Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 22
22 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 Reuters MIKIL spenna var í miðborg Bangkok í gær þegar hundruð óeirða- lögreglumanna voru send að vegatálmum og víggirðingum sem mótmæl- endur, svonefndir „rauðstakkar“, hafa reist til að krefjast þess að ríkis- stjórn Taílands segi af sér. Óttast er að blóðug átök blossi upp ef hervaldi verður beitt til að binda enda á mótmælin. Ein kona og tugir manna særð- ust þegar fimm handsprengjum var kastað að mótmælendum í fyrrakvöld. 25 lágu í valnum eftir að öryggissveitir reyndu að binda enda á mótmælin 10. þessa mánaðar. Yfir 800 manns særðust í átökunum. Óttast blóðbað í Bangkok FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LEIÐTOGAR þriggja stærstu stjórnmála- flokka Bretlands greiddu hver öðrum þung högg í annarri lotu sjónvarpskappræðna þeirra sem fram fór í fyrrakvöld. Gordon Brown for- sætisráðherra og David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, gerðu þá báðir harða hríð að Nick Clegg, leiðtoga Frjálslyndra demókrata, en þeir náðu ekki að koma á hann rothögginu sem þeir vonuðust eftir. Önnur lotan var mun harðari en fyrsta rimma leiðtoganna viku áður þegar Clegg kom Brown og Cameron í opna skjöldu og þótti bera af þeim sem gull af eiri. Frammistaða hans varð til þess að fylgi Frjáls- lyndra demókrata stórjókst og fylgissveiflan jók líkurnar á því að enginn flokkur fengi meiri- hluta á breska þinginu í fyrsta skipti frá árinu 1974. Cameron og Brown bættu sig Brown og Cameron þykja báðir hafa staðið sig betur í annarri lotunni en þeirri fyrstu. Ef tekið er meðaltal af fimm skoðanakönnunum, sem gerðar voru eftir viðureignina, má segja að rimmunni í fyrrakvöld hafi lokið með jafntefli Cleggs og Camerons. Að meðaltali sögðust 33,4% telja að Clegg hefði staðið sig best, 32,8% nefndu Cameron og 27,6% Gordon Brown. Hægrisinnaðir fjölmiðlar sögðu að Cameron hefði staðið sig mun betur en í fyrstu lotunni en viðurkenndu að Clegg hefði tekist að komast hjá rothögginu sem Cameron þurfti að koma á hann til að auka líkurnar á því að Íhaldsflokk- urinn fengi meirihluta á þinginu eftir að hafa verið í stjórnarandstöðu í þrettán ár. Skoðanakannanirnar benda til þess að Brown hafi bætt sig mest í annarri lotunni mið- að við þá fyrstu þótt frammistaða hans hafi þótt síðri en keppinautanna. Cameron þótti afslappaðri en í fyrstu viður- eigninni, náði betra sambandi við áhorfendur og virtist hafa lært ýmislegt af frammistöðu Cleggs í fyrstu lotunni. Önnur lotan var mun líflegri en sú fyrsta og útlit er fyrir mjög spennandi úrslitalotu sem fram fer á fimmtudaginn kemur þegar leiðtog- arnir takast á um efnahagsmál. Clegg og Cameron skildu jafnir  Gordon Brown og David Cameron gerðu harða hríð að leiðtoga Frjálslyndra demókrata  Nick Clegg stóð atlöguna af sér og komst hjá rothögginu sem keppinautarnir vonuðust eftir Reuters Jafntefli Frá kappræðum leiðtoganna. » Könnun The Times bendir til þessað Bretum líki best við Clegg en þeg- ar spurt er hver sé best til þess fallinn að vera forsætisráðherra nefna fleiri Cameron eða Gordon Brown. » 76% sögðu að Clegg væri viðkunn-anlegur, 38% kunnu vel við Cameron og 16% við Brown. 46% sögðu Cameron vera vel til þess fallinn að vera forsætis- ráðherra og 43% nefndu Brown. Skoðanakannanir sem gerðar voru eftir kappræðurnar í fyrrakvöld benda til þess að Frjálslyndir demókratar hafi enn í fullu tré við Verkamannaflokkinn og Íhalds- flokkinn og að lítill munur verði á fylgi flokkanna þriggja í kosningunum 6. maí. STJÓRNVÖLD í Grikklandi óskuðu í gær formlega eftir tafarlausri að- stoð frá Evrópusambandinu og Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum vegna gífurlegs skuldavanda landsins. George Papandreou, forsætisráð- herra Grikklands, sagði í sjónvarps- ávarpi í gærmorgun að Grikkir þyrftu á því að halda að áætlun ESB og AGS um aðstoð við Grikkland yrði komið í framkvæmd þegar í stað. Fjármálaráðherra landsins kvaðst vænta aðstoðarinnar á næstu dögum. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði að af- greiðslu málsins yrði flýtt og kvaðst ekki sjá neinar „hindranir“. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sagði þó að grísk stjórnvöld þyrftu að leggja fram sparnaðar- áætlun og aðstoðin yrði ekki veitt nema hún teldist nauðsynleg til að verja evruna. Grikkir óska eftir aðstoð  Vilja tafarlausa hjálp ESB og AGS vegna skuldavandans –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Eins og undanfarin ár gefur Morgunblaðið út blað tileinkað þessari vinsælu íþrótt. Farið verður um víðan völl og fróðlegar upplýsingar um liðin sem leika sumarið 2010. MEÐAL EFNIS: Umfjöllun um öll 22 liðin í Pepsí-deildum karla og kvenna Allir leikmenn, leikjafjöldi og mörk Sérfræðingar spá í styrkleika liðanna Allir leikdagar sumarsins. Ásamt öðru spennandi efni NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 3. maí. Íslandsmótið í knattspyrnu Pepsí-deildin bæði karla og kvennalið árið 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.