinþórsson, Steindi Jr. um „fáránleika frægðarinnar“ á Íslandi. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal ekki verið til staðar. Eftir því sem mál skýrast frá mánuði til mánaðar verður ljóst að hin óþarfa undanlátssemi ríkisstjórnarinnar sem var að molna í sundur, gagnvart væntanlegum nefnd- armönnum, reyndist mjög skaðleg. Atlanefndin verri en engin Að vísu var ráð fyrir því gert að Alþingi sjálft myndi fela nefnd þingmanna að setja saman plagg eftir að hafa rýnt í skýrslu Rannsóknarnefnd- arinnar. Sú nefnd rann svo sem vænta mátti lóð- beint á rassinn. Hún skoðaði ekki nokkurn hlut sjálfstætt, sem henni þó bar. Klippti bara sundur búta úr fyrri skýrslunni og límdi saman á ný að mestu samhengislítið og sagðist svo skila langri skýrslu sem hún hefði unnið svo lengi að. Löng skýrsla er lykilorð nútímans. Því er réttilega treyst að slíkar skýrslur séu ekki lesnar en „nið- urstaðan“ verði ekki rengd þar sem svo margar blaðsíður fullar af ólesnum texta séu til staðar fyr- ir framan hana. Alþingi samþykkti skýrslu sína samhljóða en hefur síðan ekkert með hana gert, ef frá er talið landsdómsslysið, sem ekki var einu sinni í takt við niðurstöðu hinnar lánlausu nefnd- ar. Þeir sárafáu sem hafa talið sig þurfa að lesa í gegn Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sjá á augabragði að flestir þeir sem til hennar vitna í al- mennri umræðu hafa í besta falli blaðað eitthvað í gegnum hana. Umræðustjórar og jafnvel fyrrver- andi pólitískir leiðtogar eru slándi dæmi, því ýmsar fullyrðingar sem slíkir slá um sig með og segja vera úr þeirri skýrslu finnast þar hvergi. En sú skýrsla er svo óralöng og langorð að hver mað- ur getur logið upp á hana eftir smekk. Þrátt fyrir alla þessa annmarka á því að grundvöllur umræð- unnar hafi verið réttilega lagður þá hindrar það ekki til lengdar að raunveruleikinn brjótist í gegn. Hinir fyrrum öflugu launuðu talsmenn og varð- menn lyginnar eru veikari en áður, þótt þeir troði áróðri sínum enn þá inn á fólk sem ekki hefur um hann beðið. Það var sagt að færu lygin og sann- leikurinn af stað samtímis úr bænum væri lygin komin austur á Skeiðarársand meðan sannleik- urinn færi fetið fram hjá Kolviðarhóli. Þar munar auðvitað miklu. En sannleikurinn sækir samt á, því það sem máli skiptir er þrátt fyrir allt hans megin og lygin missir smám saman þrótt og tapar fylgjendum. Kannski er hægt að orða það svo að lygin hljóti að lokum að tapa öllum sínum „trú- verðugleika“. Það sé beinlínis hluti lögmálsins. Á kaffihúsi í sólinni Morgunblaðið/Ernir

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.