Morgunblaðið - 24.04.2010, Síða 8

Morgunblaðið - 24.04.2010, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 Ekki er vafi á að óðagotsumsókn aðEvrópusambandinu skaðar efna- hagsuppbygginguna á Íslandi.     Stjórnarand-staðan er á móti málinu og annar stjórnar- flokkurinn var dreginn á hárinu, hræddur og kjökrandi til verksins. (Hugs- anlega á skegginu í tilfelli Stein- gríms J.)     Samfylkinginþarf á málinu að halda til að fela að hún hefur ekk- ert annað fram að færa.     Tilburðir utanríkisráðherra til aðláta líta svo út að hann sé bara í vinnunni nauðugur viljugur að fylgja eftir ákvörðunum Alþingis eru í besta falli broslegir.     Fyrirrennari Össurar sem utanrík-isráðherra og eftirmaður hans sem flokksformaður hefur lagt til að umsóknarferlinu verði frestað, sem þýðir á mannamáli að því skuli hætt.     Um það segir Össur: „Ég er mjöghissa á þessum ummælum Ingi- bjargar.“     En það sem hann nefnir ekki en erþó augljóslega bæði hissa og reiður yfir er ástæðan sem Ingibjörg Sólrún gefur fyrir afstöðu sinni.     Hún segir „engan vera að berjastfyrir inngöngu Íslands í Evrópu- sambandið um þessar mundir“.     Við hvern skyldi hún eiga? Þeim semleita að blórabögglinum er bent á að byrja mjög aftarlega í stafrófinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Össur Skarphéðinsson Neistaflug í fjölskyldunni Veður víða um heim 23.4., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 2 heiðskírt Akureyri 2 heiðskírt Egilsstaðir -4 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 0 alskýjað Nuuk 3 léttskýjað Þórshöfn 3 léttskýjað Ósló 5 skýjað Kaupmannahöfn 9 léttskýjað Stokkhólmur 8 léttskýjað Helsinki 5 skýjað Lúxemborg 18 heiðskírt Brussel 15 heiðskírt Dublin 15 heiðskírt Glasgow 9 alskýjað London 14 heiðskírt París 19 heiðskírt Amsterdam 13 heiðskírt Hamborg 12 léttskýjað Berlín 13 heiðskírt Vín 11 alskýjað Moskva 6 skýjað Algarve 21 skýjað Madríd 19 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 16 skýjað Aþena 21 heiðskírt Winnipeg 19 heiðskírt Montreal 10 léttskýjað New York 16 heiðskírt Chicago 17 skýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 24. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:24 21:29 ÍSAFJÖRÐUR 5:16 21:46 SIGLUFJÖRÐUR 4:59 21:30 DJÚPIVOGUR 4:50 21:01 VÖKULIR áhorfendur leikja í und- anúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu sem sýndir eru á sjón- varpsstöðinni Stöð 2 Sport tóku eftir því að annar leikurinn í síðustu viku var í opinni dagskrá. Þar var ekki um mistök að ræða því í samningum 365 um sýningarétt á Meistaradeild- inni er kveðið á um að einn leikur í hverri umferð verði að vera opinn öllum, óháð áskrift. Samkvæmt upplýsingum frá 365 hefur þetta verið fyrirkomulagið undanfarin ár. Þeir leikir sem sýndir eru í ólæstri dagskrá eru valdir með góðum fyrirvara og af handahófi. Úrslitaleikurinn er svo ávallt órugl- aður. Í hádeginu á mánudag ræðst svo hvort leikur Lyon og Bayern Münc- hen á þriðjudag eða Barcelona og Inter á miðvikudag verður ólæstur. Reuters Boltinn Meistaradeildin nýtur mik- illar hylli knattspyrnuunnenda. Annar í op- inni dagskrá Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „ÞETTA var góður bónus á ferðina og krakkarnir ánægðir með að lenda hér nyrðra eftir töfina ytra,“ segir Margrét Þóra Einarsdóttir, kennari í Brekkuskóla á Akureyri. Alls 25 manna hópur nemenda og kennara úr skólanum náði til síns heima í fyrri- nótt eftir að hafa orðið innlyksa í fimm daga á Spáni. Þangað fór hóp- urinn 8. apríl og átti að koma heim sl. sunnudag. Vegna öskufalls úr Eyja- fjallajökli var hins vegar ekki flugfært og varð hópurinn því að halda kyrru fyrir í Galíleu á Spáni, þar sem krakk- arnir voru á spænskunámskeiði. Fjórtán tíma rútuferð Hópurinn flaug upphaflega til Pobra do Caraminal í norðurhluta Spánar með millilendingu í Kaup- mannahöfn og Madrid og stóð til að taka sömu leggi í heimfluginu. Sá möguleiki reyndist hins vegar ekki fær og því var brugðið á það ráð að fljúga heim með Iceland Express sem flaug frá Alicante á Spáni á fimmtu- dagskvöld, fjórum dögum síðar en áætlað var. „Til Alicante frá Pobra var fjórtán tíma rútuferð og leiðin vel á annað þúsund kílómetrar. Það sem annars stendur upp úr er hve góðar móttökur við fengum. Við gistum á einkaheimilum og þar þótti ekkert til- tökumál að hýsa okkur lengur en til stóð vegna þessara óvæntu og óvið- ráðanlegu aðstæðna. Og þessir fjórir viðbótardagar nýttust vel til spænskunáms auk þess sem við vor- um í beinu sambandi við Brekkuskóla heima á Íslandi í nokkurskonar fjar- námi,“ segir Margrét. Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur ver- ið í fréttum á Spáni síðustu daga, eins og annars staðar. Hópurinn frá eld- fjallaeyjunni var því kallaður í viðtöl í ýmsum fjölmiðlum á Spáni. Klappað í flugvélinni Nemendurnir úr Brekkuskóla komust í flug frá Alicante á fimmtu- dagskvöld og lentu á Akureyri undir morgun í fyrrinótt, en þá var búið að loka flugvöllum syðra vegna hættu á öskufalli. „Flestir í vélinni voru ekki ýkja kátir með að lenda á Akureyri og þurfa að taka rútuna suður. Krakk- arnir okkar voru hins vegar ánægðir og klöppuðu þegar okkur var tilkynnt hvar skyldi lenda,“ segir Margrét. Sumir voru reyndar komnir á tæpasta vað með heimferðina miðað við sín plön. Einn mun til dæmis fermast í dag og í fjölskyldu annars er brúð- kaup um helgina. Urðu innlyksa á Spáni  Hópur frá Akureyri tafðist á Spáni vegna eldgossins  Voru víða í viðtölum  Í fjarnámi við skólann heima Ljósm/Margrét Þóra Spánargleði! Biðin var löng og þá var brugðið á leik. Nemendur úr Brekkuskóla fóru með spænskum vinum í sigl- ingu til eyjarinnar Sálvora. Íslendingarnir frá hinni fjarlægu eldfjallaeyju voru í viðtölum í spænskum fjölmiðlum. Í HNOTSKURN » Alls 20 nemendur frá Ak-ureyri voru í spænskunámi í vetur og var utanferðin hluti af því. Fimm fylgdu hópnum. » Hópurinn frá hinni fjar-lægu eldfjallaeyju vakti at- hygli ytra og var m.a. kallaður í viðtöl við spænska fjölmiðla. Yfir 200 í Vormara- þoninu í dag Vel fylgst með Birni Margeirssyni Morgunblaðið/G.Rúnar Keppni Það er gott að byrja hratt. VEL á þriðja hundrað manns munu í dag taka þátt í Vormaraþoni Fé- lags maraþonlaupara (FM) sem nú er haldið í 25. sinn. Keppt er í hálfu maraþoni og maraþoni. Sérstaka athygli vekur þátttaka landsliðmannsins og millivega- lengdahlauparans Björns Margeirs- sonar í maraþoni og er mikil spenna fyrir því hvort honum takist að bæta árangur bróður síns, Sveins Margeirssonar frá haustinu 2002. Þá var hlaupið eftir annarri leið en nú og hljóp Sveinn maraþonið á 2:44:24. Gísli Ásgeirsson, ritari FM, segir að þó að töluverð athygli beinist að þátttöku Björns sé keppni í mara- þoni ávallt stórviðburður fyrir hvern og einn hlaupara. Ræst er í maraþoni kl. 8:30 við stokkinn yfir Elliðaárdal. Hlaupa- leiðin liggur vestur að Ægisíðu þar sem er snúið við. Kort má sjá á hlaup.is og hlaup.com. Líka haustmaraþon Ræst verður í hálfu maraþoni stundvíslega klukkan 10:30. Í gær höfðu um 180 manns skráð sig til leiks í hálfu maraþoni og um 30 í maraþoni. Fleiri hafa sjálfsagt bæst við en minnt er á að ekki er tekið við skráningum við rásmark. FM stendur einnig fyrir haust- maraþoni og verður það haldið 23. október nk. runarp@mbl.is Aðalfundur VR verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hóteli, miðvikudaginn 28. apríl nk. og hefst fundurinn kl. 19:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Innborgun í VR varasjóð Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.