SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Qupperneq 6

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Qupperneq 6
6 11. september 2011 Minningarathöfn var haldin í Minsk í Hvíta-Rússlandi 8. sept- ember á þeim tíma sem liðið Lo- komotiv átti að leika sinn fyrsta leik í Kontinental-deildinni. Stærðarinnar myndum af hverjum og einum leikmanni sem fórst hafði verið komið fyrir á ísnum og við hverja mynd logaði kertaljós. Leikmenn deildarinnar stilltu sér upp, einn fyrir aftan hverja mynd og hver með sinn pökk. Þeir fóru svo einn á eftir öðrum og skutu pökkunum í markið, til að minn- ast félaga sinna. Leikmenn Kontinental- deildarinnar áttu bágt með að leyna tilfinningum sínum, þeir struku tárin af kinnum sér þegar þeir renndu sér á ísnum og tóku skot til minningar um vini sína. Undir hljómaði söngur stúlkna- kórs og aðdáendur syrgðu á troð- fullum leikvanginum. Að lokum lögðu leikmenn deildarinnar blóm- vendi að öðru markinu á ísnum. Liðsmenn Lokomotiv voru auk þess að vera frá Rússlandi frá Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Tékk- landi, Slóvakíu. Svíþjóð og Kan- ada. Í öllum þessum löndum hafa verið minningarathafnir um íþróttamennina. Minningarathöfn um fallna leikmenn í Minsk Það var tilfinningaþrungin stund sem ríkti á minningarathöfn sem haldin var í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Reuters Þ jóðarsorg ríkir í Rússlandi eftir að flugvél fórst í flugtaki í borginni Yaroslavl 7. september síðastliðinn. Um borð var ís- hokkíliðið Lokomotiv sem er eitt ástsæl- asta íshokkílið þjóðarinnar og átta manna áhöfn. Af þeim 45 sem voru um borð í vélinni létust 43 og liggja tveir þungt haldnir á gjörgæslu, einn úr ís- hokkíliðinu og einn úr áhöfn. Rannsakendur eru ekki enn vissir um hvað það var sem olli slysinu en að sögn sjónarvotts náði flugvélin aldrei almenni- legri hæð og rakst í útvarpsmastur. Það kviknaði samstundis í vélinni, hún klofnaði í tvennt og brotlenti annar helmingurinn í nærliggjandi á og hinn helmingurinn á jörðinni, allt þetta gerðist í um það bil tveggja kílómetra fjarlægð frá flugvell- inum. Sjónarvottur sagði að aðkoman hefði verið skelfileg. Flugvélasætin voru dregin upp úr ánni með líkum liðsmanna og áhafnar. Liðið var á leið til Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem það átti að leika í Kontinental-íshokkídeild- inn. Fyrsti leikur deildarinnar var þegar hafinn þegar fréttir af slysinu bárust. Leiknum var hætt, enda voru margir leikmenn að frétta af láti félaga sinna og góðvina. Leikmennirnir tóku hjálmana niður þar sem þeir stóðu á ísnum og lutu höfði. Sama kvöld söfnuðust um 2.000 manns saman og gengu um götur Yaroslavl og sungu fé- lagssönginn, margir hverjir klæddir félagsbún- ingnum. Göngunni lauk svo hjá heimavelli liðsins Lokomotiv og þar var enn meiri fjöldi af fólki sem hafði kveikt á kertum og grét þar sem hinar ungu fyrirmyndir voru syrgðar. Einn af þeim leikmönnum sem fórust var lands- liðsmarkmaður Svía, Stefan Liv. Hann var fæddur í Póllandi en sænskir foreldrar hans ættleiddu hann þegar hann var tveggja ára gamall. Stefan Liv var í sænska landsliðinu þegar það vann ólympíu- gullið árið 2006 og á að baki marga frækna sigra. Aðdáendur hans komu saman og lögðu kerti, blóm og landsliðstengda minjagripi við stærð- arinnar mynd af honum. Móðir eins leikmannsins, Sergei Ostapchuk, fékk hjartaáfall og dó þegar henni bárust fréttirnar af slysinu og fráfalli son- arins. Rússneski leikmaðurinn, Alexander Galimow, var eini leikmaðurinn sem lifði slysið af. Ástand hans er mjög alvarlegt en fréttir herma að 80-90% af líkama hafi brunnið. Eftirlifandi úr áhöfn heitir Alexander Sizov og liggur hann þungt haldinn á gjörgæslu. Forseti rússneska íshokkísambandsins, Vladislav Tretiak sagði við komu sína til Yaroslavl: „Missir okkar er óbætanlegur. Ég trú því ekki enn hvað gerðist. Hokkííþróttin hefur misst bæði úr- vals leikmenn og þjálfara. Þetta er hreinn harm- leikur innan íþróttagreinarinnar.“ Forsetinn Dmitry Medvedev heimsótti borgina og lagði blóm á slysstaðinn. Gagnrýnt hefur verið til margra ára hversu lé- legur rússneski flugvélaflotinn er, en flugvélin sem hrapaði hafði flugleyfi samkvæmt skoðun til 1. október 2011. Í júní síðastliðnum létust 44 í flug- slysi þegar flugvél hrapaði á leið sinni frá Moskvu til Petrozavodsk. Margir kenna lélegum flug- vélaflota um þessi hræðilegu slys og þykir ekki nógu vel hugað að flotanum. Ákveðið hefur verið að taka eldri flugvélar, framleiddar í Rússland, úr umferð árið 2012. Gagnrýnisraddir hafa líka verið uppi um að flugmenn hljóti ekki nægilega þjálfun. Harmleikur í hokkíheiminum 43 létu lífið í flugslysi – þar af heilt íshokkílið Aðdáendur Lokomotiv hokkíliðsins komu saman við íshokkíhöll liðsins. Reuters Aðdáendur sungu félagssöng Lokomotiv þegar þeir gengu um götur Yaroslavl kvöldið sem flugvélin fórst. Reuters Vikuspegill Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Þjálfari Lokomotiv, Kan- adamaðurinni Brad McCrim- mon, var einn þeirra sem lét- ust í flugslysinu. Hann stefndi á að verða þjálfari í NHL- deildinni. Sjálfur spilaði hann í NHL-deildinni á árunum 1979-1997. Þegar hann hætti að spila tók hann við að þjálfa Lokomotiv og gerði það allt til dauðadags. Kanadíski þjálfarinn Miðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið mitt Margrét I. Hallgrímsson Ljósmóðir / hjúkrunarfræðingur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.