SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Side 11

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Side 11
11. september 2011 11 Þriðjudagur Eva Einarsdóttir Kaffivélin komin úr viðgerð, velkomin heim! Síðustu 3 morgnar án hennar tóku á! Fimmtudagur Bragi Valdimar Skúlason getur bætt við sig ummælum. Föstudagur Sigríður Thorlacius bíður eftir Godot, sem í þessu tilfelli er maðurinn sem ætlar upp á þak að laga loftnetið. Árni Torfason Ánægður með Bo- nes í S06E05 þar sem hún segir að með því að hafa op- ið klósett þegar þú sturtar niður þá ertu að dreifa skítagerlum út í loft- ið og þar á meðal á tannburstann þinn. Lokið öllu heila draslinu áður en þið sturtið! Fésbók vikunnar flett Fartölvan sem getið er hér til hliðar er afrakstur samvinnu HP og Beats, sem er undirmerki Monster-snúruframleið- andans hvað varðar hljóðkerfið í henni. Mér þótti því við hæfi að prófa hana með Beats heyrnartólum, en þau, og reyndar öll Beats-línan, eru af- rakstur samstarfs Monster og upp- tökustjórans magnaða Dr. Dre. Það samstarf hefur borið þann ávöxt að þó ekki séu nema þrjú ár frá því flagg- skipið kom út, Studio heyrnartólin sem sjást hér fyrir ofan, er Beats orð- ið einn helsti, ef ekki helsti, heyrn- artólaframleiðandi Bandaríkjanna. Studio-tólin eru lokuð og skerma því vel fyrir utanaðkomandi hljóðum og hlífa líka nærstöddum. Bassinn er hreint afbragð sem vænta má þegar hiphopfrömuður er annars vegar. Þau eru með innbyggðum magnara og þurfa því tvær AAA rafhlöður sem skila eðlilega meiri krafti og því hægt að hafa hærra, ef vill. Það er hægð- arleikur að brjóta þau þau saman og setja í sérstaka öskju sem fylgir til að pakka saman í tölvu- eða ferðatösku. Það er til lítils að vera að horfa á hörku- mynd á hörkuskjá þegar hljómurinn er leðjukenndur og daufur, nú eða að hlusta á rokkkeyrslu, hiphop eða klass- ík. Skemmst er frá því að segja að í Beats Audio-línunni hjá HP fer þetta allt saman, fáránlega flottur hljómur og fínn skjár. Kramið í vélinni er eftir bókinni; 2 GHz i7 Intel- örgjörvi, 8 GB minni og 750 GB SATA 5400 snúninga harður diskur. Skjákortið er fínt, AMD Radeon HD 6770M með 2 GB minni og skjárinn góður, 15,6" LED-skjár með 1366 x 768 upplausn. Í henni er minniskorta- lesari og SuperMulti DVD DL-drif, en hægt að fá BlueRay. Hljóðkerfið er lykilatriðið í vélinni, Beats-hljóðkerfi frá Monster sem hefur lagt undir sig heyrn- artólaheiminn vestan hafs. Hátalararnir eru líka frá Beats Audio og það eru hátalarar framan á vélinni, en líka baka til, undir skjánum, og hallast fram. Best er þó að nota heyrn- artól við hana og þá til að mynda Beats- heyrnartól sem getið er hér til hliðar. Það er í vélinni innbyggður hljóðnemi, vefmyndavél og þar fram eftir götunum. Blátönn er á sínum stað, þráðlaust net og hefðbundnir nettengimöguleikar, en ókostur að það sé ekki gert ráð fyrir 3G í henni. Stýrikerfið sem fylgir er Microsoft Windows 7 Home Premium 64 bita. Ekki gleyma hljómnum Smám saman höfum við flutt inn í tölvuna, fyrst var það bara póstur og vefur, svo tónlistin og loks DVD og bíómyndir. Í flutningunum gleymast þó oft smáatriði sem eru þó býsna stór þegar upp er staðið, til að mynda hljómurinn. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Beats Studio Afbragðsbassi frá hiphopfröm- uðinum mikla

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.