SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Side 39
11. september 2011 39
É
g held svei mér þá að nú sé full ástæða til að hafa
samband við helstu vísindatímarit heims því ég hef
gert stórmerkilega uppgötvun á lífríki jarðar:
Íslensk bláber og krækiber eru ekki einasta gómsæt
og drekkhlaðin hollustu, andoxunarefnum og vítamínum,
heldur geyma þau líka í sér áður óuppgötvað töfraefni sem hefur
mögnuð áhrif á fólk á meðan það sefur.
Ef ber þessi eru etin skömmu fyrir svefn í þónokkru magni,
uppsker sá sem það gerir gríðarlega áhugavert erótískt ferðalag
sem fylgir slík líkamleg sæla að ekki er nokkur leið að líkja því
við neitt sem þekkist í raunheimum. Sumir velta því jafnvel
fyrir sér hvort þeir vaki eða sofi
meðan á þessu stendur.
Hvern hefði grunað að hvers-
dagsleg íslensk krækiber og blá-
ber, svona líka sakleysisleg þar
sem þau bíða þess þrútin á lyngi
að einhver gæði sér á þeim, bæru í
sér svo kynörvandi efni að þeir sem vakna upp af draumi eftir
nótt með berin í maganum, eru ekki einasta með blússandi
standpínu daginn á enda, heldur líka hlátur í barka og bros á
andliti eyrna á milli. Svo sýrðar og hugvíkkandi eru draum-
farirnar.
Kreppupíndir landsmenn geta því fagnað þessu allsendis
ókeypis viagra og geðlyfi sem leynist á þúfum landsins.
Nú eða gert sér úr því gull. Þarna er heldur betur nýtt sóknar-
færi, auðlind beint undir nefinu á okkur. Þarf bara að gera þetta
heyrinkunnugt öllum örvæntingarfullu körlunum sem eru
skelfingu lostnir yfir því að náttúran sé að yfirgefa þá.
Hinir holdrislausu munu vafalítið fagna því að þurfa ekki
lengur að verða sér úti um rándýrt duft búið til úr nashyrninga-
hornum, einhverju líffæri úr dýri í útrýmingarhættu eða hvað
annað illfáanlegt sem logið er að fólki að auki kynhvöt þess.
Þetta fólk þarf ekki annað en borga okkur Íslendingum svolítinn
aur fyrir að fá að fara í berjamó. Þetta væri líka ein tegund af
hjálparstarfi eða góðgerð, því hver maður getur skilið hversu
afleitlega þeim líður sem tapa sinni bossasýki. Hvað ætli sé
gaman að vera til ef allir þessar bossar sem hossast vekja engar
kenndir. Þá glata nú dagar lífsins lit.
Nú ríður á að koma í hús öllum þessum berjum sem bera í sér
dýrmætið og forða þeim frá yfirvofandi næturfrosti og skemmd-
um. Held það væri bæði hollt og gott fyrir þessa þjóð að sam-
einast í berjamó, með rassinn upp í loftið.
Bláber hossa
bossum
Stigið í
vænginn
Kristín Heiða
khk@mbl.is
’
Hinir
holdris-
lausu munu
vafalítið fagna.
um gleymdur og líklega hafa upptökur af honum glatast. Æði mikið af
því efni sem Sjónvarpið tók upp á þessum árum fór á myndbönd sem
voru notuð aftur og aftur í sparnaðarskyni. Í minni þjóðarinnar lifa þó
enn í einskonar myndbrotum og minningum einstaka þættir. Má þar
nefna umræðuþætti þar sem Vilmundur Gylfason og fleiri létu vaða á
súðum. Einnig frægan þátt með flestum andans mönnum landsins þar
sem Halldór Laxness óskaði vinsamlegast eftir því að umræðan yrði
færð upp á ofurlítið hærra plan. Jú, og svo muna margir eftir Agli
Ólafssyni í hlutverki kynnis í söngvakeppni Sjónvarpsins árið 1981 þar
sem hann stóð fyrir framan myndavélarnar í köflóttri skyrtu og sagði
hin fleygu orð: „Þið sjáið mig, en ég sé ykkur ekki. – Og slíkur var
áhrifamáttur myndmiðils ljósvakans að á árunum milli 1970 og 1980 að
æði margir fréttamanna hans þóttu upplagðir kandídatar þegar stjórn-
málaflokkarnir fóru að leita eftir mönnum á þing eða borgarstjórn.
„Áhrifamáttur Sjónvarpsins á þessum fyrstu árum þess var mikill.
Sömuleiðis hafði Kanasjónvarpið, sem náði til allrar byggðarinnar á
Faxaflóasvæðinu, mikil áhrif meðal annars sakir þess að það sendi út
öll kvöld vikunnar en íslenska sjónvarpið aðeins þrjú til fjögur kvöld,
að minnsta kosti fyrstu árin. Og fá þeim tíma man ég líklega best eftir
leynilögregluþáttunum um Dýrlingnum, enda náðu þeir vel til ung-
lingsins,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson útvarpsmaður. „Síðan man
ég seinna eftir umræðuþáttum sem á mælikvarða dagsins í dag eru í af-
skaplega stífu formi og allan léttleika skortir. Hins vegar er formið
mjög líkt því sem gerðist hjá erlendum sjónvarpsstöðvum, til dæmis
BBC, en þangað og eins til stöðva á Norðurlöndunum sóttu fyrstu
starfsmenn sjónvarpsins lærdóm og fyrirmyndir.“
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Áhrifa-
máttur
Sjónvarps-
ins á þessum
fyrstu árum þess
var mikill.
Hallgrímur
Thorsteinsson
sveitinni Infant Sorrow, hljómsveit aðalsögu-
hetjunnar sem Russell Brand leikur.
Hefur áhuga á leikbrúðum
Í myndinni Forgetting Sarah Marshall semur
karakter Segel söngleik um Drakúla sem leikinn
er með brúðum. Í atriðinu endurspeglast ekki
aðeins áhugi leikarans á tónlist heldur líka á
brúðum. Segel er nefnilega búinn í félagi við
Nicholas Stoller, leikstjóra tveggja síðastnefndu
myndanna, að semja handrit að nýrri mynd um
prúðuleikarana. Hann leikur jafnframt stórt
hlutverk í myndinni sem verður frumsýnd
þann 23. nóvember á þessu ári í Bandaríkj-
unum. Samstarfið lofar góðu en aðrir leikarar í
myndinni, fyrir utan brúður Jims Henson, sem
fólk þekkir svo vel, eru Amy Adams, Mila Kun-
is, Selena Gomez, Jack Black, Neil Patrick Harr-
is, Zach Galifianakis og Katy Perry.
Á næsta ári lítur annað samstarf Stoller og Se-
gel dagsins ljós en það er gamanmyndin The
Five-Year Engagement. Eins og aðrar myndir
sem þeir hafa gert saman er meistari Judd Apa-
tow (leikstjóri Knocked Up og The 40 Year Old
Virgin) þarna í hlutverki framleiðanda og lofar
því þessi mynd mjög góðu. Ljóst er að Jason Se-
gel er búinn að stimpla sig inn sem einhver allra
næmasti og hæfileikaríkasti gamanleikari sinnar
kynslóðar.
Vinirnir úr hinni skemmtilegu gamanþáttaröð How I Met Your Mother, Marshall (Segel), Lily (Alyson Hann-
igan), Ted (Josh Radnor), Robin (Cobie Smulders) og Barney (Neil Patrick Harris).
’
Ljóst er að Jason Segel er
búinn að stimpla sig inn
sem einhver allra næm-
asti og hæfileikaríkasti gam-
anleikari sinnar kynslóðar.
Kona sem kölluð er „Svarta ekkj-
an“ borðaði 183 kjúklingavængi á
12 mínútum og sló þar með eigið
heimsmet frá fyrra ári í átkeppni í
Buffalo í New York-ríki í Bandaríkj-
unum. Sonya Thomas fékk fyrstu
verðlaun á tíundu Landshátíð kjúk-
lingavængja. Hún bar þar sigurorð
af öðrum reyndum í bransanum,
Joey „kjálka“ Chestnut, sem lenti í
öðru sæti en hann gúffaði í sig
174 vængjum. Þetta sama fólk
borðaði líka hvað mest í pylsuátskeppni á þjóðhátíð-
ardegi Bandaríkjamanna á Coney Island í sumar.
Sigurvegari kjúklingjavængjaátskeppninnar fær um
170.000 krónur, annað sætið um 87.000 krónur og
þriðja sætið 35.000 krónur.
Borðaði 183
kjúklingavængi
Sumum finnast
kjúklingavængir
mikið lostæti.
Nemendur og starfsfólk Háskólans
í Massachusetts fögnuðu nýrri önn
með því að búa til heimsins
stærsta pönnurétt, eða „stir-fry“. Í
réttinn fóru um 360 kílógrömm af
kjúklingi, 230 kíló af lauk, 180 af
gulrótum og 140 af brokkolí auk
fleiri tegunda grænmetis. 23 kíló
af olíu þurfti til steikingarinnar og
vart þarf að taka fram að pannan
sem notuð var til eldamennsk-
unnar var sérsmíðuð. Metið hefur verið staðfest af
Heimsmetabók Guinness.
Risamáltíð í háskóla
230 kíló af lauk
fóru í réttinn.