Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 ✝ Árdís Olga Stein-grímsdóttir fædd- ist á Blönduósi 16. september 1922. Hún lést á Landspít- alanum Fossvogi hinn 15. apríl síðastliðinn. Foreldrar Árdísar Olgu voru Stein- grímur Árni Björn Davíðsson, skólastjóri á Blönduósi, fæddur á Neðri-Mýrum, Engi- hlíðarhreppi, Austur- Húnavatnssýslu 17. nóvember 1891 og lést 9. október 1981 og kona hans Helga Dýrleif Jónsdóttir, fædd á Gunnfríðarstöðum, Langadal, Austur-Húnavatnssýslu 8. desem- ber 1895 og lést hinn 7. júní 1995. Árdís Olga var þriðja elst af tólf dætur, þær Helgu Sigríði og Elísu Sigrúnu. 1) Helga er fædd 2. des- ember 1945, gift Sigurði G. Guð- mundssyni f. 1941. Þau eiga fjögur börn: a) Árdís Olga, f. 1964, gift Ár- manni Ólafssyni og þau eiga tvö börn, Sigurð Reyni og Laufeyju Rut. b) Elín Ragna, f. 1967, gift Víði Stefánssyni og eiga þau þrjú börn þau Helgu Sif, Stefán Má og Gígju Sif. c) Guðmundur Elías, f. 1971, hann á þrjú börn; Söru Dýrleif, Krumma Thor og Parísi Freyju. d) Ragnar, f. 1980, trúlofaður Þórunni Hyrnu Víkingsdóttur og eiga þau eitt barn, Bergþór Flóka. 2) Elísa er fædd 9. mars 1962, gift Friðriki Guðnasyni f. 1959. Börn þeirra eru tvö; a) Daníel Þór, og b) Árdís Eva. Olga eins og hún var alltaf kölluð ólst upp á Blönduósi og gekk þar í barnaskólann. Áður en hún flutti til Reykjavíkur um tvítugt var hún í Kvennaskólanum á Blönduósi. Olga starfaði í mörg ár hjá Iðnskólanum í Reykjavík og jafnframt til fjölda ára hjá Fönn. Útför Olgu fór fram í Seljakirkju 23. apríl 2010. systkinum, sem eru Anna, f. 1919, d. 1993, Svava f. 1921, Hólm- steinn, f. 1923, Hauk- ur, f. 1925, Fjóla, f. 1927, d. 1993, Jón- inna, f. 1928, Bryn- leifur, f. 1929, Sigþór, f. 1931, Davíð, f. 1932, Pálmi, f. 1934, d. 2001, og Sigurgeir, f. 1938. Árdís Olga giftist Ragnari Elíassyni hinn 11. júní 1945. Foreldrar Ragnars voru Elías Einarsson og Sigríður Vigfúsdóttir. Olga og Ragnar bjuggu í Reykjavík frá 1944, lengst af í Njörvasundi og á Langholts- vegi en síðast í Árskógum 8, Reykjavík. Þau eignuðust tvær Nú er dagur að kveldi kominn á langri og viðburðaríkri ævi tengdamóður minnar. Hún kvaddi sátt við lífið og tilveruna. Ég þakka henni fyrir okkar ánægju- legu stundir í gegnum tíðina. Ég fékk það tækifæri að fá að ferðast með henni í góðar fjöl- skylduferðir jafnt innanlands sem utan. Sérstaklega er ég þakklátur fyrir ferðina okkar á Blönduós fyrir tveimur árum ásamt bróður hennar. Síðasta árið var henni sérstak- lega erfitt sökum veikinda en aldrei lét hún bilbug á sér finna og stundaði tíðar heimsóknir til eiginmanns síns í Skógarbæ. Síð- ustu vikurnar naut hún frábærrar umönnunar starfsfólks Landspít- alans í Fossvogi og návistar ást- vina sinna sem dvöldu við sjúkra- beð hennar. Elsku Olga, takk fyrir sam- fylgdina. Blessuð sé minning þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þinn tengdasonur, Sigurður Guðmundsson. Fallin er frá elskuleg amma okkar. Hún kvaddi okkur sátt við lífið og fannst Guð hafa verið góð- ur við sig. Hún bar sig ávallt vel og með mikilli reisn óháð veik- indum og amstri dagsins. Dugn- aður og umhyggja gagnvart öðr- um voru hennar einkunnarorð. Eljusemi hennar kom víða fram, ekki síst í vinnu og við heim- ilisstörf. Hún hugsaði vel um heimilið og var alltaf að. Heimilið og garðurinn var hennar líf og yndi, sérstaklega þegar hún bjó á Langholtsvegi. Hún hafði einstaklega gaman af fallegum húsmunum og þá átti hún svo sannarlega. Ávallt bar hún hag annarra fyrir brjósti og fylgdist vel með okkur barna- börnunum og langömmubörnum sínum. Hún var með alla afmæl- isdaga á hreinu og var sú fyrsta til að skila inn afmæliskveðju. Minningar okkar frá ferðinni norður á Blönduós í tilefni af 80 ára afmæli hennar eru afar skemmtilegar og ómetanlegar. Þar gafst okkur færi á að kynnast æskuslóðum hennar og hún veitti okkur innsýn í sín uppvaxtarár. Sögur frá uppvaxtarheimilinu sem hún sagði okkur frá þegar við vorum þar stödd eru okkur mjög dýrmætar. Þessi ferð gaf okkur betri hugmynd um líf þeirra systkina á Blönduósi. Það hefur nú sjálfsagt ekki alltaf reynst dans á rósum. Þegar afi fór yfir á Skógarbæ reyndist það ömmu erfitt þar sem hún hafði hugsað svo mikið og vel um hann síðustu árin. Eftir það voru tíðar heimsóknir til afa og á því voru aldrei gerðar undantekn- ingar sama hvernig hún var til heilsunnar. Elsku amma, við þökkum þér kærlega fyrir hversu vel þú kvadd- ir okkur á spítalanum. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku amma, við þökkum þér fyrir öll árin og umhyggju þína. Hvíl í friði. Þín barnabörn, Olga, Elín, Guðmundur og Ragnar. Elsku amma okkar. Við systkinin ætlum að minnast elskulegrar ömmu okkar Olgu. Amma var virkilega góð kona og var tilbúin að gera allt fyrir alla. Hún var mjög dugleg og hugsaði rosalega vel um afa og heimilið. Hjá henni var allt fínt, hlýlegt og snyrtilegt. Sérstaklega motturnar á gólfinu og litla bleika krúttlega baðherbergið. Þú varst einstök amma og alltaf góð við okkur. Við munum aldrei gleyma því þegar þú passaðir okk- ur í Árskógum. Þá spiluðum við ól- sen ólsen á kvöldin og borðuðum ostapopp. Svo þegar við vöknuðum komstu alltaf með ristað brauð með marmelaði og osti og mjólk að drekka þegar við horfðum á Carto- on Network. Þegar við komum í heimsókn varstu alltaf búin að baka eitthvað handa okkur. Þú og afi komuð öll jól til okkar og munu næstu jól vera mjög tóm- leg án þín. Hafðu engar áhyggjur af afa, við munum sjá vel um hann. Við værum ekki jafn góð börn og þú sagðir okkur vera, ef þú hefðir ekki verið amma okkar. Þín verður sárt saknað. Við kveðjum okkar yndislegu ömmu með þessari bæn sem hún kenndi okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín barnabörn, Árdís Eva og Daníel Þór. Elsku amma Olga. Það er svo skrítið að hugsa um það að þú sért farin frá okkur. Okkur finnst það vera svo óraun- verulegt. Við eigum svo margar góðar minningar um þig, sem eiga alltaf eftir að lifa í hjörtum okkar. Þú varst svo yndisleg, það var ekki hægt að biðja um betri langömmu. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Við söknum þín svo mikið, elsku langamma okkar. Guð verði með þér. Þín langömmubörn, Helga Sif , Stefán Már og Gígja Sif. Saga mín og saga Olgu systur var samofin á fyrstu árum ævi minnar. Sá vefur hafur nú rofnað. Olga fæddist á Blönduósi, í torfbæ, sem bar nafnið Brautar- holt. Þar leit ég líka dagsins ljós sjö árum síðar. Við fluttumst úr þessum rammíslensku húsakynn- um áður en ég man vel eftir mér. Í Pálmalundi bjuggum við svo fram að seinni heimsstyrjöld. Þar stækkaði fjölskyldan enn. Þar fæddust foreldrum okkar fjórir drengir. Lifandi systkinahópurinn fyllti þá tylftina. Það var mann- margt í Pálmalundi. Móðir okkar þurfti því á hjálp að halda. Eldri systurnar voru nærtækar til að hyggja að þeim sem óvitar voru. Við sem vorum að spretta úr grasi nutum því umhyggju og tilsagnar þeirra. Olgu á ég margt að þakka frá þessum barnsárum mínum. Hún þvoði mér og klæddi og seinna var hún hluti eldhússins. Það var ekki ónýtt að eiga hauk í horni þegar maturinn var annars vegar. Hún geymdi stundum fyrir mig matinn þegar ég gleymdi mér. „Binni minn, þú kemur svo á réttum tíma næst,“ aldrei eitt styggðaryrði. Mér voru því allir vegir færir. Framlag hennar til fjölskyld- unnar á þessum árum var ómet- anlegt. Mér fannst stundum eins og hún væri í hlutverki öskubusku. Svo fluttist hún suður eins og það var kallað að flytjast til Reykjavík- ur. Þar fann hún sér mann, Ragn- ar Elíasson bifreiðastjóra, og stofnaði sitt eigið heimili. Ég kom oft á heimili Olgu og Ragnars. Þar var myndalega um híbýli gengið. Hún kunni svo sannarlega til verka. Nokkru eftir að Olga giftist veiktist Ragnar af lömunarveiki og lá á gamla sóttvarnarhúsinu. Þangað kom ég með Olgu. Ragnar var þá allur að hressast og náði furðu góðri heilsu og varð vinnu- fær. Hann lifir konu sína í hárri elli. Ég kveð Olgu systur, þessa víl- lausu og góðu konu sem ég á svo margt að þakka. Hvíli hún í friði. Kveðja fylgir til Ragnars, dætr- anna og venslafólks. Brynleifur Steingrímsson. Árdís Olga Steingrímsdóttir ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra BJÖRNS ÁRNASONAR kennara, Bakkavör 14, Seltjarnarnesi. Þökkum innilega þeim sem önnuðust hann af hlýju og fagmennsku í veikindunum. Starfsfólki líknar- deildar Landspítalans í Kópavogi sendum við sérstakar þakkir fyrir einstaka umhyggju. Guðrún Haraldsdóttir, Haraldur, Arnar og Brynjar Björnssynir, Árni Jónsson, Gisela Schulze, Ingunn G. Árnadóttir, Stefán Pétursson, Ingveldur Dagbjartsdóttir, Magnús Haraldsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Haukur Örvar Pálmason. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR frá Auðunarstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Hvammstanga. Kristín Jóhannesdóttir, Margrét Jóhannesdóttir, Guðmundur Gíslason, Guðmundur Jóhannesson, Kristín Björk Guðmundsdóttir, Ólöf Jóhannesdóttir og fjölskyldur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR HELGU MÖLLER, Siglufirði, er lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar fimmtu- daginn 8. apríl. Björgvin Jónsson, Halldóra Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Freyr Sigurðsson, Brynja Jónsdóttir, Hallgrímur Jónsson, Salbjörg Jónsdóttir, Sigurður Vilmundsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, FINNBOGA K. EYJÓLFSSONAR, Sóltúni 13, Reykjavík, og heiðruðu minningu hans. Guðrún Jónsdóttir, Katrín Finnbogadóttir, Oddur Eiríksson, Guðrún Oddsdóttir, Ragnar Finnbogason, Lingdi Shao, Ósk Ragnarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir fallegar kveðjur og einlægan hlýhug sem var okkur mikil huggun og líkn við fráfall okkar elskaða eiginmanns og fjölskylduföður, MARTEINS HUNGER FRIÐRIKSSONAR dómorganista, f. 24.04.1939 – d. 10.01.2010. Hugur okkar er hjá öllu því góða fólki á Land- spítalanum, í heimahlynningunni og á líknardeildinni í Kópavogi sem annaðist hann af nærgætni og kærleika. Sérstaklega þökkum við vinum okkar í Dómkórnum og Dómkirkjunni og tónlistarfólkinu sem heiðraði minningu hans á útfarardegi. Þórunn Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.