SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 29
26. júní 2011 29
(sumir segja kynfæri) var farin að vaxa.
Ris (erectio) með lítið heilabú sjimpans-
ans var þá þegar komið í aldingarðinn.
Rannsóknin á margbrotnum leifum Ardis
og á lífheimi hans var mjög löng og
ströng, tók 15 ár. Hún var fjölþætt og var
allt lífkerfi hans rannsakað. Því á efalaust
margt enn eftir að koma í ljós og margar
hugmyndir að fæðast.
Atgervi Ardis getur verið dæmi um
svokallaða preadaptation. Bigami og það
sem því fylgir er kannski forsenda
greindarinnar, en ekki öfugt? Allt sem
stuðlar að velferð unganna stuðlar mjög
hratt að framgangi tegundarinnar og slær
því mjög hratt í gegnum þróunina. Hver
þessi foraðlögun var nákvæmlega veit
höfundur þessarar greinar eigi. Kannski
var það ástin sem kallaði þar? En það er
heillandi og upphafin Maríumynd að ást-
in sé upphaf mannlífs (eins og svo oft). En
kannski er fleira sprottið þaðan: Móð-
urmálið, jafnvel ritlistin, prentiðnin og
nú síðast tölvutæknin. Hugmyndir sem
hafa fæðst í heilabúi lítil pilts eða lítillar
stúlku í ástríkum, hlýjum og mjúkum
móðurfaðminum.
Hinn hæfi maður
Rúmlega einni milljón ára
eftir að Lucy lék við hvern
sinn fingur og stórutá kom
fram á sviðið í Afríku homo
habilis, hinn hæfi maður,
og birtist hagleikurinn í
jarðlögum beina
hans. Þetta eru
steinvölur
sem voru
vel í lófa
urð hans. Hann var í Eden og þurfti aðeins
að rétta út handlegginn til að fá ávöxt í
sína hönd. Meira þurfti hann vart að hafa
fyrir lífinu, fyrr en hann beit í eplið al-
ræmda. Þá varð hann að yfirgefa ald-
ingarðinn, hylja nekt sína og halda út úr
Afríku, út í hinn kalda heim síðasta ísald-
arskeiðs. Og þar kenndi neyðin naktri
konu að spinna og karlinum að fara að
vinna. En kannski hafði áður verið heit-
ara í kolunum í Afríku. Það hafa verið
færð vísindaleg rök fyrir því að mann-
skepnan var rétt útdauð þar fyrir 70 þús-
und árum, þegar eldstöðin Toba í Indó-
nesíu gaus miklu hamfaragosi. En e.t.v.
lifðu hinir gáfuðustu af? Kannski kviknaði
þá líka erfðasyndin í þessu stóra heilabúi?
Eftir þetta mikla syndaflóð sem gosið var?
Tuttugu þúsund árum (augnabliki jarð-
sögunnar) eftir þetta gos fór flokkur nú-
tímamanna út úr Afríku og hafnaði að
lokum í Ástralíu. Í slóð þeirra í S-Asíu eru
afkomendurnir, t.d. Vedda-menn á Ind-
landi og dökkir menn í Papúa Nýju-
Gíneu. Á næstu árþúsundum fóru aðrar
mannverur út úr Afríku og höfnuðu á
ýmsum slóðum Evrasíu, m.a. þeir sem
neyddust til að spinna, eins og áður getur.
Það sem var sameiginlegt með þessu fólki
frá Eden var, að verkfærakassi þeirra var
frekar fátæklegur til að byrja með. Virtist
ekki mjög mikið hafa breytst, þótt gáfna-
ljós þeirra skini nú við sólu. Og þeir skap-
aðir í Guðsmynd? En hvenær varð svo
upphaf orðsins (logos)?
Fjölbreyttur verkfærakassi
Fyrir meira en 30 þúsund árum varð
blossi er Cro-Magnon-maðurinn kom
skyndilega fram á freðmýrum Evrópu
með alvæpni. Verkfærakassi hans var nú
orðinn fjölbreyttur. Og listaverk fóru að
birtast á veggjum kalksteinshella álf-
unnar. Í kjölfarið varð menningin fjöl-
breytt og þróunin hröð. Hvað gerðist?
Varð stökkbreyting í erfðaefni mannsins?
Engin merki sjást þó um slíkt. Eða varð
menningarbylting?
Lífsbaráttan er engin elsku mamma og
lífið er sparsamt. Það rennur í lægðum
eins og vatnið, eftir lægstu orkuleiðum.
Sparnaðurinn borgar sig, því að jörðin er
ekki sá gnægtarbrunnur sem gráðugir (og
graðir) útrásarvíkingar halda. Þetta er líkt
hroka nýfrjálshyggjunnar (undirritaður
telur sig þó vera frjálshyggjumann og tel-
ur einungis stigsmun, en ekki eðlismun
vera á milli þessara tveggja gerða frjáls-
hyggjunnar) sem ætlar allt að drepa nú á
síðustu og verstu tímum. Nakti apinn,
sem nú var kominn út úr hlýju Afríku út í
kulda Evrasíu, varð að duga eða drepast.
Sá sem hefur líkamlegt og andlegt at-
gervi umfram aðra er líklegri að lifa af. Og
þegar neyðin er stærst er hjálpin oft næst?
Sú hugmynd fæddist kannski við þessar
aðstæður, að auðveldara var að tjá sig
setningarfræðilega heldur en með frum-
stæðara merkjamáli. Svipuðu því sem við
þekkjum í dag í umferðinni, umferðar-
reglurnar. Það sem mætti kalla íconologíu
(tákn- eða myndmál) og er kannski rót
goðfræðinnar og skáldskaparins. Hafi
eitthvað þessu líkt gerst, breiddist slík
menning mjög hratt út. Í stað sýni-
kennslu kom samræðan með hugtökum
sínum. Og þróun áhalda varð marg-
breytileg og hröð. Þetta hefur verið
menningarbylting svipuð þeirri sem varð
með komu ritlistarinnar, löngu síðar
prentiðnarinnar og nú síðast tölvutækn-
innar.
Í sporum krabbameinsfruma
Syntax (setningaskipan) hefur því hugs-
anlega birst fyrir rúmlega 30 þúsund ár-
um og breiðst út með sprengikrafti. Bæði
út og suður, en líka norður og niður. En
lífkerfi norðurslóða hrundi þá um svipað
leyti. Vegna þessa og loftlagssveiflanna
sem þá urðu? Eða kannski vegna þess að
við kunnum okkur ekki hóf og erum nú í
sporum krabbameinsfrumanna. Erum að
eyða þessari jörð, eins og þessar frumur
þeim líkama sem þær búa í. Kannski
verður þessi græðgi og óhófsemi gróða-
punganna sú líknarmeðferð sem móðir
Jörð fær að lokum? Við hagvaxtaverkjum
sínum? Þótt athafnamenni þurfi svigrúm
kallar það ekki á þetta lauslæti. Með lög-
um skal land byggja. Og slíkum lögum
þarf ekki að beita á heiðarlegt fólk. Held-
ur á þá siðlausu. Þá gröðu.
Nútímamaðurinn hefur síðan verið
vaxandi höfuðverkur hnattarins og þessi
meinsemd farið hríðvernandi síðustu
áratugina. Þetta blasir við þegar þessi
apamaður, sem hér heldur á stílvopni,
horfir reiður um öxl. Er nú svo komið að
haus jarðarinnar er rétt ósprunginn, ef
svo heldur fram sem horfir. Þetta minnir
nokkuð á fæðingu einnar átrúnaðargyðju
og táknmyndar mannsins, hinnar köldu
og skynsömu Pallas Aþenu. Virðist nú
spýtast út úr höfði alföður krabbavilsan?
Maðurinn sjálfur minnir á þessa mein-
semd, krabbann sem hann reynir nú
að berjast við. Og stutt virðist vera í
svefninn langa. En hver erfir þá móð-
ur Jörð?
Ef einhver lífsvon er, þá er hún fólgin í
frjálshyggju húmanismans, í velferð vel-
megunar, í mildi og í mannúðinni. Við
eigum eigi að hlýða á falskan tóninn sem
ómar nú um allar jarðir: Gróðapungar
allra landa sameinist. Í dag er þetta meiri
ógnun við lýðræðið og mannréttindin,
sem vér á V-löndum höfum á síðustu öld-
um barist blóðugri baráttu fyrir, en
kommúnisminn var á Stalínstímanum.
Og hverjir eiga nú að biðjast afsökunar?
Undirritaður vill báknið burt. En munum
að móðir Jörð er bákn líka. Vil því gráan
þráð lýsingarorðs í miðstigi. Vil samt ekki
afstæðishyggju eða sýndarveruleika post-
módernismans. Ekki matargerð kryddaða
með pottagaldri. Eða galar nú Galdra-
Loftur þrisvar, áður en haninn nær að
glenna upp gogginn einu sinni?
Apamenn eiga að endurfæðast frjálsir í
faðmi fjallkonunnar.
Höfundur er læknir
Lucy, aust-
ralopithe-
cus Af-
arensins, í
essinu sínu.
lagðar, en yddar eða eggjaðar í hinn end-
ann. Raunar berjast bræður nútímavís-
inda hvössum tungum um tilveru þessara
áhalda. Svona getur bræðralag fræði-
manna verið brothætt.
Næstur fram á sviðið (fyrir 1,6 milljón
árum síðan) reis homo erectus og bar nafn
með vaxtavöxtum. Hann var að flestu lík-
ur nútímamanninum nema að höfuðlagi
og andlitsfalli. Hann var með minna
heilabú, en sennilega verið kjaftforari
þrátt fyrir minna andlegt atgjörvi. Gat
bitið betur frá sér án kraftmikils orðfæris.
Hann mun fyrstur manna hafa lagt land
undir fót og farið út úr Afríku. Menjar
hans finnast í Evrópu og Asíu, t.d. Pek-
ing- og Javamaðurinn sem voru hans
gerðar. Hann var hagari en forfaðir hans
homo habilis. Í hans höndum þróaðist
Acheulian-tæknin. Steinöxi hans, sviss-
neski hnífurinn, var mönnum lengi
þarfaþing. Leifar bústaða og eldstæða hafa
og fundist á slóðum hans. Sennilega lifði
þessi mannvera lengst í SA-Asíu, allt
fram á okkar daga (fyrir 50 þúsund ár-
um).
Næstsíðastur var Heidelbergmaðurinn í
Afríku fyrir hálfri milljón ára. Hann var
sennilega afkomandi homo erectus, en
með meira andlegt atgervi. Hann fór
líka út út Afríku og finnast menjar
hans í Evrópu. Afkomendur
hans þar urðu síðan homo sapi-
ens Neanderthalensis, en sá
var aðlagaður mjög að fimb-
ulkulda álfunnar á síðasta
jökulskeiði. Í dag finnast
gögn í erfðaefninu sem
benda til kynblöndunar
á milli þessa manns og
nútímamanna utan
Afríku. Af hverju hann
dó út getur nútíma-
maðurinn spurt sig
sjálfan með sinni
óþveginni samvisku.
Aldingarðurinn
yfirgefinn
Að lokum spratt fram
afkomandi Heidel-
bergs-mannsins, homo
sapiens sapiens, nú-
tíma-maðurinn í S-
Afríku fyrir 150-200
þúsund árum, fullskap-
aður en án alvæpnis.
Virðist frekar lítið hafa
gerst í Afríku við til-
Erfðaefni okkar
mannanna og
sjimpansans er
sömu gerðar að
99% leyti.