SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Page 38
38 26. júní 2011
Florence Welch hefur slegið í gegn með kraftmikilli
rödd sinni, frábærri tónlist, skemmtilegum per-
sónuleika og flottum fatastíl.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
T
ónlistarkonan Florence Welch hefur vakið mikla athygli með hljómsveit
sinni Florence + the Machine. Söngkonan sló í gegn með sveit sinni með plöt-
unni Lungs árið 2009 með sérstakri og kraftmikilli rödd sinni og grípandi
lögum. Platan er margverðlaunuð og lagið „Dog Days Are Over“ sló rækilega
í gegn og ekki má gleyma tökulaginu „You’ve Got the Love“, sem hljómsveitin kynnti
blessunarlega fyrir nýrri kynslóð.
„Platan er um ástina og þjáninguna. Fólki finnst textarnir mínir brjálaðir en fyrir
mér er þetta einlæg og innilega plata. Ég var ekki með það markmið að vera furðuleg.
Ég vildi bara að tónlistin væri tjáningarrík,“ segir hún á vefsíðu sinni. Florence klæðir
sig líka á sérstakan hátt. Hún er með flottan stíl, áberandi rautt hár, er gjarnan í síðum
kjólum og lætur hugmyndaflugið ráða. Hún virðist á sama tíma vera úr fortíðinni og
framtíðinni, sem er kannski einmitt það sem er svona nútímalegt við hana. Hún þekk-
ist líka á fölu andliti sínu og hefur sagt að hún fari ekki út úr húsi nema með sólarvörn
upp á SPF50.
Florence er fædd Florence Leontine Mary Welch þann 28. ágúst 1986 og ólst upp í
Camberwell í suðurhluta London. Hún er elst þriggja barna háskólaprófessorsins Eve-
lyn Welch og auglýsingamannsins Nick Welch. Ein af fyrstu æskuminningum hennar
tengdum tónlist er að standa uppi á kassanum sem pabbi hennar geymdi vínylplöt-
urnar sínar í og dansa við tónlist Rolling Stones með honum. Hún byrjaði á því
að syngja lög Ninu Simone og Dusty Springfield heima. Hún segir að hún hafi
alltaf tengt við tilfinningaríka tónlist og hún hlustar á allt frá Rihönnu og
Beyoncé yfir í Bob Dylan og Bruce Springsteen.
Florence vakti fyrst athygli íklædd alls kyns fötum úr búðum sem selja
notuð föt en núna er líklegra að föt hennar séu frá þekktum hönnuðum. Frida
Giannini, aðalhönnuður Gucci, hefur sagt að Florence sé innblástur hennar að
fatalínu haustsins. Nýverið var tilkynnt að Florence yrði andlit Gucci næsta
vetur. „Þegar ég hannaði fatalínuna var ég að hugsa um sterka en jafnframt
dularfulla konu. Florence er þannig kona. Ég hitti hana í Los Angeles á
Grammy-verðlaunahátíðinni og heillaðist alveg. Hún er með sterkan per-
sónluleika og heillandi framkomu á sviði. Hún er líka með sjálfsöryggið sem
Gucci-konan býr yfir,“ sagði hún.
Florence er sem stendur á tón-
leikaferðalagi um Bandaríkin, sem
hófst með því að hún kom fram á
Bonnaroo-tónlistarhátíðinni.
Ennfremur er hún að leggja loka-
hönd á nýja plötu sem kemur út
síðar á árinu.
Florence var í hátískukjól frá Valentino
á síðustu Óskarsverðlaunahátíð.
Florence
hundadaga-
drottning
F
imm meiddust og fóru á slysadeild eftir átök lögreglu og mót-
mælenda úr hópi atvinnubílstjóra á Suðurlandsvegi við
Rauðavatn á síðasta degi vetrar 2008. Dagana þar á undan
höfðu bílstjórar látið vel finna fyrir sér og og höfðu lokað fyrir
umferð, meðal annars á Reykjanesbraut. Þetta gerðu þeir til að mót-
mæla hækkandi eldsneytisverði sem þrengdi mjög starfsskilyrði
þeirra. Þó bílstjórarnir hefðu talsvert til síns máls þóttu aðgerðirnar
ekki boðlegar og því greip lögregla inn í atburðarásina þegar tugum
trukka hafði verið lagt á Suðurlandsvegi. Allt gerðist þetta raunar í
beinni sjónvarpsútsendingu, hvar bæði var sýnt af vettvangi auk þess
sem þyrla með kvikmyndatökumenn sveimaði yfir.
Varðstaða óeirðalögreglu stóð frá morgni til klukkan að ganga þrjú
umræddan dag og var piparúði notaður til að dreifa mannfjölda þegar
þrengt var að lögreglu við handtökur. Hámarki náði spennan á vett-
vangi þegar óeirðalögreglumenn gerðu leiftursókn gegn mótmæl-
endum sem neitað höfðu að hlýða fyrirmælum um að yfirgefa svæðið.Átök bílstjóra og lögreglu við Rauðavatn síðasta vetrardag 2008 voru lokapunktur langvarandi ólgu.
Morgunblaðið/Júlíus
Myndasafnið 24.04. 2008
Bylting
bílstjóranna
Frægð og furður
Skannaðu kóðann til
að horfa á Florence +
the Machine flytja lag-
ið Dog Days Are Over.