Morgunblaðið - 24.04.2010, Page 33

Morgunblaðið - 24.04.2010, Page 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 ✝ Björn Guðmunds-son fæddist á Hró- aldsstöðum í Vopna- firði 24. nóvember 1930. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akra- nesi 17. apríl 2010. Foreldrar hans voru Ólöf Anna Stef- ánsdóttir, f. 1897, d. 1969, og Guðmundur Björnsson, f. 1904, d. 1974, frá Vopnafirði. Systkini: Sigurbjörg, f. 1926, d. 1988, Sol- veig, f. 1927, Sig- urður, f. 1929, Valborg, f. 1932, d. 1994, Stefanía f. 1934, d. 2004. Björn kvæntist 17. maí 1959 Guð- Páll, f. 1995, og Daníel Helgi, f. 1999. 2) Ásta Björk, f. 1961, maki Elías Kárason, f. 1942, d. 2004, börn þeirra Arnar Smári, f. 1992, og Hjördís Þóra, f. 1996. Áður bjó Ásta með Finnboga Björnssyni, f. 1959, og eiga þau einn son, Björn, f. 1983, sambýliskona hans er Ásta Jóna Hilmarsdóttir, f. 1986, og eiga þau soninn Finnboga Svavar, f. 2009. 3) Hildur, f. 1963, barn hennar Guðjón Bjarki, f. 1998. 4) Reynir, f. 1965, maki Steinunn Jóhanna Þorsteins- dóttir, f. 1971, börn þeirra Laufey Heiða, f. 1998, og Ólöf Katrín, f. 2006. Björn og Guðfríður hófu búskap í Miðdalsgröf 1957 og bjuggu þar alla tíð síðan. Útför Björns fer fram frá Hólma- víkurkirkju 24. apríl 2010. Jarðsett verður í Kollafjarðarneskirkju- garði. fríði Guðjónsdóttur frá Miðdalsgröf. For- eldrar hennar voru Guðjón Grímur Grímsson, f. 1903, d. 1995, og Jónný Guð- björg Guðmunds- dóttir, f. 1916, d. 1989. Björn og Guð- fríður eignuðust fjög- ur börn: 1) Anna Guðný, f. 1958, maki Einar Páll Gunn- arsson, f. 1955, börn þeirra Gunnar Freyr, f. 1983, Guðný Björk, f. 1986, sambýlismaður hennar Ru- dolf Gunnlaugur Fleckensten, f. 1978, Þórdís Eva, f. 1994, Einar Það er að koma vor og sauðburður að byrja í sveitinni. Í vor verður það þó ekki eins og áður því að pabbi er dáinn. Þótt pabbi hafi ekki getað far- ið út í fjárhús síðustu árin vildi hann fylgjast með og fá að vita hvernig gengi, hvað væru margar ær bornar og hvað þær áttu mörg lömb. Þessi tími ársins var honum erfiður síð- ustu árin eftir að hann varð blindur. Geta ekki farið út í fjárhús og hjálp- að til eins og hinir. Sjá ekki litlu lömbin. Meðan hann hafði sjónina og fulla heilsu vildi hann helst vera úti í fjárhúsum og vera við öll þau störf sem þurfti að sinna varðandi bú- skapinn. Búskapurinn var hans líf og yndi. Hann var mjög fjárglöggur og vissi alltaf hvaða kind var undan hvaða á. Öll barnabörnin sem búa í Reykjavík hafa dvalið í sveitinni hjá afa og ömmu í nokkra daga eða leng- ur. Þeim finnst gott að koma í sveit- ina og gátu vart beðið eftir að kom- ast þangað hvort sem var sumarfrí, páskafrí eða jólafrí. Einnig hafa þau farið og verið við smalamennsku á haustin og sauðburðinn á vorin. En tvö barnabarnanna hafa átt þess kost að geta farið til ömmu og afa að vild, því Reynir tók við búinu af for- eldrum okkar og á hann tvær dætur. Þannig var það að þegar við systk- inin vorum yngri vorum við látin hjálpa pabba og Guðjóni afa við sauðburð, heyskap og smala- mennsku og fleira. Búum við að því alla ævi að hafa lært að vinna við þessi störf. Við þökkum þér pabbi öll þessi ár. Söknuður okkar er mikill og einnig eiga barnabörnin eftir að sakna þess þegar þau koma í sveit- ina að afi er ekki lengur þar, að hann sitji ekki lengur við eldhúsgluggann, þar sem hann vildi alltaf sitja, og bíði eftir þeim þegar þau renna í hlað. Elsku mamma. Við biðjum góðan Guð að styrkja þig og okkur öll við fráfall ástkærs föður okkar. Nú horfinn er ástvinur himnanna til heill þar nú situr við gullbryddað hlið í Guðs faðmi gistir hann nú. Samfylgd er þökkuð með söknuð í hjarta sefandi virkar þó minningin bjarta. Ég kveð þig kærleika og trú. (Hafþór Jónsson) Hvíl í friði. Anna Guðný, Einar, Ásta Björk, Hildur, Reynir og Steina. Elsku afi Núna ertu hjá englunum og Guði. Og búinn að fá sjónina þína aftur. Getur núna horft á allt sem er að gerast í sveitinni þinni. Ég á eftir að sakna þín þegar ég fer í sveitina. Að eiga ekki eftir að leiða þig og hjálpa þér eins og ég gerði eftir að þú varðst blindur. Og að fara á kvöldin inn til þín og kyssa þig góða nótt og biðja Guð að geyma þig, englana vaka yfir þér og púkana hlaupa í burtu frá þér. Bless, afi, og takk fyrir allt. Þinn Guðjón Bjarki. Allt frá unga aldri vorum við send í sveit frændsystkinin, öll sumur, og yfirleitt um jól, páska og við öll tæki- færi sem gáfust til afa Bjössa og ömmu Dædu. Fyrstu árin vorum við bara tveir frændurnir en ekki leið á löngu þar til þriðja barnabarnið sem er þremur árum yngra fór að venja komur sínar í sveitina líka. Með fyrstu minningum sem upp koma um afa er þegar við sátum í gömlum Same traktor við hlið hans, hvort sem var að slá eða dreifa skít um öll tún. Ég held að afi hafi aldrei gert neitt nema það kæmi búskap við að einhverju leyti í hvaða mynd sem það var, og ef það væri ekki hægt að tengja það búskap þá var það alltaf sveitin sem var ofarlega í huga hans. Ekki leið á löngu þar til við fórum að braggast og vorum við þá óspart notaðir í öll þau verk sem honum datt í hug að láta okkur gera, hvort sem var að girða eða gefa heimalingun- um. Skipti þá ekki máli hvort við nenntum eða nenntum ekki, það var alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Allt frá unga aldri vildum við vera eins og afi, við fengum tóbaksklúta til að vera með í vasanum bara af því að afi fór aldrei án þess að vera með tóbakshornið sitt og klútinn sem fylgdi, þó svo klútarnir væru nú frek- ar notaðir í einhverja leiki en að snýta sér í þá. Afi og amma fóru alltaf á föstudög- um eftir hádegismat til Hólmavíkur í kaupfélagið að kaupa inn, þá setti hann ömmu út hjá kaupfélaginu og hoppaði svo áfram á Ferósunni að kaupa það sem vantaði í búskapinn, fengum við þá alltaf smá aur til að kaupa sælgæti og gos í sjoppunni. Afi var strangur maður en alltaf sanngjarn og vildi að hlutirnir væru rétt og vel gerðir og var allt sem hann tók sér fyrir hendur smitað af þessu viðhorfi og gerði það að verk- um að yfirleitt voru hlutir ending- argóðir og sterkir sem frá honum komu. Afi er einn af síðustu ekta íslensku sveitaköllunum sem ekki kalla allt ömmu sína, hann var í þessu frá því að allt var gert með handafli og þar til vélarnar tóku völdin. Það er ekk- ert sem hægt er að segja í fáum orð- um til að minnast hans þar sem allt okkar líf höfum við haft afa og sveit- ina og allt verður breytt hér eftir, þó sveitin sé til staðar vantar alltaf þennan vinnuþjark sem helgaði sitt líf Miðdalsgröf á Ströndum og skilaði æviverkinu vel af sér til komandi kynslóða. Elsku afi, við þrjú munum sakna þín ásamt öllum sem komust í kynni við þig í stuttan eða langan tíma og þú munt verða ofarlega í okkar huga það sem eftir lifir. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín – yndislega sveitin mín! – heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. (Sigurður Jónsson) Björn, Gunnar Freyr og Guðný Björk. Elsku afi. Þegar mamma sagði mér að þú værir dáinn og farinn til Guðs, sagði ég við hana: „Nú er afi komin á spít- alann hjá Guði og hann er að laga augun hans svo hann geti aftur séð.“ Ég veit að þetta er rétt og núna get- ur þú séð okkur öll. Nú kveð ég þig, elsku afi minn Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þinn, Daníel Helgi. Genginn er Björn í Miðdalsgröf. Ég var ungur sendur í sveit til hans og Dædu og eru þau það fólk sem kenndi mér að vinna og vera sam- viskusamur. Bjössi var mikill vinur og leiðtogi fyrir þá sem voru svo heppnir að fá hann sem kennara og leiðbeinanda út í lífið. Mínar minningar eru bara góðar um veru mína með Bjössa og börn- um hans sem eru mér sem systkini og Bjössi og Dæda mér sem for- eldrar og syrgi ég hann sem minn föður. Viljum við fjölskylda mín votta Dædu og börnum þeirra okkar dýpstu samúð og vonum að minn- ingin um Bjössa styrki þau í sorg- inni. Tryggvi Ólafsson. Tíminn líður. Það eru meira en 50 ár síðan lítill drengur, eina ferðina enn, er kominn í sveitina til frænd- fólks síns. Eitthvað er þó öðruvísi en áður. Heimilisfólki hefur fjölgað. Björn Guðmundsson er kominn á heimilið. Ég á ekki lengur Dædu frænku einn. Við karlmennirnir náum þó fljótt saman. Minningarnar eru margar. Ég man enn eftir hús- unum og höllunum sem byggð voru úr kubbum. Heimilið að Miðdalsgröf var mitt annað heimili marga mán- uði á ári, fram á unglingsárin. Ég og önnur sumarbörnin fengum þar að upplifa það sem án ef hafa verið okk- ur ómetanleg spor á þroskabraut- inni. Fá að taka þátt í sveitastörf- unum hjá fólki sem lét sér annt um okkur. Árin eru orðin mörg. Ekki hafa þó tengslin við heimilisfólkið í Miðdalsgröf minnkað með árunum, frekar aukist. Alltaf er sama tilfinn- ingin að koma þangað og upplifa minningar liðinna ára. Ný kynslóð er tekin við. Ættartengslin orðin enn sterkari. Þú áttir síðustu árin við vanheilsu að stríða, sjónin hvarf og það tók á. Nú ert þú allur. Það er erfitt að sætta sig við það. Ég finn þó bæði til sorgar yfir missinum en einnig fyrir gleði yfir því að hafa átt þig að. Allar þær góðu minningar og vinátta sem tengjast þér og fjölskyldu þinni hafa verð mér og fjölskyldu minni ómet- anlegar á lífsleiðinni. Lífið hefði ver- ið undarlegt án þeirra. Elsku Dæda, þinn missir er stór og hugur minn er hjá þér og börnum ykkar. Megi góð- ur guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Aðalbjörn (Alli). Björn Guðmundsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LEIF NICOLAI STEINDAL, Vesturgötu 156, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 15. apríl. Jarðsungið verður frá Akraneskirkju mánudaginn 26. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akraness. Louise Steindal, Helgi Steindal, Anna Lára Steindal, Bjarni Gunnarsson, Þorkell Jóhann Steindal, Nikulás Nói og Kolbeinn Tumi Bjarnasynir Steindal. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLINGUR HANSSON, Fannborg 5, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítala, Landakoti fimmtu- daginn 22. apríl. Alfreð Svavar Erlingsson, Guðrún Sigurðardóttir, Búi Ingvar Erlingsson, Anna Gunnhildur Jónsdóttir, Hanna Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, SIGRÚN GÍSLADÓTTIR, Hafnarbergi 3, Þorlákshöfn, lést á Fossheimum Selfossi þriðjudaginn 20. apríl. Gunný Hallgrímsdóttir, Ingi Guðmundsson, Inga Hallgrímsdóttir, Hafdís Hallgrímsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og frænka, ÁSDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Stórholti 25, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 15. apríl, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju mánudaginn 26. apríl kl. 13.00. Christof Wehmeier, Helga Óskarsdóttir, Arne Wehmeier, María Björk Viðarsdóttir, Arne Karl Wehmeier, Katrín Ýr Kristensdóttir, Tómas Helgi Wehmeier, Daníel Ísak Maríuson, Berglind Helga Wehmeier, Bjartur Christof Wehmeier, Hörður Logi Wehmeier. ODDNÝ ÞORVALDSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, lést laugardaginn 17. apríl. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 27. apríl kl. 15.00. Ragnar Hólmarsson, María Finnsdóttir, Mette Fanö, Þorvaldur Sverrisson, Helga Sverrisdóttir, Halla Sverrisdóttir, Hörður Hauksson, Svavar Ragnarsson, Finnur Ragnarsson, Kári Hólmar Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.