Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 ✝ Dagmar Val-gerður Kristjáns- dóttir fæddist að Bræðraá í Sléttuhlíð í Skagafirði 15. febr- úar 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðárkróki 15. apríl 2010. Foreldrar Dagmar voru Jóna Guðný Franzdóttir húsfreyja á Róðhóli í Sléttuhlíð, síðar til heimilis á Sauðárkróki, f. 16.3. 1898, d. 2.03. 2000 og Kristján Sigfússon bóndi á Róðhóli í Sléttuhlíð, síðar til heimilis á Sauðárkróki, f. 17.1. 1902, d. 5.5. 1982. Systkini Dagmar eru hálf- bróðirinn Stefán Karl Stefánsson f. 1928 og alsystkinin Valgerður f. 1929, Jóhanna Marín, f. 1934 og Sigmundur Franz, f. 1941. Eiginmaður Dagmar var Kári Steinsson frá Neðra Ási í Hjaltadal, f. 2.4. 1921, d. 24.7. 2007, íþrótta- kennari að mennt, síðast sundlaug- arvörður á Sauðárkróki. Þau gengu í hjónaband 30.12. 1951. Börn þeirra eru: 1) Valgeir Steinn böndum sem vörðu alla tíð. Dagmar og Kári áttu sín fyrstu hjúskaparár í Neðra-Ási í Hjaltadal en fluttu á Sauðárkrók, að Skóg- argötu 3b árið 1952 og áttu þar sambýli með foreldrum Kára, en reistu sér hús og bjuggu á Hóla- vegi 23 frá 1964. Dagmar annaðist heimili sitt af myndarskap, saum- aði og prjónaði eins og tíðkaðist á þeim árum. Hún var söngelsk og lék á gítar á yngri árum. Gestkvæmt var á heimilinu og var ávallt tekið vel á móti gestum, ættingjum og vinum, veitt húsa- skjól og matur hvort sem um var að ræða systkinabörn í skólasundi, ættingja í vinnu á sláturhúsi eða konur sem komu úr nærsveitum til að fæða börn. Dagmar unni fjöl- skyldu sinni og sóttust barnabörnin mjög eftir því að dvelja hjá ömmu og afa á Króknum. Dagmar vann ýmis störf sem ung kona, m.a. sem starfsstúlka á Hól- um í Hjaltadal og um skeið sem þjónustustúlka á Bessastöðum. Hún vann við fiskvinnslu eftir að börnin uxu úr grasi en síðustu starfsárin vann hún við Sundlaug Sauð- árkróks. Dagmar dvaldi síðustu mánuðina á Deild II á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki og hlaut þar góða umönnun í veikindum sínum. Útför Dagmar fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag, 24. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 16. f. 1951, eiginkona Guðbjörg S. Pálma- dóttir f. 1952. Þau eiga Guðrúnu Jónu, Dagmar Hlín, Árna Geir og Pálma Þór, og þrjú barnabörn. 2) Kristján Már f. 1952. Hann á Pál Rúnar og Söndru og eitt barna- barn. 3) Steinn f. 1954, eiginkona Kristín Arnardóttir, f. 1957. Þau eiga Sindra Frey, Helga og Hlyn, en Steinn á tvö sérbörn, Ástu Lilju og Kára. Steinn á þrjú barnabörn. 4) Soffía f. 1956, eiginmaður Hafsteinn Guð- mundsson, f. 1957. Þau eiga Heklu Sól, en Soffía á frá fyrra hjóna- bandi Kára Þór. 5) Jóna Guðný f. 1963, eiginmaður Gunnar Á. Bjarnason, f. 1962. Þau eiga Ást- hildi. Dagmar ólst upp á Róðhóli frá eins árs aldri hjá foreldrum og systkinum og sótti barnaskóla á Skálá fram að fermingu. Hún fór á húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði og tengdist þar vina- Fyrstu minninguna um móður mína fann ég ekki í huga mér þegar við systkinin sátum við dánarbeð hennar. Hún gaf mér lífið og hefur alltaf verið hluti af mér og verður ávallt. Lífið er það dýrmætasta sem hægt er að gefa og hún gaf sig alla í líf okkar afkomendanna og uppvöxt. Ég geymi góðar minningar um mömmu sem umlykja líf mitt allt. Hún var alltaf til staðar í gleði og sorg. Hún sá um heimili og börnin af miklum myndarskap. Þegar ég eign- aðist hana Ásthildi mína kom mamma suður og studdi mig og und- irbjó þessi dýrmætu tímamót með okkur. Ásthildur fékk að njóta þess að vera hjá ömmu og afa margoft og er ég þakklát fyrir það. Mamma kenndi og gaf mikið af sér. Það voru hagnýt atriði eins og elda- mennska, saumaskapur, gítargrip og dansspor, en síðan allt hitt, það góða innræti sem var gott að hafa sem fyr- irmynd í lífinu. Þolinmæði átti hún næga, ástúð og umhyggju. Mér fannst ég misnota gæsku hennar þeg- ar ég smákrakkinn sníkti nammimola úti í búð rétt fyrir hádegismat eða þegar hún færði mér súkkulaðiköku og mjólkurglas í rúmið á kvöldin. Mér þótti spennandi að hlusta á hana segja þegar hún var ung kona. Þá kom glampi í augun og smá prakkarasvipur. Það voru sögur af skólalífinu á Löngumýri, skemmtun- um, vinnan á símstöðinni í Varmahlíð, saklausir hrekkir stelpnanna við Hólapiltana og fleira. Hún mamma var glæsileg kona og smekkleg. Lét sauma á sig fallega kjóla til að klæðast á stórum tíma- mótum. Hún saumaði sér upphlut og ekki má gleyma öllum fötunum sem hún saumaði á okkur börnin. Þegar kom á efri ár fór heilsan að láta undan. Pabbi studdi hana vel hin síðustu ár og greinilegur kærleikur ríkti á milli þeirra. Eftir að hann dó tók að halla undan fæti hjá mömmu og meinin komu í ljós. Mamma var stolt kona og vildi sem minnsta að- stoð. Hún leit aldrei á sig sem aldraða og vildi alls ekki fara inn á elliheimili. Hún kvartaði aldrei og tók veikindum sínum með jafnaðargeði. Hún hlaut góða umönnun á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki – hjartans þakkir fyrir það. Ég er þakklát fyrir að geta verið við dánarbeð móður minnar og kvatt hana, beðið bænirnar sem hún kenndi okkur og boðið henni góða nótt og kysst á enni hennar, áður en hún sofnaði svefninum langa. Pabbi hefur tekið á móti henni og þau svifið létt saman í dans, laus undan þrautunum. Elsku mamma: Ég vil þakka þér fyrir lífið mitt og að hafa gætt það hlýju og umhyggju. Mér þykir við hæfi að nota ljóð langafa míns sem hann orti við andlát móður sinnar, þegar ég kveð þig: Hinsta ganga þín var þessi þennan yfir táradal. Gæskuríkur Guð þig blessi og greiði veg að himnasal. Þú sagðir þegar neyð var nærri: nú mun koma hjálpin stærri. Margan svangan saddir þú, í sannri von og sterkri trú. Þakkarorð í síðsta sinni senda feginn vil ég þér. Þú mig leiddir úti og inni og allt hið besta vildir mér. Þú hefir gengið þrautaveginn, þín er sælan hinumegin. Ég af hug og minni mæli móðir kæra. Vertu sæl. (Franz Jónatansson frá Málmey) Guðný. Meira: mbl.is/minningar Það er með söknuði sem við kveðj- um elskulega Distu ömmu okkar. Það er erfitt að kveðja ömmu sem alla tíð var stór hluti af okkar lífi. Það voru okkar forréttindi að alast upp á Sauð- árkróki og eiga Distu ömmu og Kára afa að. Þau voru alltaf til staðar fyrir okkur systkinin. Á Hólaveginum vor- um við alltaf velkomin og þar leið okkur vel. Amma var alltaf svo þol- inmóð, hreinskilin, einlæg og ljúf og það var gott að leita til hennar. Við erum afar þakklát fyrir þann tíma sem okkur var gefinn með henni. Minningarnar frá Hólaveginum eru ótal margar; hlátur og gleði, söngur og mikið spjall. Amma okkar var stórkostleg kona og afar glæsileg í alla staði. Móttökurnar sem við fengum voru ávallt hlýjar og innileg- ar. Sæta og góða skyrið hennar var í miklu uppáhaldi, baðað í rjóma- blöndu og heimabakaða vínarbrauðið hennar sem var með súkkulaði rann ljúft niður. Amma var dugleg að lesa fyrir okkur og segja okkur sögur frá því í gamla daga. Hún leyfði okkur að fara með sér í fjárhúsin uppá Nöfum og komum við iðulega við í kaffisopa hjá langömmu á leiðinni heim. Við fórum í ófá skiptin með henni í berja- mó, þar áttum við góðar stundir með ömmu sem undi sér vel í faðmi nátt- úrunnar. Amma okkar var með fal- legt og innilegt bros. Í seinni tíð þeg- ar hún var orðinn veik og gat ekki tjáð sig eins og áður þá kvaddi hún okkur iðulega með brosi. Brosi sem sagði meira en nokkur orð. Við fund- um frá henni hlýjuna og væntum- þykjuna sem hún gaf okkur alla tíð. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Það er okkur huggun að vita að amma okkar er komin til Kára afa, og við efumst ekki um í hjarta okkar að þau eru góðum stað, saman að eilífu. Guðrún Jóna, Dagmar Hlín, Árni Geir, Pálmi Þór, Íris Lilja, Val- geir Ingi og Ísak Geir. Nú er komið að kveðjustund góðr- ar vinkonu og nágrannakonu til margra ára. Ég kynntist Distu er við vorum báðar unglingsstúlkur. Það var á vori í Varmahlíð í Skagafirði, ég með þremur yngri systkinum mínum sem voru í sundnámi þar, en ég með til að elda mat og gæta þeirra. Við bjugg- um í tjaldi. Dista var líka að læra að synda. Kynntumst við ótrúlega fljótt, hún kom í heimsókn í tjaldið, við fór- um í gönguferðir og náðum vel sam- an, sögðum hvor annarri margt, um drauma okkar og vonir. Dista var reyndar dul og feimin í fyrstu, samt komst ég að því að bernska hennar var oft dapurleg og skildi eftir sár. Síðan liðu mörg ár sem við vissum lítið hvor af annarri. Ég gift móðir og búsett á Skógargötu 5b, þá festir Kári Steins kaupi á húsi númer 3b á Skógargötu, aðeins mjótt sund á milli, þar flytja þau inn Dagmar Kristjánsdóttir, hans glæsilega brúð- ur, ásamt kornungum syni og for- eldrum Kára, Soffíu og Steini, sem vou hjá þeim í heimili til dánardags. Dista var því strax í byrjun með stórt heimili og mikill gestagangur var þar alla tíð. Í hinum enda hússins voru Óli Aadnegard og María kona hans, með sín börn, sem voru a.m.k. fjögur áður en þau fluttu á Skógargötu 1. Björn mágur flutti þá á nr. 3. Dyrnar á hús- um okkar Distu stóðust næstum á, svo við sáumst og töluðumst við svo til daglega. Þó vorum við ekki mikið inni á palli hvor hjá annarri, en ná- grennið var gott frá fyrsta degi og hjálpsemi ríkjandi milli heimilanna alla tíð. Við Rúna og Dista vorum oft sam- stiga við að fjölga mannkyninu. Man ég eitt sinn er við vorum allar með stóra kúlu að Steinn faðir Kára sagði við mig: „Mikið er nú fallegt að sjá ykkur allar svona blómstrandi.“ Aldrei of mörg börn í hans augum. Við eignuðumst allar fimm hver. Enda á þessum árum þetta hverfi nefnt Barnasundið. Það var nóg að gera hjá öllum en eldri börnin litu eftir þeim yngri og yfirleitt var samkomulagið gott og mikið leikið sér úti og vináttan hefir haldist óslitið hjá mörgum þeirra þótt vík sé milli vina. Dista var metnaðarfull og mikil og góð móðir og húsmóðir. Mikið þurfti að elda og baka og allt saumaði hún á börnin af miklum myndarskap á með- an þau voru ung. Þau voru alltaf fal- lega klædd og heimilið allt vel hirt og allt snyrtilegt þrátt fyrir mikil þrengsli. Svo byggðu þau sér hús á Hólavegi 23 og fluttu úr sundinu. Þá urðu samskiptin strjálli, enda fluttum við Magnús fljótlega vestur til Ástr- alíu en sambandið hélst. Bréfin þeirra hjóna og spólur voru miklir gleðigjafar. Við fengum yfirleitt ann- ál ársins frá Kára, allt markvert er skeð hafði á Króknum, hverjir hefðu klifrað himnastigann eins og Kári orðaði það um þá sem höfðu lokið sinni jarðvist. Eftir að Kári dó heimsótti ég Distu oft, áttum við saman góðar stundir, sem ég er þakklát fyrir. Eg flyt börn- um hennar tengdabörnum og öllum öðrum aðstandendum hugheilar sam- úðarkveðjur frá mér og börnum mín- um með þökk fyrir allt og allt. Guð blessi minningarnar um góða vinkonu. Kristín. Dagmar Valgerður Kristjánsdóttir Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, VILHELMÍNA S. JÓNSDÓTTIR, Arnarhrauni 5, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 26. apríl kl. 11.00. Þórarinn Smári Steingrímsson, Elínbjörg Stefánsdóttir, Jónína Steiney Steingrímsdóttir, Helgi Ívarsson, Anna Pálsdóttir, Ólafur Ingi Tómasson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, KRISTJANA JÓNSDÓTTIR BILSON frá Ísafirði, lést þriðjudaginn 20. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 29. apríl kl. 15.00. Haraldur Bilson, Jón Bilson. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS EYJÓLFS EYJÓLFSSONAR, Steinholtsvegi 13, Eskifirði. Elín Hjaltadóttir, Hjalti Elís Einarsson, Karen Lúðvíksdóttir, Guðmundur Rúnar Einarsson, Drífa Magnúsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.