Morgunblaðið - 24.04.2010, Síða 43

Morgunblaðið - 24.04.2010, Síða 43
Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 Hægt er að greina ákveðinhöfundareinkenni í listHeklu Daggar Jóns-dóttur. Hljóðtengdir ljósskúlptúrar birtast í ýmsum myndum, gjarnan tengdir náttúru- fyrirbærum eins og fossum eða eldi. Notuð er tækni sem gerir það kleift að hljóðstýra ljósunum og þannig fullkomnað samspil hljóðs og ljóss. Þessar rafrænu myndir undirstrika gjarnan hversu bilið er breitt milli náttúrunnar og þess manngerða, en þó felst ekki í þeim ofureinfölduð ádeila heldur miklu frekar samruni rannsóknar og leiks. Hekla Dögg hefur skipt sýning- arrými Kling og Bang niður í nokk- ur rými með pappírsræmum sem áhorfandinn sópar til hliðar með til- heyrandi skrjáfi þegar gengið er á milli. Eins og nafnið, Opnanir, gef- ur til kynna, tekur sýningin breyt- ingum á meðan á sýningartímanum stendur. Eftir fyrstu opnun mátti sjá myndband í innsta rýminu. Ósjálfrátt verður manni hugsað til öskufallsins fyrir austan þegar horft er á þetta myndband af snjó- komu í Róm; hér varð til óvænt og ófyrirséð tenging við sérkennilegan raunveruleika sem undirstrikar enn frekar hið framandlega í verkinu. Eftir aðra opnun hinn 17. apríl bættist nýtt verk við sýninguna, ljósskúlptúr tengdur tónlist og myndbandsverk, samvinna Heklu Daggar og Kolbeins Huga Hösk- uldssonar myndlistarmanns. Ljós og tónlist skapa grípandi heild og til verður sjónrænn blekkingar- leikur þegar myndum af mann- verum er varpað á pappírsræm- urnar. Heklu Dögg tekst vel að skapa stemninguna sem hún sækist eftir, tilfinningu fyrir óraunveruleika og dulúð. Upp í hugann koma form skemmtana og sýninga frá því á nítjándu öld þegar einfaldar sjón- hverfingar eða frumstæðar birting- armyndir framandi menningar- heima voru vinsælt skemmtiefni í Evrópu. Þetta minnir líka svolítið á þekkt leikhús – eða sirkusfyrirbæri eins og Laterna Magika í Prag og ennfremur má hugsa til þeirrar stóru öldu samtímasýninga í mynd- listinni sem höfða sérstaklega til skynjunar áhorfandans. Undirliggj- andi eru síðan vangaveltur um tengsl manns og náttúru og í fram- haldi af því – ef maður vill seilast í þá áttina – kannski vísun til þeirrar miklu vakningar sem á sér stað í samtímanum um mikilvægi óspilltr- ar náttúru. Fyrst og fremst er sýningin þó forvitnileg og heillandi myndlistar- upplifun fyrir alla aldurshópa, hér er leikið listilega með mörk veru- leikans og áhorfandanum komið skemmtilega á óvart. Hekla Dögg sýnir áreynslulaust það sem ljóst hefur verið um allnokkurt skeið, í dag er tæpast hægt að tala um mörk milli myndlistar, tónlistar, kvikmynda eða leikrænnar upplif- unar. Fleiri opnanir eru eftir innan Opnana þegar þetta er ritað og á því eitthvað eftir að bætast við, en sýningin stendur til 2. maí. Kling og Bang, Hverfisgötu 42, Reykjavík. Opnanir, Hekla Dögg Jónsdóttir bbbmn Til 2. maí. Opið fim. til sun. frá kl. 14-17. Aðgangur ókeypis. RAGNA SIGURÐARDÓTTIR MYNDLIST Hverfull veruleiki Ljósmynd/Hekla Dögg Jónsdóttir Opnun Hrynjandi snjókoma í Róm. Tekið út um glugga á vinnustofu Heklu Daggar Jónsdóttur í Róm. Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur, lögg. fasteignasali Þorleifur St. Guðmundsson, lögg. fasteignasali Kjartan Hallgeirsson, lögg. fasteignasali Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali Magnús Geir Pálsson, sölumaður Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg. fasteignasali Jóhanna Valdimarsdóttir, gjaldkeri Elín Þorleifsdóttir, ritari Reykjavík Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s Vel staðsett einbýlishús á einni hæð með inn- byggðum bílskúr. Húsið stendur á stórri hornl lóð innst í botnlangagötu. Eignin skiptist í forstofu, borðstofu, stofu, fjögur herbergi, búr, eldhús, þvottahús og tvö bað- herbergi. Garðurinn er gróin og fallegur með stígum og skjólgóðri ver- önd. V. 77,0 m. 5616 MÓVAÐ - GLÆSILEG EIGN HÚSNÆÐI ÓSKAST Stórglæsilegt og vel skipulagt 220 fm einbýlishús á einni hæð með inn- byggðum bílskúr, mikilli lofthæð, inn- felldri lýsingu í loftum, sérsmíðuðum innréttingum og vönduðum tækjum. Hiti er í öllum gólfum. V. 65,0 m. 5605 BJARMALAND - NEÐST Í FOSSVOGINUM Glæsilegt samtals 228,5 fm einlyft einbýlishús með tvöföldum bílskúr. Eignin skiptist m.a. í hol, fjögur herbergi, baðherbergi, snyrtingu, sjónvarpshol, borðstofu, stofu og eldhús. Búið er að endurnýja m.a. allt gler, raflagnir, hitalagnir, allar innréttingar, setja hita í gólf, ný gólf- efni, nýtt þak o.fl. Lýsing frá Lúmex. Allar innréttingar sérsmíðaðar. V. 95,0 m. 4444 STIGAHLÍÐ - GLÆSILEG EIGN MÁVANES - EINSTÖK EIGN Á SJÁVARLÓÐ Einstaklega vel staðsett einbýlishús á 1.576 fm sjávarlóð við Mávanes á einum allrabesta stað á Arnarnesi. Húsið sem er alls 435 fm að stærð hefur hlotið mjög gott viðhald að utanverðu og vandað að allri gerð að innan. Mjög góður garður við húsið og aðkoma góð. Stórar svalir með- fram allri suðvesturhlið hússins. Einstakt útsýni út fjörðinn og flóann og til Álftaness. 5576 Sævangur 47 - tvær íbúðir Stórt og mikið samtals 339,5 fm einbýlishús með rúmgóðri aukaíbúð á jarðhæð. Á aðalhæðinni eru 4-5 svefnherrbergi og 2-3 stofur. Arinn í stofu. Stórar svalir. Tvöfaldur bílskúr. Um er að ræða steypt einbýlishús á tveimur hæð- um. V. 57,9 m. 5437 Fornaströnd - einstök eign á Sel- tjarnarnesi Sérlega glæsilegt ca 230 ein- býlishús. Eignin hefur verið mjög mikið endur- nýjuð s.s. innréttingar, gólfefni, rafmagn, pípulagnir og lóð upptekin. Fallegir steinar af- girða garðinn. Glæsileg verönd (u.þ.b. 120- 130) með heitum potti. Hiti í plani. Tvöfaldur 50,6 fm bílskúr. V. 89,0 m. 5430 Hamrahlíð - glæsileg eign Einstök eign fyrir vandláta við Hamrahlíð. Um er að ræða sérlega vandaða eign sem gengið hefur í gegn um endurnýjun lífdaga þar sem engu hefur verið til sparað við betrumbætur að inn- an sem utan. Um heildareignina er að ræða, sem er skráð samtals 295,5 fm með sameign og bílskúr, aðalíbúð á tveimur hæðum og aukaíbúð í kjallara með sérinngangi. V. 88,0 m. 5599 Giljaland - endaraðhús Fallegt 211,3 fm endaraðhús á fjórum pöllum. 25,6 fm bíl- skúr fylgir húsinu. Samtals er því eignin 236,9 fm að stærð. Húsið stendur fyrir neðan götu. Falleg aðkoma. Búið er að skipta um járn á þaki. V. 53,0 m. 5261 Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 300-400 fm einbýli í Þingholtunum. Verð mætti vera á bilinu 80-150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlishús í Vesturborginni óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 250-350 fm einbýli í Vesturborginni. Verð mætti vera á bilinu 90- 150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sérhæð óskast Traustur kaupandi óskar eftir 140-170 fm sérhæð. Þessir staðir koma til greina: Vesturbær, Hlíðar og nágrenni Miklatúns. Allar nánari uppllýsingar veita Sverrir Kristinsson og Hilmar Þór Hafsteinsson. Sumarbústaður við Þingvallavatn óskast Óskum eftir sumarbústað við Þingvallavatn (við vatnið). Bústaðurinn má kosta á bilinu 30-70 milljónir. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sérstaklega vandað og fallegt 330 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsið stendur á einstökum stað efst í Stigahlíðinni og er með friðsælan suðurgarð og glæsi- legt útsýni til norðurs. V. 96,0 m. 5566 GRUNDARLAND - HORNLÓÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.