Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 11
Daglegt líf 11 Morgunblaðið/Eggert Bollywood-dans Margrét kennari, fremst á myndinni, sýnir hvernig á að gera handahreyfingar. og söng með indversku tónlistinni, undurfagurri röddu. Konurnar höfðu verið að læra heilan dans smátt og smátt á nám- skeiðinu, í þessum lokatíma bætt- ust nokkur spor við og svo var dansinn tekinn í heild sinni í lokin. Dansinn sem Margrét kenndi var einhverskonar ástarsaga, stúlka að reyna að heilla unnusta sinn en Bollywood-dans segir yfirleitt sögu, hann er ekki bara dans, hann er saga, tjáning tilfinninga. Það sem kom mér mest á óvart við Bollywood-dansinn var hvað hann er hraður; hægri, vinstri, snúa, snúa, hendur, fætur, brosa … úfff … ég hefði kannski átt að fara í fyrsta tíma á námskeiði í staðinn fyrir þann síðasta. Ég reyndi að fylgja hinum eftir en var eins og gæs í dúfnahópi. Það er mikil hreyfing í dansinum og hitinn fór fljótt að stíga upp af dönsurunum. Þetta er eins og góð- ur líkamsræktartími. Bætir, hressir og kætir Í lok tímans var dansinn, sem þær höfðu verið að læra allt nám- skeiðið, stiginn í heild sinni og vá hvað þetta var flott og allir í takt. Konurnar ræddu saman að tíma loknum og margar þeirra veltu fyr- ir sér að fara á framhaldsnámskeið, augljóst að dansinn bætir, hressir og kætir. Ég sá að það yrði virkilega gam- an að fara á heilt Bollywood- dansnámskeið, læra sporin skref fyrir skref og ná þessum þokka- fullu hreyfingum og brosinu. Kon- urnar á námskeiðinu voru af öllum stærðum og gerðum og það er aug- ljóst að það geta allir dansað Bol- lywood-dans … nema kannski ég. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 Nú þegar fólk er í óðaönn að skipu- leggja sumarfríin sín er um að gera að kíkja á vef sem heitir Skotganga en hann er á vegum þeirra Ingu og Snorra sem búa í Glasgow. Þau skipu- leggja allskonar ferðir fyrir Íslend- inga sem heimsækja Skotland. Fyrirtækið þeirra Skotganga „hef- ur það að markmiði að kynna fyrir Ís- lendingum allt það besta sem Skot- land hefur upp á að bjóða, svo sem frábærar gönguleiðir, stórbrotið landslag, merkilega sögu, haggis, Irn Bru, flotta kastala, stórkostlega golf- velli og enn betra maltviskí,“ eins og segir á forsíðu vefsíðunnar þeirra. Á þeirra vegum er skipulagðar gönguferðir, golfferðir, hálandaferðir og styttri skoðunarferðir og öllum til- vikum leggja þau sig fram um að hafa þjónustuna persónulega og upplif- unina sem fjölbreyttasta. Vefsíðan www.skotganga.co.uk Reuters Ævintýr Í Skotlandi er gnægð kastala sem gaman er að heimsækja. Á slóðum skrímsla og kastala Ég reyndi að fylgja hin- um eftir en var eins og gæs í dúfnahópi. www.kramhusid.is Stóðhestablaðið er komið út! Hestamenn Þeir sem gerast áskrifendur að Hestar og hestamenn í sex mánuðifá 100 síðna Stóðhestablað sent heim frítt. Stóðhestablaðið er selt í lausasölu á N1 stöðvum um allt land, í hestavöruverslunum og bókabúðum Pennans-Eymundsson og kostar kr. 1.990.- www.hestaroghestamenn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.