SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Page 24

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Page 24
24 11. september 2011 Þ að er örugglega mjög sjaldgæft að öll börn einhvers verði at- vinnumenn í íþróttum, ég held að það hafi að minnsta kosti ekki gerst á Íslandi áður. En það kom mér ekki á óvart að synir mínir færu þessa braut; þeir ætluðu sér það allir strax frá upphafi, sagði Bjarney Jóhannesdóttir við Sunnudagsmoggann, morguninn eft- ir sigur Íslands á Kýpur í undankeppni EM í vikunni. Yngsti sonur hennar, Björn Bergmann Sigurðarson, fetaði þá í fótspor bræðra sinna þriggja – Þórðar, Bjarna og Jó- hannesar Karls Guðjónssona – og lék fyr- ir A-landsliðið. Enn einn Skagamaðurinn sem nær þeim áfanga. Eins og nærri má geta er Bjarney gríð- arlega stolt af drengjunum sínum og var að sjálfsögu viðstödd landsleikinn á Laugardalsvelli. Fótboltagenin frá mömmunni? „Ég velti því satt að segja ekkert fyrir mér að Björn væri fjórði sonurinn til þess að spila með landsliðinu – ekki fyrr en þú hringdir. Ég hugsaði aðallega um að hann væri kominn í landsliðið og kæmi inná í leiknum. Mér fannst það mjög mikilvægt að hann yrði notaður fyrst hann var tek- inn úr 21 árs landsliðinu,“ segir Bjarney. Sjálf sparkaði hún aldrei í bolta. „En hér á Skaganum snýst mestallt um fót- bolta, bræðir mínir æfðu allir og spiluðu, sömuleiðis frændur mínir í Keflavík. Áhuginn í fjölskyldunni er því mikill.“ Faðir eldra bræðranna þriggja er gjarn- an nefndur í sömu andrá og þeir, enda ekki furða: Guðjón Þórðarson lék lengi með sterku liði Akraness og varð síðar af- ar sigursæll þjálfari. Þegar Björn Bergmann stökk fram á sjónarsviðið, jafn gríðarlegt efni í góðan knattspyrnumenn og raun bar vitni, runnu hins vegar tvær grímur á ýmsa. Voru fótboltagenin ef til ekki öll frá Guðjóni komin? „Ég hugleiddi það ekki fyrir mér en fólk í kringum mig fór að hafa orð á þessu,“ segir Bjarney í léttum dúr. „Björn var alltaf mjög efnilegur en þegar hann fór í atvinnumennsku, fjórði sonurinn, sögðu margir að loksins væri komið í ljós að fótboltahæfaleikarnir væru frá mér komnir en ekki Guðjóni!“ segir hún og hlær. Björn er langyngstur bræðranna, fæddur 1991, en Þórður elstur, kom í heiminn árið 1973. Þórður býr nú á Akranesi og er fram- kvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, Bjarni er búsettur í Reykjavík þar sem hann leikur með KR en Jóhannes Karl er enn að störfum í Englandi, þar sem hann er á mála hjá liði Huddersfield. „Það er auðvitað meiriháttar þegar börnunum gengur svona vel. Verst er hvað strákarnir og fjölskyldur þeirra hafa verið langt í burtu, sérstaklega eftir að ég eignaðist barnabörn og þau voru búsett erlendis.“ Bjarney nefnir að einkum og sér í lagi hafi verið erfitt að hafa þau ekki hjá sér um jól og áramót. Hópurinn hefur ekki í mörg ár verið allur saman um hátíðarnar. „Ekki síðan Björn var lítill, um það leyti sem Bjarni og Jói fóru út,“ segir hún. Á Englandi er ætíð leikið um jólin en vetr- arfrí er í deildum á meginlandinu. Sumir komust þá heim en aðrir ekki því um árabil var yfirleitt einhver þeirra á mála hjá ensku liði. Fyrir rúmum ártaug, á fyrsti ári Jóhannesar í atvinnumennsku, vildi reyndar svo heppilega til að allir léku þeir með Genk í Belgíu. „Mér líður alltaf betur þegar þeir spila í landi þar sem frí er frá fótboltanum um jólin.“ Með boltann á tánum Bjarney segir drengina sína alla hafa verið með boltann á tánum frá unga aldri, eins og algengt er á Akranesi og auðvitað víð- ar. Og snemma kom í ljós að mikið bjó í þeim öllum. „Björn var fimm ára þegar hann byrj- aði að æfa og þá sáu menn strax að fót- boltinn lá vel fyrir honum. Bræðurnir voru fyrstu kennarar hans, heima á lóð, og þurftu ekki að segja honum nema einu sinni hvernig ætti að gera hlutina,“ segir hún. Þá gerði hann einfaldlega eins og honum hafði verið sagt. Skildi strax vel um hvað málið snerist. „Björn hefur alltaf verið sterkbyggður og hraustur,“ segir hún um nýjasta landsliðsmanninn. „Hann hefur nánast aldrei orðið veikur og mjög sérstakt ef það gerist. Pabbi hans er líka svona; sér- staklega hraustur, og þeir feðgar vita varla hvað veikindi eru,“ segir Bjarney. Síðari eiginmaður hennar og faðir Björns Bergmanns er Sigurður V. Haraldsson. „Siggi var lítið í fótbolta, hann var sendur í sveit í sumrin en var í marki þegar hann spilaði fótbolta á veturna. Hann hafði samt alltaf brennandi áhuga og hefur enn og hefur frá upphafi fylgt Birni í alla leiki sem hann hefur mögulega getað, hvort sem spilað var hér heima, norður í landi eða annars staðar. Ég hef líka reynt að sjá eins mikið af leikjum og ég get því mér finnst nauðsynlegt að fylgjast vel með börnunum, á unglings- árunum er það ekki síst mikilvægt.“ Þegar Þórður, elsti sonurinn, var drengur var ekki algengt að foreldrar fylgdu börnum sínum í kappleiki en í dag er öldin önnur eins og margir þekkja. „Það er orðinn ákveðinn hluti af sum- arfríinu hjá fólki að fylgja börnum sínum á fótboltamót og mér finnst það góð þró- un. Ég hafði ofboðslega gaman af því þegar foreldrar fóru að fjölmenna á völl- inn.“ Móður- hjartað slær ört Bjarney Jóhannesdóttir á Akranesi á fjóra syni sem allir hafa verið atvinnumenn í knatt- spyrnu og hún náði „landsliðsfernunni“ í vikunni þegar yngsti sonurinn lék á móti Kýpur. Texti: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Mynd: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.