SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Side 35

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Side 35
11. september 2011 35 uð frá sjálfri mér – meira að segja tilhugs- unin um sjálfsmorð virtist lokkandi fög- ur. Í þessu ástandi gerðist hins vegar alltaf dálítið sem lét mig ranka við mér. Því næst stóð ég eftir eins og venjulega – með hinni stöðugu depurð. Alveg þar til að ég var aftur orðin svo örmagna að mæðan sveiflaðist í átt að hamslausri hrifningu. Í lýðræðisríkjum rata bókmenntirnar sínar eigin leiðir. Í einræðisríkjum hafa þær hins vegar ekki annað val en að ganga brjálæði raunveruleikans á hönd: vanmáttur og ofsahræðsla eru alltaf til staðar. Ef við skrifum ekki um það, til hvers ættum við þá að skrifa? Bók- menntir eru líka aðeins þær sjálfar í ein- ræðisríkjum. Þær gera höfundinum ekki beinlínis léttara fyrir. Og handan líkama hans geta þær engu breytt. Að minnsta kosti ekki í fljótu bragði. Þær eru einungis sviðsettur látbragðsleikur manns sjálfs. En sem slíkur, geta þær bitið frá sér jafn- vel þótt þær færi engum öðrum vissuna. Innri neyð beinir tungumálinu ofan í spor hins niðurtraðkaða lífs. Þegar ég yfirgaf Rúmeníu og varð að skiljast við bestu vinkonu mína, kallaði ég kveðjustund okkar Silfurskeið. Síðasta faðmlag okkar var endurtekið þrisvar sinnum. Vitandi, að við myndum aldrei aftur hittast, snéri hún þrívegis aftur og gekk að íbúð minni. Að því loknu gekk hún eftir hinni löngu og beinu götu og fjarlægðist mig stöðugt. Ég horfði á eftir henni. Vindjakkinn hennar glansaði og eftir því sem hún fjarlægðist mig minnti baksvipurinn æ meir á silfurskeið. Þannig varð kveðjustundin að Silfurskeið. Úr því að þetta orð er til og hefur allt aðra merk- ingu en kveðjustund sótti það á mig sem stysta lýsing á sársaukanum. Tungumálið er aðeins til vegna okkar. Hvort sem við tölum, þegjum í eigin þönkum, eða skrifum. Og það getur allt: sagt sannleikann eða blekkt, veitt athygli eða virt að vettugi, hlíft eða eyðilagt. Það getur meira að segja drepið manneskjur eða bjargað þeim. En þegar hversdagleg notkun málsins er krufin og við fikrum okkur frá hinu venjulega og fram á broddinn, neyðum við orðin til að skoða sig sjálf – að verða ljóðræn. Með ljóðrænu að vopni geta þau skrásett á annan hátt en hefðbundin orðanotkun. Nýjasta og besta dæmið um þetta er kínverski höfundurinn Liao Yiwu, og bók hans Handa einum söng og hundrað söngvum, sem hefur fram að þessu ein- ungis verið gefin út í Þýskalandi. Í Kína var lagt hald á handritið í þrígang. Hon- um var hótað með fangelsisvist ef bókin yrði gefin út erlendis. Nýlega tókst hon- um þó að flýja til Þýskalands. Á sínum tíma var hann þekkt „hippaskáld“, eins og hann sjálfur kemst að orði. Hann hafði engan áhuga á stjórnmálum þá. En 4. júní 1989 átti blóðbaðið á Torgi hins him- neska friðar sér stað. Þá nótt samdi hann átta blaðsíðna ljóð, Blóðbaðið. Fyrir það var hann dreginn fyrir dóm. Hann var úrskurðaður í fjögurra ára vist í end- urhæfingarbúðum og fangelsi. Ljóðið um blóðbaðið er flóðbylgja mynda: Mæður gleypa dauð börn sín! Börn tæla foreldra sína! Konur svíkja menn sína! Borgarar brenna borg sína! Og hermennirnir: „Þeir pússa stígvélin sín með pilsi látinnar stúlku.“ Og stöðugt er mönuninni beint til þeirra, líkt og við- lagi: „Skjótið þau! Skjótið þau! Svalið fýsn- inni! Skjótið þau í höfuðið!“ Þessi kveinstafur er ritaður, eða öskraður réttara sagt, í örvænting- arfullum boðhætti, í skipunartóni með- vitundarleysis. Þessi öfugsnúni boðháttur ber með sér þunga, reynir að halda aftur af drápum hermannanna. Og í lokin, þegar fjöldamorðin eru um garð gengin: Blóðbaðið á sér stað í þremur heim- um: Í vængjum fuglanna, í hreistri fiskanna, í hinu fínkornaða ryki. Þetta langljóð er í heild sinni Silf- urskeið. Hið sama má segja um alla fang- elsisbók Liao Yiwu. Hinir dauðadæmdu sem deila með honum klefa, hinn hrylli- legi kvalalosti, og því næst hin skyndilega samúð. Í bókinni um fangelsisvistina birtist okkur blanda af skepnuskap og hluttekningu í glitrandi orðaiðu. „Rottan lokar líka hreiðri sínu og skynjar eitthvað um leið, hvað þá manneskjan,“ segir dauðamaður á einum stað í bókinni. Og um sjálfan sig skrifar höfundurinn: „Ég heyrði sál mína hlaupa þaðan.“ Stað- reyndir og skáldskapur, engin mynd gengur þessum höfundi úr greipum. Bók- in er stórkostlegt afrek sem heimild og ljóðræn endurminning. En undravert minni getur aðeins orðið til vegna athug- ana sem gerðar voru á tíma upplifunar- innar. Úr frásögn Oskar Pastiors af þrælkunarbúðunum þekki ég hina ómeð- vituðu en þeim mun nákvæmari eft- irtektarsemi á núllpunkti tilverunnar. Að líkindum var því eins farið hjá Liao Yiwu – skynjunin vinnur án afláts, stundum af ásettu ráði, stundum ómeðvitað. Á núll- punkti tilverunnar smellir hausinn af og geymir sekúndurnar. Þessi eðlisávísun skyndimyndarinnar vinnur sjálfstætt og meira að segja gegn manni sjálfum. Ónýt- ar taugar framkalla athugunarþörf. Hin viðbjóðslega nánd sem manni er troðið í, innan fangelsanna og búðanna, verður enn kvalafyllri þegar maður einblínir á hana. Athugunarþörfin tætir hvert smá- atriði hins persónulega og étur upp síð- ustu kraftana, sem maður þyrfti á að halda fyrir sjálfan sig. Og þrátt fyrir þetta er athugunarþörfin náð, því hún viðheldur hinu mannlega með því að brynja mann – og sennilega bjargar hún honum meira að segja. Því sá sem athugar stendur hálfur utan við at- burðina, jafnvel þótt hann sé í þeim miðjum. Og á þeim stað, þar sem fólki er skipað að grotna niður og gera ekkert umfram það að draga fram lífið, verður athyglin eina andlega starfsemin. Skynj- unin er kvöl og þjáning skynjunarinnar er náð. Kvölin og náðin standa hlið við hlið í þessari bók og vita hvor af annarri. Því aflvaki beggja er sjálfsskoðunin. Fangels- isbók Liaos er hugleikur í formi eintals, sem framkallar minninguna um allt sem gerðist. Þessi framköllun er ávallt bakslag um leið, upplifunin þenst út, því hún lifir áfram óhlutbundin – en í höfðinu hreiðr- ar hún um sig sem vofuverkur og bældur ótti. Þessa hugaróra óttans kallar Liao: „viðkvæmnina að handan“. Maður losnar ekki undan henni, alla sína ævi, hvorki heima né á ókunnum slóðum. Hún hverf- ur aldrei, snýr alltaf aftur. „Gamli sköllótti vinur,“ kallar Liu Xi- aobo, friðarverðlaunahafi Nóbels, Liao Yiwu. Þeir passa hvor við annan. Þeir hafa, hvor á sinn hátt, opnað augu okkar fyrir Kína dagsins í dag. En Xiaobo er í fangelsi vegna hinnar snilldarlegu Char- ter 08 yfirlýsingar, sem er skynsöm skrá með umbótatillögum handa lýðræðisrík- inu sem Kína gæti orðið. Í þessu felst „glæpur“ hans. Hégómi og ótti við valda- missi hins kommúníska eilífðarflokks eru svo takmarkalausir, að vonarneista Liu Xiaobo var breytt í ellefu ára fangels- isdóm. Þessi sjálfsbjargarveila ríkisstjórn- arinnar hefur ekki einungis orðið henni algjör andlitsmissir, heldur felur hún í raun í sér óbeina gjaldþrotayfirlýsingu. En það virðist ekki koma þessum járn- herrum við. Þrjóskir og blindir vernda þeir alræði sitt áfram. Skrykkjóttur kvik- indisskapurinn í meðferð þeirra á Ai Wei Wei verður heldur ekki skilinn á annan veg. Í því máli falsa menn eins lengi og sönnunargögnin duga, til að finna „af- brotin“ sem leitað er að. En sönn- unargögnin duga ekki til neins – ásak- anirnar eru mótsagnakenndar – geðþótti á geðþótta ofan. Rétt eins og dómurinn yfir Liu Xiaobo, sem stenst ekki einu sinni kínversk lög. Já, í mínu höfði skrölta margar Silf- urskeiðar, mörg viðkvæmnin að handan í höfði Liao Yiwu. Hvernig ætti maður annars að koma hljóðlátum farangri sín- um í orð? Stundum held ég að á bak við hvert einræði leynist tollstöð. Við erum ferðamenn til hálfs og tollverðir til hálfs. Maður verður að skýra út fyrir sínu eigin lífi hvað leynist í hljóðlátum farangrinum. En óteljandi manneskjur hafa enn ekki komist að tollstöðinni. Þær eru áfram í höndum einræðisherra og maður veit: Er niðurrif tunglsins upphaf sitt fékk var kóngur nokkur settur af annar ekki ekkert slíkt gekk og tunglið það hékk stundum fullt eins og kúlan stundum mjótt eins og slangan því lengi var svo að ekkert gekk Eirik Sördal þýddi. Nóbelsverðlaunahafinn Herta Müller. Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.